Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Brýnt endurmat fíokks Lítiö hefur farið fyrir Margréti Frímannsdóttur frá því að hún tók við formennsku í Alþýðubandalaginu. Það var jafhvel haft á orði að auglýsa þyrfti eftir for- manninum. En hafi formaðurinn verið týndur þá kom hann úr felum á miðstjómarfundi flokks síns um helg- ina. Þar opnaði Margrét umræðu um mál sem lítt eða ekki hafa verið til umfjöllunar í flokki hennar og sum raunar óeðlilega lítið í stjómmálaumræðunni almennt. Heimsmyndin er breytt, sérstaða Alþýðubandalagsins í utanríkismálum er ekki lengur til staðar. Tímabært er fyrir flokkinn að gera upp sín mál, hvort sem það er til þess að finna sér á ný sérstöðu í hinu pólitíska litrófi eða feta sig í átt að sameiningu eða samstarfi jafnaðar- og fé- lagshyggjuflokka. Formaður Alþýðubandalagsins sýndi þann kjark á miðstjómarfúndinum að ræða Atlantshafsbandalagið og afstöðu Alþýðubandalagsins til þess. Margrét hvatti menn til þess að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem nú á sér stað. Getur Atlantshafsbandalagið breyst? spyr for- maðurinn og í miðstjómarræðu hans segir: „Er einhver von um að hemaðarbandalagið NATO lagi sig að breytt- um tímum og leggi áherslu á afvopnun, friðargæslu, bar- áttu gegn sölu vopna og gegn miðlun tækniþekkingar á sviði efnavopna og kjamorkuvopna?“ Er þetta ekki einmitt það sem er að gerast? Alþýðu- bandalagið sá óvininn í Atlantshafsbandalaginu og vildi úrsögn úr því þótt mikill meirihluti þjóðarinnar teldi ör- yggi sínu best borgið með aðild að vamarbandalaginu. Fyrrum aðildarríki Varsjárbandalagsins sáluga, sem lo- snuðu undan okinu með falli Sovétríkjanna, sjá hag sinn tryggastan með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. Formaður Alþýðubandalagsins nefnir í fyrsta sinn þann möguleika að hugsanlegt sé að flokkurinn taki þátt í einhverjum hluta starfsemi Atlantshafsbandalagsins og jafhvel að þingmenn Alþýðubandalagsins sæki þing- mannafundi NATO og hafi með því áhrif og taki þátt í samstarfi þjóða um frið. Þetta em tíðindi og löngu tímabær umræða innan Al- þýðubandalagsins. Vafalaust munu harðlínumenn innan flokksins reka mn ramakvein og þá reynir á styrk for- mannsins. Með þessum umælum sínum lætur Margrét Frímannsdóttir einnig að sér kveða í umræðunni um sameiningu jafnaðarmanna. Hið unga fólk sem stofiiaði Grósku um síðustu helgi er sammála um það að vera ósammála um NATO. Þar er því ekki lokað á umræð- una. Greinilegt var einnig að nýkjömir fulltrúar flokks- stjórnar Alþýðuflokksins kunnu vel að meta frumkvæði Margrétar Frímannsdóttur. Eftir ræðu hennar á flokks- stjórnarfundinum risu alþýðuflokksmenn úr sætum og hyfltu formann Alþýðubandalagsins. Margrét Frímannsdóttir vék einnig að tengslum ís- lands við Evrópusambandið. Sú umræða er tímabær og svo sérkennilegt sem það er þá hefur Evrópuumræðan verið á eins konar bannlista. Fátt ætti raunar að ræða frekar en þau mál. íslendingar em þegar aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu og löggjöf okkar því tengd Evr- ópusambandinu. Kostir og gallar fylgja þeirri aðild. Það er þó enginn vafi á því að aðildin hefur tryggt það sem mestu máli skiptir, aðgang útflutningsvara okkar á Evr- ópumarkað með verulegum tollalækkunum. Hugsanlega aðild að Evrópusambandinu þarf einnig að ræða. Á þann hátt einan eru þegnarnir í stakk búnir til þess að taka ákvörðun sem byggist á þekkingu. Jónas Haraldsson Sviösmynd úr leikritinu Ef væri ég gullfiskur, eftir Árna Ibsen. - Ekki listaverk, hefur varla efnisþráð, lítiö annað en samsull af neöanþindarhúmor, segir Jón Viöar m.a. í grein sinni. Ibsen og auglýs- ingamennskan A miðvikudaginn var veittist Árni Ib- sen að mér í dálki, sem birtist hér í blað- inu og nefnist Með og á móti. Ibsen er meistari orðsins, þó að hann sé enn ekki orðinn neinn meist- ari leiksviðsins, og vandaði gagnrýn- andaræflinum ekki kveðjumar. Mér dett- ur ekki í hug að biðja hann um að styðja gífuryrðin með svo sem einu eða tveim- ur dæmum. Þjóðleik- hússtjóri hefúr ekki treyst sér til þess enn - þó að eftir því sé beðið - og þá er þess ekki að vænta, að sporgöngumenn hans geri það. Kjallarinn Jón Viöar Jónsson leiklistarfræöingur gullfiskur, sem Leik- félag Reykjavíkur sýndi í haust, er, svo dæmi sé tekið, ekki listaverk. Það hefúr varla nokkum efhis- þráð og þær tætlur, sem Fmnast þar af slíku, em lítið annaö en samsull af neðan- þindarhúmor og því, sem á leikhúsmáli, er kallað „slap-stick“. í stiröbusalegri svið- setningu Péturs Ein- arssonar varð sýning- in á því einhver öm- urlegasta stund, sem ég hef upplifað í ís- lensku leikhúsi - og Omurleg stund Strákslegar upp- hrópanir eru aldrei svara verðar. Þær lýsa þeim, sem hefur þær í frammi, ekki þeim, sem verður fýrir ______ þeim. En eitt atriði ’ langar mig þó til að drepa á. Ibsen vitnar í orð W.H. Audens um að gagnrýnandi eigi að greiða al- menningi leið að listaverki. Því yrðu nú víst fáir til að mótmæla. En við skulum taka eftir síðasta orði setningarinnar, listaverk. Auden er sem sagt ekki að tala um framleiðslu, sem reynt er að selja fólki sem list, en er það ekki. Leikrit Áma Ibsens, Ef væri ég „Sjálfur hef óg aldrei fundið neinn skáldskaparneista í leikritum hans, nema því fyrsta, Skjaldbak- an kemst þangað líka, en það var líka soðið upp úr verkum tveggja frægra !jóðskálda.u er þá langt til jafnað. Skylda gagnrýnenda Ámi Ibsen hefur sýnt á undan- förnum ámm, aö hann kann vel að markaðssetja sig, svo notað sé nú- tímamál. í leikskrá sýningarinnar lýsti hann því í löngu máli, hversu vel lesinn hann væri í gaman- leikjabókmenntum heimsins, og gaf beinlínis í skyn, að hann hefði hér skrifað klassískan farsa að hætti meistaranna Labiche og Feydeaus. Þessir höfundar sér- hæfðu sig í fáránlegum, en þó alltaf röklegum söguþræði, sem leiddi af sér endalausar flækjur af misskilningi og spaugilegum upp- ákomum á sviðinu. í leikriti Áma Ibsens var um ekkert slíkt að ræða og því var skylda gagnrýnendanna að vara fólk við auglýsingamennsku hans. Og þar hygg ég, að þeir hafi al- mennt staöið sig vel að því sinni; menn vom a.m.k. óvenju sammála um, að þetta verk hefði aldrei átt aö fara á fjalirnar í óbreyttri mynd. Almenningur greiddi svo atkvæði með fótunum og „farsinn“ var horfinn af fjölunum áður en jólamánuður gekk í garð. Hann veit hvaö virkar Ég vil að lokum óska Áma Ib- sen góðs gengis á leikskálds- brautinni. Vonandi lærir hann eitthvað af þeirri útreið, sem Gullfiskur hans fékk, og vand- ar sig betur næst. Sjálfur hef ég aldrei fundið neinn skáld- skapameista í leikritum hans, nema því fyrsta, Skjaldbakan kemst þangað líka, en það var líka soðið upp úr verkum tveggja frægra ljóðskálda. En Ib- sen er búinn að vera svo mikið í leikhúsi, að hann veit hvaö virkar; hvað gengur í liðið. Við höfum fulla ástæðu til að spá honum glæstri framtíð, bæði hér heima og í Hollywood. Og hann fær ugglaust hlýjar móttök- ur á Hverfisgötunni, næst þegar hann kemur þangað með handrit. Jón Viðar Jónsson Skoðanir annarra Launahækkanir og atvinnuástand „Launahækkanir upp á tugi prósenta munu engu skila til launþega, þvert á móti mun kaupmáttur ráð- stöfunartekna meðalijölskyldu dragast saman. Og það sem er kannski enn verra, þjóðfélagið allt fer á annan endann með óðaverðbólgu og vöxtum upp á 59-60%. Það sem vantar einnig inn í útreikninga VSl er að leggja mat á það hvaða áhrif gífurlegar launa- hækkanir hafa á atvinnuástand. Atvinnuleysi mun að líkindum mælast í tveimur tölustöfum." Úr forystugrein 3. tbl. Viðskiptablaðsins. Fjögurra ára ránsfengur „Það er vonlaust fyrir utanaðkomandi aðila að taka afstöðu í þessum bandaríska fjölskylduharm- leik, sem nú hefur skolað upp hér í skammdeginu.... Það verður hins vegar áhugavert fyrir hlutlausa áhorfendur að sjá hvemig íslenska kerfið, ráðuneyt- in, rannsóknarlögreglan, lögmennimir, mormónam- ir, bamavemdin og allir hinir leysa úr flækjunni sem gæti verið að myndast. ... En sem stendur er eins og það hafi gleymst aö ránsfengurinn í málinu er lifandi lítil manneskja sem ekki hefur gerst brot- leg við nein lög.“ H.H.S. í Degi-Tímanum 24. jan. Vægir dómar „Á sama tíma og dómstólar taka hart á ýmiss kon- ar auðgunarbrotum hafa nauðgarar og aðrir ofbeld- ismenn hlotið mjög væga refsidóma. Einn liður í því að hamla gegn því hrottafengna ofbeldi sem ógnar lífi og limum borgaranna er að þyngja dóma fyrir þessi afbrot þvi refsiramminn er nú þegar nægilega rúmur. Dómarar verða að taka mið af kröfú samfé- lagsins í þessu efni. Það er ekki líðandi að marg- dæmdir árásarmenn gangi lausir eftir nokkurra vikna fangelsun og glotti framan í fórnarlömb sín.“ Úr forystugrein Alþbl. 24. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.