Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 16
ennmg MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 t IV 16 *' ) * -#• Hlutareðlið og hillingarnar í texta sem Halldór Bjöm Run- ólfsson skrifar í tileöii sýningar Svövu Bjömsdóttur í Nýlistasafn- inu vitnar hann í grein eftir Mich- ael Fried frá árinu 1967, „Art and Objecthood", þar sem sett er Mm hörö gagnrýni á svokallaða bók- staflega list sem nú er oftast kennd viö naumhyggju eða minimalisma. í gagnrýni sinni gerir Fried grein- armun á tvenns konar lögun eða formi: lögunin sem bókstaflegur grundvallareiginleiki hlutarins og lögunin sem miðill einhverra skilaboða. Ef inntak verksins er lögun þess (hókstafleg) verðm- þaö aldrei annað en hlutur, segir Fried, hvorki málverk né skúlp- túr. En þannig skilgreindi minimalistinn Donald Judd einmitt kassaverk sín sem gegn- heila, ódeilanlega og einfalda hluti er væm hvorki skúlptúr né mál- verk heldur form eða lögun i sinni einfoldustu mynd. Fried bendir á að upplifun á bók- staflegri list (eða hlut) ráðist af samhenginu þar sem nærvera áhorfandans er hluti af aðstæðun um. Hann vitnar í annan minima lista, Robert Morris, um að hlutur inn sem slíkur skipti ekki megin máli heldur það að hafa stjórn á að stæöunum: „Slík stjómun er nauð- synleg ef breytumar í verkinu, ljósið, rýmiö og likaminn, eiga að virka,“ segir Morris. Hlutur- inn á að búa yfir nærvem sem er skilyrt af rýminu og líkamlegri nærvera áhorfandans, sem þannig er orðinn að viöfangi listaverksins. Fried kallar verk af þessu tagi „leikræn" og segir þetta leikræna eðli bókstaflegrar listar vera andstæðu allrar „sannrar listar" og boðar ekki minna en heilagt stríð á milli þessara ósættanlegu sMuma í list samtímans. Það sem gerir þessa gagnrýni Frieds á naumhyggjuna athyglisverða eru andstæð- urnar sem hann dregur fram á milli efnis- hyggju og hughyggju í list samtímans: hin „sanna list“ er fyrir Fried göfgað form sem miðlar ákveðnu andlegu inntaki á meðan naumhyggjan er úrkynjuð efnishyggja sem hefur svipt listina/formið öllu andlegu inn- taki og hlutgert um leið manninn sem efnis- legt viðfang. Það sem takmarkar gildi þessar- Eitt verka Svövu Björnsdóttur. Myndlist Ólafur Gíslason ar gagnrýni er sá þröngi skilningur sem Fried hefur á hinni „sönnu list“ sem fyrir honum er ekki síst óhlutbundin formhyggja eins og sjá má í málmskúlptúrum Davids Smiths og Ant- honys Caros. í því samhengi vitnar hann til gagnrýnandans Clements Greenbergs sem sagði um málmskúlptúra Smiths: „í staðinn fyrir blekkingu hlutanna er okkur nú boðið upp á blekkingu virkninnar: aö efnið sé loft- kennt og þyngdarlaust og eigi sér einungis sjónræna tilvist sem hiilingar." Af þessu verður ekki annað ráðið en að þess- ar meintu ósættanlegu andstæður í list samtím- ans eigi sér sameiginlega niður- stöðu í trúnni á sjónhverfingu eða blekkingu. Þessi niðurstaða kallar væntanlega á afhjúpun þessarar blekkingar, hvort sem hún byggist á trúnni á efhis- hyggju eða hughyggju. í báðum tiifellum er gengið út M algild- um og altækum forsendum og verður ekki annað séð en að munurinn á Donald Judd og Ant- hony Caro sé í þessu samhengi ekki nema á yfírborðinu. And- svarið verðim þá afhelgun þeirra algildu forsendna sem þessir verðugu fulltrúar módemismans standa fyrir. Þannig bregður um- ræðan Ijósi á stöðu og möguleika myndlistar í samtímanum og get- ur um leið hjálpað okkur að nálgast pappírsverk Svövu Bjömsdóttur. Við getum byijað á því að spyrja hvort þau séu málverk eða skúlptúrar eða hvoragt. Svarið liggur ekki á lausu því einmitt í þessari tvíræðni eða margræðni er galdurinn í verk- um Svövu fólginn. Þau eiga það sameiginlegt með málverkinu að hanga á vegg og vera lituð og úr lífrænu, forgengilegu efai en era hins vegar hol að innan og upp- blásin í samhverf en margbreyti- leg form eins og skúlptúr eða lágmynd. Sem skúlptúrar era verkin síðan loftkennd og óræö eins og flauelsmattur og óræður liturinn undir- strikar og standa ekki í efniskennd sinni held- ur miðla þau „eterískri" tilfinningu. Þótt verk Svövu hafi þróast markvisst M tiltölulega margbrotinni formgerð til stöðugt meiri ein- földunar og samhverfu þýðir það ekki að þau falli undir skilgreiningu Frieds á bókstaflegri list naumhyggjunnar er miðlar ekki öðra en hlutareðli sínu i samhengi við umhverfið eins og mismunandi smekkleg eða áhugaverð inn- rétting. Ástæðan er sú að verk Svövu era ekki einhlít. Skerpan í verkum hennar birtist í þeirri margræðni sem felst í því að vera á mörkunum. Sem slík vekja þau til umhugsunar um skilyrði og möguleika myndlistarinnar í samtímanum. Sýning Svövu í Nýlistasafhinu er tvímælalaust það besta sem frá henni hefur komið til þessa. Leitin að tilgangi lífsins Fyrir jól kom út hjá Háskólaútgáfunni og Siðfræðistofnun bókin Leitin að tilgangi lífs- ins, þekkt bók sem hefur selst í milljónaupp- lögum frá þvi hún kom út fyrst fyrir fimmtiu árum. Höfundur er austurríski geðlæknirinn Viktor E. Frankl, sem var eftirmaður Freuds við læknadeild Vínarháskóla. En hvað varð til þess að bókin er gefin út á íslensku núna? „Ég las þessa bók fyrir rúmum tuttugu áram,“ segir Hólmfriður Gunnarsdóttir, þýð- andi verksins, „þýddi hana undir eins til að fleiri fengju að kynnast henni og las hluta af henni í útvarpið 1976. Svo kom Páll Skúlason heim- spekingur að máli við mig fyrir nokkrum árum og vildi gefa hana út og þá endurvann ég þýðinguna. Frankl skrifaði bók- ina á níu dögum - ég tek skýrt fram að ég var mjög lengi að þýða hana! Hann hafði ung- ur maður verið sendur til Auschwitz- fangabúðanna og skrifaði hana strax og hann var laus úr þeim. Og hann not- ar reynslu sína úr fangabúðunum til þess aö skýra fyrir sjálfum sér og öðrum hvað hafi raunverulegt gildi í lífinu. Hann telur í stuttu máli að mestu skipti að hafa einhvem tilgang með lífinu. í formálamun tekur hann fram að fangabúðimar séu aukaatriði í bókinni, hann noti aðeins reynsluna þar, einar erfiðustu að- stæður sem fólk getur komist í, til að hugsa um hvemig við getum lifað beM og glaðara lífi. Ef maður getur það þar getur maður það alls staðar. Bókin er skrifúð mönnum til hjálp- ræðis og Frankl segir margar sögur af fólki sem hefur fundið tilgang lífsins með að- ferð hans. Hann tekur dæmi af bandarísk- um sendi- ráðsmanni í Vín sem kom til hans og var óánægð- ur með vinnuna sína og sálfræðingurinn sem hann hafði gengið til árum saman hafði kennt ýmsu um en aðallega Hólmfríður Gunnarsdóttir. ómeðvituðu hatri á fóðurnum. Frankl segist hafa sagt við hann: Það er hér og nú sem þú átt að byrja, ekki í fortíðinni, og þú átt bara að hætta í vinnunni! Það gerði diplómatinn og varð mjög hamingjusamur. Frankl spyr sárþjáða sjúklinga sína stund- um: Af hverju fremurðu ekki sjáifsmorð. Þeg- ar hann heyrir svarið - ég get það ekki út af bömunum mínum, maka mín- um, verkefhinu sem ég er að vinna að - þá veit hann hvernig hann á að haga meðferðinni. Kjaminn í kenningu hans er að maður eigi að takast á við lífið núna og helst að geta hugsað á hverj- um degi: já, ég varði þessum degi vel - í stað þess að . hugsa: Nú er dagurinn far- inn. Frankl er lif- andi ennþá og heldur enn fyrir- lesM þótt hann sé kominn á tíræðis- aldur. Hann er meira að segja á alnet- inu. Margar stofhanir um all- an heim bera nafn hans en sú þekktasta er í Vín.“ Við þýðinguna notaði Hólmfríður 73. útgáfu verksins á ensku frá 1984 en hún er nokkuð breytt og aukin frá fyrri útgáfum. Lestur Passíusálma Níu vikna fasta hefst í dag og sam- kvæmt hefð hefst þá einnig lestur Passíu- sálma Hallgríms Pét- urssonar á rás 1. Les- ari er að þessu sinni fra Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi for- seti íslands og les hún sálm á hverju kvöldi nema sunnudagskvöld kl. 22.15. Sálmamir hafa verið lesnir á fóstunni síðan 1944 og margir helstu menningarfrömuðir landsins hafa flutt þá í tímans rás, en frú Vigdís er fyrsti þjóð- höfðinginn sem það gerir. Fjórðja bindi af í dag hefst einnig á rás 1 lestur fjórða bindis af ævisögu Áma prófasts Þórar- inssonar sem Þórberg- ur Þóröarson skráði. Lesari er Pétur Péturs- son þulur sem áður hefur lesiö fyrri bind- in við miklar vinsæld- ir hlustenda. Þetta bindi heitir Á Snæfellsnesi og segir M prestskaparárum séra Áma meðan hann bjó á Miklaholti, Rauðalæk og Stóra- Hrauni. Útvarpssagan er lesin kl. 14. séra Árna Myrkir músíkdagar Tónlistaráhugafólk þarf að taka frá nærri því öll kvöld frá 7. til 15. febrúar því að þá verða Myrkir músíkdagar í Reykjavík. Fjöldamörg ný tónverk eftir íslensk tónskáld verða fnimflutt af blást- urshljóöfærum, strengjum, mannsrödd- um og tölvum, og ríður Blásarakvintett Reykjavíkur á vaðiö fóstudagskvöldiö 7. febrúar með verk eftir Finn Torfa Stef- ánsson, Hafliða Hallgrímsson, Jónas Tómasson, Karólínu Eiríksdóttm-, Atla Heimi Sveinsson og Frank Zappa! Arndís Halla í Berlín Hér kemur smávið- bót við lista yfir óp- erusýningar með ís- lenskiun söngvurum erlendis sem birtist á menningarsíðu á þriðjudaginn var: Þann 1. febrúar er síð- asta sýning á Zwei Berliner in Paris í Komische Oper í Berlín, en þar syngur „huldukonan" unga, Amdís Halla Ásgeirsdóttir. Ljóð eftir leikskólabörn í tile&ii af Degi íslenskra tungu tók Fé- lag íslenskra leik- skólakennara saman lítið hefti af ljóðum eftir leikskólabörn frá öllu landinu. Ljóðun- um er skipt í kafla eft- ir aldri höfunda, frá þriggja og upp í sex, og síðast eru ljóö ort í || hópvinnu. Þetta er frábær hugmynd því ljóðin eru yndisleg og gam- an að sjá hvaða yrkisefni bömin sjá í kringum sig og hvaða sýn þau hafa á um- hverfi sitt. Bryngeir Ágúst þriggja ára ig yrkir: Laufblaðið er grænt. Laufblaðið dettur úr trénu. Laufblaðið er líka rautt og fjólublátt. IDagný Björk er orðin fimm ára og yrk- ir nákvæmar um haustlitina: | Þeir vora gulir rauðir og þeir voru brúnir og grænir. Rigningin var á leiðinni og þá fuku laufin. Þrjú lauf fuku upp á bílinn ■ _ og vindurinn kom með eitt ' lauf inn í bílinn. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.