Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 9
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 9 i>v Stuttar fréttir Mótmælt í Sofíu Þúsundir mótmælenda gengu um götur Sofíu í Búlgaríu og kröfðust þingkosninga. En sósí- alistaflokkurinn ætlar að halda í þau áform sín að mynda nýja stjórn. Hindruðu mótmæli Alsírskar öryggissveitir hindruöu mótmælaaðgerðir á vegum leiðtoga stjómarandstöð- unnar sem krefst viðræðna við múslíma og loka blóðsúthellinga. Nasistagull Sænska rík- issljómin hef- ur ákveðið að koma á fót nefnd sem rannsaka á nasistagull sem Svíar keyptu í seinni heimsstyijöldinni. Sækja fram Talebanar í Afganistan sögö- ust hafa sótt í átt að Panjsher- dal, sem stjómarandstæðingar ráða yfir. Fórust í hvirfilbyl Yfir 100 manns fómst í hvirfil- byl sem fór um suðvesturhluta Madagaskar. látin Stjömuspá- konan Jeane Dixon lést úr hjartaáfalli á sjúkrahúsi í Washington- borg í gær, 79 ára að aldri. Gengu um götur Þúsundir fóra um götur Hong Kong til aö mótmæla fyrirhug- uðu afnámi lýðréttinda þegar Kínverjar taka við stjórnar- taumunum 1. júlí. Réðust á skæruliða Stjómvöld í Súdan sögðu að ráðist hefði verið á búðir skæra- liða nærri landamærum Úganda en skæraliðar vilja steypa stjóm múslíma. Slepptu lögreglumanni Skæruliðar, sem hafast við í sendiráði Japans í Líma í Perú, létu veikan lögregluþjón lausan úr gíslingu. Lausn hans gerði þó lítið til að slaka á spennunni vegna gíslamálsins. Herða tökin Kínverjar hertu tökin á fjöl- miðlum með því að gefa út reglu- gerðir um hvemig skrifa eigi fréttir. Er blaðamönnum upp- álagt aö forðast umræðu mn kynlíf, ofbeldi og hjátrú en fyfla fréttir sínar af ættjarðarást og sósíalisma. Bjóðafó BKaliforníuríki bjóða um 3,5 mifljónir ís- lenskra króna fyrir upplýs- ingar sem leitt geta til handtöku morðingja Ennis Cosbys, sonar leikarans Bills Cosbys. Óttast flóð íbúar Kalifomíu hlóðu sand- pokum um hús sín en flóö af völdum mikilla rigninga skemmdu hús og vegi í norðurhluta rfkisins. Brátt frjáls Brasilíska sápuóperustjaman, sem myrti kærastu sína í þátt- unum og hefur setið bak við lás og slá í fjögur ár, gæti losnað úr fangelsi eftir tvö ár. Skæð flensa Inflúensufaraldur, sem herjað hefur á japönsk elliheimili, hef- ur þegar orðið 249 manns að bana. Reuter Dixon Útlönd Sjö mánaða gömul ríkisstjórn Netanyahus í hættu: Lögregla rannsakar meinta spillingu Lögreglan í ísrael hóf í gær rann- sókn á meintri spillingu innan ríkis- stjómar Benjamins Netanyahus for- sætisráðherra. ísraelskir stjómmála- menn fúllyrða að rannsóknin geti leitt til falls stjómarinnar en hún var mynduð eftir kosningasigur Netanya- hus síðastliðið vor. Ríkissaksóknari fyrirskipaði að rannsókn skyldi hafin á skipun um- deilds lögmanns í embætti saksókn- ara. Sjónvarpsstöðin Rás 1 i ísrael gaf í skyn í fréttum sínum í fyrri viku að skipun lögmannsins væri hluti af samkomulagi til að semja um lyktir mála fyrir Aryeh Deri, leiðtoga Shas, oddaflokks í rikisstjóm Net- anyahus, en hann er ákærður í röð spillingarmála sem ná aftur til 1993. Ríkissaksóknari sagði að þrátt fyr- ir að málið væri afar viðkvæmt væri ísraelsku lögeglunni treystandi til að framkvæma rannsókn fljótt og örugg- lega. Hefúr sjö manna sveit lögreglu- manna heimild til að kalla Netanya- hu og fleiri ráðherra til yfirheyrslna vegna málsins. Fullyrt er að skipun í saksóknara- embættið tengist samkomulagi Net- anyahus við Palestínumenn um borg- ina Hebron á Vesturbakkanum. Sjö ráðherrar í 18 manna ríkisstjóm Net- anyahus greiddu atkvæði gegn sam- komulaginu en tveir ráðherrar Shas greiddu atkvæði með því. Fullyrt var í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar að atkvæði Shas hefðu verið tryggð með því að skipa leiðitaman saksóknara og tryggja þannig að Deri fengi blíð- ari meðferð vegna spiflingarákær- anna. Natan Sharansky, ráðherra í ríkis- stjóminni, sagði að ef um baktjald- amakk hefði verið að ræða yrðu þeir sem hlut áttu að máli að segja af sér. Aavigdor Kahalani öryggismálaráð- herra sagði aðspurður að ef ásakanir um spillingu í málinu ættu við rök að styðjast væri enginn vafi um aö dagar ríkisstjómarinnar væru taldir. Umræddur saksóknari sagði af sér 12 tímum eftir að hann var skipaður en hann er ekki hátt skrifaður sem lögmaður. Netanyahu segir ásakanir í málinu rakalausar og hvatti til lög- reglurannsóknar. Reuter Lögreglumaöur stendur hér vörö um rústir fólksbíls sem sprengdur var f tætlur í Ulster á Noröur-írlandi f fyrrinótt. Þrír breskir hermenn í frfi voru á bflnum og höföu lagt honum fyrir utan diskótek. Þegar þeir komu út og ætluöu aö leita aö ummerkjum um sprengju sprakk bíllinn. Einn mannanna særöist Iftillega og þykir mildi aö ekki fór verr. í gær sögöu embættismenn aö viöræöum um friö á Noröur-lrlandi yröi frestaö fram yfir bresku þingkosningarnar. Lítiö hef- ur þokast í samkomulagsátt og orörómur er um aö viöræöurnar séu aö fara út um þúfur. Sfmamynd Reuter Jeltsín hvílist Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur hvílst í bústað í nágrenni Moskvu frá því hann var útskrifaður af spítala á mánudag. Þar hafði hann legið í 12 daga vegna skæðrar lungnabólgu. Jeltsin hefur einu sinni mætt á skrifstofu sína í Kreml frá því hann út- skrifaðist af spítalanum. Veik- indi Jeltsíns hafa kallað fram háværar kröfur um að hann viki úr embætti vegna heilsu- brests. Jeltsín, sem verður 66 ára 1. febrúar, mun hitta Jacques Chirac 2. febrúar og fara til Haag í Hollandi þann þriðja til viðræðna við Wim Kok forsæt- isráðherra, en Hollendingar fara með formennsku í ESB. Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að sambandið við Rússa væri á engan hátt háð Borís Jeltsín. Jeltsín mun hitta Bill Clinton Bandaríkjaforseta í mars. Boðorðin tíu Breskir klerkar virðast eiga í erfiðleikum með að muna boðorðin tíu ef marka má könnun breska blaðsins Sunday Times. Einungis 34 prósent presta sem blaðið spurði gátu farið með boðorðin tiu hjálparlaust. í könnuninni kom fl-am að flestir klerkanna mrnidu að menn ættu ekki að drýgja ekki hór eða ágirnast konu nágrannans. Talsmenn kirkjunnar reyndu að bera í bætifláka fyrir klerkana og sögðu að það væri innihaldið en ekki orðin sem skiptu máli. Geitinni kastað íbúar í smáþorpi á Norður- Spáni létu dýravemdunar- sinna ekki rugla sig í ríminu við árleg hátíðahöld þar sem venja er að kasta lifandi geit niður úr kirkjuturni bæjarins. En til að friða dýraverndunar- sinna var lífi skepnunnar þyrmt og féll hún á dúk sem strengdur hafði verið fyrir neð- an tuminn. Reuter Kanadískir dorgveiðimenn í hættu: Urðu innlyksa þegar sprunga kom í ísinn Um 700 kanadískir dorgveiði- og vélsleöamenn urðu innlyksa á ísnum á Simoce-vatni norður af Toronto í gær þegar um 11 km löng og allt að 100 metra breið sprunga myndaðist í ísnum. Fólkið var að taka þátt í dorg- veiðikeppni þegar sprungan opnað- ist. Lögreglu og björgunarsveitum var þegar gert viðvart og var hafist handa við að flytja fólk i land með þyrlum. Þar sem vatnið í sprungunni lagði fljótt var ekki hægt að nota báta til flutninganna. Mjög hvasst var á þessum slóðum og gekk á með éljum svo hætta varð aðgerðum þegar um 200 manns vora eftir á ísnum. Varð fólkið að hafast við í litlum veiðikof- um sem dregnir era út á vatniö og mun engum hafa orðið meint af þó kalt væri í veöri. Áttu yfirvöld von á að hægt yrði að bjarga öllu fólkinu um leið og aðstæður leyfðu. Sumir veiðimannanna höfðu enga hugmynd um að þeir væru í hættu staddir fyrr en þyrlur birtust yfir höfðum þeirra. ísinn var víðast um 20 sm þykkur og talinn öraggur. En sterkir straumar og mikill vindur varð til þess að risastór fleki rofnaöi frá landföstum meginísnum með fyrrgreindum afleiöingum. Reuter Fjölmennur mótmælafundur í Seoul: Hótað að flýta verkfalli Kwon Yong-kil, leiðtogi ólög- legra verkalýössamtaka Suður- Kóreu, hótaði á yfir 100 þúsund manna mótmælafúndi í Seoul að flýta allsheijarverkfalli sem ráð- gert var 18. febrúar ef umdeildri vinnulöggjöf yrði ekki kastaö fyrir róða. Þetta var í fyrsta skipti sem Kwon kom fram opinberlega eftir að hafa fariö huldu höfði í kaþ- ólskri kirkju ásamt sex félögum sinum. Kwon kom fram í dagsljós- ið á fostudag en þá tóku stjómvöld aftur hótanir um aö handtaka hann fyrir að skipuleggja nærri fjögurra vikna verkfóll sem lamað hafa Suður-Kóreu. Kim Young-sam, forseti Suður- Kóreu, lét undan miklum þrýstingi innanlands sem utan ög sendi lög- in á ný til umfjöllunar í þinginu. Hann fullyrti þó að lögin yrðu ekki gerð ógild. Lögin umdeildu voru samþykkt á aukafundi í þinginu sem haldinn var í skjóli nætur, án vitundar stjórnarandstöðimnar. Verkalýðssamtökin munu halda uppi þrýstingi á stjórnvöld vegna laganna og halda fast í ákvöröun sína um verkföll hvem miðviku- dag næstu vikumar. Reuter Einkaþjálfun! Því ekki áb fá Íslandsmeistarann í vaxtarækt til a& hjálpa þér að komast i gott form? Hafið samband í s. 555-4356 á milli kl. 20 og 22 á kvöldin. Nína Óskarsdóttir. Hágöngumi&lun Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboöum i gerð Hágöngumiðlunar i samræmi við útboðsgögn HÁG-01. Verkið felur í sér aö stlfla Köldukvisl austan Syðri-Hágöngu með jarðstlflu, gera botnrás með tilheyrandi búnaði i stífluna, grafa yfirfallsrennu viö enda stiflunnar og steypa f hana yfirfallsþröskuld, hlaða jaröstlflu norðan Syðri-Hágöngu, leggja veg og byggja brú yfir aðrennslisskurö Kvíslavatns (Eyvindarskurö). Helsu magntölur em áaetlaöar: Fylllngar 370.000 rúmmetrar Steypa 2.000 Gröftur lausra Jar&laga 190.000 Sprengiflötur 35.000 Verktaki skal Ijúka verkinu eigi siöar en 1. desember 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykja- vík, frá og meö mánudeginum 27. Janúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi aö upp- hæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilbo&um skal sklla á sama staö fyrlr kl. 12:00 þri&judaglnn 25. febrúar 1997. Tilboðin veröa opnuð í stjómstöö Landsvirkjunar aö Bústaöavegi 7, Reykjavík sama dag, 25. febrúar 1997, kl. 14:00. Fulltrúum bjóðenda er heimilit að vera viöstaddir opnunina. L LANDSVIRKJUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.