Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Sviðsljós Uma Thurman. Lögsótti ekki Playboy vegna mynda Uma Thurman varð allt ann- að en ánægð þegar tímaritið Pla- yboy birti nektarmyndir af henni þar sem hún var stödd á strönd í Karíbahafinu. En hún lét þó vera aö fara í mál við tímaritið. Segja lögfróðir að hún hefði hvort eð er tapaö málinu þar sem hún var stödd á al- menningsströnd. Þrátt fyrir myndimar var salan á tímarit- inu langt undir væntingum og olli það eigendum þess töluverð- um vonbrigðum. Höfðu þeir hálft í hvoru vonast til að Uma lögsækti þá en umfjöllunin um slika málssókn hefði tryggt sölu upp á mörg þúsund eintök. Það má því segja að Uma hafi náð fram hefndum með því að láta kyrrt liggja. I/I/IAGE HÁRSNYRTI- VÖRURNAR 5513010 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Sharon Stone yfirgefur hátiöarkvöldverð í París fyrr f vikunni. Símamynd Reuter Stone alls staðar Leikkonan Sharon Stone virðist eftirsótt í samkvæmi og samkomur af ýmsu tagi enda birtist hver myndin af annarri af henni þar sem hún er í ræðustól eða á leið til kvöldverðar með einhverju fínu fólki. Stone þykir ekki aðeins hafa útlitið með sér heldur heillast fólk af greind hennar og öryggi í fram- komu. Hún getur einnig bitið frá sér og var hreinlega ýtt út af blaða- mannafundi á dögunum þegar blaðamaður gaf í skyn að hún hefði verið klúr. Aðstandendur fundar- ins vildu einfaldlega ekki að hún hleypti fundinum upp. En það var annað hljóð í strokknum þegar Sto- ne var boðið til hátíðarkvöldverðar í tilefhi af 100 ára brúðkaupsafmæli skartgripakaupmannsins Alfreds Van Cleefs og Estelle Arpels í Par- ís fýrr í vikunni. Þar mætti hún í sínu fínasta pússi og naut athygl- innar. Aukablað AMERISKIR Miðvikudaginn 9. okt. DAGAR mun aukablað um ameríska daga fylgja DV. Hjartaknúsarinn Hugh Grant sýpur enn seyðið af munngælum Divine: Hollywoodhóran Divine Brown hefur aldeilis kunnað aö meta athyglina sem hún hefur oröiö aönjótandi eftir framsætisævintýriö með Hugh Grant. Jack Lemmon. Jack Lemmon leikur í Tólf reiðum mönnum Jack Lemmon hefur fallist á að leika í endurgerð hinnar klassisku myndar Tólf reiðir menn sem Willi- am Friedkin ætlar að leikstýra fyrir kapalstöðina Showtime. Friedkin segir að efnið, um sekt eða sakleysi, sé jafn tímabært og þegar Reginald Rose kvikmyndaði handritið fyrst fyrir sjónvarp. Mynd Sidneys, Lumets, frá 1957, er hins vegar fræg- ari útgáfan. Mikill stjömufans var í mynd Lu- mets og verður svipað uppi á ten- ingnum hjá Friedkin þótt ekki hafi aðrir en Lemmon verið nefndir. Aukablað þetta verður helgað Ameríku og amerísku atvinnu- og mannlífi. Auk þess verðurfjallað um það sem í boði verður á ,Amerískum dögumií í Kringbinni og víðar. Umsjón efnis hefur Svanur Valgeirsson blaðamaður í sima 550-5814. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson í sima 550-5722 hiðfyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 3. október. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. Líf okkar er eiginlega bara eymdin uppmáluð Hollywoodhóran Divine Brown vinnunni og við þénum fullt af pen- eltir hjartaknúsarann Hugh Grant eins og skuggi, hvert sem hann fer. Ekki Divine holdi klædd, heldur minningin um ævintýri þeirra í Los Angeles um árið þegar lögreglan kom að henni með manndóm leikar- ans milli tannanna. Hvergi var það greinilegra en á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada um daginn. Hugh var þar að kynna nýjustu myndina sína, læknatryllinn Örþrifaráð sem kærastan Liz Hurley framleiðir. Á kynningarfundinum var Hugh á svipinn eins og veriö væri aö gera á honum opna hjartaaðgerð, án nokk- urrar deyfingar. Enginn talaði um hina guðdómlegu Divine en hún var efst í huga allra viðstaddra. Hugh var heldur ekki beint syngjandi sæll og glaður. „Lif okkar er hreint ekkert skemmtilegt. Gömlu Hollywood- stjörnurnar héldu teveislur og sund- laugarveislur og höfðu það gott. Þær áttu sitt einkalíf. Við eigum ekkert slikt. Okkur vegnar vel i ingum og búið spil. Annars er þetta bara eymdin uppmáluð vegna allra fjölmiðlanna og innrásarinnar í einkalifið," sagði Hugh. Og þetta var bara byrjunin á umkvörtunum hans. Lifið er þvilíkur táradalur að það hálfa væri meira en nóg. Það sem Hugh finnst þó einna verst er að hann getur ekki lengur treyst hundinum sínum. „Einu mennimir sem hann bítur ekki eru blaðamenn. En það eru ein- mitt mennimir sem maður vildi helst að hann rifi í sig,“ sagði þessi geðþekki leikari. Hugh getur þó fundið huggun í því að kærastan, hin gullfallega Liz Hurley, hefur staðið við hlið hans í gegnum þykkt og þimnt. Og þegar þau hafa lokið við að kynna nýja læknatryllinn sinn um Bandaríkin þver og endilöng ætla skötuhjúin í frí saman. Eitthvað til Frakklands. Hann segir ekki hvert. Lái honum hver sem vill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.