Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 16
Góð ráð fyrir blómaunnendur: - hjálpar allt til við næringu Flest viljum við fegra heimili okkar og garða með fallegum blómum og plöntum. En oft á tíð- um nægir viljinn einn og sér engan veginn, af einhverjum ástæðum vilja jurtirnar ekki lifa og við andvörpun og hugsum með okkur að okkur vanti hina frægu „grænu fingur“. En allir eiga að geta fengið plöntur til að njóta sín, oft vantar einungis réttu þekkinguna sem yfir- leitt kemur með árunum. Hér fyrir neðan er að Fmna fjölda góðra ráða fyrir þá sem vilja stytta sér leið og fá blómin á heimilinu til að njóta sín til hins ýtrasta. Vökvun og pottaval pússa þau með helmingsblöndu af vatni og mjólk. Eftir að blómið hefur blómstrað skyldi alltaf umpotta það áður en næsta timabil tekur við. Þegar umpottað er skal alltaf velja pott held- ur stærri en þann sem síðast var notaður. Það er gott fyrir pelagóniur að fá svolítinn kafFikorg í moldina. Áður en blóm er sett í leir- pott skal fylla hann af vatni í nokkar mínútur. Það kemur í veg fyrir að leirinn sogi í sig rak- ann frá moldinni. Afskorin blóm Skerið alltaf skáhallt af endunum á stilknum með beittum hníf eða klippið snöggt með skær- um. Hafið vatnið sem vökvað er með við stofu- hita. Rótin bregst mun betur við. Ekki henda vatninu sem egg hefur verið soð- ið í. Það er fullt af steinefnum sem koma blómunum vel. Sömuleiðis er hægt að setja eggjaskurn í vatn og láta standa yfir nótt. Það gefur sama árangur. Notið gamlan prjón til að athuga hvort blóm- ið þarfnast vatns. Stingið honum í moldina, komi hann upp þurr þarf að vökva en festist moldin við hann má bíða með það. Vatn úr fiskabúri eða kælt soð af fiski er fullt af næringarefnum fyrir blóm. Til að fá plöntu til að glansa er ráð að vökva m e ð gömlu og goslausu sódavatni. Á veturna er þjóðráð að bræða snjó til vökvunar. Hann er nefhilega full- ur af steinefnum. Snúið pottablómum reglulega svo þau fái sólarbirtu á allar hliðar. Þá vex blómið beint upp í stað þess að teygja sig eftir birt- unni. Til að fá laufblöðin til að glansa er gott að Séu stilkarnir breiðir er gott að kljúfa end- ann til að næringarinnsog sé betra. Skerið stilkana undir rennandi vatni til að koma í veg fyrir að loftbólur komist inn í þá. Slíkar loftbólur koma auðveldlega og hindra flæði næringar úr vatninu. Fjarlægið öll laufblöð sem koma til með að verða fyrir neðan vatnsyflrborð. Þau rotna og eitra vatnið. Ef blóm eru höfð í kulda á nætm-nar, t.d. úti á svölum, standa þau tvöfalt lengur. Þó mega þau ekki vera í frosti. Aspirín, ísmolar eða krónupeningar í vatnið auka einnig endingu afskorinna blóma. Nellikur lifa lengur ef ör- litlu magni af bór er hellt út í vatnið. Túlípanar halda áfram að vaxa eftir að þeir eru klippt- ir. Þess vegna getur þurft að skipta þeim yfir I stærri vasa eftir einn til tvo daga. Túlípanar opna sig síð- ur og standa mun beinni ef sett er króna í vatnið. Efni úr málminum á sér- lega vel við túlípana. -ggá Til að láta afskorin blóm halda sér lengur er tilvaliö aö setja aspirín, krónupeninga, ísmola eöa bráöinn snjó í vatniö. Þar má nefnilega finna fullt af efnum sem lengja líf blómanna. DV-mynd Hilmar Þór. lilpM' iW- Hagstœð kjör -rs Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni o\\t mil/i hirr)in<! Smáauglýsingar 550 5000 Hollt og gott fyrir börnin Bananabátar Einn banani á mann vínber niðurskorinn ostur í tening- um rauð paprika jarðarber mandarínu- eða appelsínu- bátar eða hvaða ávextir sem er. Stórar ostsneiðar eru settar á stóra kokkteilpinna sem nota má fyrir segl, árar eða skrautfána. Skerið hýðið langsum öðrum meg- in á banananum en látið það halda sér hinum megin. Smyrjið yfir- borðið á banananum með appel- sínusafa svo hann dökkni ekki. Lína langsokkur Litlar grófar brauðbollur agúrka skorin langsum í fætur gulrætur skomar langsum fyrir hendur vinber og tómatar skomir í tvennt fyrir liðamót hálft hvítkálshöfuð fyrir höfuð vínber fyrir augu gúrkuendi fyrir nef eplabátar fyrir munn Raðið saman á hreina, slétta tréplötu eða á borð með t.d. smjörpappír undir. Fengið frá Tannverndarráði -ggá Hollir spari- drykkir Ekki þarf ailtaf að bera fram sykraða gosdi-ykki fyrir bömin. Hér eru uppskriftir að nokkrum gómsætum sparidrykkjum. All- ar uppskriftirnar eru fyrir tvo. Athugið að nauðsynlegt er að Íhræra þá alla í blandara. Bananadrykkur 1 banani 3 dl mjólk 3 tsk. kókómalt Má bera fram með klaka. Appelsínudrykkur 3 dl mjólk 3 ískúlur 2 msk. appelsínuþykkni Berjadrykkur 3 dl mjólk 3 ískúlur 2-3 msk. af t.d. krækiberja-, rifsberja- eða blábeijasaft eða köldum ávaxtagraut, t.d. jarðar- berja- eða bláberjagraut. MS-bíómjólk 1/4 1 MS-bíómjólk 2 ískúlur Ananasdrykkur 3 dl mjólk 3 msk. ananaskurl 2 vanilluískúlur Fengið frá Tannverndarráði -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.