Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 27 íþróttir Iþróttir Royle saknar Kanchelskis Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton, sagðist í gær sakna útherjans knáa, Andrei Kan- chelskis, sem hann seldi til Fior- entina í fyrradag. Eftirsjá Royles kemur ekki á óvart enda Kanchelskis einn besti leikmaður Everton á síð- ustu leiktíð. „Þó að eftirsjá sé í Kanchelskis var rétti tíminn að selja hann nú. Hann átti frábært tímabil hjá okkur í tyrra en hef- ur ekki náð sér á strik á þessari leiktíð vegna meiðsla og veik- inda“, sagði Royle. -SK Steruni laumað í mat Neguru? Rúmeninn Dorin Melinte, landsliðsþjáifari kvenna í lang- hlaupum, hefur sagt starti sínu lausu sem landsliösþjálfari. Afsögnin kemur í kjölfar lyfja- áts einnar bestu langhlaupakonu Rúmena, Iuliu Neguru, en hún varö Evrópumeistari í víða- vangshlaupi í nóvember á síð- asta ári. Melinte þjálfari er ævareiður vegna lyfjamálsins og segist ekki geta unnið lengur í því andrúms- lofti sem skapast hafi, en þjálfur- um er oft kennt um lyfjaát íþróttamanna. Negura á yfir höfði sér 4ra ára bann. Melinte fullyrðir að sterum hati verið komið fyrir í mat hlaupakon- unnar og er ekki séð fyrir end- ann á þessu máli. -SK Kluivert og Bogarde fara Hollenska fréttastofan ANP skýrði frá því í gær að tveir sterkir knattspymumenn, Pat- rick Kluivert og Winston Bograde, myndu yfirgefa herbúð- ir Ajax eftir yfirstandandi spark- tíð. Samningtn' beggja rennur út í vor og þá fær Ajax ekki grænan eyri fyrir þá eftir Bosmanmálið. Talið er alveg vist að Kluivert fari til liðs á Ítalíu. Inter Milan á, að sögn ANP, fyrsta rétt á því að ræða við Kluivert og er talið líklegast að hann fari þangað. -SK Keila: Lærlingar með öruggt forskot Úrslit í 15. umferð 1. deildar karla í keilu: Þröstur-ET ..............8-0 Keiluböðlar-Keilulandssveitin .. 2-6 PLS-KA-a.................8-0 KR-b-Keilugarpar ........2-6 Úlfamir-Stormsveitin ....2-6 Keflavík-a-Lærlingar.....6-2 Hæsta leik átti Jón Helgi Bragason, Lærlingum, 268. Hann átti einnig hæstu seríu, 671 stig. PLS átti hæstan leik liðs, 857 stig og einnig hæstu seríu, 2420 stig. í 14. umferð 1. deildar kvenna urðu úrslit þessi: Bombumar-Tryggöatröll....6-2 Keiluálfar-Flakkarar.....0-8 Afturgöngumar-Keilusystur ... 8-0 Ágústa Þorsteinsdóttir, Aftur- göngum, átti hæsta leikinn, 244, einnig hæstu seríu, 618. Aftur- göngurnar átti hæsta leik liðs, 803 stig og hæstu seríu, 2225 stig. Lærlingar em efstir í 1. deild karla með 90 stig. Stormsveitin er næst með 78 stig og í þriðja sæti er PLS með 74 stig. í 1. deild kvenna era Aftur- göngurnar efstar með 96 stig. Flakkarar eru í öðm sæti með 84 stig og langt á eftir koma Bombumar í þriðja sæti með 54 iiSÍÉpta Undravert framtak Undirritaður hefúr ekki í langan tíma orðið eins ánægður og hissa og að afloknu Afmælis- móti ÍR í frjálsum iþrótt- um um síðustu helgi í Laugardalshöll. Mótið tókst frábær- lega vel i alla staði og snjallir íþróttamenn í fremstu röð í heiminum létu ljós sitt skína. Mörg met féllu og árangur var mjög góður. Mótið var mikill sigur fyrir ÍR-inga og frjálsar íþróttir á íslandi. Marg- ir héldu að mót sem þetta væri ekki fram- kvæmanlegt. Annað kom á daginn. Fjöldi áhorfenda skemmti sér konung- lega og vist er að margir sjón- varpsá- horfend- ur hafa átt góða stund á meðan frá mótinu var sýnt. Fijálsar iþróttir hafa átt á brattann að sækja mörg undanfarin ár og áratugi. Fólk hefur ekki fengist til að mæta á mót þrátt fyrir aö við höfum átt afreksmenn í ín skoöun - eftir Stefán Kristjánsson fremstu röö í heiminum. Með mótum eins og af- mælismóti ÍR gæti þetta breyst verulega. íslensk- ir áhugamenn um íþrótt- ir eru fljótir að taka við sér þegar íþróttavið- burðir er rétt framreidd- ir og árangur er góður. Gera ætti frjálsíþrótta- mót í Laugar- dalshöll- inni að árlegum viðbm-ði. ÍR-ingar hafa sýnt að þeir em færir um að halda slikt mót með miklum glæsi- brag. Fleiri gætu eflaust fetað í fótspor þeirra. Af- reksfólk okkar er til staðar og alltaf mögu- leiki á að fá hingað fræg- ar stjömur og afreks- fólk. ÍR-ingar og aðrir aö- standendur Afmælis- mótsins unnu þrekvirki. Dag og nótt var unnið að undirbúningi mótsins og árangurinn var stór- kostlegur. Frjálsar íþróttir færðust upp um mörg sæti á vinsælda- listum margra um sið- ustu helgi. Til hamingju með mótið og afmælið. Haraldur Ingólfs- son fær enn ekki tækifæri í byrj- unarliöi Aberdeen þrátt fyrir afleitt gengi liðsins. Heklugos á Nesinu Hekla Daðadóttir fór hamfórum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar Fram lagði KR, 16-23, á Seltjamar- nesi í 1. deild kvenna í handbolta. Staðan var 9-9 í hálfleik en siðan tók Hekla leikinn i sinar hendur, ásamt því að Framliðið lék mjög góðan vamarleik, og hún gerði 9 mörk í hálfleiknum. Mörk KR: Edda 11/9, Sæunn 3, Brynja 1, Valdis 1. Mörk Fram: Hekla 10, Steinunn 3, Guðríður 3, Hrafnhildur 3, Þðrunn 2, Svanhildur 1, Sigurborg 1. -VS 1. DíiLD KViNNA Haukar 10 8 2 0 250-176 18 Stjaman 10 8 0 2 233-175 16 Víkingur 11 6 2 3 196-190 14 Fram 12 5 3 4 226-219 13 FH 11 5 2 4 221-211 12 KR 11 4 1 6 193-220 9 Valur 11 2 2 7 175-207 6 ÍBA 11 2 2 7 207-256 6 ÍBV 11 2 0 9 197-244 4 Fylkir hætti keppni. Nýliðar Skallagríms: Færeyskur markakóngur til reynslu - Sigurður til Borgnesinga Líkur em á að markakóngur Færeyja 1995, Súni Fríði Jó- hannessen, leiki með nýliðum Skallagríms úr Borgarnesi í 1. deildinni í knatt- spymu í sumar. Súni, sem er 24 ára, skoraði 24 mörk í 17 leikjum fyrir B68 sumarið 1995 en á síðasta tímabili spilaði hann með NSÍ Runavik i 2. deild. Súni er væntanleg- ur til Borgamess um miðjan febrú- ar til æfinga og viðræðna við Skallagrím. Með honum kemur Simun Waag Högnesen, 22 ára sókn- armaður frá KÍ í Klakksvík. Þá er landsliðsmaðurinn Allen Joensen frá KÍ einnig væntanlegur í Borgar- nes í sömu erindagjörðum en koma hans gæti taflst vegna meiðsla. Siguröur Sigursteinsson er kominn í Skallagrím. Sipurður í Skalla- grim Sigurður Sigursteins- son, fyrrum leikmað- ur ÍA og Grindavíkur, gekk i gær til liðs við Skallagrím. Siguröur er 25 ára miðjumaður og lék með Borgnes- ingum 1994. Hann spilar í Danmörku til vorsins en kemur þá heim. ÞórA. (50) 87 ÍR (40) 79 4-1, 18-7, 32-17, 42-26, 44-31, (5(M0), 50-48, 52-54, 63-67, 77-74, 81-79, 87-79. Stig Þórs: Hafsteinn Lúövíksson 23, Fred WiUiams 21, Konráð Óskars- son 19, Bjöm Sveinsson 10, John Cariglia 4, Siguröur Friöriksson 4, Högni Friðriksson 2, Einar Valbergs- son 2, Böðvar Kristjánsson 2. Stig ÍR: Tito Baker 23, Eiríkur ön- undarson 18, Atli B. Þorbjömsson 9, Guðni Einarsson 8, Eggert Garðars- son 7, Máms Amarson 7, Gísli Halls- son 3, Daði Sigurþórsson 2. Ásgeir Hlöðversson 2. Fráköst: Þór 35, ÍR 23. 3ja stiga körfur: Þór 2, ÍR 3. Vítanýting: Þór 17/13, ÍR 33/24. Villur: Þór 20, ÍR 18. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin RUnarsson, sæmilegir. Ahorfendur: 152. Maður leiksins: Fred Williams, Þór. Stuöningsklúbbur stofnaöur á sunnudaginn Mikill hugur er í Borgnesingum fyrir sumarið og á sunnudaginn verður stuðningsklúbbur liðsins stofnaður. Stofnfundurinn verður á Hótel Borgamesi og hefst kl. 16. -VS Fráköstin hjá Fred gerðu útslagið DV, Akureyri: Þórsarar unnu mikilvægan sigur á ÍR í gærkvöld, 87-79, í úrvalsdeild- inni körfubolta. Hittni þeirra í fýrri hálfleik var með afbrigðum góð og þá stefndu þeir i öraggan sigur. En eins og svo oft áður í vetur færðist yfir Þórsara flumbrugangur í seinni hálfleik. ÍR komst yfir en með góð- um lokakafla tryggðu Þórsarar sér sinn fjórða sigur í vetur. Fred Williams fór fyrir Þórsurum og tók 21 frákast, tveimur færra en allt ÍR-liðið. Hafsteinn og Konráð vora einnig góðir. Tito Baker, Eirík- ur og Eggert vora í aðalhlutverkum hjá ÍR, sérstaklega í seinni hálf- leiknum. -GN Hoddle valdi hópinn Glenn Hoddle valdi i gær 24 manna hóp fyrir leik Englendinga við Itali í und- ankeppni HM i knattspymu, sem fram fer þann 12. febrUar. Þar era eftirtaldir: David Seaman, Ian Walker, David James, Tim Flowers, Gary Neville, Stuart Pe- arce, Tony Adams, Gareth Southgate, Sol Campbell, Dominic Matteo, David Beckham, Graeme Le Saux, Robert Lee, Paul Ince, David Batty, Paul Gascoigne, Steve McManaman, Nick Barmby, Matt Le Tissier, Paul Mer- son, Alan Shearer, Les Ferdinand, Robbie Fowler og Ian Wright Gra- eme Le Saux er i hópnum á ný eftir 14 mánaða fjarveru og Alan She- arer og Robert Lee koma inn á ný eftir meiðsli. -VS ; Skoskt blað segir Harald Ingólfsson á förum frá Aberdeen: „Viðbúinn að kanna aðra möguleika" - er r samkeppni við mjög sterkan leikmann Dagblað í Aberdeen gaf til kynna í gær að liklegt væri að Aber- deen myndi ekki framlengja samning sinn við íslenska knatt- spyrnumanninn Harald Ingólfsson. Hann væri einn af 5-6 leikmönnum sem ekki yrði samið áfram við. Harald- ur samdi við Aberdeen til vorsins en hef- ur ekki fengið mörg tækifæri í vetur og að- eins spilað einn leik með aðalliðinu eft- ir áramót. „Þetta hefur ekkert verið rætt en ég á von á því að framhaldið verið ákveðið í febrúar. Ég geri mér hins vegar fyflilega grein fyrir því að þetta getur farið hvem- ig sem er og er viðbúinn því að kanna aðra möguleika ef með þarf, og þá hér í Skot- landi, alla vega til að byrja með,“ sagði Har- aldur Ingólfsson við DV i gærkvöld. Skoraði tvö gegn Raith Haraldi hefur gengið vel með varaliði Aberdeen að undanfömu og á dögunum skoraði hann 2 mörk og lagði upp það þriðja í 4-2 sigri á Raith Rovers. Hann hefur ávallt verið í 16 manna hópi aðalliðsins að undan- fómu en yfirleitt ekki á meðal þeirra 14 sem skráðir era til leiks hverju sinni. Fastheldinn á byrjunarliöið „Ég var að vonast til þess að fá tækifæri í næsta leik á eftir því Roy Aitken fram- kvæmdastjóri segir alltaf að góð frammi- staða með varaliðinu gefi aukna möguleika. Hann hefur hins vegar verið fastheldinn á byrjunarliðið þó Aberdeen hafi ekki tekist að vinna í síðustu 10 leikjunum. Ég kom inn á og lék í 60 mínútur gegn Rangers um dag- inn en gekk illa eins og liðinu í heild, enda áttum við aldrei möguleika og töpuðum, 4-0. Síðan er ég í samkeppni við sterkan leik- mann, Steven Glass, sem hefur verið orðað- ur við skoska landsliðið að undanfomu, og þá voru Dalglish og McDermott frá Newcastle að fylgjast með honum á dögun- um. Verði hann seldur gæti verið að hagur minn vænkaðist. Mér líður annars mjög vel hér í Aberdeen, er í toppformi og ánægður með allt, nema að sjálfsögðu vildi ég vera búinn að fá fleiri tækifæri með liðinu," sagði Haraldur. Samkvæmt heimildum DV í Skotlandi er mikil pressa á Aitken framkvæmdastjóra og raddirnar um að hann verði rekinn frá félag- inu verða sífellt háværari. -VS NBA-deMin í körfuknattleik í nótt: 48 stig frá Hakeem dugðu Houston ekki Miðherjinn snjalli, Hakeem Ola- juwon, átti snilldarleik i nótt með liöi sínu Houston Rockets gegn Denver Nuggets. Olajuwon skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst en það dugði Houston ekki á heimavelli sínum. Úrslit urðu annars sem hér segir í nótt: NJ Nets-Phoenix ..............113-101 Dallas-Minnesota ................82-92 Houston-Denver................109-113 Utah-Atlanta..................102-96 LA Clippers-Vancouver.........94-100 Sacramento-Chicago ...........93-111 Michael Jordan var að venju stiga- hæstur í liöi Chicago Bulls sem sigr- aði Sacramento auðveldlega á útivelli. Jordan skoraði 32 stig en næstur hon- um kom Scottie Pippen með 22 stig og Króatinn Toni Kukoc lék vel og skor- aði 16 stig. Mitch Richmond var yfirburðamað- ur í liði Sacramento eins og svo oft áður og skoraði 28 stig. Karl Malone skoraði 32 stig og tók 15 fráköst fyrir Utah gegn Atlanta. John Stockton átti einnig mjög góðan leik, skoraði 16 stig og átti 11 stoðsendingar á samherja sína. Smith skoraði 41 stig fyrir Atlanta, Mookie Blaylock 15 og Christian Laettner skoraði 14 stig. -SK ÚRVALSDEILDIN Keflavik 15 13 2 1455-1232 26 Grindavík 15 12 3 1441-1332 24 ÍA 14 9 5 1072-1039 18 Haukar 15 9 6 1237-1215 18 Njarðvík 15 9 6 1277-1226 18 KR 15 8 7 1282-1202 16 Tindastóll 15 7 8 1227-1230 14 ÍR 14 6 8 1214-1196 12 Skallagr. 15 6 9 1196-1273 12 KFÍ 14 5 9 1121-1170 10 Þór, A. 14 4 10 1105-1226 8 Breiðablik 15 0 15 1075-1361 0 Stórmót í tennis Stórmót í tennis hefst í Tenn- ishöllinni í Kópavogi á sunnu- daginn og lýkur þar annan laug- ardag. Það er alþjóðlegt tennis- mót kvenna sem er liður í „Nor- dic Winter Tom-“ mótaröðinni og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mótið er styrkt af Al- þjóða tennissambandinu. Nálægt 100 keppendur koma erlendis frá og fimm íslenskar stúlkur verða með. Þær sterk- ustu á mótinu eru í kringum 200. sæti á heimslistanum. Verð- launafé á mótinu er um 670 þús- und krónur sem skiptist á átta efstu. Þar af fær sigurvegarinn um 100 þúsund krónur. -VS Tindastóll (49) 73 Breiðablik (35)67 8-4, 9-8, 22-14, 34-25, 44-31, (49-35), 51-41, 56-43, 61-46, 63-53, 67-63, 71-65, 73-67 Stig Tindastóls: Amar Kárason 26, Ómar Sigmarsson 21, Wayne Buckingham 10, Skarp- héðinn Ingason 6, Cesare Piccini 5, Láras Dag- ur Pálsson 5. Stig Breiðabliks: Einar Hannesson 22, Clifton Buch 17, Óskar Pétursson 17, Erlingur Erlingsson 7, Pálmi Sigurgeirsson 2, Kristján Kristjánsson 2. 3ja stiga körfur: Tindastóll 6, Breiðablik 1. Vítanýting: Tindastóll 26/19, Breiðablik 11/8. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Einar Einarsson, ágætir. Áhorfendur: 350. Menn leiksins: Araar Kárason og Ómar Sigmarsson. Stólarnir sjöundu DV, Sauðárkróki: Tindastóll skaust upp í 7. sæti úrvals- deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með sigri á botnliði Breiðabliks. Tindastóls- menn léku ágætlega í fyrri hálfleik og náöu þá ágætu forskoti. Þeir vora hins vegar slakir í þeim síöari og hleyptu Blik- um fúll nálægt sér, og geta ekki leyft sér slíka spilamennsku gegn sterkari liðum. Ómar Sigmarsson og Amar Kárason bára uppi leik Tindastóls eins og að und- anfömu og samvinna þeirra er oft stór- skemmtileg. Amar skorar oftast meira en Ómar matar hann með sendingum. Way- ne Buckingham var hins vegar afar slak- ur og það er ljóst að með betri útlending væri Tindastóll mun ofar í deildinni. Einar Hannesson var besti maður Blika. Óskar Pétursson styrkir liðið greinilega en Clifton Buch er ekkert sérstakur. Blikar þyrftu miklu meira til að geta hangið i deildinni. -ÞÁ Bikarúrslit í körfunni á morgun Bikarúrslitaleikimir í körfu- knattleik eru háðir í Laugardals- höllinni á morgun en það era KR og Keflavík sem eigast við, bæði í karla- og kvennaflokki. Kvennaleikurinn hefst kl. 14 og karlaleikurinn kl. 16. Allir sterkustu leikmenn lið- anna era tilbúnir í slaginn, helst að bakmeiðsli hafa verið að hrjá KR-inginn öfluga Jónatan Bow, og búast má við hörkuleikjum, sérstaklega hjá karlaliðunum. Eins vora KR-stúlkurnar ekki langt frá því að vinna hið annars ósigrandi lið Keflavíkur í síðasta deildaleik liðanna. IR (16) 25 Stjaman (15)26 1-0, 1-1, 4-6, 7-7, 11-7, 14-12, (16-15), 16-16, 17-16, 18-19, 21-21, 23-23, 23-25, 25-25, 25-26. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 10/3, MagnUs Már Þóröarson 6, Hans Guð- mundsson 4, Ólafur Sigurjónsson 2, Frosti Guðlaugsson 1, Ólafur Gylfa- son 1, Matthías Matthiasson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 15. Mörk Stjömunnar: Konráð Olavsson 9, Valdimar Grímsson 9/4, Hilmar Þórlindsson 5/1, Viðar Er- lingsson 1, Sigurður Viðarsson 1, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 20, Ingvar Ragnarsson 2. Brottvisanir: ÍR 8 min. og Ólafur S. rautt spjald í lokin, Stjaman 14 min. Dómarar: Egiil Már og Öm Mark- Ussynir, sæmilegir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Axel Stefáns- son, Stjöraunni. Guömundur Þórðarson, brim- brjóturinn i vöm ÍR-inga, var seinn fyrir i leikinn í gærkvöldi og kom ekki í salinn fyrr en 2 mínUtur vora liðnar af leiknum. Hann tók nokkrar léttar teygjuæfingar og fór síðan á sinn stað í vöm IR. Það tók Stjömu- menn tíma að átta sig á þvi að „Klett- urinn“ væri mættur því á næstu mín- Utum gerðu þeir eitt mark gegn sjö mörkum ÍR-inga! Ragnar Óskarsson, leikstjórn- andinn ungi og skemmtilegi hjá ÍR, var heldur betur í stuði framan af leik og gerði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins. Ragnar gerði 10 mörk alis en fór siöan meiddur af velli 7 mínUtum fyrir leikslok. Haukar KA ÍBV Fram Stjaman Valur FH ÍR HK Selfoss Grótta 16 12 2 2 416-379 26 16 13 0 3 420-385 26 16 11 1 4 435-417 23 15 9 0 6 377-343 18 16 8 2 6 375-350 18 16 7 1 8 421-416 15 16 6 3 7 363-370 15 16 7 0 9 407-429 14 15 16 16 16 10 370-370 11 374-400 11 395-445 11 372-412 Reine Almqvist, þjálfari Helsingborg: Brynjar er okkar framtíðarmaður DV, Svíþjóð: Brynjar Gunnarsson, knattspyrnumaðurinn efnflegi úr KR, heillaði greinOega þjálfara sænska úrvalsdeOdarliðsins Helsingborg upp úr skón- um þegar hann dvaldi hjá félaginu á dögunum. Reine Almqvist, þjálfari, sagði samtali við DV í gær að hann væri geysilega hrifinn af íslendingnum. „Brynjar er maðurinn sem við erum að leita að og er tvímælalaust okkar framtíðarmaður. Það er hins vegar spuming hvernig framhaldið verður því KR-ingar telja sig ekki mega við því að missa hann núna. Við verðum því að sjá tO hvað verður en ég vO endOega fá þennan pOt í mínar raðir ,“ sagði Almqvist. Helsingborg hefur ekki gert KR-ingum formlegt boð í Brynjar, hvað svo sem gerist á næstunni, en ljóst er að félagið vOl krækja í pOt. -EH/VS Skemmtilegt að kom- ast upp fyrir Valsara - Stjarnan lagði ÍR í hörkuleik, 25-26 „Þetta var geysOega mikOvægur sigur fyrir okkur, hálfgerður úr- slitaleikur. Baráttan var í góðu lagi núna og það er skemmtOegt að vera komnir upp fyrir Valsarana," sagði Axel Stefánsson, markvörður Stjömunnar, sem átti stórleik með sínum mönnum þegar þeir unnu ÍR- inga, 25-26, í Seljaskólanum í gær- kvöld. Leikurinn var mjög fjöragur allt frá fyrstu mínUtu og greinilegt að bæði lið ætluðu sér svo sannarlega sigur. Á þeim tíma fóru Hrafii Margeirsson og Ragnar Óskarsson á kostum hjá ÍR-ingum. Síðari hálfleikur var síðan á háspennustigi allt fram á siðustu mínUtu. Baeði lið spiluðu þétta og fasta vöm þar sem ekkert var gefið eftir og höfðu dómaramir í nógu að snUast. Hjá ÍR-ingum var Hrafh góöur f markinu en af Utileikmönnumun fóra Ragnar og MagnUs Már Þórðarson fremstir í flokki og sýndu oft á tíðum snilldartakta. Mun meiri barátta og ákveðni var nU í leik Stjömunnar en í síðustu ieikjum og hjá þeim var Axel hetja dagsins. Hann fór á kostum í markinu í síðari hálfleik og sýndi nU loks gamalkunna takta. Valdi- mar og Konráð vora markahæstir og geta farið með bros á vör til Þýskalands á móts við landsliðið í dag. -ÖB Það besta hjé Daníel Daníel Jakobsson náði besta árangri sínum á ferlinum þegar hann tryggði sér 11. sætið í 50km skíðagöngu á sænska meistaramótinu. Daníel hefúr verið í nokkurri framför að undanfornu og virðist ekki hafa verið betri áður á sínum ferli. Bjarki Pétursson. Bjarki i Breiðablik Nær öraggt er að Bjarki Pét- ursson, knattspyrnumaðurinn kunni frá Akranesi, leikur með Breiöabliki í 2. deildinni í sum- ar. Bjarki, sem gekk tii liðs við Fylki síðasta sumar og var drjúgur með Árbæjarliðinu, fundaði með Blikunum seint í gærkvöld og samkvæmt heimild- um DV er nánast formsatriði að ganga frá samningi hans viö Kópavogsfélagið. -VS Barca vann Real Barcelona vann góðan sigur á erkifiendunum, Real Madrid, 3-2 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslit- um spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Real Betis lagði Tenerife, 0-2, á Kan- aríeyjum. Brolin til Parma Sænski knattspymumaðurinn Tomas Brolin er kominn til Parma á Ítalíu á ný, nú að láni frá Leeds sem keypti hann frá Parma fyrir tveimur árum. Tomba sigraði Alberto Tomba vann í gær- kvöld sinn fyrsta sigur í heims- bikamum í vetur þegar hann vann svigmót í Austurríki. Thomas Stangassinger frá Aust- urríki varð annar og Sebastien Amiez frá Frakklandi þriðji. Um helgina Körfuknattleikur Bikarúrslltaleikur kvenna KR-Keflavík ............L. 14.00 Bikarúrslitaleikur karla KR-Keflavík .............L. 16.00 Úrvalsdeildin Þór-Akranes..............S. 20.00 1. tíeild karla Stafhoitstungur-Þór Þ...S. 20.00 Snæfell-Leiknir..........S. 20.00 Handknattleikur 1. deild kvenna Stjarnan-Haukar..........L. 16.30 Víkingur-ÍBV ...........S. 14.00 2. deild karla Þór Ak-Keflavík .........L. 13.30 Fylkir-ögri..............L. 16.30 Víkingur-Ánnann..........L. 16.30 Badminton Islandsmótið í badminton fer fram í TBR-húsunum um helgina. ARSENAL* LIVERPOOL*CHELSEA« NEWCASTLE •MAN.UTD. • LEJES Klókur tippari vann HHÉK?, G2Sa ■. . m / r?r^rúrr frrrr(T(Trff(T(jrrrrr <rt- rfrTprTr^rT-fT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.