Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Page 15
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 15 Orð ræða „Gagnrýnin liggur í orðunum, samræðulistinni; sjálfri orðræöunni." Hvað ertu að gagnrýna? spyrja margir þegar ég segist skrifa kjall- ara. Mér var spurningin ráð- gáta þar til ég átt- aði mig á þvi að hér var um mis- munandi skil- greiningar á hug- takinu gagnrýni að ræða. Það sem menn setja al- mennt í samband við gagnrýni eru kvartanir og yfir- lýsingar ýmiskon- ar, og þá oft í sleggjudómastíl. En orðræða gagn- rýninnar hefur gerbreyst. Sú breyting kemur til dæmis vel fram í orðinu „orð- ræða“ sem ég skeyti fyrir framan hugtakið gagnrýni. Orðræða er eitt af þessum skemmtilega lýsandi orðum; ég sé alltaf fyrir mér hóp af orðum sitja í hring og ræða saman af kappi yfir flösku af rauðvíni. Þessi hugsýn er ekki svo fjarstæð, því að í hugtakinu orð- ræða felst einmitt ákveðið sjálf- stæði tungumálsins. Orðræða er orð yfír eins konar sérfræðinga- mál, en núna eru það ekki bara sérfræðingarnir sem tala málið heldur talar málið sérfræðingana; það er, þeir skapa ekki sérfræðingamálið heldur taka þátt í þeirri sér- fræðingaorðræðu sem fyrir er. Og þannig er gagnrýnin einmitt líka. Allir eru orðnir þreyttir á yfirlýs- ingum og alhæfingum (svo sem þeirri að ,allir séu orðnir þreyttir ...‘), sem dæma og fordæma í svörtu og hvítu. Gagn- rýni er partur af ákveðnu ferli - eða ákveðinni orðræðu - þarsem gagnrýnöndin ræðir viðfangsefnið út- frá fleiri en einu sjónar- homi og ,gagnrýnin‘ eða álitsdómurinn sem felld- ur er felst ekki síður í orðum og orðalagi en yfirlýsing- um og staðhæfingum. Andstæðukerfin sem bjóða upp á svart/hvíta dóma eru að verða æ sjúskaðri og æ óábyggilegri og allt um kring í menningu og menning- arumræðu má sjá merki þess aö glerhallir hinnar gagnsæju tví- hyggju eru að molna. Eitt dæmið um þetta er breytt staða afþreying- armenningar. Andstæðan há- menning/lág- menning er öll komin á reik og kreik og hvemig á að flokka skáld- sögu eins og Les- ið í snjóinn efitr Peter Hoeg eða sjónvarpsþætti eins og Riget eða Lansann eftir Lars von Trier? Báðir höfundar nýta sér afþreyingarþemu og minni og frásagnartækni um leið og þeir teljast til fagurmenningar. Slík blöndun hins háa og lága bendir til þess að ekki sé allt sem sýnist í glerskálanum og um leið verður öll einföld gagnrýni að glerbrotna í margræða orðræðu. Að dæma afþreyingar eða dæg- urmenningu eftir stöðlum fagur- menningar hefur engan tilgang þegar takmark afþreyingariðnað- arins er svo greinilega allt annað en fagurmenningarinnar. Þess i stað er dæmt í stuðlabergi; hvor menningarheimurinn um sig er metinn á eigin forsendum; takið eftir, mat eða dómar hafa ekki ver- ið þurrkaðir út, aðeins breyttir (ekki dáin, bara flutt). En kerling vill enn fá eitthvað fyrir snúð sinn. Því málið er ekki heldur svo einfalt að gagnrýnöndin geti bara breytt forsendunum, enn falla Smilla og Ríkið milli stafs og hurð- ar. Þau þarf að dæma á tvöfoldum forsendum hás og lágs og þvi þarf að koma upp samræða milli menn- ingarheima þar sem fagurmenn- ing ræðir við dægurmenningu. Orð ræða, með öðrum orðum. Vinsældir Jane Austen eru besta dæmið um þörfina fyrir þessa nýju orðræðu gagnrýninnar. Hún hefur löngum þótt heldur létt- væg; fiallar bara um konur og leit þeirra að eiginmönnum! en hefur einnig verið hafin upp til skýj- anna. Og Jane er sko ekki með neinar yfirlýsingar. Gagnrýni hennar á samfélag sitt er hárbeitt og augljós; en jafnframt sandblás- in þeim stöðugu orðaleikjum sem persónur hennar verða að taka þátt í og því oft illhöndlanleg þeim sem þarfnast einfaldra alhæfinga. Gagnrýnin er bæði skýr og mött vegna þess að hún liggur í orðun- um, samræðulistinni; sjálfri orð- ræðunni. Úlfhildur Dagsdóttir Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur „Gagnrýni er partur af ákveðnu ferli - eða ákveðinni orðræðu - þar sem gagnrýnöndin ræðir við- fangsefnið útfrá fleiri en einu sjónarhorni..." Aftur á fjóluvaktinni Mislukkuð þýðing á erlendri bók hreyfir einungis við örfáum þeirra sem hana lesa og gleymist áður en varir. Mislukkaður myndatexti á sjónvarpsskermi blasir hins vegar við alþjóð, að vísu ekki nema í nokkur augnablik, en þó nógu lengi til að gera hvort tveggja i senn, menga málvitund og lasta þýðanda sinn opinberlega. Fyrir margt löngu gerði undirrit- aðm- að gamni sínu (og skömm sinni) að taka saman ýmis skringi- legheit sem íslenskir þýðendur sjónvarpsefnis höfðu látið frá sér fara í tímans rás og birta hér í DV, ekki í því augnamiði að hæðast að mjög svo vanþakklátu starfi jíýð- endanna, heldur til að hvetja til vandaðri vinnubragða. Ekki veit ég hvort þýðendur tóku greinarstúf minn til sín, en af viðtökum ann- arra lesenda var ljóst að ekki var vanþörf á samantekt af þessu tagi. Nú skulu tíunduð örfá þýðing- aratriði til vibótar, sem rekið hefur á fiöru fióluvaktarinnar (sjónvarps- og myndbandadeildar) á undan- fömum misserum og árum. Ég ætla að byrja á einu álitamáli. Ágætur þáttur á Stöð 2 heitir Cracker, sem útleggst sem Brestir. Gott og vel, þátturinn fiallar sannarlega um bresti bæði í mannssálinni og mannlegum samskiptum. En fyrst og fremst segir hann af breyskum afbrotasálfræðingi sem brýtur til mergjar eða leysir sakamál, það er maðurinn cracks cases. Sem alvég mætti koma fram í heiti þáttarins. í Grautfúluvík Ýmis eiginnöfn á stofnunum, landsvæðum, jafnvel gömlum rokk- hljómsveitum, standa stundum í ís- lenskum sjónvarpsþýðendum. í þætti um alls kyns óhöpþ í sjón- varpsútsendingum, It’li be ailright on the night, sem sýndur var í RÚV hér um árið (11.4. 90), var íslenski þýðandinn svo trúr efni þáttarins að hann gerði Royal Command Per- formance, saklausa kvöldskemmt- un sem breska kóngafólkið stendur fyrir, að konung- legri hersýningu. Sem hlýtur að hafa komið Bítl- unum i opna skjöldu þegar þeir komu þar fram forðum daga. Gary Puckett and the Union Gap er vissulega hall- ærisnafn á hal- lærishljómsveit frá hippatíman- um, en óþarfi að gera illt verra með því að tala um Gary Puckett og klofningssambandið. (Roseanne, 25.6. 90). Þrándur þó! Svo kemur auðvitað fyrir að orð sem í eyrum óreynds þýðanda. hljóma eins og eiginnöfn eru það alls ekki. í sjónvarpsmynd (Flood- tide, 12.6. 90) segir grandalaus þýð- andi af manni sem allt í einu er sagður vera í High Dudgeon, sem er hvergi á landakortinu. Að vera in high dudgeon þýðir nefnilega að vera grautfúll. En eins og fyrri daginn lenda ís- lenskir þýðendur víða í ógöngum þegar verið er að tala um kynferðis- mál. Kannski þarf að bjóða þeim upp á sérstakan kúrs í enskum og ameriskum dónaskap. Nokkur dæmi: í þætti sem hét That’s Life (þýðandi Guðrún Þor- kelsdóttir) er að vísu engan dónaskap að finna, en undirstöðu- atriði hans libido - sjálf kynhvötin - er þar þýdd sem líkami. í kvikmyndinni Grace Quigley (17.1. 92) segir kona purkunarlaust: I tum tricks, sem sagt Ég stunda vændi. Þýð- andinn segir hana hins vegar beita brögðum. Langsótt, en kannski ekki alveg út úr kortinu. í stórmyndinni Havana (Stöð 2, 4.1. 97) er maður sagður vera fruit, það er hommi upp á niðr- andi amerísku, en bara hálfviti á íslensku. Og á einum stað í breskum sakamálaþætti, Minder, er einhver hálfviti kallaður wanker, þýtt sem þijótur, sem er allt önnur Lóa en sú sem handrits- höfundur vísar til. Innblásnar kórvillur Oft má sjá hvemig þýðandi lætur glepjast af orðanna hljóðan þegar hann þarf að bjarga sér fyrir horn. Það er til dæmis ekki að furða þó nokkrir íslenskir sjónvarpsþýðend- ur taki bókstaflega upphrópunina get away sem stundum kemur fyrir í breskum sakamálaþáttum og skrifi frá eða farðu frá. Þama er yfirleitt átt við æ, góði látt’ekki sona eða ert’ekki að ljúga? eða eitt- hvað í þá vem. Og sjálfsagt er það engin goðgá þótt þýðanda detti í hug að þýða skull sem skalli (The Man with Bogarts Face, Stöð 2, 9.9. 92). Hagvanur þýðandi eins og Gunnar Þorsteinsson dettur jafnvel í þá gildra að þýða orðatiltækið I should have tumbled nokkuð svo bókstaflega sem ég hefði átt að hníga (Morse, 7.7. 91), þegar Morse kallinn er að segja: Ég hefði sosum átt að giska á... Að þýða fleirtöluorðið shenanigans (uppá- tæki, brölt) sem þrjót- ar, eins og gert er í Batman (Stöð 2, 18.6. 90) er hins vegar allt að því innblásin kór- villa. Svo birtast þýðingar sem era svo yndislega fáránlegar að þær bjarga alveg vondu sjónvarpsefni. Orðið hearse (líkvagn) hefur til dæmis komið fyrir á íslenskum sjónvarpsskermi sem hersing, sömuleiðis hef ég séð sögnina outwit í merkingunni troða upp í. Að lokum vil ég nefna eina þýð- ingu í sjónvarpsfrétt RÚV (5.1. 97) þar sem mönnum bregst sjaldan bogalistin. Þar segist amerískur kvenmaður vera omery, sem er þýtt sem óhlýðin. Þetta er hins veg- ar gömul og góð ameríska fyrir það að vera allt í senn þijóskur, sérvit- ur og skapstyggur. Hér má auðvitað halda áfram lengi um sinn, en plássins vegna verður fióluvaktin að láta staðar numið í bili. Aðalsteinn Ingólfsson „Mislukkuð þýðing á erlendri bók hreyfír einungis við örfáum þeirra sem hana lesa oggleymist áður en varir. Mislukkaður myndatexti á sjónvarpsskermi blasir hins vegar við alþjóð..." Kjallarinn Ingólfsson listfræðingur Með og á móti Spilakassar Hagnaðurinn í góð málefni „Á íslandi er yfir 20 ára reynsla af rekstri söfnunarkassa. 1974 fékk Rauði Kross íslands leyfi til reksturs söfnunarkassa. Síðar gerðust SVFÍ, Landsbjörg og SÁÁ aðilar að rekstrinum með stofhun ís- lenskra söfn- unarkassa. í Noregi og Finnlandi fá Rauða kross fé- lögin tekjur af rekstri söfnun- arkassa svo og ýmis önnur líknarsamtök. framkvæmdastióri Hér á landi RKI’ hefur einnig Háskóli íslands leyfi til reksturs söfnunarkassa. í Svíþjóð hafa aft- ur á móti einkaaðilar rekið söfn- unarkassa þar til nú aö ákveðið var að banna rekstrn- þeirra með lögum. Hagnaður af rekstri ís- lenskra söfnunarkassa er notað- ur til að sinna hlutverki R.K. í sjúkraflutningum, neyðarvörn- um og mannúðarmálum og til starfsemi SVFÍ, Landsbjargar og SÁÁ. Kössunum geta þó fylgt vandamál. Rekstraraðilar hafa gert vissar ráðstafanir til að draga úr þeim vanda, m.a. með takmörkunum á fiölda kassa, vinningsupphæðum og aldri þeirra sem mega spila. Vissulega eru þó einstaklingar sem falla í þá gryfiu að spila óhóflega en langflestir spila í kössunum sér til ánægju og til að styrkja gott málefni. Til að mæta vanda þeirra sem spila af fikn leggja ÍSK fram umtalsvert fé til með- ferðar á spilafikn og auka fræðslu um hana. Grætt á ógæfu annarra „Löggjafinn setur margs konar lög til að vernda þegna samfé- lagsins. RLR reynir að hafa hendur í hári fiárglæframanna sem svíkja fé út úr fólki. Toll- verðir og flkniefnalögregla heita öllum ráðum til að hefta innflutning og sölu eiturlyfia. Á sömu for- sendum hafa íslensk lög um árabil bannað fiárhættuspil. Sá sem kemur Öðrum til þátt- son iæknlr. töku 1 þeim skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Þrátt fyrir þetta bann hefur nokkrum meintum líknarfélögum og Há- skóla íslands verið heimilaö að reka spilakassa og fiármagna þannig starfsemi sína á óham- ingju spilafólks. Afleiðingar þessa eru þær að spilafíklum hef- ur fiölgað gífurlega og ófáar ís- lenskar fiölskyldur hafa misst al- eigu sína í hendur téðra góðgerð- arfélaga í gegnum kassana. Inni á öllum meðferðar- og félags- málastofnunum landsins sjá menn ógnvekjandi afleiðingar þessarar stjórnstefnu. Kassarnir sækja á annan milljarð króna ofan í vasa íslenskrar alþýðu og stuðla þannig að margskonar fé- lagslegu og andlegu óheUbrigði. Þeir eru auk þess heUsuspillandi umhverfi fyrir böm og unglinga. íslensk yfirvöld ættu að fram- fylgja eigin lögum og sjá til þess að banni við fiárhættuspilum verði framfylgt og ýmiss konar siðblind samtök og fyrirtæki hætti að græða fé á því að steypa fólki í ógæfu. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.