Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 5 Fréttir Ferðalög íslendinga til útlanda: Búast má við 200 þúsund heimkomum íslendinga á árinu - stöðnunartímabili áranna 1987-1994 virðist lokið Fólk flykktist tugþúsundum sam- an á kynningar ferðaskrifstofanna um land allt sl. sunnudag og þeir ferðaskrifstofumenn sem DV ræddi við telja að fólk hafi fullan hug á að njóta vel sumarfrísins á sumri kom- anda og sé mun bjartsýnna í ferða- málum en undanfarin ár. Miðbær Reykjavíkur, þar sem margar ferðaskrifstofur hafa höfuð- stöðvar sínar, var troðfullur af fólki meðan ferðaskrifstofumar þar kynntu sumaráætlanir sínar. Þá var einnig mikil örtröð hjá þeim ferða- skrifstofum sem hafa höfuðstöðvar sínar utan miðborgarinnar, svo sem Úrvali-Útsýn við Lágmúla, Plúsferð- um í Faxafeni og fleiri ferðaskrif- stofum. Þegar rýnt er í tölur yfir ferðalög Islendinga til útlanda sést að stöðn- un hefur ríkt í utanlandsferðum frá 1987 fram til ársins 1995 þegar utan- landsferðum fjölgar talsvert, eða um rúmlega 20 þúsund ferðir milli ára. Milli áranna 1995 og 1996 fjölgar enn verulega, eða um rúmlega 23 þús- und ferðir, en þá komu alis 189.618 íslendingar heim úr utanlandsferð- um. Af viðbrögðunum við tilboðum ferðaskrifstofanna á sunnudag mætti draga þá ályktun að yfir 200 þúsund manns verði á faraldsfæti á yfirstandandi ári. Allan sjötta áratuginn ferðuð- ust íslendingar sáralítið til út- landa og sem dæmi má nefna að árið 1950 komu 4.312 íslendingar heim úr utanlandsferðum. Sú tala átti eftir að hækka um helming á 5 árum því árið 1956 var hún orð- in 8.751. Um þetta leyti fer velmegun vaxandi í Evrópu og áhugi al- mennings á ferðalögum vex hröð- um skrefum og ferðalög aukast mjög. Samhliða þessu efldust mjög tvær stórar ferðaskrifstofur i Dan- mörku, annars vegar ferðaskrif- stofan Tjæreborg Rejser í eigu séra Eilif Krogager og ferðaskrif- stofa Simon Spies, Spies Rejser, en tvær ferðaskrifstofur hér heima, sem áttu eftir að bera höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar ferða- skrifstofur um langt árabil, skiptu talsvert við þessar dönsku ferða- skrifstofur. Þessar tvær islensku ferðaskrifstofur voru Sunna og Út- sýn og skýrist aukning í utan- landsferðalögum íslendinga á þessum tíma nokkuð i ljósi ofan- nefnds. Ferðalögum til útlanda fækkaði á atvinnuleysisárunum frá 1967 en tók aftur að fjölga jafnt og þétt eft- ir 1970 og fram til 1978, en þá komu 80.273 manns heim úr ferða- lögum til útlanda. Um þetta leyti voru blikur á lofti í olíuviðskipt- um, fargjöld hækkuðu talsvert og úr ferðalögum dró, en svo byrjar aftur að fiölga eftir 1980. Nokkrar sveiflur urðu á næstu árum á eftir en heildarsveiflan var þó heldur upp á við fram til 1985, en frá og með árinu 1988 varð mjög veruleg fiölgun í utanlandsferðum. Það stóð þó ekki lengi því að áhrifa mikils samdráttar í þorskafla tekur að gæta verulega í efnahagslífinu og kemur m.a. fram í stöðnun í ferðalögum til útlanda, eins og sést á meðfylgjandi grafi, en því stöðnunartímabili virðist ljúka árið 1995. -SÁ 200.000 manns 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 i Ú.'l 40.000 20.000 0 189.618 - komur fslendinga frá ötlöndum frá 1956 til 1996 - 23.147 8.751 'jiJSI '56 '66 “E 142.054 «« MWB 95.662 80.273 ■■ "1 59.270 } í mSÉMié '78 '80 '85 Ijfvi SÆVARHÖFÐA 2 ^ 525 8020 IHUSIINGVARS HELGASONAR GIFURLEGT URVAL GOÐRA BILA A STAÐNUM Ath.! Skuldabréf til allt að 60 mánaða. Jafnvel engin útborgun. Visa/Euro raðgreiöslur Toyota Hilux 2,4 turbo ‘88, ek. 170 þús. km. Verð 900.000. Chevrolet Blazer 4,3 ‘89, ek. 106 þús. km. Verð 1.190.000. Útsöluverð 890.000. isuzu sport cab 2,3, bensín,‘91, ek. 106 þús. km. Verð 890.000. Útsöluverð 600.000. Isuzu Trooper, langur, ‘91, ek. 140 þús. km. Verð 1.390.000. Útsöluverð 990.000. Cherokee Limited 4,0 ‘90, ek. 130 þús. km. Verð 1.800.000. Útsöluverð 1.600.000. Isuzu Trooper ‘90, ek. 96 þús. km. Verð 1.470.000. Útsöluverð 1.090.000. Isuzu Trooper 2,6 ‘91, ek. 120 þús. km. Verð 1.850.000. Útsöluverð 1.500.000. Cherokee Chief ‘88, ek. 197 þús. km. Verð 880.000. Útsöluverð 700.000. - Seldur. Isuzu Trooper, stuttur, ‘90, ek. 140 þús. km. Verö 900.000. Útsöluverö 680.000. Isuzu crew cab ‘92, ek. 89 þús. km. Verð 1.490.000. Útsöluverð 1.100.000. Lada Sport 1,6 ‘94, ek. 29 þús. km. Verð 590.000. Útsöluverö 450.000. Nissan king cab ‘93, ek. 58 þús. km. Verö 1.380.000. Útsöluverð 1.000.000. Cherokee Limited ‘90, ek. 100 þús. km. Verð 1.750.000. Útsöluverð 1.390.000. Isuzu crew cab ‘92, ek. 78 þús. km. Verð 1.450.000. Útsöluverð 990.000. Isuzu Trooper 2,6i ‘92, ek. 86 þús. km. Verð 1.950.000. Útsöluverð 1.550.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.