Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
óháð
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaOur og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstiórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildin 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Á hvaða teið er myndlistin
íslensk menning er bundin við sögur og kvæði á hand-
ritum og bókum. Ekki eigum við hús eða kirkjur frá
fyrri öldum, ekki stór tónverk, ekki höggmyndir, lág-
myndir eða málverk að heitið geti.
Þegar íslendingar vildu verða þjóð meðal þjóða þurftu
þeir að koma sér upp að minnsta kosti einu eintaki af
listamanni af hverju tagi í hvelli, og fræðimanni á
heimsmælikvarða, og nútímalegum rithöfúndi á heims-
mælikvarða að auki, því ekki dugðu íslendingasögumar
endalaust þótt merkar væru.
Allt gekk þetta eftir þótt þjóðin tæki misjafnlega vel
við þessum fulltrúum. Sigurður Nordal og Halldór Lax-
ness komu, sáu og sigruðu, Guðjón Samúelsson varð
byggingarlistamaðurinn, Jón Leifs sótti um að verða
tónskáldið, þótt það hafi tekið þjóðina einna lengstan
tíma að taka við honum, Einar Jónsson varð mynd-
höggvarinn og Kjarval málarinn.
Ágætt framhald hefur orðið á öllum listgreinum í
landinu. Frumkvöðlamir hafa eignast verðuga arftaka.
Bókmenntimar blómstra, fræðin líka og tónlistin. En
stundum finnst manni eins og þjóðin hefði verið ánægð
með að eignast bara einn eða tvo málara.
í viðtali við Hannes Sigurðsson listfræðing í DV á
miðvikudag kemur fram að sala á nútímamyndlist er lít-
il sem engin hér á landi og aðsókn að sýningum hverf-
andi. Opinberir styrkir til listasafna í eigu ríkisins hafa
dregist saman og söfhunum er gert að útvega fé til að
endar nái saman í rekstrinum.
Myndlist hefur alltaf verið rándýr og valdastéttir hafa
haldið henni uppi um aldir og látið hana gefa sér ímynd,
fyrst og fremst kirkjan en líka veraldlegir höfðingjar.
Ekki þarf lengi að skoða listasöfn í Evrópu til að sjá
þetta. Við höfum líka átt okkar veraldlegu höfðingja,
sjálfsagt eðlilega marga miðað við höfðatölu, til dæmis
Ragnar í Smára sem gaf safn sitt að hætti erlendra rík-
ismanna til að stofna listasafn handa alþýðunni og Dav-
íð Oddsson sem gaf valdatíð sinni sem borgarstjóri
sterka ímynd með byggingum á vegum borgarinnar.
En einlægur myndiistaráhugi hefur líklega aldrei ver-
ið almennur á íslandi. Hannes giskar á að fólk hafi keypt
myndir fyrr á árum annars vegar til að fjárfesta meðan
myndlistarmenn voru fáir og þekktir, hins vegar til að
skreyta híbýli sín. Grafíkmyndaflóðið á síðasta áratug
hafi fyllt veggina, og nú viti enginn hvaða nýjum lista-
manni eigi að hossa, því þeir séu margir og ekkert fyr-
irtæki sjái um að „skapa þeim nafh“ eins og öflug bóka-
forlög geri við höfunda sína.
Afleiðingin er sú að alger aðskilnaður hefur orðið
milli ungra myndlistarmanna og þjóðarinnar.
Athyglisverð undantekning var sýning Karólínu Lár-
usdóttur fyrir jólin. Skýringin á velgengni hennar er
fýrst og fremst sú að kaupendum hreinlega hugnaðist
myndefnið: hugmyndaríkar stemningar frá lífinu um
borð í Gullfossi. Líka skiptir máli að þeir töldu gengi
mynda hennar hátt skráð erlendis og að flárfestingin
væri trygg. Gjaldgeng vottunarstofa sem okkur vantar
svo sárlega hafði gefið henni gæðastimpil.
Nú eru allir veggir fullir af myndum og hlutimir,
jeppamir og eignaraöildin að hótelherbergjum á Spáni
hirða lausaféð. Ætli myndlistarmenn verði ekki að flýja
inn á netið þar sem notendur leyfa myndum þeirra að
flökta fáeinar sekúndur á skjánum þar til leiðinn kallar
fram þá næstu?
Silja Aðalsteinsdóttir
Oft klúðrar ofkeyrsla framleiösluhyggjunnar heildarárangrinum. - Eins og gerst hefur t.d. í bílaiönaöinum.
Upplýsingamiðlun:
Veiki hlekkurinn
Kjallarínn
Gísli Sigurösson íslenskufræð-
ingur ritaði ágæta grein hér í DV
nýverið um vandann sem við þeim
blasir sem vill miðla hagnýtum
fróðleik af ýmsu tagi til almenn-
ings, til dæmis vísindalegum nið-
urstöðum. í henni kom iram að
gat er í kerfinu hvað viðvíkur
möguleikum til að fá stuðning til
slikra verka. Ég vil
taka mun dýpra í
árinni og fullyrða
að mikill fjöldi
sambærilegra
flöskuhálsa sé í
nánast öllu því
ferli sem framleiðir
og hagnýtir þekk-
ingu. Allt þetta
„kerfi“ einkennist
af því að fjöldi lyk-
ilhlekkja í því að
ná lokaárangri og
breyta nýrri þekk-
ingu í verðmæti
eru vanrækturr og
sveltur.
Villigróöur í
staö skipulags
Jón Erlendsson
yfirverkfræöingur Upplýs-
ingaþjónustu Háskólans
því ryki.
Vísinda- og tæknisviöiö hefur
víða búið við veislur í fjárveiting-
um frá lokum seinni heimsstyrj-
aldar. Þá varð mikilvægi þess al-
menningi og stjómmálamönnum
skyndilega ljóst með áþreifanleg-
um hætti þegar uppfinningar eins
og radarinn höfðu afgerandi áhrif
í sigri bandamanna. I
kjölfarið var fé veitt
gagnrýnislítið í margs
konar rannsóknir sem
höfðu litla þýðingu.
Nú er á hinn bóginn
komið annað hljóð í
strokkinn. Menn vilja
fara að sjá meiri, fljót-
ari og beinni ávinning
af rannsóknar- og þró-
unarstarfi. Viljinn tÚ að
fjármagna verkefni án
þess að sjá í einhverri
framtið fyrir endann á
því hvemig niðurstöður
þeirra komi að gagni fer
dvínandi.
Þrúgandiáhuga-
leysi
Um miðlun og hagnýt-
ingu þekkingar hefur
„Menn vilja fara að sjá meiri, fljót-
ari og beinni ávinning af rannsókn-
ar- og þróunarstarfí. Viljinn til að
fjármagna verkefni án þess að sjá í
einhverri framtíð fyrir endann á því
hvernig niðurstóður þeirra komi að
gagni fer dvínandi.u
Orðið „kerfi“ er
reyndar allt of
virðulegt orð um
það tilviljana-
kennda ástand sem
vaxið hefur upp
eins og hver annar
villigróöur á und-
anfornum áratug-
um á þessu sviði.
Samræming er tak-
mörkuð og nær
hún gjaman ein-
ungis til afmark-
aðra þátta. Heild-
arárangur er því of
tilviljanakenndur. Mikillar og oft
mikilvægrar þekkingar hefur ver-
ið aflað með miklum fjáraustri úr
opinberum sjóðum um allan heim
um langan tíma.
Áherslan á að breyta þessari
þekkingu í verðmæti eða bara að
koma henni tryggilega til skila til
þeirra sem geta nýtt hana hefur
verið of veik. Stundum nánast
engin. í stað þess að skila árangri
þá safna mörg þessara verðmæta
ríkt óskiljanlegt áhugaleysi
maigra þeirra sem fara með fé og
völd. Niðurstaðan hefur því verið
sú að þrátt fyrir mikinn fjáraustur
er afrakstur víða litiU jafnvel þótt
þekkingin sem aflað hefur verið sé
í sjálfu sér bæði verðmæt og hag-
nýt. Miklu fé er iðulega eytt í að
ná litlum árangri. Fjarskyld hlið-
stæða úr iðnaði er það þegar
„framleiðslumenn" í stjómum fyr-
irtækja ná undirtökum og hundsa
markaðs- og dreifingarsjónarmið.
Þegar hinn frægi stjómandi
Iacocca tók við Crysler bílafram-
leiðslufyrirtækinu á barmi gjald-
þrots var ástandið þannig að fram-
leitt var án tillitis til markaðssjón-
armiða. Einu sinni í mánuði var
haldin útsala á nýjum bílum sem
vom að yfirfylla allar tiltækar
geymslur. Árangurinn var sá að
kaupendur, sem voru fljótir að
átta sig á þessum mistökum, biðu
eftir mánaðarlegum útsölunum
þegar unnt var gera hagstæð
kaup. Þannig klúðraði ofkeyrsla
framleiðsluhyggjunnar heildarár-
angrinum.
Annað klúður i fyrirtækja-
rekstri er einnig vel þekkt en það
er ofkeyrsla þröngrcir peninga-
hyggju. Um hana verður ekki fjall-
að hér. Meginatriðið er það að vilji
menn ná góðum árangri verður
ávallt að beita heildarsýn.
Óþörf endurtekning R&Þ
verkefna
Talið er að um þriðjungur þess
gár sem varið er til rannsókna- og
þróunarstarfs ár hvert i EB-lönd-
unum fari í óþarfa endurtekningu.
Upphæöin er um 20 þúsund millj-
ónir sterlingspunda. Hún er á við
20-fóld árleg fjárlög ríkissjóðs ís-
lendinga. Á góðri íslensku heitir
þetta „að finna upp hjólið".
Koma má i veg fyrir verulegan
hluta af þessari sóun með bættu
upplýsingastreymi og aukinni
áherslu á upplýsingamál almennt,
t.d. á þekkingu notendanna og
áhuga þeirra á að nýta fyrri
reynslu og niðurstöður. Slíkur
áhugi er ekki alltaf mikill. Því hef-
ur heldur ekki verið að heilsa
hingað til að sjóðir og valdhafar
hafi sinnt þessu máli af nægileg-
um skilningi og áhuga. Sem betur
fer virðast embættismenn EB vera
búnir að að átta sig á vandanum
fyrir nokkru. Hérlendis ættu
menn ekki að þurfa að bíða ára-
tugum saman eftir vitsmunalegri
forsjá útlendinga til að skilja ein-
fold og borðleggjandi rök og bregð-
ast við þeim á réttan hátt.
Jón Erlendsson
Skoðanir annarra
Fyrirtækjasamningar
„Það er ljóst að með betra skipulagi og hagræð-
ingu í fyrirtækjum er hægt að stytta vinnutíma
fólks, án þess að afköst minnki sem stuðlar að auk-
inni framleiðni í fyrirtækjum...Eins og fram hefur
komið leggur VR til að farin verði blönduð leið við
launahækkanir. í fyrsta lagi verði gerður grundvall-
cu-samningur þar sem launataxtamir hækki um til-
tekna krónutölu og laun yfir ákveðinni tölu hækki í
prósentum. í öðru lagi verði gerður rammasamning-
ur, sem væri forskrift að gerð fyrirtækjasamninga,
sem gerðir yrðu í kjölfar aðalsamninganna."
MLS í 1. tbl. VR-blaðsins 1997.
Þeir atvinnulausu
„Svo virðist sem opinberum skrifstofum, sem skrá
þá einstaklinga sem eru án vinnu, verði lítið ágengt
viö að aðstoða þá að finna nýtt starf. Samkvæmt töl-
um frá félagsmálaráðuneytinu voru skráð samtals 33
laus störf hjá vinnumiðlunum um land allt í lok des-
ember...Það er því htla hjálp að fá hjá þessum skrif-
stofum fyrir þá sem eru að leita eftir atvinnu...Þvi
þarf að stórauka aðstoð við þetta fólk um útvegun á
vinnu.“
Úr forystugrein Alþ.bl. 30. jan.
Lausn með veiðigjaldi
„Segjum nú að lagt hefði verið veiðigjald á úthlut-
aðar aflaheimildir sem tæki mið af virðisauka út-
gerðarfyrirtækisins. Gerum einnig ráð fyrir að tekj-
um af gjaldinu hefði verið varið til þess að lækka
verð afurða þjónustufyrirtækisins. í stað versnandi
samkeppnisaðstöðu iðnfyrirtækisins myndi fisk-
verðshækkunin þannig leiða til bættrar stöðu þess
en samkeppnisstaða útgerðarfyrirtækisins gæti
haldist óbreytt. Þannig væri fisveiðiarðurinn nýttur
til að skapa skilyrði fyrir aukinn hagvöxt, atvinnu
og efla hagsæld...ólíkt þvi sem áður var.“
Ingólfur Bender í Mbl. 30. jan.