Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 13 Ó sæla heimsins Singapúr Hér hefur veriö lögö áhersla á aö reka blandaöan grunnskóla, skóla þar sem allir njóti svipaörar kennslu. Á undanfomum vikum hafa orðið meiri umræður i fjölmiðlum um skólmál en ég man eftir alla götu frá því ég fór að fylgjast með. Að sönnu hafa þær allar verið dá- lítið íslenskar og merktar þvi að okkur er tamara og náttúrlegra að segja sögur en setja á rökræður eða skiptast á skoðunum. En samt er eins og skólarnir í landinu séu allt í einu farnir að skipta máli. Ekki ný tíðindi Allt byrjaði þetta með því að kynntir voru bútar úr niðurstöð- um samanburðarprófa sem gerö hafa verið og gerð verða til þess að kanna þekkingarstöðu barna í ólíkum ríkjum á ýmsum sviðum. Þarf ekki að minna lesendur á að það er samdóma álit fjölda manna að þar hafi íslensk böm komið illa út, einkum í samanburði við börn í Suður-Kóreu og Singapúr. Þetta þurfti ekki að koma á óvart. íslenskt skólakerfi hefur verið svelt og lítilsvirt eins og mögulegt hefur verið undanfarna áratugi. Kennarar hafa verið smáðir með sultarlaunum, skólum búin óviðunandi aðstaða, tjár- magn til námsefnisgerðar verið skorið niður. Það síðastnefnda er fjarska auðmælt, en til þess er nú veitt fimmtungi minna fé á fjárlög- um ársins 1997 en ársins 1991. Auk þessa hefur hagað svo til að skól- amir hafa nær alfarið orðið að taka við öllu uppeldi bama. Það em ekki ný tíðindi að ís- lensk skólaböm standi illa að vígi i náttúrufræðum. Það var kunnugt fyrir fáeinum árum og um sama leyti hófst gagnger endurskoðun námsefnis í þeim vísindum. Ár- angur hennar er að sjálfsögðu ekki kominn í ljós enn- þá, en ummæli kennara í nýjasta hefti Nýrra menntamála benda til þess að allt sé þar á réttri leið. Það eru ekki heldur ný tíðindi að námsefni í sum- um greinum sé orðið aldrað og standist ekki snún- ing öllu því nýjasta í öllum heim- inum. Það á sér svo augljósar skýringar í fjárskorti og mann- eklu að ekki tekur að tíunda. Hins vegar er fráleitt að bera saman námsefni í reikningi á íslandi og í Singapúr nema bera líka saman námskrár og þjóðfélag á þessum stöðum. Skóii og samféiag Varla getur farið milli mála að það er nokkurt samhengi milli skólastarfs og þess samfélags sem starfið fer fram í. Sé mikill og al- mennur agi ríkjandi í samfélaginu (til dæmis heragi) er líklegt að auðvelt sé að halda uppi ströngum námsaga. Það er með öðrum orð- um líklegt að börn í slíku samfé- lagi „haldi kjafti og læri“ svo grip- ið sé til gamals orðalags. Slík þekking mælist oft ágætlega á prófum. Um það hefur verið talsverð pólitísk samstaða á íslandi að hér væri stefnt að nokkrum jöfnuði milli þegna. Vissulega hafa sumir þegnar samfélagsins reynst tals- vert miklu jafnari en aðrir, en meira að segja málsvarar einka- framtaksins tala með innijálgum svip um jafna möguleika allra þegnanna til menntunar. Um þetta hefur verið lítill ágreiningur. Það er í þessu sam- hengi sem hér hefur verið lögð áhersla á að reka blandaðan grunnskóla, skóla þar sem allir njóti svipaðrar kennslu, fái sambærilega möguleika til mennt- unar. Ég hef hvergi getað aflað mér upp- lýsinga um blöndun í bekki í Singapúr en lýsi hér með eftir þeim. Um leið óska ég upplýsinga frá þeim sem til þekkja um lengd skóladags- ins og heimavinnu nemenda. Um það hefur líka verið samstaða á ís- landi að rækta þess konar samfé- lag (og launakerfí) að báðir for- eldrar (sé þeim báðum til að dreifa) vinni á launamarkaði a.m.k. fullt starf. Þetta er stað- reynd, hvaða skoðun sem menn hafa svo á henni. Og þar með er það líka staðreynd að íslensk börn njóta sjaldnast umtalsverðs stuðn- ings við heimanám. Ég hef ekki upplýsingar um útivinnu foreldra í Singapúr, en ég veit að samfé- lagsgerðin þar er í mikilvægum at- riðum ólík okkar samfélagi. Hvaö viljum viö? Mikið væri nú gaman ef við ættum eftir að lifa það á næstu mán- uðum að upp hæfust rökræður um það hvert við viljum stefna í skóla- og sam- félagsmálum. Þá gæt- um við kannski rifið okkur upp úr þeim skrítnu samanburðar- fræðum sem allt í einu hafa gert Singapúr og Suður- Kóreu (landið þar sem hemum er beitt gegn verklýðsforystunni) að helstu draumalönd- um okkar. Þá gætum við kannski smám saman komist að einhvers konar sátt um það hvernig uppeldi og hvemig menntun við viljum búa bömum okkar. Það væri stórkost- legur árangur af könnunarprófinu mikla. Heimir Pálsson „Varla getur farið milli mála að það er nokkurt samhengi milli skóla- starfs ogþess samfélags sem starf- ið fer fram í. Sé mikill og almennur agi ríkjandi í samfélaginu (til dæmis heragi) er líklegt að auðvelt sé að halda uppi ströngum námsaga.u Kjallarinn Heimir Pálsson íslenskufræöingur Gróska í íslenskum stjórnmálum Nú hefúr verið stigið sögulegt skref í átt til sameiningar alls fé- lagshyggjufólks á íslandi í eina öfluga hreyfingu jafnaðarmanna. Samtök ungra alþýðuflokks- manna (SUJ), ungra alþýðubanda- lagsmanna (Verðandi) og einstak- lingar úr Kvennalista, Þjóðvaka og Röskvu, samtökum félags- hyggjufólks við Háskóla íslands, auk fjölda óflokksbundinna, leiða saman hesta sína í regnhlífarsam- tökum sem hafa hlotið nafnið Gróska, samtök jafnaðarmanna. Engin aldurs- takmörk Ekki er stefnt að því að þessi samtök verði enn einn flokkurinn í skrautlegri flóru stjórnmálaflokka á vinstri kantinum, heldur verðum kröftum þeirra fyrst og fremst varið til að setja niður langvarandi deilur, sem eiga rætur sínar í einhverju sem engu máli skiptir fyrir samfélag 21. aldarinnar. Eins og áður segir er það að megninu til ungt fólk sem stendur að stofnun þessarar hreyfingar, þó ekki hafi verið tekin ákvörðun um nein formleg aldurstakmörk fyrir starfi innan hennar. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni að vel takist til, því eins og dæmin sanna er erfitt að feta mörkin milli hláturs og gráts þegar kemur að því að sameina jafnaðarmenn. Goöumlíkir handhafar Það er ekki laust við að sá mikli fjöldi, sem lítur til þess von- araugum að jafhaðarmenn á Is- landi nái saman í öfluga fjölda- hreyfingu, horfi til orða og gjörða fulltrúa þeirra flokka sem kenna má við félagshyggju inni á Al- þingi. Á íslandi hefur verið land- lægt að skoða þá einstaklinga sem þar veljast tO setu sem goðumlíka handhafa þeirrar einu stefnu sem stjórnmálaflokkar þeirra standa fyrir. Þannig er oft látið sem misjafnar skoð- anir, sem innan flokkanna eru, krist- allist jafnvel í einum einstaklingi, oftast formanni flokksins. Þetta á sérstaklega við um aðra flokka en Sjálfstæðisflokk- inn, þar sem hreyf- ingarnar að baki þingmönnunum hafa ekki haft bolmagn sökum fámennis til að standa að hug- myndafræðilegri endurnýjun, sem fulltrúar flokksins bæru svo fram, sem er jú tilgangurinn með flokkaskiptingu í fulltrúalýð- ræði. Vegvísir á vinstri væng Opin prófkjör hafa veikt minni flokka enn frekar sem hreyfingar, þar sem það eru í raun rútufarm- ar íþróttafélaganna sem ráða úr- slitum um niðurröðun á fram- boðslista, en ekki sú pólitík sem viðkomandi frambjóðendur end- urspegla. Þess vegna er orðin hefð fyrir því að hlýða ekki kalli gras- rótarinnar innan flokkanna. Þetta er éin skýringin á því að þingmenn stjórn- arandstöðunnar halda áfram að karpa inni á þingi hver við annan, eins og ekkert sé að gerast í kring- um þá, þegar fólkið sem fyllir félagaskrár flokkanna þeirra er i óðaönn að stuðla að samvinnu. Mál er að linni. Það er kominn tími til að á íslandi séu að minnsta kosti tveir stj ómmálaflokkar sem hafa nægilega marga félagsmenn og breiða skírskotun til að halda úti því öfluga starfi sem lýðræðið krefst af hálfu slíkra flokka. Gróska er vegvísir stjórnmála- manna á vinstri væng og miðju stjórnmálanna um það sem koma skal. Það er íslenskum stjórnmál- um og jafnvel íslenskri þjóð fyrir bestu að það verði fyrir næstu kosningar. Magnús Árni Magnússon „Það er kominn tími til að á íslandi séu að minnsta kosti tveir stjórn- málaflokkar sem hafa nægilega marga félagsmenn og breiða skírskotun til að halda úti því öfl- uga starfí sem lýðræðið krefst af hálfu slíkra flokka. “ Kjallarinn Magnús Árni Magnússon háskólanemi Með og á móti A aö færa verkleg hópbif- reiðapróf af landsbyggöinni í þóttbýlið? Holger Torp hjá Umferöarraöi. Erfitt að full- nægja kröfum ein- göngu í dreifbýli „Ákvörðun Umferðarráðs um það að akst- urspróf til hóp- bifreiðaréttinda eigi eingöngu að fara fram á Akureyri og í Reykjavík nær ekki til þess hvar kennt sé. Ökuskólum er frjálst aö kenna akstur við erfiðar aðstæður utan þéttbýlis og fögnum við því að öku- skólar skuli leggja áherslu á kennslu við aðstæður. Ákvörðun Umferðarráðs nær eingöngu til þess hvar prófað er. Okkur er gert að prófa við sem fjölbreyttastar að- stæður, eða eins og reglugerð kveð- ur á um, bæði í þéttbýli og utan þess. Um hópbifreiðaprófið segir m.a. í námsskrá um kennslumark- mið og próftökur á akstursprófi að akstur skuli fara fram við þröngar aðstæður í borg. I tilskipun Evr- ópuráðsins frá 29. júli 1991 varð- andi þennan málaflokk segir m.a. að þegar hægt er að koma því við skal sá hluti prófsins, þar sem hæfni próftaka til að aka i umferð er prófuð, fara fram á vegum utan byggöra svæða, hraðbrautum og akvegum og einnig á götum í þétt- býli þar sem skiiyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfið- leika sem geta orðið á vegi öku- manna. Einnig er æskilegt að próf- ið fari fram við mismikinn umferð- arþunga. Ef taka á mið af þessum kröfum er augljóslega erfitt að full- nægja þeim eingöngu í dreifbýli. í þéttbýli er aftur á móti bæði hægt að prófa akstur innan og utan bæj- ar sem og er gert í prófum á Akur- eyri og í Reykjavík." Mikil mismunun á milli „Sú ákvörðun Umferðarráðs að einskorða verkleg hópbif- reiðapróf við Reykjavík og Akureyri kemur til með að leiða af sér mikla mis- munun á milli manna eftir þvi hvort þeir búa á landsbyggðinni eða á þessum tveimur stöðum. Einnig gæti þetta riðið mörgum skólum að fullu fjárhagslega. Þó að bóklega kennslan geti eftir sem áður farið fram nánast hvar sem er á landinu þá gefur það augaleið að menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir fara yfir höfuð í námið ef þessi skipan mála verður ofan á. Menn sjá aö það verður langhagstæðast að taka allt námið samtimis og þar með hópbifreiðaprófið. Mikill kostnaður getur fyigt því hins veg- ar fyrir landsbyggðarmann að gera sér ferð til Reykjavíkur eða Akur- eyrar til að taka prófið og hvað ef viðkomandi fellur síðan á þvi? Þá eykst nú aldeilis kostnaður því eins og reglur kveða á um þá verð- ur að líða a.m.k. vika þar tii endur- taka má prófið. Málið er það að kennslan þarf ekki að vera lakari úti á landi en að sjálfsögðu þarf að standa fagmannlega að henni og koma þarf á framfæri ýmsum hag- nýtum upplýsingum um allar að- stæður til aksturs, t.d. í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er best að gera einfaldlega með myndum i kennslustofu. Ef eftirlit af hálfu Umferðarráðs utan höfuðborgar- svæðisins verður eins og verið hef- ur þau fjögur ár sem skólarnir hafa starfað þrátt fyrir loforð um annað, þá er ekki von til þess að góður ár- angur náist.“ -RR manna Siguröur Gíslason, skólastjóri öku- skóla SG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.