Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 12
•# 12 LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1997 'h Ingvar Sigurðsson leikari kveður kjaftasögur í kútinn: Ekki að fara að „meika það" í Hollywood - á leið í þriggja vikna menningarferð um Evrópu Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ingvar Sigurðsson leikari sé að flytja til útlanda og ein sagan segir að hann sé að fara að „meika það“ í Hollywood. DV sló á þráðinn til Ingvars og spurði hvað væri hið rétta í málinu. Ingvar sagði að hann væri ekki að flytja eitt eða neitt, hvað þá að fara til Hollywood. Sann- leikurinn væri sá að hann væri að fara í þriggja vikna ferðalag um Norðurlönd og fleiri staði í Evrópu. Ferðalagið hefst í byrjun febrúar nk. Ingvar sagðist hafa fyrir löngu ákveðið að drífa sig út, álagið væri búið að vera mikið í vetur og sið- ustu miesseri. Frítími væri því vel þeginn. Þá fannst honum kominn tími til að nýta sér styrk sem hann hlaut frá Norrænu ráðherranefnd- erlend bóksjá inni til menningarferðar. „Ég fer til Stokkhólms og Helsinki, hugsanlega til Litháen og síðan til Berlinar. Ég ætla að hitta fólk sem ég þekki þama og kynna mér leikhúslífið. Ef ég sé eitthvað fróðlegt og skemmtilegt þá gæti það komið sér vel í starfinu síðar meir,“ sagði Ingvar sem fer einn í ferðina. Stone Free hættir Ljóst þykir að með ferð Ingvars lýkur sýningum á hinum sivinsæla söngleik, Stone Free, en Ingvar leik- ur þar aðalhlutverkið. Síðustu sýn- ingar verða í lok janúar. Ingvar sagði að Stone Free hætti ekki bara vegna hans heldur væru fleiri leik- arar að fara að gera aðra hluti. Þá væru samningar við leikara ekki i gildi nema til 15. janúar. Ingvar leikur aðalhlutverkið í Svaninum á litla sviði Borgarleik- hússins, sem gengið hefur fyrir fullu húsi frá því í haust. Hlé verð- ur gert á sýningum í febrúar og þær teknar upp aftur að lokinni reisu Ingvars. Ingvar er fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu og sagðist hann fyrir löngu hafa fengið frí frá störfum. Æf- ingar eru hafnar á franska leikritinu Listaverkið sem frumsýna á í vor. Þar leikur Ingvar ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni og Baltasar Kormáki, undir leikstjórn Guðjóns Pedersen. Ingvar sagðist í ferðinni m.a. ætla að kíkja á uppfærslu á Listaverkinu sem sýnt er núna í Berlín. -bjb Ingvar Sigurösson leikari er á leiöinni í þriggja vikna menningarferö um Noröurlönd og fleiri Evrópulönd í febrúar. Á meöan veröur gert hlé á æfing- um og sýningum á þeim verkum sem hann tekur þátt í. Sýningum á Stone Free lýkur í lok janúar. DV-mynd BG Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Dlck Francls: Come to Grlef. 2. John Grlsham: The Runaway Jury. 3. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 4. Rob Grant: Backwards. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 6. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 7. Terry Pratchett: Maskerade. 8. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 9. Robert Goddard: Out of the Sun. 10. Josteln Gaarder: Sophle's World. Rit almenns eölls: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Actlon. 3. Fergal Keane: Letter to Danlel. 4. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 5. S. Nye & P. Dornan: A-Z of Bahaving Badly. 6. Carl Glles: Glles 50th. 7. B. Watterson: There’s Treasure Everywhere. 8. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Paullne Calf Book. 9. Private Eye: Colemanballs 8. 10. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. Innbundnar skáldsögur: 1. Maeve Blnchy: Evenlng Class. 2. Terry Pratchett: Hogfather. 3. Tom Clancy: Executlve Orders. 4. John le Carré: The Tallor of Panama. 5. Mlchael Crlchton: Alrframe. Innbundln rit almenns eðlls: 1. V. Reeves & B. Mortlmer: Shootlng Stars. 2. Jlmmy Mulvllle og flelrl: Have I got 1997 for You. 3. Dava Sobel: Longltute. 4. Damon Hlll: My Champlonship Year. 5. R. Harris, M. Lelgh & M. Leplne: True Anlmal Tales. (Byggt é The Sunday Tlmes) Ofbeldið er orðið að verslunarvöru Edward Bond. Leikskáldið Edward Bond hefur ávallt verið beinskeyttur og undan- bragðalaus í ádeilu sinni, en verk hans hafa gjarnan fjallað um ýmsar hliðar þess ofbeldis sem virðist fastur þáttur í hegðun mannskepnunnar. Að þessu leyti hefur hann ekkert breyst; í nýjasta leikriti sínu, In the Company of Men, sem frumsýnt var í Bretlandi fyrr í vetur, tekur hann fyrir ofbeldi í við- skiptaheiminum. í verkinu er lýst átökum innan og milli fyrirtækja, og baráttunni um yfirtöku fyrirtækja með góðu eða illu. Þykja aðfarir sumra þar heldur villimannlegar, auk þess sem deilt er hart um hvort vænlegra sé að græða á matvælum eða vopnum. Völd og gróði Þótt leikritið sé sýnt núna var það skrifað þegar Margrét Thatcher var við völd í Bretlandi og það á að gerast eftir nokkra áratugi. Bond kveöst hafa lesið ævisögiu- margra forystumanna í viðskiptalífinu til að kynnast nánar veröld þeirra manna sem hann skrifar um í leik- riti sinu. Það hafi hins vegar verið mikið álag að lesa sumar bókanna því sjálfsævisögur fjármálamanna séu „sérstök tegund bókmennta ætl- uð fólki sem vill drepa sig úr leið- indum,“ eins og hann orðar það í viðtali nýlega. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að fjármálamönnum nægir alls ekki að græða peninga," heldur hann áfram. „Þeir sækjast eftir völdum. Þjóöfélag okkar er fullt af fólki sem hefur mikil völd og álit og hatar Umsjón Elías Snæland Jónsson okkur. Það er mjög hættulegt. Við verðum að læra að átta okkur á þessu hatri.“ Bond neitar því að hann sé að predika yfír fólki í leikritum sínum. Hann sé aðeins að lýsa veruleikan- um eins og hann blasi við sér. „Það er ekki mitt að dæma fólk,“ segir hann. „Nýja leikritið gerir einungis þá kröfu til fólks að það horfist í augu við sjálft sig. En það kunna auðvitað að vera slæm tíðindi fyrir suma.“ Hann er afar ósáttur við ástand þjóðfélagsmála um þessar mundir. „Markaðs- hyggjan hefur gert ofbeld- ið að verslunarvöru," seg- ir hann. „Hið hræðilega núna er að við erum í senn ofbeldisfyllri og til- finningasamari. Af því stafar mikil hætta. Ég hef enga hugmynd um hvar næst verður efnt til Auschwitz eða Hiroshima. Ég veit það eitt að það mun gerast." Verður að skrifa Bond hefur lengi verið afar andsnúinn trúarbrögðum og það hefur ekkert breyst. „Að sjálfsögðu er ég ekki trúaður,“ segir hann í áðumefndu viðtali. „Sú hugmynd er ógeðsleg. Ógeðsleg. Böm eru skotin til bana í Dunblane og daginn eftir segir einhver prestur í dómkirkju að guð hafi elskað þau. Það er næst- um því verra en að skjóta þau.“ Spumingunni um hvers vegna hann skrifi leikrit svarar Bond m.a. með þessum orðum: „Ég skrifa af því að ég verð að gera það. Það sem fólk krafsaði á veggi gasklefanna með nöglunum em bókmenntir." Og hann bætir við: „Allar sögur rísa af sársauka. Að vera lifandi er sár reynsla. Síðasta orðið í fyrsta leik- riti mínu, The Pope’s Wedding frá árinu 1962, var einfaldlega: hjálp." Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 2. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 3. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 4. Tonl Morrlson: Song of Solomon. 5. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 6. Irls Johansen: The Ugly Duckllng. 7. Robert Ludlum: The Cry of the Halldon. 8. Rlchard North Patterson: The Rnal Judgment. 9. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 10. Cllve Cussler: Shock Wave. 11. Mary Hlgglns Clark: Sllent Nlght. 12. Mlchael Crlchton: The Lost World. 13. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 14. James Patterson: Hlde and Seek. 15. Mlchael P. Kube-McDowelll: Tyrant's Test. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Clvll Action. 2. Dava Sobel: Longltude. 3. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 4. MTV/Melcher Media: The Real World Dlarles. 5. Mary Plpher: Revivlng Ophelia. 6. B. Gates, Myhrvold & Rinearson: The Road Ahead. 7. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idlot. 8. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde In Tucson. 9. Andrew Well: Spontaneous Healing. 10. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run Wlth the Wolves. 11. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 12. Howard Stern: Miss Amerlca. 13. John Felnstelny: A Good Walk Spolled. 14. Mary Karr: The Llar's Club. 15. Betty J. Eadle & Curtls Taylor: Embraced by the Ught. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) m X! •d £ U fd % I I < <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.