Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Side 11
JLjV ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
Sönglög Þórarins
Guðmundssonar
Niðjar Þórarins Guðmundssonar
tónskálds, vinir þeirra og velunnar-
ar hafa gefið út sönglög Þórarins á
bók í tilefni af því að hundrað ár eru
liðin frá fæðingu hans.
Allir kannast við lög Þór-
arins við kvæði eins og
„Þú ert yndið mitt yngsta
og besta“, „Manstu er
saman við sátum“, „Þér
kæra sendir kveðju“ og
„Land mins fóður, landið mitt“ og
munu gleðjast við að fá þau á einn
stað auk ijölmargra annarra minna
þekktra.
Þórarinn var fæddur á Akranesi
1896 og alinn upp i Keflavik og
Reykjavík. Hann byijaði að læra á
píanó átta ára en tók
svo fiðluna fram yfir
píanóið og lauk prófi
I fiðluleik frá Tón-
listarháskólanum í
Kaupmannahöfn
átján ára gamall,
fyrstur íslendinga. Hann starfaði öt-
ullega að íslensku tónlistarlífi, var
meðal annars fyrsti sfjómandi
Hljómsveitar Reykjavíkur 1921 og
fyrsti formaður Félags íslenskra tón-
listarmanna 1940. Þórarinn lést 1979.
Bókaútgáfan IÐNÚ gefur Sönglög
út.
Viltu læra að yrkja?
Annað kvöld hefst tveggja mán-
aða námskeið í listinni að yrkja á
vegum Endurmenntimarstofhunar
Háskóla íslands. Kennari er Þórður
Helgason lektor sem
sjálfur er rithöfundur og
skáld, hlaut meðal ann-
ars önnur verðlaun í
ljóðasamkeppni Listahá-
tíðar í fyrra.
Á námskeiðinu verða
flestar tegundir ljóða kynntar, farið
yfir bókmenntahugtök sem tengjast
ljóðlist og þau æfð. Aðaltilgangur
námskeiðsins er þó að fara yfir ljóð
sem nemendur yrkja sjálfir og
ræða þau í tímum.
Upplýsingar og skráning er i
sima 525 4923.
Eða langar þig
meira til Kína?
Endurmenntunarstofnunin
stendur líka fyrir kynningu á kín-
versku og kínverskri frásagnarlist
og hófst síðamefnda námskeiðið í
gær. Byrjendanámskeið í kín-
versku hefst á mánudaginn kemur,
26. febrúar. Kennari á báðum nám-
skeiðum er Hjörleifur Sveinbjöms-
son sem var við nám í Peking frá
1976-1981 en leiðbeinandi á fram-
haldsnámskeiði í kínversku verður
Edda Kristjánsdóttir, BA í kín-
: versku og heimspeki frá Pekinghá-
skóla.
Upplýsingar og skráning í síma
i525 4923.
Góðir gestir
Áhugamenn um bókmenntir
þurfa að merkja við komandi laug-
ardaga í dagbókum sínum því þá
verða - og reyndar á einum sunnu-
degi lika - góðir gestir í Norræna
húsinu að kynna norrænar bók-
menntir frá 1996. Eins og áður hef-
ur verið getið á þesari síðu kemur
Göran Tunström fyrstur á vett-
vang. Hann heldur fyrirlestur á
laugardaginn kemur, 22. febrúar,
kl. 16. Samtímis heimsókn hans
kemur nýjasta skáldsaga hans út í
íslenskri þýðingu Þórarins Eld-
járns. Finnski rithöfundurinn Olli
Jalonen er næstur, 1. mars, Leo
Löthman, rithöfundur frá
Álandseyjum, verður sunnudaginn
2. mars, Norðmaðurinn Kjell
Askildsen, sem hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1992,
kemur 8. mars og verðlaunahafinn
í ár, Dorrit Willumsen, laugardag-
inn 15. mars. Allir fyrirlestrarnir
hefjast kl. 16.
Loks verða nýjar íslenskar bók-
menntir kynntar 22. mars. Það ger-
ir nýbakaður doktor, Dagný Krist-
jánsdóttir, og mun tala á norsku.
(menning „
* 'ár ^
Þórir í Múlanum
Julia Ormond er ekki Smilla.
endur minnast reynist sagan snú-
ast um forsögulegan, bráðdrep-
andi orm sem Kim Skotte segir
að eigi sér hliðstæðu í tungumáli
Íkvikmyndarinnar. Hið alþjóðlega
sviplausa tungutak hennar verði
eins og bráðdrepandi iðraormur
sem ræni hana hjartanu.
Spumingin er hvort Danir eru
ekki gagnrýnni á myndina vegna
bókarinnar og sýni verki Bille
August ósanngirni. Annað eins
hefur nú gerst. Það verður spenn-
andi að sjá hvernig dómar verða
annars staðar og hvort aðsóknin í
Bandaríkjunum borgar brúsann.
Snjórinn varð
að krapi
Danskir gagnrýnendur hafa
þjófstartað og eru margir hverjir
búnir að fjalla um kvikmynd
Bille Augusts um Smillu þó að
hún verði ekki frumsýnd í Dan-
mörku fyrr en 28. þessa mánaðar.
Þeir sáu hana auðvitað í Berlín
og gátu ekki hamið sig.
IBókin heitir á frummálinu
Froken Smillas fomemmelse for
sne og Kim Skotte lætur dóm
sinn í Politiken heita „Hr. Billes
fomemmelse for slud“ sem þýðir
nokkurn veginn Tilfinning herra
Billes fyrir krapi! Honum finnst
„snjór“ Peters Hoeg vera farinn
að bráfina í myndinni. Flestir
dönsku gagnrýnendurnir kvarta
undan hinni undurfríðu Juliu
Ormond í aðalhlutverkinu, fmnst
hún missa allt sem gerfr Smillu
bókarinnar svo ómótstæðilega,
bæði tvöföld skilaboö útlitsins og
innri klofhing hennar milli
tveggja heima sem gerir bókina
að magnaðri ádeilu á vestrænan
Shugsunarhátt. í stað þess að ögra
vanahugsun okkar eins og sagan
segir Kim Skotte fullum fetum að
Bille hafi skorið burt alla samfé-
j lagsgagnrýni í dýru kvikmynd-
inni sinni. Eftir standi bara
reyfari.
En menn eru ekki sammála um
hvort myndin sé spennandi.
Politiken segir nei, Berlingske
Tidende segir jú víst. Jyllands-
Posten segir að það vanti góðan
skúrk. Annar sé litlaus, hinn sé
fýlupoki. En stök atriði í mynd-
inni eru stórkostleg, að allra
mati, einkum leikur Grænland
vel - ekki síður en granninn ís-
land.
Smilla er fjölþjóðleg fram-
leiðsla með leikurum hvaðanæva
að og hún er á ensku. Eins og les-
Nýlega hóf starfsemi sína í Reykjavík djass-
klúbbur sem ber nafnið Múlinn í höfuðið á
landsþekktum lagasmið og útvarpsmanni.
Klúbburinn hefúr aðsetur á smurbrauðsstofunni
Jómfrúnni i Lækjargötu og verða haldnir tón-
leikar þar hvert föstudagskvöld fram á vor.
Síðastliðið föstudagskvöld var þcir mættur
Þórir Baldursson með Hammond-orgelið sitt og
aðra félaga, saxafónleikarann Jóel Pálsson, gít-
arleikarann Eðvarð
Lárusson, Róbert Þór-
hallsson bassaleikara
og Jóhann Hjörleifsson
trommuleikara.
Efnisskráin saman-
stóð annars vegar af
blúsnúmerum af ýmsu tagi, sem þykja hæfa þeg-
ar Hammond er með í för, og hins vegar þekkt-
um djassperlum. Blúsarnir eru ekki endilega
hreinræktaðir tólftaktablúsar heldur lög þar
sem blúsinn er nálægur - eins og í harðbopplagi
Horace Silvers, „Sister Sadie“, og „Unchain My
Heart“ úr prógrammi Ray Charles. Það er með
svolítið aldurhnignum rokktakti en upp á hann
var lífgað með nútímalegra taktinnskoti í miðju
verki. Nýrra af nálinni er „Cantaloupe Island"
og „So What“ hljómar eins og spánnýtt sé eftir
að Ronnie Jordan kom því á kortið. í þessum
lögum fóru Þórir og kompaní á kostum og
reyndar í fjölda annarra laga sem ekki virðast
eins Hammondvæn, til dæmis „St. Thomas",
„Body and Soul“ og „Giant Steps“.
Manni detta í hug ýmsar orgelhetjur þegar
Þórir hefur sig til flugs
á Hammondinn. Jim-
my Smith kemur auð-
vitað fyrstur allra upp
í hugann, en ekki síð-
ur Jack McDuff og Bri-
an Auger. En við höf-
um okkar íslenska Baldursson sem oft er imun
að hlýða á, ekki bara í sólóköflum heldur líka í
blæbrigðaríkum undirleik. Róbert spilaði með
þannig tóni á bassann að svipaði til orgelbassa
sem var vissulega smekklegt. Jóel og Eðvarð
áttu verulega góða spretti í lögunum sem nefnd
hafa verið og fleirum, enn fremur var Jóel með
fínt sóló í „All the Things You Are“ og Eðvarð
var alveg frábær í „Georgia on My Mind“. Jói
Hjöll trommari var líka í talsverðum ham og
naut sín vel.
Dálítill djammsvipur var á konsertinum, enda
eitthvað verið skipt um mannskap miðað við
það sem auglýst hafði verið. „Like Someone in
Love“ virtist alls ekki henta hljómsveitinni og
þótt góður ásetningur væri merkjanlegur í út-
setningu á „Sveitin milli sanda“ náði það sér
ekki almennilega á strik. Þetta ásamt smáójöfn-
um öðru hverju sló þó hvorki spilara né áheyr-
endur út af laginu. Þetta var kvöld góðra ein-
leikskafla
og oft
skemmti-
legs sam-
spils.
Hressi-
leiki í fyr-
irrúmi en
margt fal-
legt fékk
að fljóta
með.
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Þórir Baldursson við félaga Hammond. Aörir félagar í baksýn. DV-mynd HARI
Allt í standi
Mánudagur þessarar nýju viku rann upp bjartur og
fagur og umræðan í morgunútvarpinu snerist þó nokk-
uð um hvalveiðar. Þar kom að íslendingar þykja ein-
angraðir frá umheiminum í þessari urnræðu, sem og
ýmsum öðrum umræðum. Skátamontsframganga fram-
sóknarmanna er hætt að vera fyndin, hún er orðin óþol-
andi.
Daman sem stýrir heilbrigðismálum ætlar með dugn-
aði sínum og mannlegu innsæi að gera ísland að vímu-
lausu landi og líklega allan heiminn í framhaldi af þvi
vímulausan á örfáum árum. Ef hún heldur að sér takist
það, er þá ekki hægt að leigja hana þangað sem ekki hef-
ur verið við neitt ráðið og hún látin lækna hin og þessi
jjóðfélagsmein, svo sem fátækt, kynþáttahatur og hvað
IsSÉS
þetta heitir allt saman sem við erum blessunarlega laus
við?
Jæja, á meðan hún er að leika frelsisherinn og flokks-
systir hennar með henni, sú sem er að gera skurk i tó-
baksreykingum, þá ætla karlamir að bretta upp ermar
og rótast um á láði og legi í harðari framfaramálum.
Sumir eiga eftir að hlæja dátt þegar stór og sterk um-
hverfissamtök sýna okkur mátt sinn og megin um það
leyti sem við verðum önnum kafin við að gera að fyrstu
hvölunum. Þá verður nú fjör í kringum fóninn, eins og
karlinn sagði þegar hann fór á Framsóknarbingóið.
Dagblöðin vöktu á sér athygli í vikunni, ekki beint
fyrir það sem í þau var skrifað heldur hver ætti hvaða
blað og með hverjum. Hárbeitti ritstjórinn sem stýrði
Alþýðublaðinu fór yfir á tísku- og
sloppablað, þingmaðurinn fór yfir á
hins fyrrverandi, og varð mikil um-
ræða um þetta allt, þó að fæstir hafi
beinlínis verið að lesa blöðin. Manni
skilst að sami eigandinn sé að þeim
flestum. Það er aldrei gott ef eitt fyr-
irtæki er að framleiða alls kyns
Eru íslendingar orönir utanveltu í umræöum um hvalveiöar?
Fjölmiðlar
Sigríður Halldórsdóttir
vaming, maður vill t.d. ekki kaupa
sokkabuxur frá Kelloggs eða sjampó
frá Sláturfélagi Suðurlands. Þeir sem
sérhæfa sig í góðum pulsum eru ekki
endilega spennandi í sápum og öfugt.
Á sunnudagskvöldið þurfti Gísli
Rúnar ekki að leita út fyrir stofnun-
ina að skemmtikröftum og viðmæl-
endum, það var bara hóað í strákana
sem vinna á stöðinni. Hemmi getur
næst hóað í Helga E. Helgason, Pál
Benediktsson og Sigurð Valgeirsson,
ftnt mál.