Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 34
42 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Fólk í fréttum Karl Nafn Karls Sigurbjömssonar sóknarprests í Hallgrímsprestakalli hefur verið nefnt alloft þegar tal hef- ur borist að næsta biskupsefni. Karl Sigurbjömsson er fæddur 5.2. 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og varð cand.theol. frá Háskóla íslands árið 1973. Karl stundaði nám í sál- gæslu við St. Joseph’s Hospital í Tacoma í Bandaríkjunum 1988 og var við nám í siðfræöi og pastoral- guðfræði við Northwest Theological Union í Seattle 1989. Ennfremur dvaldi Karl við nám í Svíþjóð á ár- unum 1977-78. Karl var sóknarprestur í Vest- mannaeyjaprestakalli árin 1973-74 og hefur verið sóknarprestur í Hall- Sigurbjörnsson grímsprestakalli frá 1975. Af öðram störfum má nefna að Karl var í stjóm Prestafélags íslands tímabilið 1978 til 1984; á Kirkjuþingi frá 1990; í nefnd um safnaðarupp- byggingu frá 1990 og stundakennari í siðfræði og sálgæslu við Hjúkrun- arskóla íslands tímabilið 1979-1983. Karl samdi bækumar „Hvað á barnið að heita?“, 1984, og „Til þín sem átt sárt um að binda“ 1990. Karl hefur einnig þýtt bækumar „Líf með Jesú“ (ásamt Einari Sigurbjömssyni); fermingar- kver, 1976; „Bamabiblí- una“,1982 og „Jesús, mað- urinn sem breytti sög- unni“,1990. Karl hefur einnig skrifað greinar í blöðum og tímaritum. Fjölskylda Eiginkona Karls er Krist- ín Þórdis Guðjónsdóttir, f. 16.3. 1946, bankaritari. Foreldrar hennar voru þau Guðjón Jónsson, 14.9. 1905, verkamaður og Ing- veldur Jónsdóttir, f. 13.8. 1902, d. 11.3. 1968, húsmóðir. Böm Karls og Kristínar: Inga Rut, f. 3.2. 1971; Rannveig Eva, f. 23.12. 1975 og Guðjón Davíð, f. 8.4. 1980. Karl er einn átta systkina. Þau era: Gíslrún, f. 23.9. 1934, handa- vinnukennari; Rannveig, f. 28.2. 1936, hjúkrunarfræðingur; Þorkell, f. 16.7. 1938, tónskáld; Ámi Bergur, f. 24.1. 1941, sóknarprestur; Einar, f. 6.5. 1944, prófessor; Björn, f. 27.6. 1949, sóknarprestur og Gunnar, f. 3.8. 1951, viðskiptafræðingur. Foreldrar Karls: Sigurbjörn Ein- arsson, f. 30.6. 1911 á Efri-Steins- mýri í Meðallandi, V-Skaftafells- sýslu , biskup og Magnea Þorkels- dóttir, f. 1.3. 1911 í Reykjavík, hús- móðir. Karl Sigurbjörnsson. Fréttir Innbrot á nokkrum stööum í Reykjavík: Víxlar og vídeó í þjófa höndum Síðdegis í gær höfðu borist nokkrar tilkynningar til lögreglunn- ar I Reykjavík um innbrot á hennar umráðasvæði um helgina. Ekkert af þessum innbrotum höfðu verið upp- lýst í gær og fer RLR með rannsókn þeirra. Brotist var inn í íbúð í Stigahlíð með þvi að fara þar inn um glugga. Öllu var snúið á hvolf og þjófamir, eða þjófurinn, höfðu á brott með sér myndbandstæki, farsíma og íleiri heimilistæki. Þá var brotist inn í íbúð í Unu- felli í Breiðholti. Húsráðendur sakna myndbandstækis, geislaspil- ara og leikjatölvu. I Ármúla 36 var farið inn í veit- ingastaðinn Með kaffinu. Þjófamir ætluðu greinilega að hafa eitthvað að reykja með kafiinu því þeir tóku 22 karton af sígarettum auk lítils- háttar skiptimyntar og sælgætis. Brotist var inn í fyrirtæki að Við- arhöföa 2. Útfylltum víxli var stolið sem og tölvu og fleiri innanstokks- munum. -bjb Garöabær: Tólf bíla árekstur Tólf bíla árekstur varð í hríðar- kófi á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ um miðjan dag í gær. Bílamir lentu hver aftan á öðram. Flytja þurfti þrjá bíla með kranabíl af vettvangi en vitað var um meiðsl hjá aðeins einum ökumanni. Þau vora þó lítils háttar. í umdæmi lögreglunnar í Hafnar- firði uröu sjö önnur umferðaróhöpp sem rekja mátti til vetrarríkisins. í einu þeirra tilvika þurfti að flytja konu á slysadeild sem hafnaði á ljósastaur á bíl sínum á Reykjavík- urvegi við Kaplakrika. -bjb Slæmt skyggni og ófærð varö þess valdandi að tveir bílar skullu saman á mótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar á laugardagskvöldiö. Tækjabíil slökkviliðsins var fenginn til að klippa annan bílinn í sundur svo koma mætti ökumanni og tveimur farþegum til aðhlynningar á slysadeild, sem var skammt undan að þessu sinni. Meiösl þeirra reyndust óveruleg en bílarnir eru mikið skemmdir. DV-mynd S Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrverandi formaöur Dagsbrúnar, hélt upp á sjötugsafmæli sitt á föstudaginn. Fjölmenni heiðraði afmælisbarniö. Hér tek- ur Guðmundur á móti forsetahjónunum, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. DV-mynd Hilmar Þór Óveður á Stöðvarfirði Aftakaveður var í fyrrinótt á Stöðvarfírði. Verst var veðrið fyrir botni fjarðarins þar sem bærinn Ós- eyri stendur. Fuku að minnsta kosti átta þakplötur og margar rúður brotnuðu áveðurs. Höfðu starfs- menn Stöðvarhrepps, björgunar- sveitin Björgólfur og fleiri í nógu að snúast við að setja á nýjar þakplöt- ur og negla fyrir glugga. Mikill sjó- gangur var einnig, enda hásjávað og gekk grjót upp á bryggju og einnig losnaði grjót út úr vamargarði. Þá þurfti og að aðstoða báta og rúss- neskt flutningaskip sem átti í erfið- leikum vegna veðursins og gat af þeim sökum ekki lagst að bryggju fyrr en veður lægði. Ekki er vitað um kostnað af völd- um veðursins en hann mun tölu- verður. -GH Til hamingju með afmælið 27. janúar 80 ára_______________________ Rebekka Lúthersdóttir, Eiðismýri 30, Seltjamarnesi. 70 ára Kristvin Guðmundsson, Valsholti, Borgarbyggð. Sigriður Pálsdóttir, Urðarbraut 2, Blönduósi. Baldur G. Bjamasen, Lundarbrekku 8, Kópavogi. 60 ára Bára H. Bjarnadóttir, Hátúni 6, Reykjavík. Agla Tulinius, Skothúsvegi 15, Reykjavík. Eggert Magnússon, Furugrand 56, Kópavogi. Jón Guðbjömsson, Seljavegi 18, Selfossi. Einar Kristinn Helgason, Hliðarstræti 4, Bolungarvík. 50 ára Björn Sævar Baldursson, Réttarholtsvegi 47, Reykjavík. Abraham Antan Shahin, Hverfisgötu 74, Reykjavík. 40 ára Oddgeir Björnsson, Hjöllum 20, Vesturbyggð. Sigurjón L. Kjartansson, Kvíholti 1, Hafnarfirði. Sólrún María Gunnarsdóttir, Múlasíðu 22, Akureyri. Sigríður Einarsdóttir, Álfheimum 44, Reykjavík. Bruni í Heiðmörk: Gaskútur lak í skáta- skála Níu skátar úr Garöabæ sluppu með skrekkinn á fostudagskvöld þegar þeim tókst að koma sér út úr skála sínum í Heiðmörk áður en hann fuöraði upp í eldi. Slökkvilið úr Reykjavík og Hafn- arfirði komu á vettvang en gátu lítið að gert. Upptök eldsins er rakin til þess að annar tveggja skátafor- ingja var aö laga tengingu á gaskút þegar leki kom að kútn- um. Fylltist skálinn af gasi og hafði foringinn snör handtök í koma undirmönnum sínum út. Skömmu síðar komst gasið í eld sem breiddist út á örskots- stundu. -bjb Þrjú flóö féllu á Ós- hlíðarveg Þrjú lítil snjóflóð féllu á Ós- hlíðarveg milli Bolungarvíkur og ísafjaröar i gærmorgun. Eng- ir voru á ferli þegar þetta geröist en Vegagerðin lokaði veginum í gær, bæði vegna flóðanna og að ruðningstæki komust ekki að vegna veðurs fyrr en síðdegis. Til stóð að opna veginn á ný í gærkvöldi. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.