Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 10
io menning FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Í skila sér inn í íslenska barnabókaútgáfu. Heyrst hefur að hún þurfi á því að halda. Börn eru víst hætt að lesa bækur meö vasaljós undir sæng eftir að þau eiga að vera farin að sofa. Þess í stað horfa þau á sjónvarp eða leika sér í tölvuleikjum. Ef einhver hyggst kynna undra- veröld vasaljósalesturs fyrir ungum lesendum er Siifurkrossinn tilvalinn undir sængina. Illugi Jökulsson: Silfurkrossinn Bjartur 1996 Alvöru bö fyrir börn Silfurkrossinn eftir Illuga Jökulsson fjallar um systkinin Möggu og Gunnsa sem flytja ásamt foreldrum sínum í nýtt hverfi. Yfir nýja húsinu hvílir bölvun, sem á sér rætur aftur á landnámsöld, og henni verður ekki hnikað nema krakkamir taki til sinna ráða. Ólíkt flest- um öðrum bamabókum um svipað efni er upp- sprettu sögunnar þó ekki að finna í ævintýra- þrá eða leynilögregluleik krakkanna. Fjöl- skyldu þeirra er ógnað og krakkarnir em eng- ar hetjur, heldur venjuleg böm sem finnst ósköp gott aö fá að skríða upp i rúm hjá pabba og mömmu þegar hætta steðjar að. Þau neyðast hins vegar til að standa á eigin fótum og leysa vandann. Fléttan er vel gerð og eins spennandi og ógn- vekjandi og flétta í bamabók má vera, og þó að atburðarásin sé yfimáttúruleg, er sagan sönn, því hún fjallar um sannar tilfinningar. Hún segir ekki frá baráttu góðs og ills held- ur togstreitu mannlegra til- finninga. Álögin á húsinu em til komin vegna upp- safhaðrar reiði en ekki mannvonsku, og bömin eru rekin áfram af ótta. En verkið birtir ekki einungis hreina og skýra mynd af alvörubömum í stað krakka- klíku í eilífu sumarleyfi. Það varpar nýju ljósi á söguskilning okkar og spyr áleitinna spuminga um rétt- mæti þeirra gilda sem flest okkar telja svo sjálfsögð. Spurninga sem hollt er að dveljast við og reyna að svara. Silfurkrossinn er vel skrifuð saga. Persónusköpun er heilsteypt og verkið vel unnið á allan hátt. Einna helst hefði atburðarásin mátt vera hraðari. Það albesta við Silfurkross- inn er hlý og notaleg rödd sögu- mannsins, sem heldur styrkum höndum utan um söguheiminn og persónur sínar. Hann sýnir bæði galla og kosti söguhetjanna en stendur ávallt með þeim og gætir þess að gera þau aldrei hlægileg í augum les- enda. Slíkur sögumaður telst gjama lýti á skáldsögum fyrir fullorðna, en er dýrmætur í bamabókum sem fjalla um alvarleg efni. Á síðustu árum hafa vandaðar spennusögur fyrir fullorðna notið gífurlegra vinsælda. Þær bækur er erfitt að flokka í fagurbókmenntir eða afþreyingarbæk- ur. Það er ánægjulegt að sjá að slík þróun er að Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Caruso: ímynd án innihalds Notalegur formúlustaöur undir ítalska nafninu Caruso er nýlegiu- af nálinni í Bankastræti. Gamal- kunn formúlan felst í að rífa hús- næði niður í fokhelt, leyfa hress- um stílista að leika lausum hala við framleiðslu á ímynd og bjóða siðan tilviljanakennda matreiðslu með bragðsterkum sósum á frem- ur háu verði. Unnt er að komast hjá annmörk- unum með þvi að halla sér að pits- um, sem hvorki eru lakari eða dýrari en gengur og gerist í bæn- um, kosta að meðaltali 1050 krón- ur og eru matarmiklar. Pizza vegetali var fremur góö, hvorki hörð né seig, með hlutlausri sósu og ekki minnisstæðri. Kaffið hét espresso, borið fram í litlum bollum. Það var svipað venjulegu kaffi, þunnt og ómerki- legt. Tiramisú var rangnefni eins og kaffið, íslenzk verksmiðju- lagterta með ostakökulögum, með miklu af þeyttum rjóma, súkkulaði- og jaröarberjasósu. Beikonvafðar rækjur eru dular- fullar á matseðli og reyndust vera aulafyndni. Þaer bjuggu yfir yfir- gnæfandi beikonbragði í bland viö bragð af sætri púðursykursósu. Enn sterkara bragð var af jala- peno-piparkrydduðum úthafsrækj- um, fremur seigum, blönduðum pönnusteiktu grænmeti á borð við rauðlauk, jöklasalat, grænan pipar og sveppi. Eldbragðið var Caruso: Notalegur formúlustabur. Veitingahús Jónas Kristjánsson skemmtilegt, en óþarft að blanda rækjum í það. Sumt var ágætt í matreiðslunni. Þar á meðal voru fylltir sveppa- hattar með gráðosti og hæfiiega kryddaðir hvítlaukssmjöri. Enn- fremur kúrbítssneiðar undir ost- þaki, með mildri tómat-basilikum- sósu. Einnig milt makkarónupasta með góðum smokkfiski og rækju í DV-mynd Pjetur tómatsósu. Á óvart kom, að skötu- selur var meyr og ferskur og ekki þíddur, borinn fram með góðu hrásaiati, en því miður yfirgnæfð- ur af laukkryddaðri tómatsósu. Vel tókst til með fiskisúpu stað- arins, þykka og bragðsterka tómatsúpu með nokkrum rækjum og smokkfiskhringjum. Lauk- blönduð tómatsúpa dagsins var lika þykk og matarleg, borin fram með smurðum pitsugeirum, snarp- heitum úr ofni. Langbezt var ferskt salat í miklu magni, mest- megnis jöklasalat, ekki enn orðið brúnt, með rauðlauk, feta-osti, æti- þistilhjörtum og töluverðu af rækj- um, borið fram í olíuedikssósu. Lambahryggsneið var næsta grá og þétt, en sæmilega góð, með brakandi fitm-önd og sterkri tómatsósu og bakaðri kartöflu- stöppu. Eins og í mörgum öðrum réttum staðarins var sósan hinn ríkjandi þáttur. Sama var að segja um ofeldaðan eldislax, engifer- og piparsteiktan, fátæklegan að magni, borinn fram með skúffu- bökuðum kartöfluskífum, sætri tómatrjómasósu og hvítlauks- brauði. Vínlistinn er hversdagslegur, að mestu frá Gancia, jafnlítið spenn- andi og hvíta fransbrauðið, sem borið var á borð í upphafi máltíð- ar. Til var þó Chianti Classico frá Ricasoli á 2.150 krónur. Þjónusta var óskóluð og ljúf- mannleg. Slæðingur var af er- lendu ferðafólki og innlendum saumaklúbbum, en markhóp ósjálfstæðra ungmenna vantaði. ímyndin hefur ekki selzt enn. Bezt er að sitja við lítil borð í notalegri garðstofu úti við götu. Innra er skuggsælla að sitja við stór borð umhverfis skrautlegan bar og pitsuofn. Innréttingar eru hráar, meðal annars burðarbitar í lofti, en vandaður viður er í nökt- um borðplötum. Miðjuverð þriggja rétta og kaffis er í skýjunum, 3.325 krónur. Hádeg- istilboð er samt frambærilegt, 870 krónur fyrir súpu og rétt dagsins. Þessi föngulegi hópur stendur aö stórbókinni Árin eftir sextugt - handbók um efri árin sem Forlagið var aö senda frá sér. Ftitstjórar eru sálfræöingarnir Höröur Þorgilsson og Jakob Smári en þeir ritstýröu líka Sálfræöibókinni sem kom út 1993. í bókinni er leitast viö aö gefa heildaryfirsýn yfir æviskeiöib eftir sextugt, fjailaö um vandamál sem geta komiö upp, gefnar hagnýtar upplýsingar og bent á ýmislegt sem fólk getur gert til aö gera efri árin sem ánægjulegust. Höfundar eru þrjátíu og átta og meöal þeirra eru læknar, sálfræöingar, félagsráögjafar, næringarfræö- ingur, sjúkraþjálfari, tannlæknar, lögfræðingur, prestur, rithöfundur og heimspekingur. Bókin er stór, eins og fjöldi höfunda gefur til kynna, 719 síbur meö myndum og ítarlegri atriöisoröa- og nafnaskrá. Hún kostar 6.990 kr. DV-mynd ÞÖK Sjónþing Guðrúnar Svo illa vildi til að röng tímasetn- ing var gefin upp í Fjörkálfi DV á Sjónþingi Guðrúnar Kristjánsdóttur í Gerðubergi á sunnudaginn vai' og fjölmargir fóru fýlu- ferð. Þetta er mjög bagalegt því Sjónþing- in eru gjömingur sem ekki er endurtekinn, og biðjumst við vel- virðingar á mistökun- um. En minna má á að svo myndarlega er staðið að Sjónþingum Gerðubergs að um- ræðurnar eru teknar upp á segulband og prentaðar. Er vonsviknum gestum bent á að panta bókina hjá menning- | armiðstöðinni - auk þess sem sýning- ar Guðrúnar verða áfram í Gerðu- bergi og á Sjónarhóli til 15. des. Talandi um Gerðuberg þá verður opnuð þar sýning á myndskreyting- um í norrænum barnabókum á laug- ardaginn kl. 15. Tveir listamenn frá hverju landi taka þátt í sýningunni sem var opnuð fyrst í Hasselby Slott í Stokkhólmi fyrir tæpum tveimur árum og hefur farið víða um Norður- lönd síðan. íslensku listamennirnir eru Áslaug Jónsdóttir og Erla Sigurð- ardóttir. Sýningin stendur til 20. des. 30 000 gestir á Þrek og tár Berglind Karlsdóttir var 30 þúsund- asti gesturinn á Þreki og tárum í Þjóðleikhúsinu, og á myndinni réttir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri henni blóm og gjafir. Ekkert lát er á vinsæld- um verksins, sem þó hlýtur senn að víkja sök- um plássleysis. Eitt af því sem þrýstir á er ann- að leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Kennarar óskast, sem verður frumsýnt annað kvöld. Það er einstakur viðburður að leikskáld eigi tvö verk á sama tíma á stóra sviðinu. Menningarvaka Dagskrá helguð Álftanesskáldun- rnn Sveinbimi Egilssyni og Benedikt Gröndal verður á sunnudaginn kemur, 24. nóv., á veg- um menningarklúbbs- ins Dægradvalar. Þetta er liður í Söguhelgi þeirra Álftnesinga, og verður lesið upp úr verkum skáldanna, Árni Björnsson læknir fjallar um þau og leiki verður tónlist. Dagskráin verður í Haukshúsum og hefst kl. 20.30. Gítartónleikar Síðustu tónleikar Styrktarfélags ís- lensku ópemnnar á árinu verða í ís- lensku óperunni á þriðjudaginn kem- ur, 26. nóv., kl. 20.30. Það er Kristinn H. Árnason gítarleikari sem þar leikur, en hann hefur fengiö afbragðs- dóma fyrir túlkun sína á helstu meistaraverkum gítarbókmenntanna. Kristinn er um þessar mundir að gefa út annan geisladisk sinn, en fyrir þann fyrri fékk hann lof- samlega dóma hér heima og erlendis. Hann var tilnefndur til Menningai-verðlauna DV í fyrra. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir mam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.