Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjðrnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórí: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýslngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöiuverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rangfengið fé er rýrð í búi Stjómarmenn í Byggðastofiiun hafa misnotað aðstöðu sína þar til að útvega bömum sínum og tengdabömum ódýra peninga til að byggja upp ferðaþjónustu heima í héraði. Þetta em alþingismennimir Egill Jónsson á Seljavöllum og Stefán Guðmundsson á Sauðárkróki. Stefán útvegaði syni sínum fimm milljónir í fyrra til að setja upp veitingahús á Sauðarkróki, nánast við hlið tveggja annarra, sem þar em fyrir við aðalgötu bæjar- ins. Egill útvegaði syni sínum tvær milljónir til að bæta fjórum gistiherbergjum við hús sitt á Seljavöllum. Að gömlum sið halda málsaðilar því fram að fólk eigi ekki að gjalda þess að vera böm alþingismanna og stjóm- armanna Byggðastofnunar. Er þó ljóst, að venjulega er hafhað málefiium af þessu tagi. Þeir em ekki margir, sem komast gegnum nálarauga Byggðastofnunar. Vafasamar tiltektir af þessu tagi hafa löngum ein- kennt Byggðastofiiun. Frægust varð þjónusta stofnunar- innar við Stefán Valgeirsson og ættingja hans, þegar þeir ráku hallærisfyrirtæki í fiskeldi á Melrakkasléttu. Enda fylgir spiiling alltaf skömmtunarstofum ríkisins. Sukkið í Byggðastofiiun einkennist þó fremur af hreinni óráðsíu en misnotkun fjármuna í þágu ættingja. í stofnuninni og fyrirrennurum hennar hafa brunnið milljarðar í fyrirgreiðslum til fyrirtækja, sem nú eru gjaldþrota eða horfin af vettvangi vegna erfiðleika. Byggðastofhun er hefðbundið skólabókardæmi um, að þeir peningar ónýtast, sem fara um hendur skömmtun- arstofhana ríkisvaldsins til að þjóna sérhagsmunum á borð við kjördæmapot og ættingjapot stjómmálamanna, sem sitja á þingi og í stjómum sukkstofhana. Byggðastofiiun hefur fengið á sig óorð. Um hana var skrifuð fræg skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem fann henni fátt til málsbóta. Þess vegna hafa stjómvöld tekið upp nýjar leiðir til að sukka, meðal annars á sviði ferða- þjónustu í kjördæmum hagsmunapotaranna. Samkeppnisráð hefur úrskurðað, að ráðherraskipuð nefiid, sem veitti ellefu hótelum tuttugu milljóna króna styrk, hafi brotið samkeppnislög. Nefndina skipaði Halldór Blöndal samgönguráðherra og gerði flokksbróð- ur sinn, Sturlu Böðvarsson alþingsmann, að formanni. Engum kemur á óvart, að þau tvö hótel, sem hæstan styrkinn hlutu hjá nefndinni, em bæði í kjördæmi Sturlu, Vesturlandskjördæmi. Ekki kemur heldur á óvart, að hótelstjórar, sem em í samkeppni við útvöldu hótelin, kærðu meðferð málsins til Samkeppnisráðs. Engum var gefinn kostur á að sækja um styrk hjá nefndinni og engar skýrar vinnureglur voru til um út- hlutun fjárins. Úthlutunarnefndin kastaði peningunum að geðþótta í ýmsa aðila, sem hún mundi eftir og vom henni þóknanlegir, einkum frá kjördæmissjónarmiðum. Engu máli virðist skipta, þótt vinnubrögð, sem hér er lýst að ofan, hafi sætt gagnrýni hlutaðeigandi eftirlits- stofiiana, svo sem Ríkisendurskoðunar og Samkeppnis- ráðs. Stjómmálamenn af landsbyggðinni virðast telja það helgan rétt sinn að mega misnota fé almennings. Með því að opna þjóðfélagið, loka opinberum skömmt- unarstofum og innleiða markaðslögmál í hagkerfið er smám saman verið að draga úr möguleikum valdamanna til að misnota aðstöðu sína. Atriði, sem varða byggða- stefnu, hafa lengi setið á hakanum í þessari þróun. Yfirleitt sannast líka, að rangfengið fé er rýrð í búi. Oftast brenna peningamir, sem misnotaðir em, og skilja byggðimar eftir fátækari en þær vom fyrir. Jónas Kristjánsson „Eitt breytist þó aldrei. Stöðugt segja menn að nú séu runnir upp nýir tímar." - Frá nýliðnum fundi ungra vinstri- manna á Bifröst. Veikari staöa vinstri flokkanna Umræður hafa staðið yflr linnulít- ið um hina svokölluðu sam- einingu vinstri flokkanna um all- langt skeið. Þessi umræða hefln- ver- ið með eindæmum ófrjó, staglkennd og hrútleiðinleg. Þess má minnast að í málgagni Al- þýðubandalagsins voru þessi mál reifuð langtímum saman. Loks flutti blaðið lesendum sínum þá frétt og taldi tíðindum sæta fyrir samein- ingarumræðuna svokölluðu, að tvö stjórnmálafélög Alþýðubandalagsins, sem klofnað höfðu árið áður, hefðu nú ákveðið að sameinast. Þessi frétt var talin svo markverð að stærri fýrirsögn hefur tæplega sést í blaðinu í annan tíma. Þannig hefur umræðan silast áfram. Það eru settir á langhund- ar í blöðum vinstri flokkanna. Málin rædd og þau reifuð, krufin og skoðuð á ýmsa vegu. Síðan birtast fréttir um að lausnin sé í nánd. Fréttimar bíði handan homsins af uppstokkun- inni miklu, sameiningu vinstri manna i eina glæsilega fylkingu. Gömul plata Einhvem veginn finnst manni sem þessi plata hafi verið spiluð áður. Sögöu menn ekki eitthvað álíka þegar Samtök fljálslyndra og vinstri manna vom stofnuð fyrir aldarfjórðungi, eða Bandalag jafnaðar- manna, eða Þjóðvaki blessaður? Orðaleppam- ir eru að visu endumýj- aðir reglulega, en hafa einhverja álíka merk- ingu frá einu tímabili til annars. Eitt breytist þó aldrei. Stöðugt segja menn að nú séu rannir upp nýir tímar. Önnur eins gerjun hafi ekki átt sér stað. Forsendur til þess að stofna almenni- legan jafnaðarmanna- flokk eins og þeir eiga á hinum Norðurlöndunum hafi aldrei verið til stað- ar fyrr en nú. Furðulegt fimbulfamb Þetta er ótrúlega kúnstugt, að minnsta kosti fyrir þann mikla meirihluta landsmanna sem ekki er innvígður í þetta fimbulfamb allt saman. Hér áður og fyrr fundu menn pólitískan snertiflöt í ólík- legustu málefnum, jafht alþjóðleg- um sem öðrum. Nú tala menn eins og það skipti ekki máli þó Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur séu sitt á hvorum kantinum í sjávarút- vegs-, landbúnaðar- og utanríkis- málum og hafi rifist eins og hund- ar og kettir allt síðasta kjörtímabil um grandvallaratriði efhahags- stjómunar, hlutverk ríkisvalds- ins, uppbyggingu velferðarkerfis- ins og þar fram eftir götunum. Á síðasta kjörtímabili gekk allt út á það að útiloka Alþýðuflokk- inn frá vinstra samstarfi, með þeim orðum að sá flokkur væri kominn hægra megin við Sjálf- stæðisflokkinn. Þá átti Framsókn- arflokkurinn greiða leið að hjört- um félagshyggjuflokkanna. Nú ríkir illskiljanlegur tví- skinnungsháttur í garð þess flokks. Kratar gæla við hugmynd- ir um samstarf við Framsóknar- flokkinn vegna meints daðurs þess flokks við Evrópusamvinnu og veiðileyfagjald, sem era þó þeir málaflokkar sem Alþýðubandalag- inu er sérstaklega uppsigað við. - Síðan er farið að kenna Kvennalis- tann við félagshyggju og vinstri stefhu, stjórnmálaafl sem lagði úr vör með áherslu á pólitíska sér- stöðu sína á skjön við hið hefð- bundna hugmyndafræðilega litróf. Búið að redda málunum? Loks birtast furðufréttir af því að ungt fólk í einhverjum stjórn- málaflokkanna á vinstri kantinum hafi sest niður eitt síðdegi og leyst öll ágreiningsefnin sem hafa þvælst fyrir þeim eldri allan tím- ann. Það er ekki laust við að spurningar vakni um hæfileika þess fólks sem hingað til hafa ver- ið að stritast við forystustörfm í þessum flokkum. Það fer ekkert á milli mála að staða vinstri flokkanna er nú óljósari og veikari en oft áður. Forystubreyting, mótsagnakennt tal um sameiningu flokkanna og hinn skýri málefnaágreiningur sem ríkir á millum þeirra hefur dregið úr trúverðugleikanum. Áfram hjala menn þó um samein- ingu vinstri flokkanna, enda ágæt aðferð við að draga athyglina frá veikleikum þeirra hvers og eins. Einar K. Guðfinnsson Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaður „Einhvern veginn fínnst manni sem þessi plata hafí verið spiluð áður. Sögðu menn ekki eitthvað álíka þegar Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð fyrir aldarfjóröungi, eða Banda- lag jafnaðarmanna, eða Þjóð- vaki blessaður?u Skoðanir annarra Það sem vantar... „Mér finnst álver ekki beinlínis smella inn í það sem við þurfum hérna heima.... Þetta er ekki fram- tíðin. Hún liggur í allt öðra. Byltingin sem orðið hef- ur í Bandaríkjunum á sviði margmiðlunar, tölvu- tækni, Intemetsins .. . fór af stað af því þar hafa lít- il fyrirtæki aðgang að áhættufjármagni. í staðinn fyr- ir að henda peningum í brotajám væri nær að gera eitthvaö svipað hérna heima. Lítum á fyrirtæki eins og Marel og Oz, þau era dæmi um hvað hægt er að gera.“ Ólafur Jóhann Ólafsson í Alþbl. 20. nóv. Metnaður vegna ESB „Það var mikið áfall fyrir okkur að missa Svíþjóð, Finnland og Austurríki úr EFTA í Evrópusamband- ið. Það má segja að það sé nú lifsnauðsynlegt fyrir okkur að fá Sviss inn í samninginn.... Það væri lít- il fyrirhöfn fyrir okkur að ganga inn í ESB. Við höf- um þegar aðlagað reglur og lög um viðskipti að reglugerðum þess. Atvinnulífið gæti náð auknum hagsbótum með samningnum við það, en það vegur kémnski ekki þyngst. Mér finnst aðild kannski helst vera undir metnaði stjórnmálamanna komin. . . . Auðvitað þyrfti samt að ná fram lausn varðandi sjávarútvegsmálin áður en af aðild yrði.“ Bjöm Friðfinnsson í Mbl. 20. nóv. Klámið og listin „Hér í fásinninu vora allir búnir að fá leið á „und- irfatasýningum" á herra- og dömukvöldum þar sem glærgelgjulegar stelpur með fyrirsætudrauma sýndu „æsandi" nærbuxur og viðhengi frammi fyrir vand- ræðalegum léttkenndum smáborgurum. Fluttar vora inn heimsvanari og ekki alveg jafn blöðrabólgulegar sýningarstúlkur sem ýktu dillið og fóra alveg úr. . . . Ef einhverjum finnst gaman að horfa á þetta í um- komuleysi sínu þá á að innheimta venjulega skatta af því og fylgja settum reglum um skemmtanir á al- mannafæri." Stefán Jón Hafstein í Degi- Timanum 20. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.