Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 15 Dagur íslenskrar tungu Fánar voru dregnir að hún við opinberar bygg- ingar í Reykjavík, en næstum hvergi við hús úti á landi nema við hanka og sparisjóði. í Ríkis- útvarpinu var les- ið ljóð dagsins eft- ir Jónas Hall- grímsson og af- mælisbamið fékk auðvitað hrós fyr- ir það í kynningu hjá Nirði. Úti á landi fór umstangið að mestu fram hjá fólki, nema fréttir hermdu að leikar- ar hefðu lesið ljóð, væntanlega eftir Jónas, uppi í tuminum á Hailgrimskirkju fyrir engla og fugla. Tveir leikarar vom líka látnir lesa hádegisfréttir út- varpsins, en enginn vissi hvers vegna þeir lásu þær ekki á öðnnn fréttatímum. Kannski hefði það verið of dýrt. Leikarar era á svo háum taxta að varla er hægt að láta þá flytja önnur leik- rit en niðurklippt frá liðnum ámm og auk þess í bútum til að drýgja og spara. Einn dramatúrg, lærður í Berlín, getur séð um þá klattagerð kúltúrsins. Björk og Bubbi Mikið var talað um Jónas liðlangan daginn og gefið i skyn, án þess að ráðherra kæmi fram, að hann hefði ekki dáið vegna skorts á heilbrigð- isþjónustu ef hann hefði fótbrotið sig núna hér heima. Auðvitað kom Bubbi, sagðist vera hálfdanskur og með eitthvað af norsku blóöi og hafa orðið fýrir dulrænni og þjóðlegri reynslu í Stokkhólmi, þegar hann söng þar á ensku; hann ákvað þá að syngja fýrir íslenskan markað á íslensku. í gegnum dulúðina skein samt hálfpartinn það að hann fann að hann komst hvorki áfram með gít- ar né söng í útlöndum. Enda hefur hann ekki útlitið með sér, á sama hátt og Björk, þó húðflúraður sé. Hún fellur sem flís við rass að hugmyndum æskunnar í útlönd- um, að þær íslensku séu dverg- vaxnar og gaulandi eskimóaskess- ur og voðagaman að þeim. Hví var hún þá ekki fengin til að syngja Smávinir fagrir í tilefhi dagsins? Gamla sagan Síðdegis fékk Þjóðarbókhlaðan bréf og gögn Halldórs Laxness. Nú geta fræðingar farið að skrifa BA, MA, eða doktorsritgerðir um það hvort hann hafi starfað á vegmn KGB eða sinnar eigin samvisku. Verðlaun dagsins hlaut sú kona sem hefur kennt hverjum krakka í Reykjavík að stafa. Við úti á landi fengmn bara brot af ræðunum, en það var auðheyrt að gestimir við athöfnina flissuðu að venju og það á réttum stöð- um. Daginn eftir hófust aðrir dagar íslenskr- ar frrngu með fréttinni um það að Éltsin hafi lést og Morgunblaðið vilji fá óþekkt- an mann dæmd- an vegna gagn- rýnisbréfs hans á sjálfstæðis- menn sem það birti í hlutverki sínu sem allragagn, samt ekki rit- níðinga. Héma er gamla sagan sem Jónas Hallgrímsson hugsaði í lokin og hugðist kalla: Á Fróni er fátt verra en gæskan. Guðbergur Bergsson Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur „Mikið var talað um Jónas allan liðlangan daginn oggefíð í skyn, án þess að ráðherra kæmi fram, að hann hefði ekkl dáið vegna skorts á heilbrigðisþjónustu ef hann hefði fótbrotið signúna hér heima.“ „Síödegis fékk Þjóðarbókhlaðan bréf og gögn Halldórs Laxness." Hvað eru bókmenntir? Með vaxandi skammdegi siglir bókaþjóðin hraðbyri inn í árvisst jólabókaflóð. Því er ekki úr vegi að varpa fram spumingum um hvað geri bækur að bókmenntum og hvaö bókmenntir séu í raun og vem. Viö segjum frá Margir líta svo á að bókmenntir í sinni hreinustu mynd sé einkum að finna í ljóðlistinni. Það em þó nýjar, íslenskar skáldsögur sem flestir hafa fram til þessa beðið með mestri óþreyju. Skýringamar á sterkri stöðu skáldsögunnar em margháttaöar: Allt frá dögum 'ís- lendinga sagna höfúm við lifað og hrærst i frásögunni. Meðan aðrar þjóðir ræða málin með hjálp af- stæðra hugtaka og fræðikenninga segjum við frá. Hér kemur þó fleira til. Þegar við ljúkum upp nýrri skáldsögu væntum viö örlítið dýpri skilnings á hvað felist í þvi hlutskipti að vera íslendingur við lok 20. aldar. Takist vel til getum við að lestri loknum jafiivel verið orðin þroskaðri en við vorum áður. Sumar bækur hjálpa okkur nefnilega til við að svara spum- ingunni um hvað það sé að vera maður. Bókmenntir „almenns efnis“ Mikil breyting hefur þó orðið í þessu efni. Það er ekki lengur skáldsagan held- ur ævisagan sem á hug bókaþjóð- arinnar. Þar er ekki átt við sagn- fræðilega ævisögu „mikilmennis" eftir sérfræðing heldur frásögu af lífshlaupi hversdagsmanns sem oft er skráð af fjöimiðlamanni. Hér höfúm við ef til vill orðið fámenni og hnýsni að bráð. Svo þarf þó ekki að vera. Takist vel til geta ævisögur jafnvel gegnt hefð- bundnu hlutverki skáldsögunnar með sóma. Það er heldur ekki annar munur á þessum tveim bóka- flokkum en sá að ævisaga gerir tilkall til sannfræði sem skáldsaga gerir ekki. Það em samt ekki aðeins ljóð, skáldsög- ur og ævisögur sem mynda uppistöðuna í íslenskum bókmennt- um á líðandi stundu. Viðfangsefhi ís- lenskra höfúnda og lesenda era mun fjöl- breyttari og ffamlag beggja er nauðsyn- legt eigi bók að telj- ast til bókmennta. Á síðari árum - ekki sist í tengslum við íslensku bókmennta- verðlaunin - hefúr oft verið rætt um bækur og bókmenntir „al- menns efiiis“. Til þess flokks telj- ast einkum fræðirit, frásagnir og handbækur af ýmsu tagi. Hlutur slíkra bóka verður stöðugt stærri í árlegri útgáfú og margar raða þær sér i efstu sæti sölulistans sé tekið tillit til bókakaupa árið um kring. Undir högg aö sækja Lengi hefur verið rætt um hvort höf- undar slíkra verka séu rithöfundar í sömu merkingu og höfundar fagurbók- mennta. Sú deila snýst í raun um keis- arans skegg. Hitt er mikilvægara að við göngum ekki út frá þröngu, gamaldags og óraunsæju bók- menntahugtaki sem stangast á við raun- verulega bókiðju í landinu. Þetta skiptir ekki síst máli þegar um stuðn- ing hins opinbera við bókmennta- sköpun er að ræða. Hann verður að ná til bókmenntanna í heild sinni eins og þær em stundaðar á hverjum tíma. í því efhi hafa höf- undar upplýsinga- og fræðslurita fyrir almenning lengi átt undir högg að sækja. Úr því þarf að bæta. Hjalti Hugason „Þegar við gúkum upp nýrri skáld• sögu væntum við örlítið dýpri skilnings á hvað felist i því hlut- skipti að vera íslendingur við lok 20. aldar.“ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor í guöfræði viö H.í. Með o§J á móti 10% hlut sveitarfélaga vegna uppkaupa á hættu- svæöum Ekki gjarnt „Þær hörmungar sem dunið hafa yfir Súðavík og Flateyri hafa minnt á hvað íslensk nátt- úra getrn- verið grimm. Yffrvöld og landsmenn allir hafa í kjölfarið gert kröfur til meira öryggis og neyðst til að endurskoða skipulag, hættustig og forsendur byggðar á þess- um svæðum. Þegar slik stökkbreyting verður á mati til sújóflóðahættu er eðli- legt að öll þjóöin axli þá stað- reynd. Það er rangt að láta fá- mennan hóp þjóðarinnar greiða 10% hluta kostnaðar af snjóflóða- vörnum. Þannig gætu Reykvík- ingar eins greitt umferðarörygg- ismannvirki í Ártúnsbrekku eða Austffrðingar endurgerð mann- virkja á Skeiðarársandi. Það er réttlætiskrafa að samfélagið í heild sinni og ríkisvaldið beri allan kostnað við uppbyggingu snjóflóðamannvirkja. Samkvæmt Veðurstofunni er áætlaður kostnaður við snjó- flóðavamir vart undir 9 milljörð- um í 8 sveitarfélögum. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun þessara sömu sveitarfélaga árið 1996 hafa þau samanlagt 38 milljónir króna til framkvæmda eftir hefðbund- inn rekstur og greiðslu lána. Öll- um má því vera ljóst að þessi sveitarfélög hafa engan mögu- leika á að greiða 1.000 milljónir króna af skatttekjum sínum til slíkra verkefna. Það væri líkt og að skylda launþega til að greiða 100% hlut tekna sinna í tekju- skatt.“ Ekkert of mikið „Tekjur sveitarfélaga aukast verulega við uppbyggingu á hættusvæðum jpegar verktakar og aðrir flytja þangað tímabund- ið. Umsvif sveitarfelags- ins aukast og það gefúr þ.a.l. tekjur umfram önnur sveitar- félög. Eigend- ur fasteign- anna borga ekkert fýrir þær ráðstafan- ir sem gerðar eru til að bjarga eignunum, hvort sem það em uppkaup eða annað, á meðan aðrir þurfa að borga tryggingariðgjöld eða bera jafnvel tjónið cdfarið sjálffr eins og þeir sem hafa t.d. lent í alkal- ískemmdum. Það hefúr engum dottið í hug að bæta þvi fólki tjónið sem hefur e.t.v. tapað 10-30% af eignum sínum af þeim sökum. Sveitarfélögin hafa auk þess tekið þá ákvörðun að byggja á þessum svæðum. Það er mikill ábyrgðarhluti því í mörgum til- fellum vissu menn af fomum sögum að það væri snjóflóða- hætta þar. Mér finnst því 10% hlutur þeirra sem ákveðið ábyrgðargjald ekkert of mikið. Afgangurinn, 90%, er jú greiddur beint eða óbeint úr ríkissjóði með sköttum okkar allra." -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.