Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 Afmæli_________________ Jakob Tryggvason Jakob Tryggvason, fyrrverandi organisti við Akureyrarkirkju, Byggðavegi lOla, Akureyri, er ní- ræður í dag. Starfsferill Jakob fæddist að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal árið 1907 og ólst þar upp i föðurhúsum. Um fermingar- aldur hóf hann nám í orgelleik hjá Tryggva Kristinssyni, síðar tengda- föður sínum, sem þá var organisti í Vallaprestakalli. Jakob fór að heim- an tvítugur að aldri, haustið 1927, til Reykjavíkur. í Reykjavik stundaði Jakob nám við Samvinnuskólann og sótti jafn- framt tíma hjá Sigurði Frímanns- syni organista. Jakob lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1927 og fluttist þá norður og starfaði á slo-if- stofu Kaupfélags Eyfirðinga. Árið 1931 fór hann aftur suður til Reykja- víkur og fór í einkatíma til Páls ís- ólfssonar. Jakob var í Tónlistarskól- anum í Reykjavík til ársins 1938. Jafnframt starfaði hann á skattstofu Reykjavíkur. Árið 1941 var Jakob ráðinn organ- isti við Akureyrarkirkju og sinnti hann því starfi til ársins 1945 að hann fór til framhaldsnáms til London. Þar var Jakob við nám í The Royal Academy of Music til árs- ins 1948. Frá þeim tíma var hann organisti við Akureyrarkirkju óslit- ið til ársins 1986. Jakob var organisti við Akureyrarkirkju 1941-1986 og starfaði að tónlistarmálum á Akur- eyri um 45 ára skeið. Jakob var kennari og skólastjóri við Tónlistar- skóla Akureyrar um ára- bil og stjórnaði Lúðra- sveit Akureyrar um tutt- ugu ára skeið. Jakob þjálfaði Smárakvartett- inn á Akureyri og síðar Geysiskvartettinn og lék undir með þeim báðum. Þá stjómaði hann kvennakómum Gígjunum á Akur- eyri. Eftir Jakob liggur fjöldi útsetn- inga á sönglögum og kirkjutónlist, auk nokkurra frumsaminna verka. Fjölskylda Jakob kvæntist árið 1936 Unni Tryggvadóttur, f. 27.12.1907, d. 24.05. 1987. Hún var dóttir Tryggva Krist- inssonar, f. 1882, d. 1948, organista frá Ystabæ í Hrísey, og Nönnu Am- grímsdóttur, f. 1884, d. 1908, dóttur Amgríms málara. Unnur ólst upp að Völlum í Svarfaðardal hjá föður- bróður sínum, séra Stefáni Kristins- syni, f. 1870, d. 1951, og konu hans, frú Sólveigu Pétursdóttur Eggerz, f. 1876, d. 1966. Böm Jakobs og Unnar era: Nanna, f. 26.20. 1937, d. 27.06. 1988, fiðluleikari, gift Gísla Geir Kolbeins- syni, f. 13.10. 1941, og era dætur þeirra Unnur Ingi- björg læknaritari, f. 31.05. 1970, maki hennar er Geir Ericsson kjötiðnaðarmað- ur, þeirra sonur er Atli Már Geirsson, f. 19.08.1991; Hildur, lækna- ritari, f. 5.11. 1972. Soffia, f. 2.12. 1939, leik- kona, og era dætur henn- ar Margrét Kristín Pét- ursdóttir, f. 9.03.1962, leikkona, son- ur hennar er Tryggvi Geir Torfa- son, f. 6.05. 1993, og Sólveig Péturs- dóttir, f. 17.08. 1970, gift Axel Inga Eiríkssyni, flugmanni í Lúxemborg. Tryggvi, f. 19.04. 1950, landfræð- ingur, kvæntur Svanhildi Jóhannes- dóttur, f. 8.03. 1950, ffamkvæmda- stjóra, og eru synir þeirra Jakob, f. 20.06. 1972, hljóðmaður, og Jóhann- es, f. 18.06. 1976, nemi. Systkini Jakobs eru Jóhann Tryggvason, f. 1908, d. 1915, Lilja Tryggvadóttir, f. 1910, d. 1992, hús- móðir, gift Antoni Baldvinssyni, bjuggu í Svarfaðardal og á Dalvik, Jóhann Tryggvason yngri, f. 1916, tónlistarmaður, kvæntur Klöru Símonsen, f. 1918, búa í London, Stefán Tryggvason, f. 1917, d. 1976, skrifstofumaður, kvæntur Þóru Aðalsteinsdóttur, f. 1916, d. 1996, bjuggu á Akureyri, og Ólafur Tryggvason, f. 1920, bóndi, kvæntur Friðriku Haraldsdóttur, f. 1915, d. 1994, bjuggu á Ytra-Hvarfi og Dal- vik. Ætt Jakob er sonur Tryggva Jóhanns- sonar, f. 11.04. 1882, d. 23.08.1971, bónda á Ytra-Hvarfi i Svarfaðardal, og konu hans, Guðrúnar Soffiu Stef- ánsdóttur, f. 12.07.1885, d. 9.01.1963, frá Sandá í Svarfaðardal. Hún var dóttir Stefáns Jónatanssonar, f. 1856, d. 1898, bónda á Sandá, og Önnu Sigurlaugar Jóhannesdóttur, f. 1853, d. 1935. Tryggvi var sonur Jóhanns Jónssonar, f. 1836, d. 1901, bónda á Ytra-Hvarfi, og konu hans Solveigar Jónsdóttur, f. 1840, d. 1928, frá Þverá í Svarfaðardal. Jakob verður í Reykjavík á af- mælisdaginn og tekur á móti gest- um i Safnaðarsal Hallgrímskirkju kl. 16-18. Sunnudaginn 2. febrúar verður messa í Akureyrarkirkju þar sem flutt verður tónlist eftir Jakob. Kirkjukaffi kvenfélagsins verður eftir messu í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju. Þar gefst Norð- lendingum tækifæri til að gleðjast með Jakobi. Jakob Tryggvason. Fríða Sveinsdóttir Fríða Sveinsdóttir húsmóðir, Hjálmholti 12, Reykjavík, varð sjö- tíu og fimm ára þann 25. þessa mán- aðar. Fríða er fædd á Eyrarbakka en fluttist ársgömul til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og systrum og ólst þar upp í vesturbænum. Hún stundaði nám í gagnfræðaskóla (Ingimarsskólanum) jafnframt því sem hún var í námi í píanóleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þaðan lauk hún burtfararprófi árið 1941 og stundaði píanókennslu um tíma. Ár- in 1945 og 1946 sótti hún einkatíma í píanóleik hjá Haraldi Sigurðssyni, prófessor i Kaupmannahöfn. Fríða starfaði á röntgendeild Landspítalans, bæði sem læknarit- ari og röntgentæknir, um árabil. Síðar vann hún einnig við þessi störf á Berklavamastöð Reykjavík- ur; á öldrunarlækningadeild Land- spítalans og á krabbameinslækn- ingadeild Landspitalans. Fríða var ritari hjá Arkitektafé- lagi íslands árin 1984 til 1988. Fjölskylda Fríða giftist 12.6. 1953 Braga Þor- steinssyni, f. 8.3. 1923, verkfræðingi í Reykjavík. Hann er sonur hjón- anna Þorsteins Kristjánssonar, prests í Sauðlauksdal, og Guðrúnar Petreu Jónsdóttur húsfreyju. Fríða og Bragi eiga þrjú böm. Þau eru: Helga, f. 5.1. 1954, arkitekt á Borgarskipulagi Reykjavíkur, gift Jóhanni Sigurjónssyni, sjávarlíf- fræðingi og sendiherra, og eiga þau þijú böm; Halldóra Kristín, f. 21.5. 1960, arkitekt í Reykjavík, gift Árna B. Björnssyni, verkfræðingi hjá Byggingafulltrúanum í Reykjavík, og eiga þau tvö böm; Sveinn, f. 22.1. 1962, arkitekt í Reykja- vik, sambýliskona hans er Unnur Styrkársdóttir, dr. í erfðafræði, og eiga þau tvo syni. Systur Fríðu: Auður Sveinsdóttir Laxness, f. 30.7. 1918, húsmóðir og handavinnukennari, Gljúfrasteini, Mosfells- dal, og Ásdís Sveinsdótt- ir Thoroddsen, f. 18.3. 1920, d. 10.11. 1992, hús- móðir og gullsmiður í Reykjavík. Hálfsystkini Fríðu: Hrefna Sveinsdóttir Pedersen og Baldur Sveinsson, látinn. Foreldrar Fríðu voru hjónin Sveinn Guðmundsson, f. 14.11. 1885, d. 17.12. 1956, járnsmíðameistari á Eyrarbakka og í Reykjavík, og Hall- dóra Kristín Jónsdóttir, f. 27.8.1892, d. 25.2. 1971, húsfreyja. Þau voru búsett á Eyrar- bakka og í Reykjavík. Ætt Sveinn var fæddur á Ytri- Brúnavöllum, Skeiða- hreppi, Árnessýslu, sonur Guðmundar Gíslasonar bónda, og Margrétar Jóns- dóttur. Halldóra Kristín var fædd á Auðshaugi, Barða- strandarhreppi, Vestur- Barðastrandarsýslu, dóttir Jóns Þórðarsonar, bónda á Skálmar- nesmúla, og Hólmfríðar Theodóru Ebenezersdóttir. Fríða Sveinsdóttir. Fréttir Rótarýmenn í Borgarnesi: Starfsfræðsla fýrir grunnskólanema Fyrir nokkru stóðu Rótarýmenn og Grunnskóli Borgarness fyrir starfsfræðsludegi fyrir grunnskóla- nema á staðnum. Tíundi bekkur skólans fékk yfirgripsmikið fræðslu- efni og síðan var dagurinn nýttur til ferða um svæðið, m.a. til Hvanneyr- ar þar sem starfsemi Bændaskólans var kynnt. í rútunni fengu nemam- ir fyrirlestra um jarðmyndunarsögu héraðsins og aðalatriði í starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga og fyrir- tækja í tengslum við það. Nemendur fóru um í smáum hóp- um og yfirleitt var komið við í fyrir- tækjum og stofnunum sem Rótarý- menn vinna við. Deginum lauk með rótarýfundi og almennu borðhaldi og virtust allir una glaðir við sitt. Höfðu grunn- skólanemarnir sýnt verulegan áhuga á að kynnast atvinnuháttum og uppbyggingu þeirra í umhverfi sínu. Rótarýklúbburinn í Borgarnesi var stofnaður 1952 og var fyrst efnt til þessara starfsfræðsludaga fyrir tveimur árum. -sv Hér eru mælitæki Vegageröarinnar útlistuö. DV-myndir Bjarni Valtýr Tll hamingju með afmælið 31. janúar 90 ára Guðrún Sigurbergsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. 85 ára Kristinn Ágústsson, Skipholti, Vogum. 75 ára Guðmundur Þorsteinsson, Víðidal, Jökuldalshreppi. Kristin Sigurðardóttir, Lönguhlíð 17, Akureyri. 70 ára Hólmfríður Ágústsdóttir, Miðholti 3, Mosfellsbæ. Hólmfríður og eiginmaður hennar, Ágúst Geirlaugur Helgason hús- gagnabólstr- ari, taka á móti gestum í Safhaðarheimili Mosfellsbæj- ar, Þverholti 3, laugardaginn 1.2. milli kl. 15 og 18. Elísabet Benediktsdóttir, Hraunbæ 78, Reykjavík. Elisabet verður að heiman á afmælisdaginn. Jón Þórir Einarsson, Vesturbergi 28, Reykjavík. Jón Þórir verður að heiman á afmælisdaginn. Sigurður Lárusson, Grundargötu 6, Grundarfirði. Ormur Hreinsson, Birkivöllum 27, Selfossi. Snorri Ámason, Bláskógum 5, Hveragerði. 50 ára Sigfús Örn Sigurhjartarson, Nónhæð 3, Garðabæ. Halldór Kjartansson, Hlíðarási 5, Mosfellsbæ. Ragnar Harðarsson, Suðurhólum 4, Reykjavík. Magnús Friðriksson, Eyrarvegi 3, Akureyri. Jón Snævarr Guðnason, Sóleyjargötu 13, Reykjavík. Margrét Guðnadóttir, Skeljagranda 8, Reykjavík. Gunnsteinn Skúlason, Hólahjalla 10, Kópavogi. Anna Jóna Ámadóttir, Mýrum 3, Vesturbyggð. Monika D. Blöndal, Aflagranda 20, Reyukjavík. 40 ára Ámi Matthíasson, Álfaskeiði 26, Hafnarfirði. Guðný Jónsdóttir, Skógarhjalla 9, Kópavogi. Eðvald Geirsson, Hliðarhjalla 4, Kópavogi. Amór Jónatansson, Fagraholti 9, ísafiröi. Hreinn Laufdal, Barónstíg 63, Reykjavik. Elísabet Guðmundsdóttir, Sólvallagötu 46d, Reykjanesbæ. Guðmundur Valgeirsson, Dalhúsum 61, Reykjavík. Smáauglýsingar ITSX*1 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.