Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
Stuttar fréttir
Útlönd
Paö er ekki amalegt aö geta látiö sólina verma á sér bakiö, eins og þessir ungu búddamunkar frá Laos gera þar sem
þeir njóta veöurblíöunnar í almenningsgarði nærri Sigurboganum í höfuöborginni Vientiane. Símamynd Reuter
Þagga niður andóf
Bandarikin saka Kína í nýrri
mannréttindaskýrslu um að hafa
þaggað niður allt andóf gegn
kommúnistaflokknum og stjórn-
völdum á síðasta ári.
Gagnrýna Þjóðverja
Bandaríkin gagnrýna þýsk yf-
irvöld fyrir ofsóknir á hendur
Vísindaspekikirkjunni.
Hafha tillögu
stjórnvalda
Búlgarskir stúdentar og
stjórnarandstæðingar höfnuöu
boði sósíalista um viðræður um
að flýta kosningum og halda
áfram mótmælum.
Kviðdómendur
rannsaka
Kviðdóm-
endur í einka-
málinu gegn
O.J. Simpson
velta nú fyrir
sér hvað hæft
sé i fullyrðingu
verjanda um
aö lögregla
hafi reynt að koma sök á ruðn-
ingskappann.
Dóu í verslunarmiöstöö
Þrír létu lífið og óttast er um
líf sex annarra eftir að veggur
hrundi í verslunarmiðstöð í
Houston í Texas sem verið var
að gera við.
Uppreisn í hernum
Um þúsund vopnaðir herlög-
reglumenn í Gvatemalaborg
hertóku eigin herbúðir í mót-
mælaskyni við friðarsamkomu-
lagið sem undirritað var i siö-
asta mánuði.
Myrtu tútsa
Herskáir hútúar myrtu 20
óbreytta borgara tútsa og særðu
níu í þorpi í Rúanda. Stjómar-
hermenn myrtu ótiltekinn fjölda
hútúa í hefndarskyni.
Cosby andvígur
Bill Cosby vill ekki að fé skatt-
greiðenda verði notað til að
verðlauna þann sem bent geti á
morðingja sonar síns. Reuter
Bandarísk skýrsla um ástand í mannréttindum:
Börn drepin og
eru látin drepa
Tvö hundruð og fimmtíu þúsund
bömum, sumum ekki nema fimm
ára gömlum, vom fengnar byssur í
hönd í fyrra og þau neydd til að
berjast í tugum styrjaldarátaka um
heim allan. Þetta kemur fram í ár-
legri skýrslu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins um ástand mannrétt-
indamála í heiminum sem kynnt
var í gær.
Mannréttindaskýrslan nær til 193
landa og þar er kastljósinu m.a. sér-
staklega beint að misnotkun bama
og kvenna.
Böm hafa verið látin grípa til
vopna með Rauðu kmerunum í
Kambódíu, með skæruliðum Skín-
andi stígs í Perú en einnig í stjóm-
arherjum Úganda, Angóla og Súdan.
„Brot á réttindum barna era við-
urstyggileg, hvort sem um er að
ræða tíu ára krakka sem sendir eru
út á vígvellina í Líberíu eða átta ára
krakka sem em sendir í verk-
smiðjuvinnu á Indlandi," sagði Tim
Wirth, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandarikjanna, við fréttamenn.
í skýrslunni kemur fram að millj-
ónir bama um allan heim fái ekki
menntun við hæfi og séu afskipta-
laus og að svokölluð götuböm í stór-
borgum séu ofurseld glæpum og
fikniefnaneyslu. Þá segir að bama-
vændi, barnaklám og barnasala séu
allt of algeng fyrirbæri, bæði í þró-
uðu löndunum og þróunarlöndun-
um.
Á Indlandi eru til dæmis fimm
hundrað þúsund götuböm og bama-
vændi er þar stundað stórum stíl.
Þá segir í skýrslunni að konur séu
viða þvingaðar til að stunda vændi
og að hópar karla nauðgi konum til
að refsa þeim fyrir hjúskaparbrot.
Bamaþrælkun og sala bama í
ánauð er útbreitt vandamál í Pakist-
an. Þar hefur litið verið gert til að
bæta lífsskilyrði bama og stúlku-
böm era afskipt þegar menntun og
heilsugæsla era annars vegar, segir
í bandarísku skýrslunni.
Ekki er skýrslan þó svartnætti
eitt því þar er sagt frá nýjum lögum
um fjölskylduna í Namibíu, lögum
sem fjaila um ofbeldi gegn konum í
Ekvador og um stjómmálaþátttöku
kvenna á Filippseyjum. Reuter
QJtscdci
1 O — 1 ~7°A> afsláttur
fyrir börn o g fulloröna
★ Regnkápur
★ Microkápur
★ Úlpur
★ Sokkabuxur
★ Gammósíur
★ Regnjakkar
★ Regnbuxur
★ Gúmmístígvél
★ Gúmmískór
★ Vettlingar
★ Hanskar
★ Húfur
Regnfatabúðin
Laugavegi 21 — sími 552-6606.
Fulltrúi/ritari
Laus er til umsóknar staða fullrúa/ritara á skrifstofu forseta íslands. Um er
að ræða fiillt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í marsmánuði nk.
Starfið felst í hefðbundnum skrifstofustörfum, m.a. ritvinnslu, móttöku
þeirta sem til embættisins leita og símsvörun. Umsækjendur verða að geta
starfað sjálfstætt og hafa hæfileika til mannlegra samskipta. Nauðsynlegt er að
umsækjendur hafi góða kunnáttu í íslensku og æskileg er kunnátta í a.m.k.
einu Norðurlandamáli og ensku, svo og í notkun tölvu.
Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum starfsmannafélags ríkisstofnana.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Vigdis Bjarnadóttir deildarstjóri.
Umsóknaifrestur er til 20.febrúar 1997. Umsóknir sendist til skrifstofu forseta
íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavtk, en þœr þufa ekki að vera á
sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
Elísabet leitar a naðir
fjarskyldra ættingja
Fjarskyldir ættingjar bresku kon-
ungsfjölskyldunnar verða líklega
beðnir um að sinna ýmsum líknar-
störfum sem unga fólkið í fjölskyld-
unni hefúr lítinn áhuga á. Talsmað-
ur Buckinghamhallar greindi frá
þessu í gær.
Díana prinsessa og Sara hertoga-
ynja af Jórvík hafa lýst því yfir að
þær hafi áhuga á öðram málefnum.
Það þýðir að aðrir íjölskyldumeð-
limir verða að hlaupa undir bagga
eða hreinlega láta fjölda góðgerðar-
mála eiga sig.
Yngstu fjölskyldumeðlimimir,
barnaböm Elísabetar drottningar,
era of ungir til að takast á hendur
skyldustörf og margir hinna eldri
haifa þegar meira en nóg aö gera.
Elísabet drottning vill hins vegar
að konungsfjölskyldan haldi uppi
dampinum til að eyðileggja ekki
enn frekar ímynd fjölskyldunnar.
Þess vegna ætlar drottningin að
biðja ýmsa fjarskylda ættingja um
að vera fulltrúar sinir við ýmis
tækifæri. Sjálf hefúr hún nóg á
sinni könnu.
„Drottningin er verndari 800 að-
ila. Við getum ekki sinnt hveiju ein-
asta góðgerðarmáli þannig að lík-
legt er að einhverjir verði út und-
an,“ sagði talsmaður drottningar.
Konungsfjölskyldan missti einn
vinsælasta fulltrúa sinn við skilnað
Karls prins og Díönu. Við skilnað-
inn tilkynnti Díana að hún myndi
ekki sinna jafn mörgum líknarmál-
um og áður. Og eftir skilnaðinn við
Andrés prins hefur Sara þessa dag-
ana meiri áhuga á að afla fjár handa
sjálfri sér en öðram.
Anna prinsessa, eina dóttir
drottningar, hefur verið ötul við
skyldustörfin. Áætlað er að hún
heilsi með handabandi 25 þúsund
manns á ári og þegar hún er við
skyldustörf skiptir hún um föt 30
sinnum á viku. Reuter
Gagnabanki ekki notaður
í ólöglegum tilgangi
Talsmaöur Hvíta hússins í Was-
hington, Barry Toiv, neitaði því í
gær að gagnabanki hússins hefði
verið notaður til að fjármagna kosn-
ingabaráttu Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta. Birtar höfðu verið
fréttir þess efnis að pólitískir starfs-
menn forsetans hefðu notað lista úr
gagnabankanum í leit sinn að fjár-
mögnunaraðilum Demókrataflokks-
ins. „Okkur er ekki kimnugt um að
gagnabankinn hafi verið notaður í
öðrum tilgangi en opinberam,"
sagði talsmaðurinn.
Blaðið Los Angeles Times greindi
frá því í gær að gagnabankinn hefði
verið settur upp 1994 fyrir frcimlög
úr ríkissjóði að skipan forsetahjón-
anna. Forsetafrúin kvaðst í gær lít-
ið vita um hvemig gagnabankinn
hefði verið notaður.
Reuter
Jeltsín í Kreml í
gær, með tögl
og hagldir
Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
seti sneri aftur
til Kremlar í
gær til við-
ræðna til að
sýna að hann
væri nú enn við
stjórnvölinn á
þjóðarskútunni,
þótt hann hafi ekki að fullu náð
sér eftir lungnabólgu.
Rússneska sjónvarpið sýndi
myndir af Jeltsín gleiðbrosandi
þai- sem hann tók á móti Vladimír
Túmanov, forseta stjómarskrár-
dómstólsins, og ræddi við hann í
30 mínútur á skrifstofú sinni.
Talsmaður Kremlar sagði ekki
útilokað að forsetinn héldi fleiri
fundi í dag, þar á meðal með
starfsmannastjóra sínum, Anatólí
Tsjúbaís.
Gísladeilan
kann að dragast
í marga mánuði
Alberto Fujimori Perúforseti
sagði í gær að hann væri undir
það búinn að gíslatökumálið í jap-
anska sendiherrabústaðnum í
Lima kynni að dragast í margar
vikur eða jafnvel mánuði enn.
Fjöratíu og fjórir dagar era nú
liðnir síðan vinstrisinnaöir
skæruliðar lögðu bústaðinn undir
sig og halda þeir enn 72 gíslum.
Fujimori hélt áleiðis til Kanada
i gærkvöld þar sem hann mun
eiga fund með Ryutaro Has-
himoti, forsætisráðherra Japans,
á laugardag um leiðir til lausnar
gíslamálinu. Fujimori hefur alfar-
ið hafnað kröfum skæraliðanna
um að 400 félagar þeirra verði
látnir lausir úr fangelsum.
Serbíustjórn
hótar að setja
skóla í fjársvelti
Engan bilbug er að finna á leið-
togum stjómarandstöðunnar í
Serbíu og segjast þeir ætla að
herða mótmælaaðgerðir sínar til
að koma á lýðræði í landinu. Á
sama tíma segjast stjómvöld ætla
aö stöðva fjárveitingar til skóla og
háskóla þar sem starfsemin hefur
raskast vegna mótmælaaögerð-
anna undanfama tvo mánuði.
Ekki er ljóst hvemig það gengi
að stöðva fjárveitingamar, né
heldur er vitað hvort slíkt mundi
nokkuð draga úr baráttuanda
námsmanna sem hafa safnast tug-
þúsundum saman í miöborg
Belgrad á hverjum einasta degi.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
voru hins vegar ekki seinir á sér
að fordæma ákvörðun stjóm-
valda.
Major tekst enn
ekki að saxa á
forskot Blairs
John Major,
forsætisráð-
herra Bret-
lands, hefur enn
ekki tekist að
saxa á forskotið
sem Verka-
mannaflokkur
Tonys Blairs
hefur tekið í
skoðanakönnunum, ef marka má
þá nýjustu sem birtist í blaðinu
Times í morgun. Kosningar verða
í Bretlandi á næstu fjórum mán-
uðum.
í könnun Times nýtur Verka-
mannaflokkurinn stuðnings 55
prósenta kjósenda en stjórnar-
flokkurinn aöeins 30 prósenta.
Ekki er talið líklegt að íhalds-
flokknum takist að vinna upp
muninn á tímanum sem til stefnu
er. Reuter