Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 I iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nokkrir fátæktarhópar Þótt fátæktarkönnun Félagsvísindastofnunar veiti ekki gagnlegt svar við því, hvort fátækt sé að aukast eða minnka hér á landi, sýnir hún glöggt, hvaða þjóðfélags- hópum er hættast við fátækt. Þannig getur hún orðið til leiðbeiningar við tiiraunir til úrbóta. í þremur hópum er fátækt fjórum sinnum útbreiddari en að meðaltali. Þessa þrjá hópa mynda atvinnuleysingj- ar, námsmenn og bændur. í tveimur hópum til viðbótar er fátækt nærri tvöfalt útbreiddari en að meðaltali, hjá ungu fólki innan við þrítugt og einstæðum foreldrum. Staða atvinnuleysingja á þessum mælikvarða kemur ekki á óvart. Hún endurspeglar þá ríkjandi skoðun í þjóðfélaginu, að bæta beri atvinnulausu fólki tekjuleysið án þess að ganga svo langt í samhjálpinni, að það fæli fólk frá því að halda áfram að reyna að útvega sér vinnu. Breytingar verða ekki á þessu á næstu árum. Viðhorf- in til atvinnuleysis eru blendin. Ólíklegt er, að pólitísk samstaða náist um að bæta stöðu atvinnulausra, því að margir telja of lítinn mun og raunar vinnuletjandi mun vera á tekjum láglaunafólks og atvinnuleysisbótum. Um námsmenn ríkir líka pólitískur ágreiningur. Sjálf- stæðisflokkurinn er valdamesta stjómmálaaflið og hefur beitt sér fyrir skertum hlut námsmanna. í umræðunni um þetta hafa fulltrúar flokksins eindregið lagzt gegn til- lögum til að rétta stöðu námsmanna á nýjan leik. Námslán em nú torsóttari en áður var, einkum þeim, sem lenda í veikindum eða öðrum vandræðum og geta ekki sótt nám af fullum þunga. Vextir og endurgreiðslur eru harðari en áður og framlengja fátækt námsmanna eftir að námi er lokið. Þetta má öllum ljóst vera. Til að bæta stöðu atvinnuleysingja og námsmanna þarf annað hvort að verða breyting á viðhorfum öflugra stjórnmálaafla eða þá að mynduð verði valdablokk án aðildar þessara stjórnmálaafla. Á hvorugu eru líkur um þessar mundir og alls ekki á kjörtímabilinu. Ekkert er hins vegar því til fyrirstöðu, að umræða haldi áfram um breytt viðhorf þjóðfélagsins til atvinnu- lausra og námsmanna og að pólitísk samstaða náist síð- ar um að bæta stöðu þeirra. En það verður á kostnað einhverra annarra, því að þjóðartekjur vaxa ekki á móti. Fátækt bænda er af öðrum toga. Ríkisstyrkurinn til þeirra nemur svo háum fjárhæðum, að hann einn er langt yfir fátæktarmörkum. Hann nýtist hins vegar ekki bændum til viðurværis, af því að hann fer í rekstur, sem ekki er bara arðlaus, heldur brennir beinlínis verðmæt- um. Með skipulagsbreytingum, sem stefna að samdrætti í framleiðslu landbúnaðarafurða og minni hömlum á inn- flutningi ódýrrar búvöru verður hægt að nýta betur bændastyrkinn þeim til viðurværis. Ekki þarf annað en að viðurkenna vonlausa samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um ungt fólk og einstæða foreldra ríkir ekki skarpur stjórnmálaágreiningur, svo að svigrúm ætti að vera þar til aðgerða til að bæta stöðuna. Almennt er viðurkennt, að ungu fólki er íþyngt á ýmsan hátt, til dæmis í jaðar- sköttum og aukinni greiðslubyrði húsnæðislána. Einnig virðist svo sem, að ekki sé sterk hugmynda- fræðileg andstaða gegn því að aukin sé velferð einstæðra foreldra í þjóðfélagi, sem er þannig rekið, að tvær fyrir- vinnur þarf til að skapa hverri fjölskyldu mannsæmandi lífskjör. Til dæmis má auka bamabætur og meðlög. Mikilvægast er, að vel stæður meirihluti þjóðarinnar missi ekki sjónar af fátæktinni og komi í veg fyrir, að þjóðin klofni varanlega í tvær aðskildar þjóðir. Jónas Kristjánsson Gingrich hált embætti en stendur höllum fæti Nýkjörið Bandaríkjaþing kom saman í vikunni og fyrsta verk fulltrúadeildarmanna var að velja sér forseta. Repúblikaninn Newt Gingrich náði endurkjöri en ellefu af 227 flokksbræðrum neituðu honum um stuðning svo að at- kvæðatalan varð 216 af 435 deild- armönnum. Er það i fyrsta skipti i manna minnum sem forseti Full- trúadeildar er kjörinn án þess að ná hreinum meirihluta þing- heims. Um tíma í síðustu viku var jafn- vel talið að fráhvarfið frá Gingrich meðal flokkssystkina hans yrði slíkt að hann neyddist til að draga sig í hlé en með harð- fylgi tókst þingflokksforustunni að afstýra slíkum óvinafagnaði. Málinu er þó ekki að fúllu lokið. Síðar í mánuðinum, líklega þann 21., kveður siðanefnd Full- trúadeildar nefnilega upp lokaúr- skurð um hverjum viðurlögum Gingrich skuli sæta fyrir að vera sannur að sök um margföld brot á siðareglum sem deildarmönnum eru settar. Sá úrskurður kemur síðan til atkvæða í deildinni sjálfri. Björgunarhringurinn sem fleytti Gingrich í gegnum forseta- kjörið var að fulltrúar repúblik- ana í siðanefndinni létu orð berast um að forsetaefnið myndi sleppa með áminningu af nefndarinnar hálfu. Næsta þrep viðurlaga þar fyrir ofan, vítur, hefði gert forset- ann ókjörgengan í trúnaðarstöður deildarinnar. Brot Gingrichs eru í stórum dráttum tvenns konar. Annars vegar liggin' fyrir að hann safnaði fé með skattaundanþágum í stofn- anir sem höfðu á sér yfirskin fræðslustarfsemi en veitti það svo eftir krókaleiðum í sjóði sem standa straum af kosningabaráttu hans og annarra repúblikana sem hann vill styrkja. Framlög til slíkrar starfsemi njóta ekki skat- taundanþágu. í öðru lagi, og það er mun alvar- legra í augum þingmanna, hafði Gingrich í frammi ósannindi og blekkingar þegar hann var kallað- ur fyrir siðanefndina til að standa fyrir máli sínu vegna þessara ólöglegu ráðstafana á skattfrjálsu fé. Það ljær svo málinu aukinn al- vöruþunga að forseti Fulltrúa- deHdar Bandaríkjaþings er annar í röðinni að taka við embætti Bandaríkjaforseta, faHi bæði sá sem th þess er kjörinn og varafor- setinn frá eða verði af öðrum sök- um ófærir um að hafa landstjóm- ina með höndum. Demókratar lögðu á síðustu dögum síður en svo stein í götu Gingrichs og virðast láta sér end- urkjör hans vel líka. Ástæðan er öðrum þræði að forseti FuUtrúa- Eriend tíðindi Magnús Toifi Ólafsson deHdarinnar er eftir því sem kannanir segja óvinsælasti stjóm- málamaður Bandaríkjanna um þessar mundir, eftir oflátungslega og hvatskeytslega framgöngu sína í sama starfi á síðasta kjörtímabUi eftir mikinn kosningasigur repú- blikana. Er demókrötum ósárt um að foringi andstöðuflokksins varpi með persónu sinni rýrð á málstað hans. Þar að auki hefur það lengi ver- ið helsta áróðursvopn repúblik- ana gegn BiU Clinton forseta og merkisbera demókrata að hann sé haldinn siðferðUegum annmörk- um sem einkum sjái stað í fjár- málum. Hafa formenn þingnefnda úr röðum repúblikana lagt forset- ann í einelti fyrir meint fjármála- misferli á fylkisstjórnarárunum í Akransas og eru þau mál nú í höndum sérstaks saksóknara með náin tengsl við andstæðinga for- setans. Nú boða repúblikanaþingmenn í viðbót að þeir muni láta þing- nefndir taka tU rannsóknar fjár- öflun Clintons á siðasta kjörtíma- bUi í helstu kosningasjóði demókrata. Er einkum deUt á þátt- töku kaupsýslumanna með tengsl við Austur-Asíulönd, fyrst og fremst Kína og Indónesíu, í þeirri fjáröflun. Fyrir liggur að gefend- um reyndist einatt greið leið tU funda við Clinton og trúnaðar- menn hans í Hvíta húsinu og ráðuneytum. AUur þessi málatUbúnaður er fyrst og fremst ætiaður tU að hafa áhrif á bandarískt almenningsálit og snúa því gegn forsetanum. Það gæti reynst torveldara með kunn- asta leiðtoga repúblikana sannan að sök um fjármálamisferli, enda bannaði Clinton starfsliði sínu að æmta eða skræmta um mál for- seta FuUtrúadeUdar meðan það var efst á baugi f bandarískum stjómmálafréttum. Newt Gingrich sver embættiseið í forsetastói Fulltrúadeildar Bandaríkja- þings. Símamynd Reuter skoðanir annarra________________________ Svik í þinginu „Þegar Newt Gingrich hafði verið endurkjörinn | forseti fuUtrúadeildarinnar var hann fuUur iðrunar { og lofaði að starfa í anda samvinnu við andstæð- 1 inga sína á þingi. En hann og félagar hans í repúblikanaflokknum sviku þann anda sem hann { sagðist mundu reyna að skapa á þinginu með því að keyra þegar í stað í gegn tiUögu sem bindur enda á | störf siðanefndar fulltrúadeildarinnar áður en ‘ henni tekst að ljúka rannsókn sinni (á máli í> Gingrich)" Úr forustugrein New York Times 9. janúar. Um öryggi í flugi „Tvö sérstaklega hræðileg flugslys í Bandaríkjun- | um á árinu 1996, sem rannsókn er enn ekki lokið á, 1 urðu tU þess að auka á ný áhyggjur almennings af | flugöryggismálum. Alríkisstjórnin hefur orðið að I endurskoða stefnu sína, herða eftirlit og lögleiða ný tæki sem hefði aUtaf átt að gera að skyldubúnaði í öUum farþegaflugvélum. Spumingin er bara hvort loftferðaeftirlitið, sem lýtur stjórn nýrra manna, geti haldið uppi dampinum." Úr forustugrein Washington Post 9. janúar. Stöðvum pyntingar í Tyrklandi „Pyntingarnar í tyrkneskum fangelsum verður að stöðva. Við neitum að trúa því að stjómvöld í Tyrklandi, dyggum samstarfsaðUa í NATO og að mörgu leyti framfarasinnuðu ríki, séu ekki í stakk búin til að þvinga einnig fram þá nútímavæðingu. Það mundi spara rfkinu málaferli fyrir mannrétt- indadómstólnum í Strasbourg. Og spara Tyrklandi fyrirhöfhina við að setja saman neyðarlega „svarta lista" tU að hindra að félagar þeirra í Evrópu geti notfært sér gagnkvæm viðurkennd réttindi. Tyrk- lands sjálfs vegna.“ Úr forustugrein Politiken 6. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.