Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Spurningin Finnst þér byrjaö aö spila jólalögin of snemma? Ingi Þór Magnússon sjómaður: Já, þau eiga ekki að byrja fyrr en um miðjan desember. Sigríður Thorlacius nemi: Já, þau eiga að byrja í byrjun desember. Helga Björg Gylfadóttir: Nei, þetta er ágætt. Maður kemst í jóla- skap. Baldur Kristjánsson biskupsrit- ari: Nei, nei. Guðmundur Pálsson nemi: Já, það á að leyfa desember að byija. Gimnar Sigurðsson nemi: Já, alltof snemma. Þau eiga að byrja í fyrsta lagi í byrjun desember. Lesendur Vegabætur á Vesturlandsvegi - ekkert kák viö klöppina Böðvar Þorsteinsson, Þyrli, skrif- ar: Það var í blíðunni nýliðinn sunnudag aö ég hitti menn frá Vega- gerðinni sem voru við mælingar á svonefndum Helguhól vð túnhornið á bænum Þyrli á Hvalfjarðarströnd. Ég tók þá tali og voru þeir með bollaleggingar um að breikka beygj- una þama á Vesturlandsveginum. - Af þessu tiiefni skora ég nú á Vega- gerðina að gera þetta nú myndar- lega, þ.e. ekki með neinu káki með kroppi úr klöppinni. - Allir vegfar- endur þama vita að þessi beygja er sú varasamasta á allri leiðinni frá Reykjavík norður í land, og slysin þarna hafa ekki látið á sér standa. Eina mestu umferðarhelgi á miðju sumri fyrir um 3 árum lentu þrír bOar þarna saman og dreif að björgunarlið úr báðum áttum, bið- röð bíla á suðurleið var orðin á Qórða kilómetra er hnúturinn leyst- ist. Ótaldir era smáárekstrar og út- afkeyrslur er orðið hafa í þessari beygju, m.a. í kafaldsmuggu er snjó- blinda hefúr truflað ökumenn sem ekki em gjörkunnugir aðstæðum. Stundum hefur mér flogið í hug að hagkvæmara væri fyrir trygg- ingafélögin að láta gera þama vega- bætur en borga allan þann kostnað sem af þessu hefur hlotist. Vega- gerðin á að sjálfsögðu að bæta úr svona málum. Svo vill nú til að verktaki er þama í nokkur hundmð metra fjarlægð með öll tól sem þarf til að vinna verkið. - Tvímælalaust þarf að skipta veginum þama með Bót væri að skiptingu hættulegustu beygjunnar á Vesturlandsveginum, seg- ir bréfritari m.a. aðgreindum akreinum og víkka út- sýni þeirra er aö sunnan koma með breiðari vegarskurði. Ég er ekki einn um þá skoðun að hafa mætti meira samráð við heimamenn á hverjum stað og hlýða á þeirra sjónarmið. Það kost- ar ekkert að tala við þá, hver sem niðurstaðan verður. Nú em uppi hugmyndir um aukinn hámarks- hraða á vegum með bundnu slitlagi. Verði það framtíðin getur hver og einn sagt sér sjálfur að á svona stöð- um yrði boðið upp á stórslysaað- stöðu að þarflausu. - Ráðamenn vegamála: Standið nú vel að verki, skiptiö beygjunni í tvær akreinar okkur vegfarendum til halds og trausts. Verslunarrekstur ríkisins Þorleifur H. Óskarss. skrifar: Ég sat fund sem Heimdallur bauð til á dögunum um verslunarrekstur ríkisins (ÁTVR og Fríhöfh). - Þar var frummælandi Vilhjálmur Egils- son þingmaður og ræddi hann mik- ið um báknið ÁTVR og alls konar klíku- og mútustarfsemi sem við- gengist þar innan dyra. Sem starfsmaður ÁTVR get ég ekki fallist á allt sem þama kom fram, t.d. ekki á þá fullyrðingu Vil- hjálms að starfsfólk vínbúða ÁTVR hefði það sem helstu rök gegn af- námi ríkisins á verslun með áfengi að það væri hæfara til að selja slíka vöm en fólk í öðrum stéttarfélögum. - Þetta em útúrsnúningar sem era ekki svaraverðir. Ég spyr einfaldlega: Ef leyft væri að selja áfengi í söluturnum og mat- vöraverslunum, sem opnar era fram eftir kvöldi, yrði þá eins strangt eftirlit með aldri viðskipta- vina? Oft og tíðum er starfsfólk verslananna undir lögaldri til áfengiskaupa. Þá taldi hinn ágæti Vilhjálmur að dýr bjór á íslandi stæði ferðamannaþjónustu fyrir þrifum, og því væri nauðsynlegt að lækka verðið, til þess að beina drykkju unglinga frekar að bjóm- um en landanum sem að hans sögn væri stórhættulegur. En Vilhjálmur hefur liklega gleymt heimahögunum. Ég veit ekki betur en það sé gamall skagfirskur siður að bragga landa og sýnist mér þó mannlíf hafa dafnað með ágæt- um í Skagafirði. - En að öllu gamni slepptu finnst mér að þingmenn hljóti að hafa þarfari málefhum að sinna en að hafa hom i síðu starfs- manna ÁTVR. Lífeyrisþegar herði sultarólina J.D. skrifar: Senn hefst kjarabarátta láglauna- fólks, og hafa foringjar þess uppi stór orð um miklar kaupkröfur. - Lífeyrisþegar og öryrkjar hafa samt oftast orðið út undan, og þess vegna stendur fólk berskjaldað þegar yfir- völd ráöast á tekjur þess og bætur, sem það þó hafði áunnið sér og sam- ið um. Þegar ráðamenn vantar fé í kassann liggur einmitt þetta fólk best við höggi. Vanti fé til að greiða kjaradómsuppbætur til þingmanna eða embættismanna verður ein- hvers staðar að herða sultarólina, og kemur verst við lífeyrisþegana. þjónusta i lli sima 5000 kl. 14 og 16 Hafa stéttarfélögin ekki einhverjar skyldur gagnvart ellilífeyrisþegunum? Hingað til hefur verið látið af- skiptalaust þegar einhveijar hækk- anir hafa orðið hjá almennum laun- þegum og allt farið út í verðlagið sem hefur gert þessu fólki erfiðara að ná endum saman. - Eða hvers vegna hækkaði ekki vísitalan þegar „Kjaradóms-fólkiö" fékk sínar upp- bætur? - En vísitalan hækkar jafh- skjótt og uppskerabrestur verður á kaffirækt í Brasilíu! I síðustu samningum var samið um að fella niður tvísköttun á líf- eyrisgreiðslur. Hvemig væri að samningamenn tækju þetta upp aft- ur vegna brots á útfærslu þessa samningsatriöis? Ég hef ekki heyrt forsætisráðherra segja „Svona ger- um við ekki.“ - Var þetta samnings- brot e.t.v. tii að óvirða forsætisráð- herra? Það er gott að vera sjálfbjarga en á að refsa manni og skattpína fyrir að hafa nurlað í lífeyrissjóð sem nemur rétt yfir skattleysismörkum? VR semur varla án okkar Afgreiðslumaður skrifar: í útvarpsfrétt sl. mánudags- kvöld kom fram að Verslunar- mannafélagið væri að bjóða samninga fýrir umboðsmenn sína. Formaður VR útfærði síðan samningshugmyndir í grófum dráttum. Gott og vel. Var það ekki launahækkun sem við ætl- uðum að hafa númer eitt? Fram- kvæmdastjóri VSÍ lét ekki standa á sér að samþykkja tillögu for- manns VR. Ég áttaði mig nú á þessu spilverki, sem ekki er víst að hinn almenni félagsmaöur átti sig á. Nú skuluð þið í VR-foryst- unni bara leggja þessi drög ykkar fyrir almennan félagsfund til samþykktar eða synjunar. Það er heiðarlegast. Langholtsdeilan óleyst Kolbrún skrifar: Ég hlustaði á formann sóknar- nefndar í fréttatíma sjónvarpsins þar sem hann hneykslaðist á að sóknarbömin væru ekki ásátt með að fá ekki að kjósa sinn prest sjálf. Þessi fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins (þ.e. formaður sóknamefndar) sagði m.a.: „Þeir þurfa ekki að vera óá- nægðir með prestinn sem slík- an“! Þurfum við ekki hvað ...? Ætlar sóknarnefndarformaður- inn að segja okkur, almennum sóknarbörnum, að við „þurfum ekki“ þetta eða hitt? Við höfum nú bai-a okkar álit án tillits til þingmanns Borgaraflokksins fyrrverandi. Og þar við situr. Morgunblaðið setur ofan Sigurjón Jónsson hringdi: Mér finnst hiö annars ágæta Morgunblað setja ofan við að óska eftir lögreglurannsókn, nán- ast á sjálft sig, vegna skrifa huldumanns um flokkskrytur krata í Hafiiarfirði. Auk þess sem blaðið sjáift á það á hættu að lenda í mjög djúpum fjóshaug (vægt til orða tekið á nútíma- máli) ef það verður uppvíst að því að birta folsuð skrif. Því hvað þá um önnur skrif blaðsins? Þingmenn Austurlands Óskar skrifar: Ég verð að taka undir með bréfritara sem sendi pistil sinn í DV fyrir nokkra og reyndi að brýna þingmenn Austurlands vegna jarðgangagerðar á fjörðun- um. Það hefur augsýnilega ekki dugað. Og enn ætla þeir að kikna með því að taka ekki undir með beiðni um sjálfsagða fullnaðar- rannsókn á hálendisvegi norðan Vatnajökuls, og sem myndi koma Austurlandi í samband við um- heiminn hér innanlands a.m.k. - Hvað era þingmennimir að hugsa? Þokukennt orðalag Bjami Th. Rögnvaldsson skrif- ar: Mig rak í rogastans er ég las blaðagrein í DV þriöjud. 12. þ.m. því þar birtist þokukennt orðalag sem bar ekki með sér eins góða tiifinningu fyrir íslensku máli og vænta mátti. Greinin nefndist „Nýr klattaflokkur". Jafnframt því að vera skrifuö á betri ís- lensku hefði hún vissulega mátt vera jákvæðari og uppbyggilegri. Ég vil ekki ætla annaö en höf- undur hennar vilji landi og þjóð vel og vilji vera þarfur sínum landsmönnum. Flestir þekkja málsháttinn „Ætíö skal þarft mæla eða þegja ella.“ - Boðskap þennan ættu allir að tileinka sér, þjóðinni til hagsbóta og sjálfum sér til heilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.