Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 32
19 fi 18X20X33 % 13X24Y26 'I Vlnningar Fjöldl vlnnlnga Vinningsupphxð l.teft 4 11.432.500 2. 5 ef í + 0 620.590 3. s oft 8 29.740 4.toft , 208 1.820 5. 3 eft' + '817 190 20) 126) (30) KIH Heildanrinninnupphxð Á Itlandi 47.122.300 1.392.300 FR ETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Lögregla átti f vök að verjast. DV-mynd S Meistaravellir: Kveikti í ■* og fleygöi munum út um glugga Lögregla og slökkvilið voru köll- uð að húsi við Meistaravelli í Reykjavík í gærmorgun. Hjónum hafði sinnast í íbúð á annarri hæð og í bræði sinni tók húsbóndinn upp á því að fleygja sjónvarpi, ^„.hljómtækjum og ýmsu lauslegu út um rúðumar í stofu og eldhúsi. Þeg- ar lögreglumenn kom á vettvang hafði hann í hótunum við þá, sagð- ist vera vopnaður byssu og hótaði að ef hann yrði ekki látinn í friði myndi hann skjóta á þá. Síðan tók hann sig til við að brenna gardínur og ýmislegt fleira innandyra. Lögreglan þurfti að búa sig með hjálmum og skjöldum til þess að verjast skothríð innanstokksmuna og á endanum var táragasi beitt til þess að yfirbuga manninn. Einhverjir lögreglumenn fengu táragas í augu en varð að öðru leyti ekki meint af átökunum við mann- inn sem er geðsjúklingur og hefur áður komið við sögu lögreglunnar. -^Jfjónin voru bæði handtekin og er inálið í rannsókn. -sv Sjóvá kaupir Húsatrygging- ar Reykjavíkur Frestur til að skila inn tilboðum í Húsatryggingar Reykjavíkur rann út í gærkvöldi og samkvæmt heim- ildum DV mun tilhoð Sjóvár- Al- mennra vera hagstæðast og því lík- legt að það félag hreppi hnossið. Borgarstjóri mun fara yfir tilboð- in í dag ásamt embættismönnum ^borgarinnar. Ekki náðist í borgar- stjóra vegna málsins áður en hlaðið fór í prentun. -SÁ Starfsmaður vistheimilis fyrir þroskahefta: Kærður fyrir nauðgun á þroskaheftri stúlku - hrottalegur glæpur, segir móðir stúlkunnar - RLR rannsakar málið „Þetta er með eindæmum hrottalegur og alvarlegur glæpur og að hann skuli vera framinn af starfsmanni á vistheimili fyrir þroskahefta. Stúlkan mín gat á engan hátt varið sig fyrir þess- um hrottalega glæp. Veröld hennar er algerlega hrunin eftir þetta og hún mun aldrei bíða þess bætur. Hún hefur grátið nær látlaust síðan þetta gerðist og ég þarf að vaka yfir henni hverja mínútu," segir móðir tutt- ugu og eins árs gamallar þroska- heftrar stúlku sem hefur kært starfsmann vistheimilis fyrir nauðgun. Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað á vistheimilinu sl. föstudagskvöld. Að sögn móðurinnar mun starfsmaðurinn hafa tekið stúlk- una með valdi út úr íbúð sinni og farið með hana yfir í aðra íbúð á vistheimilinu. Þar hafi hann afk- lætt hana með valdi og síðan nauðgað henni. Að því loknu hafi hann hótað að drepa hana ef hún segði frá atvikinu. Engin vitni munu vera að þessum at- burði. Stúlkan var flutt til Reykjavik- ur og færð á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Móðirin segir að greinilegir áverkar hafi verið við kynfæri stúlkunnar en ekki náðist í lækna sem skoðuðu stúlkuna. Eftir að hún var út- skrifuð af sjúkrahúsinu á mánu- dag hefur hún búið heima hjá foreldrum sínum. Stúlkan var aðeins búin að dvelja í rúman mánuð á vistheimilinu. „Ég mun aldrei láta hana í hendurnar á ókimnugu fólki aftur meðan ég lifi. Ég mun berjast af öllum mínum krafti til að þessi maður verði dæmdur fyrir gjörðir sínar,“ segir móðirin. Hörður Jóhannesson hjá Rann- sóknarlögreglu ríksins staðfesti við DV í gær að nauðgunarkæra hefði borist þangað vegna málsins en hann varðist allra frétta af rannsókn þess. Framkvæmdastjóri vistheimil- isins vildi ekki tjá sig um málið þar sem það væri á afar við- kvæmu stigi. Samkvæmt heim- ildum DV hefur starfsmaðurinn, sem sakaður er um hinn hrotta- lega glæp, ekki unnið á vistheim- ilinu eftir að kæran var lögð fram. -RR Sæmundur Pálsson rakti blóðslóðina heim til þjófsins þar sem hann lá sof- andi. DV-mynd S Miklu af lyQum stolið í Nesapóteki: Blóðslóðin rakin heim til mannsins „Ég fór út á meðan rannsóknar- lögreglan var að taka fingraför og fann blóðslóðina eftir manninn. Hann hafði skorið sig illa á hendi og þrátt fyrir að hafa vafið bleiu og plastpoka um hana var auðvelt að sjá hvert hann fór. Ég rakti slóðina heim tO mannsins og kom að hon- um þar sem hann lá sofandi. Þar jámaði ég hann og kallaði eftir að- stoð,“ sagði Sæmundur Pálsson, lögreglumaður á Seltjamamesi, í samtali við DV í gær. Á leið sinni til vinnu um áttaleyt- ið í gærmorgun fékk Sæmundur til- kynningu um að brotist hefði verið inn í Nesapótek, apótekið á Eiðis- torgi. Aðkoman var ljót því blóð var um allt og greinilega mikið horfið af lyfjum. „Maðurinn haföi greinilega hent steini inn um stóra rúðu til þess að komast inn á torgið og síðan öðrum í gegnum rúðu á apótekinu til þess að komast þar inn.“ Sæmundur segir að það hafi ver- ið virkilega ánægjulegt að hafa upp á kauða svona snemma því hann hafi haft á brott með sér gríðarlega mikið af lyfjum úr apótekinu og að hann hafi greinilega vitað að hverju hann hafi átt að leita. „Ég get vel ímyndað mér afleið- ingamar af þvi ef allt þetta lyfja- magn hefði komist í umferð. Þær hefðu orðið mjög víðtækar og allt annað en góðar. Magnið heföi ef- laust nægt mörgum í langan tima og víman heföi ömgglega kallað á ofbeldi og frekari glæpi. Það var gott að ná stráknum áður en hann kom þessu í umferð," segir Sæ- mundur. Þetta er í annað skipti sem brot- ist er inn í Nesapótek því fyrir nokkrmn árum gómaði Sæmundur mann sem hlaupið hafði frá apótek- inu og falið sig undir bíl við KR- völlinn. En þyrfti öryggisgæsla ekki að vera öflugri í apótekum? „Vissulega er alvarlegt að menn skuli eiga svona auðvelt með að komast inn í apótek og þetta brot kallar að sjálfsögðu á að menn skoði hvemig búið er að öryggis- málum í apótekum." Maðurinn játaði brot sitt og var vistaður í fangageymslum lögregl- unnar í gær. -sv L O K I Veðrið á morgun: Þurrt og léttskýj- að syðra Á morgun verður norðaust- ankaldi eða stinningskaldi. É1 verða um norðanvert landið en þurrt og víðast hvar léttskýjað syðra. Veöriö í dag er á bls. 36 V -5' w * : ‘-r CO -51-1 f I . ( ■■■ ..■•■■ ■ ,r’ ' V IRÍÍilÍiiii -T- ■V ■5° * V 'I' V m * m |oJL iÆ •pei Verð frá 980.000.- Bílheimar ehf. jg 13 ® © Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.