Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 Fréttir Skip afskráð 1 Mexlkó en skráð á Islandi til að ná i 30 miHjóna króna kvóta: Uthafsutgerðarmenn hyggjast kæra - höfum fyrir þessu leyfi íslenskra stjórnvalda, segir Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma „Þegar við sendum skipið til Mexíkó og skráðum það þar vissum við að það yrði að skrá það aftur hér á landi fyrir áramót til þess að skipið fengi kvótann sem það hefur aflareynslu fyrir á Flæmska hattin- um. Síðan yrðum við að skrá það aftur í Mexíkó til aö mega gera þaö út þaðan áfram. Við skrifuðum stjómvöldum hér bréf og skýrðum frá þessu og höfum fullt leyfi þeirra til að gera þetta svona. Ef við hefð- um ekki fengiö aö gera þetta svona hefði Amames SI orðið aö bíða við bryggju hér á landi í allt haust og fram yfir áramót til þess að halda kvótanum. Við munum svo flyfja kvóta Amamess SI yfir á önnur skip okkar,“ sagði Róbert Guðfinns- son. framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði. Þessi skráningarmál Amamess SI em umdeild. Margir félagar í Fé- lagi úthafsútgerða em æflr út af þessu og segja lög brotin. Menn benda á að þegar skip em skráð á íslandi séu þau skoðuð og þeim veitt haffærisskírteini. Það var ekki gert að þessu sinni. Eins er það gagnrýnt að skráning- amúmeri skipsins, 1128, var skilað inn þegar skipið var afskráð hér og skráð í Mexíkó. Síðan þegar það var aftur skráð hér fékk það gamla númerið aftur. Gagnrýnendur segja að skipið hefði átt að fá nýtt númer þegar það var aftur skráð hér á landi. „Mönnum þykir það auövitaö fá- heyrt aö skip sem gert er út undir erlendum fána og stundar veiöar frá Mexíkó skuli fá úthlutað íslenskum kvóta þótt hent sé hér inn einhveij- um skráningarbeiðnum," sagði Ótt- ar Yngvason, einn af ffammámönn- um félagsins Snorri Snorrason, formaður Fé- lags Úthafsútgerða sagðist á þessari stundu ekki viija tjá sig tun máliö annað en það að hann væri viss um að þetta yrði kært ef þaö yröi látið ganga yfir. Þormóður rammi á Siglufírði, eig- andi togarans, á ásamt Granda hf. útgerðar- og fiskvinnslufýrirtæki í Mexíkó. Amamesið SI fékk ekki að stunda veiðar frá Mexíkó nema vera lögskráð þar í Landi. Amames SI á mikinn rækjukvóta á Flæmska hatt- inum, sennilega um 30 milljóna króna virði. Mexíkósk yfirvöld samþykktu að skipiö væri afskráð þar í landi 23. desember síðastliðinn til þess að það fengi kvótann sinn hér á landi en skrá yrði skipið strax eftir ára- mótin aftur í Mexíkó. Það hefur ver- ið gert og skipiö er að veiðum þar suður frá og kom raunar aldrei heim til skráningar hér. -S.dór Árekstur skólabíls og fólksbíls: Fólksbíllinn skemmdist mikið Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar, Skeiðar- vogs og Réttarholtsvegar rnn hádeg- isbil í gær. Fólksflutningabíl var ekiö suðrn- Skeiðarvog í átt að Rétt- arholtsvegi, yfir Miklubraut á grænu Ijósi og fólksbíll sem kom á móti beygði í veg fyrir hann á Miklubrautinni. Fólksbíllinn skemmdist mjög mikiö í árekstrin- um og þurfti að flytja ökumann hans á slysadeild. Samkvæmt upplýsing- um frá vakthafandi lækni mun hann ekki hafa meiðst mikið. Nokkuð af börnum var í fólksflutningabílnum en ekkert þeirra meiddist. -sv Eins og sjá má er fólksbíllinn mjög llla farinn. Bllstjórinn mun ekki hafa slasast alvarlega. DV-myndlr S Ekkert barnanna í fólksflutningabílnum meiddist. 40 milljóna sekt eða árs fangelsi: Hefði 110 þúsund krónur í laun í steininum á dag - smákrimmum ætlaður fimmþúsundkall fyrir sama tíma Þormóður rammi: Hættir land- vinnslu á þorski - og segir upp 56 Þormóður rammi á Siglufirði hefur ákveðið aö hætta land- vinnslu á þorski vegna lang- vinns tapreksturs. Vegna þessa hefúr 56 manns verið sagt upp störfúm. Forráðamenn fyrirtæk- isins segjast vinna að því að út- vega þessu fólki ný störf. Þormóður rammi hefur ákveðið að reisa fullkomna pökkimarverksmiðju fyrir rækjuafurðir svo hægt verði að selja beint til verslana. Afköst rækjuverksmiðjunnar veröa einnig aukin um 60 prósent og verið er aö kanna hvort fisk- vinnsla 1 smærri stíl sé vænleg- ur kostur. -S.dór í dómi sem nýlega er fallinn i Héraðsdómi Vestfjarða var eigandi ÞÞÞ á Akranesi dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar og síðan ber honum að greiða 40 milljónir króna í sekt. Það sem síðan vekur athygli við dóminn er að tekiö er fram að geti viðkomandi ekki greitt sektina af einhveijum sökum verði hann að sitja hana af sér. Til þess ama hef- ur hann tólf mánuði. „Það eru alveg skýrar reglur hér að fyrst er látið fullreyna á það að menn geti borgað, gengið á eigur þeirra og annað slíkt. Ef ekki geng- ur að innheimta með einhverjum hætti er viðkomandi látinn sitja af sér.“ sagði starfsmaður sýslumanns- ins á Akranesi við DV. í frumvarpi til laga um breytingu á almennun hegningarlögum er meðal annars fjallað um sektir. Þar er birt tafla yfir sektir og hversu langur varðhaldstími miöast við hveija sekt. Taflan nær aðeins til upphæðar sem nemur 90.000-100.000 kr. Minnstu sekt, 0-9.999 kr. sitja menn af sér á tveimur dögum, mestu sekt, 90.000- 100.000 kr„ sitja menn af sér á 20 dögum. Hér er því miðað við að smákrimmar geti haft um það bil 5.000 kr. á dag upp úr því að sitja í steininum. Það er sjálfsagt eins í tugthúsinu og í hinu daglega lífi, þar eru há- tekjumenn og þar eru þeir sem minna hafa. Síðan virðast vera milljónamæringar. Ef reiknimeist- arar setjast yfir málin og komast að því að eigandi ÞÞÞ sé ekki borgun- armaður fyrir 40 milljónum þá fá þeir það út að hann geti haft 110 þúsund krónur á sólarhring. Þá er miðað viö alla daga vikunnar. Sé reiknað meö hvíld um helgar eru daglaunin rúmlega 150 þúsund krónur fyrir það að sitja í steinin- um. Sé fundið út tímakaup fyrir inni- setuna í þessu tilviki og reiknað með átta stunda vinnudegi er tíma- kaupið tæplega 14 þúsund krónur, sé miðað við vinnu alla daga vik- unnar. Tímakaupið er hins vegar um 19 þúsund sé aðeins miðaö við vinnu virka daga. -sv Stuttar fréttir í ábyrgðum fyrir aðra Um 90 þúsund Islendingar, eða um helmingur uppkominna lands- manna, hefur skrifað upp á eitt eða fleiri lán og er því í ábyrgðum fyrir aðra. Þetta kom fram á blaða- mannafundi félagsmálaráðherra. Ávítar ráðuneyti Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar svipti dómsmálaráðuneytið Hanes- hjónin bandarísku í reynd kæru- rétti þeirra í forsjárdeilumáli þeirra. Hæstiréttur hefur ávítað ráðuneytið fyrir málsmeðferðina. Morgunblaðið greinir M. Hjálpargögn út Vetrarfatnaður, skór, skólavörur og lopi fara í dag í gámi ffá íslandi til Vojvodinahéraðs I Júgóslavíu og er sendingin svar við hjálparbeiðni sem Rauða krossi íslands barst frá Serbíu. Trúfélag múslíma Trúfélag múslima verður að öll- um líkindum stofhað hér á landi á allra næstu vikum, að sögn Hjalta Zóphóníassonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Morgunblaðið greinir frá þessu. Skuldbindur sig Þórarinn Elmar Jensen, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar sem keypti meirihlutann í Max á dögunum, segist ítreka það að fyrirtæki sitt sé búið að skuldbinda sig til að koma fataframleiðslu á Suðurland en ætl- ar ekki að færa þá starfsemi Max sem fyrir er í Reykjavík. Björgun Hvatfjaröar Stoöifúndur samtaka um björgun Hvalfjarðar verður haldinn á morg- un, laugardag, í Félagsgarði í Kjós. Tilgangur samtakanna verður að berjast gegn álveri á Grundartanga og annarri megnandi stóriðju í Hvalfirði. Ný bók hjá Hagkaupi Ný bók kemur út hjá Hagkaupi í dag. Bókin snertir heilsu lands- manna og gæti leitt til þess að margir stigju fyrsta skrefið í átt til heilbrigðs lífs, segir í fréttatilkynn- ingu. Dæmt í Gýmismálinu Hæstiréttur dæmdi í gær eiganda reiðhestsins Gýmis til að greiða 170 þúsund króna fjársekt og dýralækni til að greiða 120 þúsund króna sekt fyrir að meta hestinn hæfan til þátttöku á forkeppni Landsmóts hestamanna sumarið 1994. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.