Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 8
r f I 8 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Utlönd Maraþonfundur belgískrar þingnefndar: Meint kyn- mök við börn rannsökuð Belgísk þingnefnd ákvað í nótt að mæla með því við þingið að Elio Di Rupo, aðstoðarforsætisráö- herra, verði ekki færður fyrir rétt vegna ásakana um að hafa haft kynmök við unga drengi. Þing- nefndin leggur hins vegar til að Hæstiréttur í Belgíu rannsaki málið nánai- og skili skýrslu fyrir 9. desember. Belgíska þingið þarf að greiða atkvæöi um tillöguna. Er þingnefndin tilkynnti ákvörðun sína í nótt hafði hún setið á fundi síðan í gærmorgun og skoðað skýrslu saksóknara Brussels. Þingnefndin yfirheyrði einnig Di Rupo í tvær klukku- stundir í gærkvöld. Di Rupo, sem er 45 ára og sam- kynhneigður, neitar því að hafa nokkurn tíma haft kynmök við böm. Stjórnmálaskýrendur telja að stjómmálaferli Dis Rupos sé lokið verði máli hans vísað til Hæsta- Elio Di Rupo, aðstoöarforsætisráð- herra Belgíu. Sfmamynd Reuter réttar jafnvel þó hann verði ekki látinn segja af sér á meðan rann- sókn fer fram. Sjálfur vill hann berjast til þrautar. Reuter Borís Jeltsín Rússlandsforseti ásamt dotturdóttur sinni, Möshu, á bekk fyr ir utan sjúkrahúsiö þar sem hann dvelur. Forsetinn fór í göngutúr um sjúkra húslóðina ásamt fjölskyldu sinni og kvaðst ekki finna fyrir neinum verk hjartanu nú þegar rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að hann gekkst undii abgerð. Símamynd Reutei Ghana vill sinn mann í stað Boutros-Ghali Utanríkisráðherra Ghana, Obed Asamoah, sagði í gær að yfirvöld þar í landi væra reiðu- búin að stinga upp á Ghana- manninum Kofi Annan í emb- ætti framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna. Annan er yfir- maður starfsemi friðargæslu- sveita samtakanna. Aðrar Afr- íkuþjóðir standa ýmist að baki ályktuninni um endurkjör Boutros-Ghali eða láta ekki skoðun sina í ljós. Bandaríkin beittu neitunar- valdi sínu gegn endurkjöri Boutros-Ghali á fundi Öryggis- ráðs S.Þ. á þriðjudaginn. Það hefúr komiö á óvart að ekkert skuli hafa heyrst frá Einingar- samtökum Afríku um afstöðu þeirra í málinu nú. í júlí síðast- liðnum lýstu þau yfir stuðningi við Boutros-Ghali. Reuter Rafmagnsleysi olli glundroða í jarð- lestum Lundúna Samgöngur með jarðlestakerf Lundúna lögðust af í tvær og hálfi klukkustund í gærkvöldi vegna raf magnsbilunar og af þeim sökun vom þúsundir ferðalanga innilokað ar í lestargöngunum eða á brautarp öllum. Talsmaður jarðlestakerfisins sagði að rafmagnsbilunin heföi nác til svo til allra leiða. Ekki urðu aft ur á móti neinar truflanir á raf magni til heimilisnota. Brautarstöðvunum var lokað of fólki sagt að finna sér annan ferða máta. Þeir sem vora komnir í brautarpallana vora leiddir út er hinir, sem sátu f lestunum, þurfti að dúsa í þeim þar til rafmagr komst aftur á. Það gerðist ekki fyri en laust eftir miðnætti. Ekki bætti það ástandið hjá þeirr sem þurftu að komast leiðar sinnai í gærkvöldi að mjög kalt var í Lund únum. Reutei I ( ( ( ( ( ( í í í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.