Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Side 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Fólk í fréttum Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur og fyrrverandi ráðherra, er nýr ritstjóri hins gamalgróna dagblaðs Alþýðublaðsins. Starfsferill Össur er fæddur í Reykjavík. Hann tók landspróf frá Hlíðardals- skóla í Ölfusi 1968. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1973. Næsta ár á eftir stundaði hann kennslu við Gagnfræðaskólann á ísafirði en hóf síðan nám í líffræði við HÍ og lauk B.Sc. prófi í greininni 1978. 1979 hélt Össur til Bretlands til náms í fiskilífeðlisfræði og lauk doktors- verkefni sínu 1983 en það var unn- ið hjá Hafrannsóknastöð breska fiskimálaráðuneytisins. Hann var styrkþegi sömu stofnunar 1984 og starfaði þá m.a. við háskólann í Sherfield og háskólann i Austur- Angliu. Þegar Össur kom heim, 1984, hóf hann störf sem blaðamað- ur á Þjóðviljanum og varð ritstjóri blaðsins sama ár og til ársins 1987. Hann var aðstoðarforstjóri Reyk- vískrar endurtryggingar 1989-91. Þingmaður Alþýðuflokksins frá 1991. Össur var umhverfisráðherra Fréttir 1993-95. Hann hefur nú verið ráðinn sem ritstjóri Alþýðublaðsins. Össur var forseti Lista- félags MR 1972-73. Vara- formaður Stúdentaráðs 1975-76 og formaður ári seinna. Össur átti sæti f mið- stjóm Alþýðubandalagsins 1985- 87 og framkvæmda- stjórn 1985-86. Hann var varaborgarfúlltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1986- 90. í umhverfismála- ráði 1986-88 og atvinnumálanefnd 1986-88. Hann var annar varaforseti neðri deildar á sumarþingi 1991. Formaður iðnaðarmálanefndar AI- þingis frá 1991 og i þingmannanefhd EFTA frá 1991. Þá hefur Össur ver- ið formaður þingflokks Alþýðu- flokksins um skeið. Össur hefur ritað doktorsrit um fiskeldi og fræðigreinar um sama efni svo og fiskilífeðlisfræði í al- þjóðlegum fræðiritum. Fjölskylda Kona Össurar er Ámý Erla, doktor í jarðeðlisfræði frá háskólanum í Aust- ur-Anglíu, Sveinbjöms- dóttir, kennara í Rvík, Einarssonar. Bróðir Ár- nýjar er Hjörleifur, rit- stjóri BSRB-blaðsins, maður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borg- arstjóra. Össur og Ámý Erla eiga dótturina Birtu Marsilíu, f. 18.9. 1994. Systkini Össurar era Magnús Hall, hvalavin- ur og fv. vagnstjóri hjá SVR, Sig- urður rafvirki, Halldóra og Jófríð- ur. Foreldrar þeirra eru Skarphéð- inn Össurarson framkvæmdastjóri, m.a. fiðurbóndi og kennari á Hvanneyri, fv. stjómarformaður ís- fugls, fv. framkvæmdastjóri íseggs og framkvæmdastjóri ísunga, fv. kvikmyndaleikari og frambjóðandi Borgaraflokksins, og kona hans, Valgerður Magnúsdóttir, húsmóðir og fv. kvenskátahöfðingi. Skarphéðinn, faðir Össurar, er sonur Össurar, búfræðings á Hóli í Bolungarvík, KristjánssonEU-, versl- unarstjóra á Flateyri í Önundar- firði, Ásgeirssonar. Bróðir Össurar var Guðmundur, skipamiðlari í Rvík. Móðir Skarphéðins var Jó- fríður Ágústa Gestsdóttir, b. á Skálará í Keldudal í Dýrafirði, Jónssonar, föðurbróður Friðjóns Skarphéðinssonar, fv. dómsmála- ráðherra og afabróður Guðmundar Pálmasonar jarðeðlisfræðings. Valgerður, móðir Össurar, er dóttir Kristins Magnúsar, bifreið- arstjóra í Rvík, Halldórssonar, tré- smiðs í Rvík, Þorsteinssonar, b. á Austurvelli á Kjalarnesi, Kaprasí- ussonar. Móðir Magnúsar, afa Össurar, var Gíslína Pétursdóttir, b. á Bala á Kjalarnesi, Kristjánssonar, af Fremra- Hálsætt, meðal frændfólks Össurar af þeirri ætt era Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Valur Vals- son bankastjóri, Guðrún Helgadótt- ir alþingismaður, Magnús Hregg- viðsson, framkvæmdastjóri Frjáls framtaks, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og móðir rithöfund- anna Illuga, Hrafns og Elísabetar Jökulsbama og Þorbjöm dósent og Broddi, fréttamaður RÚV, Brodda- synir. Össur Skarphéðinsson. íslendingafagnaður í Stokkhólmi DV, Suðurlandi: Sjötíu manns úr íslendingafélag- inu í Stokkhólmi komu í þrettánda- fagnað hjá Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu sem þar er búsett. íslendingafélagið í Stokkhólmi gat ekki haldið sína árlegu jólagleði, m.a. vegna húsnæðisleysis, og leysti þvi Sigrún málið, enda býr hún í mjög stóra húsi og er alvön að standa fyrir stórum samkomum. Þegar Svíamir syngja um jólin segja þeir að þau eigi að halda há- tíðleg allt fram til páska. Því til sanninda eru víða jólatré í görðum Glatt á hjalla hjá íslendingum í Stokkhólmi. enn og skrautið glitrar fagurlega í aði í Svíþjóð þótt Frónbúanum sé vorsólinni. Það er því enn við hæfi þorrinn ofarlega í huga nú. að birta myndir frá þrettándafagn- -jþ Jón Ragnarsson, tæknifræðingur hjá Ericsson, í skrýtnu gervi og Helga Brekkan með dóttur sína. Sólarkaffi Leiknis Leiknismenn héldu sitt árlega sól- arkaffi nýlega i Skrúð. Margt var um manninn og þar er venjan að út- nefna íþróttamenn ársins í yngri og eldri flokkum unglinga. Að þessu sinni hlutu hnossið Margrét Óðins- dóttir í yngri flokki fyrir fijálsar íþróttir og sund og Páll Jónsson í eldri flokki fyrir knattspymu. Alls fengu 60 börn viðurkenningu að þessu sinni. Páll Jónsson. Margrét Óöinsdóttir meö systur sinni, Brynju, DV-myndir Ægir, Fáskrúösfiröi DV Til hamingju með afmælið 18. febrúar 80 ára Haukur Ólafsson, Mýrargötu 2, Neskaupstað. 75 ára Guðrún Eggertsdóttir, Gnoöarvogi 32, Reykjavík. Lilja Valdlmarsdóttir, Rjúpufelli 23, Reykjavík. Stefán Benediktsson, Sjávargrund 42, Garðabæ. Ottó Geir Þorvaldsson, Viðvík, Viðvíkurhreppi. 70 ára Guðmundur M. Klemens- son, Bólstaðarhlíð 1, Bólstaðarhlíð- arhreppi. Ólafur Einar Jónsson, Rauðagerði 18, Reykjavík. Kristín Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli II, Hvolsvelli. Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Orrastööum, Torfalækjar- hreppi. Jónas Kristjánsson, Byggöavegi 125, Akureyri. Sigrún Lovísa Grímsdóttir, Þórunnarstræti 121, Akureyri. 60 ára Þórarinn Bjarnason, Stekkjarhvammi 46, Hafnar- firði. Halldór Haraldsson, Kópavogsbraut 113, Kópavogi. Aðalheiður Vagnsdóttir, Tröllagili 5, Akureyri. 50 ára Elsa Eyþórsdóttir, Heiðmörk 12, Hveragerði. Guðmundur Ásgeirsson, Stekkjarhvammi 30, Hafnar- firði. 40 ára Stefán Guðmundsson, Hömrum 6, Djúpavogshreppi. Þrúður Ólöf Gunnlaugsdótt- ir, Háaleitisbraut 117, Reykjavik. Brynjar Þórarinsson, Fífumóa 12, Reykjanesbæ. Ásgeir Björgvin Einarsson, Raftahlíð 76, Sauðárkróki. Gunnar Már Þórðarson, Undralandi 10, Reykjavík. Breki Karlsson, Dalhúsum 53, Reykjavík. Hafsteinn Rúnar Hjaltason, Lambhaga 4, Selfossi. Rúnar Smári Fjalarr, Fífubarði 7, Eskifirði. Guðmundur Smári Guð- mundsson, Grandargötu 86, Grundarfirði. Sigurður Valdimarsson, Seljabraut 24, Reykjavík. Guðrún Drööi Marinósdótt- ir, Nökkvavogi 20, Reykjavík. Anna Hulda Friðriksdóttir, Austurgötu 4, Vogum. PáH Grétar Hansen, Bergsmára 6, Kópavogi. o\U mil/f hirrijnf Or> ■ % Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.