Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 3 Hildur Petersen, stjórnarformaður ÁTVR, kynnti stefnumótun fyrirtækisins í gær. Hjá henni sitja Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. DV-mynd S Leiöbeiningar um meðferð ofkælingar: Meöferö verið verulega ábótavant - segir Ólafur Ólafsson landlæknir „Alvarlegum slysum hefur fjölgað og það verður að segjast eins og er að meðferð við ofkælingu hefur ver- ið verulega ábótavant á undanfórn- um 5-10 árum. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út, eru gerðar til stuðnings því björgunarfólki sem fæst við fyrstu meðferð á slysstað og sér um flutning ofkældra sjúklinga utan sjúkrahúsa. Það mikilvægasta í leiðbeiningunum er að stöðva hita- tap ofkældra sjúklinga og að ekki skal nota of kröftugar upphitunar- aðferðir," segir Ólafur Ólafsson landlæknir en í gær voru kynntar nýjar leiðbeiningar um fyrstu með- ferð ofkælingar. Ofkæling kallast það ástand þegar kjamhiti líkamans fellur niður fyr- ir 35 gráður, oftast vegna ytri um- hverfísaðstæðna eða sjúkdóma. AI- varlegar starfstruflarnir liffæra geta fylgt í kjölfarið með fjölda aukaverkana og hárri dánartíðni. í leiðbeiningunum er fjallað um al- menn atriði, mat og meðferð ofkæl- ingar. Þar kemur fram að fyrsta hjálp við ofkælingu er að með- höndla sjúklinga varlega því þeir eru mjög viðkvæmir fyrir hnjaski. Forðast skal frekara hitatap með því að einangra sjúkling frá kulda og fjarlægja vot klæði. Þekja skal höfuð og háls sjúklings, vefja í þurr teppi og flytja í hlýja vistarveru. Ekki skal nudda útlimi sjúklings og ekki gefa honum alkó- hól. Ef ofkælingin er alvarleg skal forðast allan ytri hita eins og heita sturtu eða bað og ekki gefa heita vökva um munn nema sjúklingur sé með meðvitund. Flytja skal sjúkling sem fyrst á sjúkrahús í láréttri stöðu með hátt undir fótum. Vinnuhópur á vegum hópslysa- nefndar almannavarna vann að gerð leiðbeininganna og naut að- stoðar nokkurra sérfræðinga innan læknis- og lífeðlisfræði. Leiðbein- ingarnar eru bæði ætlaðar almenn- ingi og fagfólki. -RR Fréttir Stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins: Leggur til að lækka verð á léttum vín- um og bjór - og ÁTVR hætti allri verslun með tóbak Stjórn Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins leggur til að verð á létt- um vínum og bjór verði lækkað og að ÁTVR hætti allri verslun með tó- bak. Þá leggur stjómin til að rekst- ur vínbúðanna verði boðinn út og afgreiðslutími þeirra lengdur. Stjóm ÁTVR hefur kynnt Frið- riki Sophussyni fjármálaráðherra og starfsmönnum ÁTVR stefnumót- un fyrir fyrirtækið en hún var kynnt á blaðamannafundi í gær- morgun. Þar kom fram að fjármála- ráðherra hefur þegar falið stjóm ÁTVR að vinna áfram samkvæmt þessari stefnu og undirbúa gerð frumvarpa til nauðsynlegra breyt- inga á lögum. Um er að ræða fyrirkomulag til áfengis- og tóbakssölu, gjaldtöku ríkisins og heildarstarfsemi ÁTVR. Meðal þess sem stjómin leggur til er verðlækkun á léttum vínum og bjór um 10% til að byrja með. Ekki er talið að tekjur ríkisins skerðist við þessa lækkun. Þá er lagt til að afgreiðslutími vínbúða verði lengdur og þeim fjölg- að á landsbyggðinni. Þá er lagt til að í stað fastrar smásöluálagningar komi lágmarksálagning. Með því geta vínbúðimar ráðið verðinu að nokkru leyti og gætu þá aukið þjón- ustuna og hækkað verðið. Gert er ráð fyrir að vinbúðirnar verði sjálf- stæðar rekstrareiningar og að rekst- ur þeirra verði boðinn út. Þarf aö breyta lögum „Ég er í meginatriðum sáttur við þessa stefnumótun stjómarinnar. Það er mjög mikilvægt að bæta þjónustuna sem ÁTVR veitir og einnig það að fyrirtækið ætlar aö taka skref í frjálsræðisátt á næstu ámm. Ef á að fylgja þessari stefnu stjórnarinar þarf að breyta lögum og það hefur ekki enn reynt á það hvort við höfum meirihluta í þing- inu til að breyta þeim,“ segir Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra. -RR 3 9 r NiJt tóbíik íl ájpxaarksi vetröL,,, /IdrOLpóiíí -r iCLríi's fÍDgl'if. 'lbbj- Ath L.-gii I dí r fvri r ai Uar armíuT 3. mánaða wj‘ eldii... 1 ííetliTDíliil UIll lltlp'íll'............... cd Opid mánud. - fimmtud. kl. 08:00 - 24:00 fostud. kl. 08:00 - 03:00 laugard. kl. 09:00 - 03:00 sunnud. kl. 09:00 - 24:00 Bústaðavegi 130 sími.: 588-7466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.