Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Lesendur________________ Tími athafna verð- ur ekki umflúinn Kemst olíuborun hér og vinnsla aftur á dagskrá? Spurningin Hvaöa erindi átt þú í Kringluna? (spurt í Kringlunni á fostudegi) Jón Viðar Viðarsson nemi: Ekkert sérstakt. Ég er hér að bíða eftir fólki og kíkja kannski á útsölu. Ingvar Isfeld nemi: Ég er að kaupa íþróttavörur. Egill Hilmar Jónasson, starfs- maður i fiskvinnslu: Ég er að skipta buxum. Hjörtur Örn Eiðsson nemi: Bara skoða og leika mér. Helga Björk Stefánsdóttir þjón- ustustúlka: Bara skoða mig um. Ég bý í New York og er í heimsókn á ís- landi. Sigriður Björg Sigurðardóttir nemi: Ég var að láta laga armband. Gísli Ólafsson skrifar: Líklega er fátt meira sannleikan- um samkvæmt en það að almenn- ingur hér á landi er löngu búinn að fá sig fullsaddan af einskis nýtu tali stjórnmálamanna að meðtöldum ráðamönnum þjóðarinnar. Og þótt fyrr hefði verið. Málæðið um skattalækkanir, sem dæmi. Landsfundarsamþykktir Sjálfstæðisflokksins birtust í blöð- um, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur i þrígang, þar sem sagði: Stefnt skal að afnámi tekjuskatts ,í áföngum. Hvað hefur gerst? Tekju- skattur sífellt hækkað - í áfóngum! Tími athafna verður ekki umflú- inn. Einfaldlega vegna þess að það er allt að komast í þrot. Ekkert lík- legra en að verkfóll hefjist á næstu vikum og þá er útséð um hvert stefnir eftir það. Deilur um fiskveið- ikvótann verða ekki leystar nema með landlægum illdeilum um ófyr- irsjáanlega framtíð. Stóriðja verður aldrei sú búbót sem talin var. Því miður. Landsmenn eru haldnir þeim þvergirðingshætti að geta aldrei sæst á viðunandi lausn í þeim efnum. Þingmenn vinna hags- munagæslustörf fyrir sjálfa sig en láta þjóðamauðsyn lönd og leið. Þetta er bara staðreynd sem blasir við öllum. Ef eitthvað á að verða þjóðinni til bjargar þá er það einhver alveg ný atvinnugrein sem gerir henni kleift að greiða erlendar skuldir á skömm- um tíma. Fyrir liggur m.a. að greiða afborganir og vexti af stórlánum rétt eftir aldamótin og þar er ekki um neina smápeninga að ræða. Nokkra milljarða króna á einu bretti. Á Alþingi flutti Guðmundur Hall- Ingigerður Guðmundsdóttir skrif- ar: Eins og margir vita leiðir Anna Margrét Guðmundsdóttir lista krata í Reykjanesbæ. Hún situr sem for- maður stjómar Sjúkrahúss og heilsugæslu hér á Suðurnesjum, er í bæjarstjórn og bæjarráði og situr í minnst 18 nefndum fyrir bæjarfélag- ið. - Ég tel vafasamt að hún geti ver- ið samkvæm sjálfi sér og kjósend- um sínum i öllu þessu. Á ég þá eink- Guðjón hringdi: Eins og margir vita sem aka dag- lega um Hafnarstætið I Reykjavík var á sínum tíma fjarlægt skilti sem bannaði ökumönnum að aka þessa götu. Kaupmenn höfðu forgöngu um að fjarlægja skiltið og var það látið kyrrt liggja af lögreglu og yfirmönn- um gatnamála í borginni. Enda sjálfsagt mál að leyfa akstur um göt- una. En hvað gerist? Eftir þetta hafa ljósin sem stjóma umferðinni um götuna og inn á Hverfisgötu eða Lækjargötu verið stillt þannig að einungis örfáir bílar komast yfir á grænu hveiju sinni. - Gatnamálayf- varðsson og fleiri þingsályktunartil- lögu þess efnis að ríkisstjómin láti ljúka könnun á hugsanlegri olíu- vinnslu hér við land. Erlent olíufé- lag fann jarðlög norðanlands sem bentu til að þar væri vinnanleg olía. En það er eins og dauð hönd hafi lagst á mál Guðmundar og félaga hans á Alþingi. í viðtali við Finn Ingólfsson iðn- aðarráðherra kom þó fram nýlega að hann hefur þessi mál undir höndum og segir að unnið verði að þeim. Vonandi verður ekki þrýst á hann til að láta kyrrt liggja. Það er ekki vist að forsvarsmönnum í sjáv- arúrvegi sé mjög annt um að flýta rannsóknum um olíuvinnslu vit- um við formannssætið í stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslu. Enn hef ég ekki fengið svör frá henni þrátt fyrir nokkuð margar greinar um mín mál, er hún svo listilega afgreiddi á sínum tíma. Það sem ég má einnig þakka fyrir er svo uppsagnarbréfið. Þannig get ég sagt að ég hafi reynsluna af hennar vinnubrögðum. - Það tókst að ryðja mér í burtu, og ég segi einfaldlega: Til hamingju með sigurinn. irvöld hafa þarna hefnt sín illilega á ökumönnum sem ekkert hafa til saka unnið annað en það vilja kom- ast eftir þessari tilteknu götu i aust- urátt frá miðbænum. - Ég skora á andi að fiskurinn verður ekki í fyrsta sæti fyndist hér vinnanleg olia. Það er opinbert leyndarmál að vissir aðilar í þjóðfélaginu hafa hag af því að halda í horfinu og sporna gegn hvers konar framþróun og ný- sköpun. Hvort sem ráðamönnum (nú og ævinlega) líkar betur eða verr þá verður ekki komist hjá því að kanna alla möguleika í atvinnumál- um til aö bijótast út úr vítahringn- um sem þjóðin er því miður föst í. - Fátæklegum sjávarútvegi og fram- leiðnisnauðum iðnaði. Það er dauð- ur maður sem ekki sér hvert stefnir hér á landi. Það er spuming hvemig allt þetta fari hjá oddamanni krata í Reykja- nesbæ og hvað hún ætli að segja við sitt fólk og aðstandendur þess í næstu kosningabaráttu. Þetta fólk sem stigið er á úr formannssætinu í stjóm Sjúkrahúss og heilsugæslu. Þá sem era að reyna að leita réttar síns í þvi sem miður hefur farið á þessari stofnun. Er hún eini kratinn í Reykjanesbæ? - Er ekki Stalíntím- inn liðinn? Ég hélt það. gatnamálayfirvöld að taka nú söns- um og stilla eðlilegan ljósatíma aft- ur á homi Lækjargötu og Hafnar- strætis, til að liðka fyrir umferð- inni. DV Lýsing á Reykjanes- brautinni Hjálmar Ámason skrifar: í DV sl.mánudag fer Skarphéð- inn Einarsson afar vinsamlegum orðum um ofanritaðan. Þakka ég þau orð. Hins vegar tel ég ástæðu til að leiðrétta örlítinn misskiln- ing í orðum Skarphéðins. Ákvörðun um lýsingu Reykjanes- brautar verður ekki kennd við einn eða neinn þingmann. Allur þingmannahópur Reykja- nesskaga stóö að ákvörðuninni einhuga. - Ég ítreka þakkir til Skarphéðins, en hafa skal það er sannara reynist. Hin nýju líf mjólkurferna Svanhildur hringdi: Þær ætla að reynast lifseigar mjólkurfemumar hér á Reykja- víkursvæðinu. Langvinn deila um þær í fjölmiðlum og nú á að bæta um betur og fá neytendur til að halda upp á þær að lokinni notkun. Það á að skola þær og brjóta saman, binda utan um þær og færa þær sérstaklega til Sorpu. Em menn endanlega orðnir snarbrjálaðir? Hver fer að leggja vinnu í mjólkurfemusöfn- un? Hvar endar þessi vitleysa? Hvað kemur íslendingum Evróinn við? Friðbjöm skrifar: Það mætti halda að íslending- ar væm að ganga í Evrópusam- bandið. Svo mjög er fárast yfir því að ísland sé ekki sjáanlegt á hinni nýju mynt sambandsins, Evróinu, að það er eins og allt standi og falli með þvi að ísland sé sjáanlegt á seðlunum. Það er ósköp eðlilegt að íslandi sé ekki flaggað á þessari mynt. Verðum við notendur þeirrar myntar? Hvers konar viðkvæmni er þetta eiginlega? Og það hjá þeim sem aldrei hafa séð nema allt nei- kvætt við Evrópusambandið. Hvað er greitt fyrir lestur Passíusálma? Ingibjörg Magnúsd. hringdi: Ég las frétt um að frú Vigdísi fyrrverandi forseta heföi verið falið að lesa Passíusálmana að þessu sinni. Ég hef svo sem ekk- ert út á það að setja. Hef þó alltaf þá tilfinningu að þar eigi geist- legur maður um að véla. Það er oft ekki nóg að fá einhvern sem hefur miklar mætur á þessum skáldskap Hallgríms heitins Pét- urssonar. En ákvörðun er ákvöröun og RÚV hefur valið. Mig langar til að fá upplýst hve mikiö Ríkisútvarpið greiðir fyrir lestur Passíusálmanna og við hvað sú greiðsla miðist. Taka mið af samningum Lesendasíða DV haföi sam- band við skrifstofu Ríkisútvarps- ins til að freista þess aö fá upp- gefið hve mikið væri greitt fyrir einstaka verk eins og t.d. lestur Passíusálmanna. Dagskrárstjóm segir ekki venju að gefa upp greiðslur tO einstaklinga sem lesa upp eða koma fram í út- varpi. Hins vegar megi segja að greiðslur fyrir upplestur og svip- uð verk taki mið af samningum við t.d. leikara og rithöfunda sem inna störf af hendi hjá stofnun- inni. - Hér er ekki hægt rúmsins vegna að gera úttekt á samningi þessara stétta eða útfærslu fyrir einstök verk, en bíður um sinn betri tíma. Eini kratinn í Reykjanesbæ Hegning á ökumenn í Hafnarstræti Guöjón telur aö gatnamálayfirvöld séu aö hegna ökumönnum sem aka vilja austur Hafnarstræti. - Úr Hafnarstræti - umrætt skilti sem sett var upp í des- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.