Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Fréttir Ýmsir frádráttarliðir skatta i athugun: Jaðarskattanefndin skoðar sjómannaafsláttinn - eðlilegt að hann sé skoðaður líka, segir Friðrik Sophusson Qármálaráðherra „Jaðarskattanefhdin hefur, auk þess að skoða hvemig draga megi úr jaðaráhriíum skattkerfisins, ver- ið að fara yfir ýmsa frádráttarliði í skattkerfinu. Þar má nefna persónu- afsláttinn, hlutabréfaafsláttinn og þá er eölilegt aö menn líti á sjó- mannaafsláttinn líka. Það er spum- ing hvort honum ætti að breyta og nota peningana fremur til þess að draga úr jaðaráhrifunum. Þá hefur nefndin verið aö skoða fjármuni sem gætu komið af fiármagnstekju- skatti að einhverju marki. En varð- andi sjómannaafsláttinn hef ég sagt það áöur að mér þætti allt í lagi að skoöa hann og breyta eitthvaö regl- um um hann. Það em alltaf uppi sjónarmið hjá fiskvinnslufólki um að það sé sérkennilegt aö sjómenn, sem em að vinna um borð í frysti- togurum sömu vinnu og konumar í frystihúsunum, skuli hafa þennan skattaafslátt en þær ekki,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráö- herra I samtali við DV, en orðróm- ur hefur verið uppi um að til standi að breyta sjómannaafslættinum. Hann segir varöandi sjómannaaf- sláttinn að engum detti í hug aö taka hann af farmönnunum þótt menn séu að skoða allt dæmið. Hann sagðist líka vilja taka þaö skýrt fram að engar tillögur hefðu komiö fram né ákvarðanir verið teknar varðandi þetta mál. Sjó- mannaafslátturinn nemur nú 1,5 milijörðum króna á ári. Friðrik sagöist hafa búist við að jaðarskattanefndin myndi skila til- lögum sínum um næstu mánaða- mót. Nú væri ljóst að svo yrði ekki. Hann sagðist allt eins eiga von á því að hún skilaði ekki af sér fyrr en eftir að gengið hefði verið frá kjara- samningum. í neöidinni eru fúlltrú- ar frá ASÍ, BSRB og VSÍ en formað- ur hennar er Ólafúr Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráöuneyt- inu. -S.dór Hvatning FÍB til að skipta um tryggingar: Ábending um að bíleigendur séu á verðinum - segir Árni Sigfússon „Við enrni að vekja athygli á því að stór hluti bíleigenda er að fara inn á nýtt tryggingartímabil 1. mars næstkomandi. Til þess að menn geti verið lausir og samið um nýjar tryggingar þá þurfa þeir að hafa sagt upp fyrir 28. janúar. Þetta er mikilvæg ábending til bíleigenda um að þeir séu á verðinum. Menn þurfa að nýta sér þá kosti sem fylgdu í kjölfar lækkunar á trygg- ingum,“ sagði Árni Sigfússon, for- maður Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB, viö DV en félagiö hefur staðið fyrir auglýsingaherferð und- anfarið, með Áma fremstan í flokki. Árni sagði að í auglýsingunum væri fólgin ákveöin hvatning til tryggingarfélaganna um aö þau standi við gefm loforð ,um lækkun iðgjalda. Að sú lækkun nýtist bíleig- endum. Aðspurður sagðist Ámi ekki vera með upplýsingar um hvað margir bíleigendur hefðu tekið FÍB-trygg- ingu hjá Alþjóðlegri miðlun, trygg- ingartaka Lloyds á íslandi. Slíkar upplýsingar væru að auki viðskipta- leyndarmál. Hins vegar heföu á fjórða þúsund manns veitt FÍB um- boð undanfarið ár til að taka yfir bifreiðatryggingar sínar og annað eins flust yfir til félagsins. „Staðan er sú að Lloyds er fylli- lega ánægt með stöðuna. Það er okk- ur mikilvægt að vita. Sömuleiðis erum við ánægðir með hvernig til hefur tekist. Markmiðið var að lækka bílatryggingar og það tókst,“ sagði Ámi. -bjb Vegfarendur lentu vfða f vandræðum á höfuöborgarsvæöinu um helgina sökum snjóa og ófæröar. Töluvert var um óhöpp í umferöinni en sem betur fer reyndist ekkert þeirra alvarlegt. Bíleigendur á höfuöborgarsvæöinu eru ekki vanir aöstæöum sem þessum og hér má sjá ökumann jeppabifreiöar nánast ofan f vélarrúminu eftir aö ökutækiö gafst upp á umferðarljósum á Hringbraut. Jeppinn þoldi ekki bleytuna og vfst aö víöa komu upp slfk tilvik. Snjó- moksturtæki höföu vart undan aö ryöja götur og voru margar hliöargötur ófærar. Svo slæmt var veöriö aö lögregl- an f Kópavogi og Hafnarfiröi beindi þeim tilmælum til fólks f gær aö halda sig innandyra. -bjb/DV-mynd S Dagfari íslandsmet um aldamót Kjarasamningar hafa allir verið lausir frá áramótum. Þó hefur enn ekkert verið samið og menn hafa varla talast við, enda hefur deilum og ágreiningi verið vísað til sátta- semjara. Menn óttast ffamhaldið, einkum vegna krafna sem settar hafa verið fram af verkalýðsfor- ingjum um stórhækkað kaup. Sjálft hefur launafólkiö kvartað undan launum sínum og fullyrt er að fá- tækt þróist í skjóli slakra lífskjara. Bæði vinnuveitendur og ráð- herrar hafa loksins svarað þessum ábyrgðarlausu kröfum og vísaö þeim á bug. Þórarinn V. Þórarins- son og Davíð Oddsson eru báðir töluglöggir menn og hafa sýnt fram á að atvinnuleysi hefur minnkað, skuldir lækkað, verðbólga horfið, hagvöxtur aukist og kaupmáttur vaxið jafnt og þétt. Með öðrum orð- um: íslendingar hafa aldrei haft það betra, launafólki ferst ekki að kvarta og nú eigum við kost á því, landsmenn góðir, að setja íslands- met í kaupmáttaraukningu ef við höldum okkur á mottunni. Forsæt- isráðherra fullyrðir og nánast lofar að kaupmáttaraukning verði 20% frá 1994 til aldamóta ef við höldum launum óbreyttum eða svo gott sem. Skilaboðin eru afar skýr og ljós. Kauphækkanir gera ekkert gagn, þær eyöileggja kaupmáttinn. Sér- staklega mun það koma sér illa fyr- ir láglaimafólk og skuldsett fólk. Með því hins vegar aö halda launum niðri getur launafólk á ís- landi skráð nafn sitt í íslandssög- una með eftirminnilegum hætti. Launafólk getur ekki einasta sett nýtt íslandsmet heldur jafnvel heimsmet! Ætla verkalýðsforingjarnir virkilega að eyðileggja þetta ein- staka tækifæri? Ætla þeir aö svíkja launafólkið og koma aftan að hags- munum fjöldans með því að gerast svo óábyrgir að krefjast hærri launa og halda því fram að kaup og kjör á íslandi séu ekki sambærileg við önnur lönd? Ja, þau eru þá ein- göngu ósambærileg vegna þess að þau eru miklu betri! Svo koma þessir menn, sjálfskip- aðir verkalýðsforingjar og tals- menn alþýðunnar, og gera sitt ýtrasta til að eyðileggja mettilraun stjómvalda og fátæka fólksins í landinu með óábyrgu hjali rnn að kjörin verði aö bæta með hækkuð- um launum! Þvílík ósvífni, hvílíkt skilningsleysi. Nær væri fyrir þessa menn, þessa óvini verkalýðsins, að taka í höndina á Þórami V. og Davíð og fleiri máttarstólpum og þakka þeim fyrir kaupmáttaraukninguna sem er í vændum fram til alda- móta. Það eina sem fólkið þarf að gera er að líta björtum augum til framtíðarinnar og skilja að lágu launin sem nú era greidd af vinnu- veitendum þeirra fela í sér kaup- máttaraukningu sem mun stig- magnast fram að næstu aldamót- um, hvað þá aldamótunum þar á eftir. Þetta er bara spuming um þolinmæði og bið. Spurning um að hafna því með öllu að kaupiö hækki og þá mun allt ganga í hag- inn. Þá mun lága kaupið smám saman verða gulls ígildi. íslenskt launafólk, alþýöa manna og verkalýður, má ekki undir nokkrum kringumstæðum láta verkalýðsfoirngjana glepja sig út í átök og verkfoll, hvað þá að gefa þeim lausan tauminn til að krefjast hærri launa á þessum tímamótum nýrra sigra og nýrra heimsmeta. Mesta og besta niðurstaðan í yfirstandandi kjarasamningum er aö berjast fyrir óbreyttum kjörum. Þá erum við komin á spjöld sög- unnar, sjálfrar íslandssögunnar. Hver vill missa af því tækifæri? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.