Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Afmæli Ásgeir Ólafsson Einarsson Ásgeir Ólafsson Einarsson dýra- læknir, Sólvallagötu 23, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst upp í Skuggahverfinu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1927, kandidatsprófi í dýralækningum frá dýralæknaháskólanum í Hannover í Þýskalandi 1934 og dvaldi við nám í Bretlandi 1967. Ásgeir var skipaður héraðsdýra- læknir í Austfirðingafjórðungsum- dæmi 1934-39, starfaði við dýra- lækningar í Reykjavik 1940-50, var skipaður héraðsdýralæknir Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1950 en varð fyrir alvarlegu slysi í starfi 1965 og fékk lausn 1968. Hann var eftir það héraðsdýralæknir í Vest- ur-Skaftafellssýsluumdæmi og var síðan skipaður heilbrigðisráðu- nautur við Heilbrigðiseftirlit ríkis- ins 1970 en lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1.9. 1976. Eftir það starf- aði hann um fimm ára skeið við búfjárormarannsóknir á Keldum og Rala. Frá 1983 hefur hann starf- að sem bókavörður við bókasafn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Ásgeir hefur frá unga aldri ver- ið áhugamaður um frjálsar íþrótt- ir og vann hann nokkur afrek á þvi sviði. Hann var kosinn í stjóm Glímufélagsins Ármanns 1927, sat í íþrótta- ráði Austurlands 1935-39, í stjórn Dýralæknafélags íslands og i stjóm Sambands dýravemd- unarfélaga. Hann er heiðursfélagi í Dýralæknafélagi íslands og einn eftirlifandi af stofnendum þess. Hann var sæmdur fálkaorðunni 1982. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 12.8. 1937, Kirstínu Lám Sigurbjörnsdóttur, f. 28.3. 1913, húsmóður og handa- vinnukennara. Hún er dóttir Sig- urbjörns Ástvalds Gíslasonar, stærðfræðikennara og prests, og konu hans, Guðrúnar Lámsdóttur, rithöfundar og alþingismanns. Böm Ásgeirs og Láru eru Guð- rún Lára, f. 14.11.1940, kennari við Laugarbakkaskóla í Miðfírði, gift Ágústi Sigurðssyni, sóknarpresti aö Prestbakka, og eru börn þeirra Lárus og María. Þau eiga fíögur barnabörn. Einar Þorsteinn, f. 17.6. 1942, arkitekt í Reykjavík, og em börn hans Sif og Ríkharður; Sigrún Val- gerður, f. 19.10.1944, deildarstjóri í fíármálaráðuneytinu, búsett í Mos- fellsbæ, gift Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara í Reykjavik, og eru böm þeirra Ásgeir, Kjartan og Gunnar; Þórdís, f. 16.11. 1948, kennari við Varmárskóla í Mos- fellsbæ, gift Hirti Ingólfssyni fram- kvæmdastjóra og eru börn þeirra Hjörtur, Láms og Guðrún og er dóttir Hjartar Valgerður; Áslaug Kirstín, f. 13.2. 1952, kennari við Varmárskóla, gift Halldóri Bjarna- syni forstjóra og eru börn þeirra Oddur, Lára og Anna. Alsystkini Ásgeirs: Gunnar, f. 26.3. 1909, bifreiðarstjóri í Reykja- vík, kvæntur Pálu Kristjánsdóttur sem nú er látin; Ásgerður, f. 15.8. 1911, d. 14.11. 1992, húsmóðir í Kópavogi, var gift Ara Jóhann- essyni, sem nú er látinn; Loftur, f. 3.9. 1916, d. 9.4. 1982, loftskeyta- maður á Akureyri og í Borgarnesi, var kvæntur Ásthildi Guðlaugs- dóttur; Sigurbjörg, f. 24.6. 1919, húsmóðir í Reykjavík, var gift Þor- steini Oddssyni sem nú er látinn; Þorsteinn, f. 2.7.1922, d. 25.11.1975, þvottahússtjóri í Reykjavík, var kvænhm Katrínu Hendriksdóttur. Hálfsystir Ásgeirs, sammæðra, var Lára Jónsdóttir, f. 11.2. 1904, d. 9.1. 1993, húsmóðir í Reykjavík, var gift Sigurði Grímssyni sem nú er látinn. Foreldrar Ásgeirs: Einar Ólafs- son, f. 1884, d. 1955, matsveinn og verkamaður, og Þórstína Björg Gunnarsdóttir, f. 1882, d. 1950, hús- móðir. Ásgeir var að miklu leyti alinn upp hjá föðurbróður sínum, Sigur- jóni Ólafssyni, og konu hans, Guð- laugu Sigurðardóttur, bæði í Reykjavík og í Norður-Gröf á Kjal- arnesi. Ásgeir tekur á móti gestum laugardaginn 23.11. klukkan 15.30-18.00 í safnaðarheimili Lága- fellssóknar, Þverholti 3, Mosfells- bæ. Kristín M. Bjarnadóttir Kristín M. Bjamadóttir húsmóðir, Þverbrekku 4, Kópavogi, er sjötug í dag. Starfsferill Kristín ólst upp á ísa- firði til 23 ára aldurs, fluttist þá til Reykjavíkur og síðan í Kópavog. Hún starfaði m.a. í Bókfelli og við Hótel Valhöll. Fjölskylda Kristín giftist 5.11. 1949 Jarli Sig- urðssyni, f. 27.4. 1922, fyrrv. skip- stjóra og síðar verslunarmanni. Jarl er alinn upp hjá Halldóri Jónssyni og Sigurveigu Vigfúsdóttur á Grjót- Kristín M. Bjarnadóttir. Auðunn Ófeigur Helgason - leiðrétting Þau mistök urðu í afmælisgrein um Auðun Ófeig Helgason sextug- an sem birtist í blaðinu í gær að tengdamóðir hans, Ólína Valgerð- ur Sigurðardóttir, var sögð látin. DV harmar þessi mistök og biður hlutaðeigandi afsökunar. læk í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar Jarls: Sigurður Þorsteinsson og Svein- björg Halldóra Sumar- lHja Marteinsdóttir. Böm Kristínar og Jarls: Bjami, f. 20.5. 1949, raf- virki í Borgamesi, kvæntur Ragnhildi Þor- bjömsdóttur, f. 12.5. 1952, kennara, og eiga þau fíög- ur böm. Þau eru Ingvar, Ágústa Kristín, gift Sig- urði Jónssyni og eiga þau eitt barn, Bjama Jarl, Guðrún Edda og Kolbrún Ásta. Sigurður, f. 18.8.1950, héraðsráðu- nautur á ísafirði, kvæntur Þórdísi Elínu Gunnarsdóttur, f. 24.6. 1950, húsmóður. Böm hennar og stjúp- börn Sigurðar eru Díana Erlings- dóttir og á hún eitt bam, Guðbjöm Hólm Veigarsson, og Magnús Er- lingsson, í sambúð með Lilju Debóm Ólafsdóttur og eiga þau eitt bam, Jakob Fannar. Böm Sigurðar og Þórdísar eru Kristín og Kolmar. Kjartan, f. 17.9. 1952, rafvirki í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 23.1.1950, kennara, og em böm þeirra íris Ósk og Lilja Guðrún. Kolbrún, f. 30.1.1955, kvikmynda- gerðarmaður og dagskrárstjóri á Stöð 2, gift Þorvaldi Rafni Haralds- syni, f. 4.8. 1947, d. 27.5. 1981. Barn þeirra er Ævar Jarl. Systkin Kristínar: Guðmundur Kristinn Falk Guðmundsson, f. 19.9. 1913, d. 25.8. 1965; Pétur Magnús Bjöm, f. 27.8. 1915, d. 1918; Guðrún Þorbjörg, f. 10.5. 1917, d. 16.1. 1988, meinatæknir í Reykjavík; Jóhanna María, f. 16.6.1919, d. 22.2.1992, hús- móðir i Reykjavík; Pétur Kristján, f. 30.10.1920, fyrrv. skipstjóri og hafn- sögumaður á ísafirði, nú búsettur í Mosfellsbæ; Friðrik Tómas, f. 5.5. 1922, málarameistari, búsettur á ísa- firði; Jóhannes Bjami, f. 18.10.1923, sjómaður, búsettur í Keflavik; Eyjólfur Níels, f. 18.8. 1925, lengst af rafvirki hjá Sjóvá-Almennum, bú- settur í Reykjavík; Guðrún Guð- leifs, f. 18.5. 1929, húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum; Elísa Rakel, f. 18.5. 1929, húsmóðir og fiskvinnslukona, búsett á Akranesi; Lúísa, f. 11.1. 1931, meinatæknir, búsett í Garða- bæ; Jón Aðalbjöm, f. 27.8.1932, ljós- myndari, búsettur í Kópavogi; Hannes Trausti, f. 4.9. 1935, fyrrv. eftirlitsmaður, búsettur í Borgar- nesi. Foreldrar Kristínar voru Bjami Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957 og Herdís Jóhannesdóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961. Ætt Bjarni var sonur Péturs Magnús- sonar, f. 8.10. 1855, d. 10.3. 1900, sem var húsmaður í Efri-Engidal 1890 og bóndi á Ingjaldssandi eftir það. Kona hans var Jóhanna Jónsdóttir. Faðir Péturs var Magnús Bjömsson, f. 1819, d. 14.7. 1866. Hann var fædd- ur í Hólshreppi í Bolungarvík og var hans kona Guöný Ámundadótt- ir. Faðir Magnúsar var Bjöm Bjamason, f. 1776, d. um 1835. Herdís var dóttir Jóhannesar EIí- assonar, f. 8.10. 1855, d. 8.10. 1937, jámsmiðs. Hann var fæddur í Efri- hlíð i Helgafellssveit á Snæfellsnesi og var kona hans Guðrún Þorbjörg Jónsdóttir. Guðrún og Jóhannes áttu heima á ísafirði 1890, fluttu þaðan að Glúmsstöðum 1895-97 og þaðan að Skriðu á Látrum í Aðalvík og bjuggu þar 1897-1910 en fluttu svo í Hnífsdal. Jóhannes var sonur Elíasar Jónssonar, f. 30.3. 1825, að Hjarðarfelli, d. 24.5. 1864. Hann ólst upp á Hjarðarfelli fyrstu árin, var síðan bóndi í Efrihlíð í Helgafells- sveit og var kona hans Herdís Jóns- dóttir. Faðir hans var Jón Jónsson, f. 1792, bóndi í Straumfiarðartungu Miklaholtshreppi og var hans kona Elín Þórðardóttir. Kristín og Jarl verða að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 21. nóvember 85 ára Una Margrét Bjarnadóttir, Kleppsvegi, Hrafiiistu, Reykjavík. Áslaug Thorlacius, Laugarásvegi 13, Reykjavík. Helgi Hinrik Schiöth, Þórunnarstræti 130, Akureyri. 70 ára Kristín Pálsdóttir, Drafnarstíg 2, Reykjavík. Ásdís Jakobsdóttir, Hjaltabakka 22, Reykjavík. Jón Óskar Jóhannsson, Strandaseli 2, Reykjavík. Jón Eggertsson, Vesturbergi 54, Reykjavík. 60 ára Erla Hjartardóttir, Nóatúni 18, Reykjavík. Eðvarð Ó. Ólafsson, Hrauntungu 14, Hafnarfirði. Hafsteinn Jósefsson, Hátúni 12, Garðabæ. Guðrún Finnsdóttir, Laugarholti, Eyjafíarðarsveit. Friðrik Þ. Einarsson, Ásgötu 11, Raufarhöfn. 50 ára Dagmar Rögnvaldsdóttir, Bæ 1, Ámeshreppi. Jóhannes D. Halldórsson, Suðurvöllum 18, Reykjanesbæ. Jónas Tómasson, Smiðjugötu 5, ísafirði. 40 ára Gísli Jón Hjaltason, Brunngötu 14, ísafirði. Guðmundur Skúlason, Hrísateigi 17, Reykajvík. Rakel Ólöf Bergsdóttir, Hábergi 5, Reykjavík. Ingibjörg Sólveig Bragadóttir, Aflagranda 25, Reykjavík. Hildur Ingibjörg Sölvadóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. Jón Eggertsson, Vestmannabraut 48b, Vestmannaeyjum. Hjörleifur L. Hilmarsson, Brekku v/Vatnsenda, Kópavogi. Kristján H. Sigurgeirsson, Amarsmára 14, Kópavogi. Grímsbœ v/Bústaðaveg Skreytingar við öll tœkifceri. Frí heimsending fyrir sendingar yfir 2.000 kr. Sími 588-1230 Konráð Óskar Auðunsson Konráð Óskar Auðunsson, bóndi á Búðarhóli, A-Landeyjum, verður áttræður þann 26. nóvember nk. Fjölskylda t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÚN SÍMONARDÓTTIR HRAUNTÚNI 61, VESTMANNAEVJUM, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 23. nóv. kl. 14. Eðvarð Þór Jónsson Símon Þór Eðvarðsson Elín Sigríður Björnsdóltir Sigurjón Eðvarðsson Elísa Kristmannsdóttir Aron Máni Símonarson Konráð fæddist í Dalsseli, V-Eyja- fíöllum, og ólst þar upp. Hann hóf búskap í Dalsseli 1952 en fluttist að Búðarhóli 1954. Konráð kvæntist 1.6. 1952 Sigríði Haraldsdóttur, f. 9.2. 1931, húsmóð- ur. Hún er dóttir Haralds Jónssonar og Jámgerðar Jónsdóttur sem bjuggu í Miðey í A-Landeyjum. Böm Konráðs og Sigríðar em: Jóna Gerður, f. 31.1.1952, bóndi, gift Sigurjóni Sveinbjömssyni, f. 29.4. 1946, bónda. Þau eiga þijár dætur auk þess sem Sigurjón á einn son frá því áður. Héðinn, f. 20.2. 1954, sjómaður, kvæntur Hörpu Sigurjónsdóttur, f. 2.1. 1951, húsmóður. Þau eiga eina dóttur, auk þess á Héðinn einn son frá því áöur og Harpa á fíóra syni frá fyrra hjónabandi. Haraldur, f. 18.9. 1955, bóndi, kvæntur Helgu Bergsdóttur, f. 14.12. 1958, bónda. Þau eiga fíögur böm. Guölaug Helga, f. 17.12. 1957, bankastarfsmaður. Hún á þrjú böm. Ingigerður, f. 2.10.1959, hjúkrunarfræðingur, gift Sigmari Gislasyni, f. 8.6. 1959, bifvélavirkja. Þau eiga tvö böm. Gunnar Markús, f. 7.11. 1965, bóndi, kvæntur Stef- aníu Þorsteinsdóttur, f. 9.1. 1964, bónda. Þau eiga tvær dætur auk þess sem Stefanía á eina dóttur frá því áður. Auður Ingibjörg, f. 5.10. 1967, kökugerðarmaður. Margrét Ósk, f. 15.2. 1972, nemi í Fósturskóla íslands, í sambúð með Ásgeiri Ólafssyni, f. 25.4. 1968, matreiðslu- manni. Unnur Brá, f. 6.4. 1974, laganemi, í sambúð með Magnúsi Orra Sæ- mundssyni, f. 26.8. 1974, íþrótta- kennaranema. Af tólf systkinum komust tíu á legg: Guðrún, f. 23.9. 1903, d. 26.10. 1994; Ólafur Helgi, f. 31.12.1905; Leif- ur, f. 26.2. 1907, d. 9.11. 1978; Haf- steinn, f. 29.9. 1908; Ingigerður Konráð Óskar Auöunsson. Anna, f. 17.9.1909, d. 16.9 1987; Hálfdán, f. 30.4 1911; Margrét, f. 28.5 1912, d. 12.2. 1972; Valdi mar, f. 11.12. 1914, d. 23.1 1990, Guðrún Ingibjörg, f 2.6.1918, d. 1.5.1987. Hálf bróðir samfeðra: Mark ús, f. 16.11. 1898, d. 22.6. 1926. Foreldrar Konráðs vom Auðunn Ingvarsson, f. 6.8. 1869, d. 10.5. 1961, bóndi og verslunarmaður í Dalsseli, V-Eyjafiöllum og Guðlaug Helga Haf- liðadóttir, f. 17.1. 1877, d. 28.12. 1941, húsfreyja. Konráð og Sigríður taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimil- inu Gunnarshólma, A-Landeyjum, laugardaginn 23.11. nk. frá kl. 20.30. Sætaferðir verða frá Reykjavík, nánari upplýsingar í síma 487-8578. Konráð frábiður sér allar gjafir en vonast til að sjá ykkur sem flest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.