Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 28
Tpíifaídm'
JL vinnmgur
Vertu viðbúin(n) vinningi
Vinningstölur
30.1/97
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
■3550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
Upprisa leikara
Helgarviðtaliö er við Hákon Waage,
leikara og leikstjóra, sem er að rísa
upp eftir sáran dótturmissi síðastliðið
haust og brottrekstur úr Þjóðleikhús-
inu fyrir fimm árum. Hákon lýsir m.a.
á opinskáan hátt skoðunum sínum á
leikhúsmálum og hvernig hann upp-
lifði eiturlyfjaneyslu dóttur sinnar og
fráfall hennar.
Nokkrir blaðamenn hafa starfað
við fagið i kringum hálfa öld og rætt
verður við þá um starfið. Nektar-
dansmær á Vegas verður í viðtali,
auk leikstjóra sem hlutu styrk úr
Kvikmyndasjóði íslands, og fjöl-
margt annað. -em/-bjb
Neskaupstaður:
30 menn börð-
ust við eld
- Bátastöðin að hrynja
„Það er nú aðeins farið að draga
úr þessu núna en slökkviliðið hefur
barist með 30 manna lið við eldinn
frá því um klukkan fimm í morgun.
Hér var mikill eldur fyrst til að
byrja með og ég gæti best trúað að
húsið væri ónýtt,“ sagði Níels Atli
Hjálmarsson, lögreglumaður í Nes-
kaupstað, við DV í morgun en þá
logaði enn eldur í Bátastöðinni,
gömlu timburhúsi þar sem trésmiðj-
ur Síldarvinnslunnar og trésmiður í
bænum hafa verið með aðstöðu sína.
Níels sagðist ekkert geta sagt um
eldsupptök að svo stöddu en hann og
rannsóknarlögreglumaður frá Eski-
firði ætluðu að skoða vettvang um
leið og búið væri að slökkva. Hann
taldi fullvíst að öll tæki hefðu eyði-
lagst í eldinum, auk þess sem húsið
sjálft væri að hruni komið. -sv
Stóra bruggmálið:
Gæsluvarðhald
framlengt
Gæsluvarðhald var í gær fram-
lengt yfir manni sem setið hefur inni
vegna stóra bruggmálsins. Hann fékk
tvær vikur til viðbótar. Þrír menn
sitja nú inni vegna málsins. -sv
L O K I
Kjaradómur gekk gegn hagsmunum dómara:
Hæstiréttur skiptir
út fulltrúum sínum
Hæstiréttur hefur ákveðið að
skipta út þeim tveimur fulltrúum
sem hann skipar í Kjaradóm. í
dómnum eru fimm fulltrúar, skip-
aðir tU fjögurra ára í senn, tveir
af Hæstarétti, tveir af Alþingi og
einn af fjármálaráðuneyti. Alþingi
hefur endurskipað Magnús Ósk-
arsson hrl. og Jón Sveinsson hdl.
í dóminn en fuUtrúi fiármálaráðu-
neytisins, Guðrún Zoéga verk-
fræðingur, óskaði fyrir nokkru
eftir því við fiármálaráðherra að
hún sæti ekki áfram. Ástæður
þess munu, samkvæmt heimUd-
um DV, vera þær að starfið í
Kjaradómi samræmdist því ekki
að hún þægi laun sem borgarfúU-
trúi og síðan mun umboðsmaður
Alþingis hafa úrskurðað að ekki
væri við hæfi að sami maður sæti
bæði í kjaranefhd og Kjaradómi.
Fjármálaráðherra mun ekki enn
hafa skipað fuUtrúa í stað Guð-
rúnar.
LitU mannaskipti hafa verið í
dómnum aUt þar tU fyrir fiórum
árum er aUur dómurinn sagði af
sér störfum á einu bretti. En nú
bregður svo við að Hæstiréttur
lætur sína menn fara. Hann skip-
aði fyrir fiórum árum Þorstein
Júlíusson hrl. og Hólmfríði Árna-
dóttur viöskiptafræðing í dóminn
og var Þorsteinn formaður hans.
Þeim hefur nú báðum verið skipt
út, Þorsteini fýrir Garðar Garðars-
son hrl. og Hólmfríði fyrir Mar-
gréti Guðmundsdóttur viðskipta-
fræðing.
Kjaradómur felldi á „kjörtíma-
bUinu“ úrskurö sem var hæsta-
réttardómurum ekki að skapi.
Fyrst gerðist það reyndar 1993 að
Kjaradómur ákvað að héraðs- og
hæstaréttardómarar skyldu fá
fastan fiölda yfirvinnustunda
greiddan í hverjum mánuði fyrir
aUa yfirvinnu og óreglulegan
vinnutíma í kjölfar breyttra og
aukinna starfskyldna í kjölfar
gUdistöku laga um aðskUnað
dómsvalds og umboðsvalds. Síðan
kom upp ágreiningur um þessa
yfirvinnu þar sem dómaramir
vUdu fara að fá orlof reiknað á
hana og vísuðu þeir málinu til Fé-
lagsdóms. Þar var faUist á að
greiða skyldi orlof á þessar föstu
yfirvinnustundir.
í nóvember síöastliðnum er það
svo að Kjaradómur sýnir mikla
hörku í afstöðu sinni tU þessa
máls og ítrekar fyrri ákvörðun
sína, frá 1993, að ekki skuli greiða
héraðs- og hæstaréttardómurum
umrætt orlof.
í framhaldi þessa ákveður
Hæstiréttur nú að skipta út fuU-
trúunum sem hann skipar í Kjara-
dóm.
-sv
Iðnaðarmenn sjást hér undirbúa að rífa þakið á hinu umdeilda Síðumúlafangelsi. Ákveðið hefur verið að rífa fang-
elsið á morgun en ríkiö seldi húsið og lóðina. Síðan verður hafist handa við aö grafa fyrir grunni nýrrar skrifstofu-
byggingar sem byggingarfyrirtækið Mótás ætlar að reisa þarna. DV-mynd GVA
w xi
m Í
3S ¥
m,, \
Dagsbrún:
Kosið um
verkfall
- segir Halldór Björnsson
„Það var góður tónn í fundar-
mönnum og þeir gera sér alveg
grein fyrir alvöru málsins. VerkfaU
er neyðarúrræði sem menn hafa
aUtaf áhyggjur af en menn eru líka
alveg klárir á því að svona staða í
samningamálunum getur ekki geng-
ið. Það kom skýrt fram á fundinum
að tUboð VSÍ um tíkaU á tímann
verður ekki þegið og þýðir ekki að
nefna,“ sagði HaUdór Björnsson,
formaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, í samtali við DV í
morgun um félagsfund Dagsbrúnar
í gærkveldi.
„Við enun ákveðin í að láta at-
kvæðagreiðslu mn verkfaU fara
fram. Nú er það ekki verkfaUsheim-
Ud lengur heldur verkfaU, af eða á,
sem kosið er um. Þess vegna er
meiri hætta á því nú að tU verkfaUs
komi því það er enginn sveigjan-
leiki í þessu lengur. Það þýðir ekk-
ert að vera með yfirlýsingar um
baráttu og standa svo ekki við þær.
Það væri uppgjöf Það verður kosið
um verkfaU mn miðjan febrúar ná-
ist ekki samningar fyrir þann
tíma,“ sagði HaUdór Bjömsson.
-S.dór
Veðrið á morgun:
Rigning um
nær allt land
Á morgun verður sunnan- og
suðaustan stinningskaldi eða aU-
hvasst og rigning um nær aUt
land, mest þó um sunnan- og
vestanvert landið. Þá verður
fremur hlýtt í veðri.
Veðrið í dag er á bls. 36
MERKILEGA MERKIVELIN
bíother
íslenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær linur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443