Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 33 % Nýjar kenningar um endalok heimsins: Heimsendir nálgast „Þrátt fyrir allt getum við ekki vitað hver örlög jarðarinnar verða. Kannski sleppur hún við að eyðast þegar sólin breytist í rauðan risa,“ segir stjameðlisfræðingurinn Greg Laughlin en hann og félagi hans úr háskólanum í Michigan, Fred Ad- ams, hafa sett fram sínar hugmynd- ir um heimsendi. Laughlin bendir á að alheimurinn eins og við þekkjum hann sé ein- ungis tímabundið fyrirbæri. Hann er líka fremur nýr, ekki nema um tíu milljarða ára gamall. „Það tíma- bil í sögu alheimsins sem nú stend- ur yfir er stutt og langt í frá miðlægt í sögu alheimsins. í raun er það ein- ungis stuttur kafli í langri sögu breytinga. Það er næstum því ómöguiegt fyrir dauðlega menn að ná utan um þessa sögu,“ segir Laug- hlin. Hann og Adams skipta tíma al- heimsins upp í svokallaða „alheims- áratugi" sem hver um sig er tíu milljarðar ára. Nú erum við að upp- lifa alheiminn þegar hann er stjömufylltur en það tímabil er að þeirra mati um það bil hálfnað. Þeg- ar því lýkur eftir um það bil tíu til fmuntán milljarða ára fara stjömur, þar á meðal sólin okkar, að klára eldsneyti sitt. Þær margfaldast að ummáli, verða svokallaðir rauðir risar sem gleypa plánetumar um- hverfis sig. Að lokum falla þær sam- an og verða hvítir dvergar eða svarthol. „Á endanum brenna aUar stjömur í alheiminum upp á þennan hátt,“ segir Laughlin. Hann og Ad- ams segja að eftir aö þessum ósköp- um ljúki hefjist hnignun róteinda (sem eru í kjarna atóma). Án róteinda hverfur efhi einfaldlega og verður að geislun. Eftir 38 alheimsáratugi byrjar tímabil svartholanna. Þau „nærast" á efhinu i kringum sig og stækka stöðugt. Eftir þúsund milljarða ára (1 með 200 núllum) búast þeir Laug- hlin og West við því að ekkert verði eftir nema myrkur og ískuldi. „Ef maður gæti flutt sig á þetta tímabil þá er himinninn kolsvartur," segir Laughlin. Adams og hann gera ráð fyrir því að alheimurinn haldi áfram að þenj- ast út að eilífu en það er reyndar al- geng kenning meðal vísindamanna að hann muni falla saman, öfugt við þegar hann sprakk út í Miklahvelli í árdaga. Byggt á Cnn.com Konur þola þyngdaraflið eins og karlar Sífellt fleiri konur starfa nú sem orrustuflugmenn. Hingað til hafa búningar orr- ustuflugmanna verið hann- aðir með þarfir karlmanna í huga en nú er verið að at- huga hvort því þurfi að breyta. Vísindamenn bandaríska flughersins rannsaka nú hvort kvenlíkaminn bregst á sama hátt við og karllíkam- inn þegar þyngdaraflið virk- ar á líkamann á kraftmikinn hátt. Það gerist þegar orr- ustuflugmenn beygja á mikl- um hraða. Ef krafturinn verður of mikill þá missir flugmaðurinn meövitund og þá er voðinn vís. Þátttakend- ur í könnunum flughersins fara því í sérstakan hermi sem þeytist til og frá á líkan hátt og orrustuþota enda er vélin sem knýr hann áfram hvorki meira né minna en þúsund hestöfl. Niðurstöðumar til þessa hafa verið þær að munur milli manna er einstaklingsbund- inn en ekki kynbundinn. Nið- urstöðumar hafa þó hjálpað mönnum að hanna nýja bún- inga fyrir orrustuflugmenn en til þessa hafa búningar hentað stuttum orrastuflug- mönnum illa. -JHÞ Þaö er ekkert grín aö fljúga orustuþotu. Deilt um vatn á Júpiter Áður en Galileo heimsótti Júpít- er í desember 1995 vom flestir vís- indamenn sammála um að Júpíter væri mjög rakur staður. Þar væru gífurleg fárviðri meö eldingum og rigningu. Þegar kanni frá Galileo fór inn í „lofthjúp" plánetunnar hitti hann á stað sem var tiu sinn- um þurrari en búist var við. Nýjar innrauðar myndir af Júpíter sýna hins vegar að þar eru svo sannar- lega mikil fárviðri. Mikil „þriunu- ský“ sjást til dæmis nálægt rauða blettinum svokallaða og þó ekki hafi verið sannað að þessi inni- Innrauö mynd af lofthjúpi Júpíters. Hvítu hringirnir eru gífurleg fárviör- isský. haldi vatn haga þau sér líkt og þrumuský gera á jörðinni. Þau eru hátt á lofti og breyta sér stöðugt. Að sögn vísindamanna er vatn lík- legasta skýringin á þessu. Sömu vísindamenn, sem aðhyU- ast kenninguna um mikið vatn á Júpíter, segja að líklegasta skýr- ingin á því að kanninn frá Galileo hafi fúndið lítið vatn í lofthjúpi Júpíters sé sú að hann hafi hitt á svæði þar sem niðurstreymi er mikið en það þekkist yfir eyði- mörkum jarðarinnar. -JHÞ Myndavél á stærð við vegabréf Það eru alltaf að koma fram smærri og smærri myndbandsupp- tökuvélar. Nýjasta vélin í þessum fjölskrúðuga flokki er DCR-PC7 frá Sony. Hún er á stærð við vegabréf og með 2,5 tomma skjá. Þrátt fyrir smæðina er hægt að taka upp 90 mín- útur með „Long-Play“ valmöguleik- anum. Við hönnun vélarinnar nýtti Sony sér stafræna tækni til hins ýtrasta. Vélin er þannig búin staf- rænni aðdráttarlinsu og þar sem tek- ið er upp með stafrænum hætti er hægt að setja það efni sem tekið er upp beint á klippitölvur en Sony hef- ur einmitt sett nýja lína af stafræn- um klippibúnaði, sem ætlað er að koma í stað eldri tækni, á markað. Misstu ekki af spennandi aukablöðum / í febrúar og mars: Aukablöb DV eru löngu orð/n landsþekkt. B/oð/n eru bæbi fræbandi og skemmtileg og fjalla um margvisleg og gagnleg sérsvib. 5 . febrúar Tækni og tölvur Spennandi blað um tölvur og intemetið. Fjallað verður um þróun í tölvumálum og flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. 12. febrúar Bílar '97 í blaðinu er að finna heildstætt yfirlit yfir þá fólksbfla og jeppa sem bflaumboðin hafa í boði á árinu 1997. Blað sem enginn bfla- eigandi má láta fram hjá sér fara. 19. f e b r ú a r Ferðir til útlanda ítarlegar upplýsingar um þá ferðamöguleika sem í boði á árinu 1997 hjá ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum varð- andi ferðalög til útlanda. 2 6. febrúar Hljómtæki Efmsmikið blað um allt sem viðkemur hljómtækj- um. Þar verður meðal ann- ars fjallað um helstu nýj- ungar á markaðnum. 12. mars Fermingargjafa- handbók Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. 19. mars Matur og kökur Lystaukandi blað þar sem fjallað verður um flest það er viðkemur matartilbúning fyrir páskana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.