Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Page 32
36
ÞRJÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
Gegn sameinuðum
atvinnurekendum
og ríkisvaldi
„Við sáum það á ferlinu sem
verið hefur að við urðum að
sameina kraftana gegn samein-
uðum atvinnurekendum og rík-
isvaldi sem virðast vera að
mynda blokk í samningamálun-
um.“
Björn Grétar Sveinsson, for-
maöur verkamannasambands-
ins, í DV.
Búmmerang Össurar
„Ég verð einfaldlega að senda
Össuri þetta skeyti hans til baka
og ég held að þetta sé „búmmer-
ang“ að flytja svona frétt."
Hjörleifur Guttormsson alþing-
ismaður, í Degi-Tímanum, um
frétt í Alþýðublaðinu um að
hann sé að stofna fiokk.
Ummæli
Með hor í nefinu
„Það er frábært að koma hing-
að með hóp af ísfirðingum sem
eru enn með hor í nefinu vegna
þess hversu ungir þeir eru og
sigra.“
Guðjón Þorsteinsson, liðsstjóri
KFÍ, eftir sigur gegn Njarðvík-
ingum, í DV.
Bankastjórar
„Hér á landi þykir það sér-
stökum tíðindum sæta, ef banka-
stjórastaða er veitt sérfróðum,
framtakssömum og reyndum
bankamanni."
Sigurður A. Magnússon alþing-
ismaður, í DV.
Krílið sem breytti öllu
„Þetta litla kríli breytti öllu,
ekki síst fyrir harðvítugan
stjómmálamann sem skyndilega
sér að lífið snýst um allt annað
en að standa á þingi og rífa
kjaft.“
Ossur Skarphéðinsson alþingis-
maður, um barnauppeldi, i DV.
íslenskur hestur væri sjálfsagt eins
og lítið kríli viö hliöina á þessum
risa.
Stórir og gamlir hestar
Eins og flestir vita þá eru hestar
mjög misstórir, stærsti hestur sem
mældur hefur verið var belgískur
stóðhestur, nefndur Brooklyn
Supreme, og var hann í eigu bónda
í Iowa í Bandaríkjunum. Þyngstm-
var hesturinn 1451 kg árið 1938 og
hæðin var 198 cm, brjóstmál hans
var 259 cm. Breidd skeifna hans,
sem hver um sig var 3,4 kg að
þyngd, var 35 cm. Hæsti hestur
sem vitað er um með vissu, var
Samson, geldingur af ensku drátt-
arhestakyni. Hestur þessi fæddist
1846 og var hæð hans mest 2,19 m.
Sagt er að hann hafi vegið 1520 kg.
Blessuð veröldin
Langlífastir hesta
Elsti hestur sem vitað er um var
Old Billy, sem fæddist árið 1760. í
fjörutíu og níu ár var hann notað-
ur sem dráttarklár en fékk lausn
frá störfum hjá Mersey og Irwell-
fljótabátagerðinni. Hann átti róleg
síðustu ár sín á búgarði nálægt
Warrington á Englandi og lést þar
27. nóvember 1822, þá 62 vetra gam-
all. Hauskúpa Billys gamla er varð-
veitt á safni í Manchester og upp-
stoppað höfuð hans er á safni í
Bedford. Elsti íslenski hesturinn
sem vitað er um er hryssan Lotta,
en hún var 41 vetra þegar hún gaf
upp öndina árið 1946 á býlinu
Eijby við Koge í Danmörku.
Veður fer kólnandi
Skammt vestan af Reykjanesi er
943 mb lægð sem hreyfist noröur.
Um 300 km austnorðaustur af land-
inu er önnur álíka lægð sem hreyf-
ist norðvestur í fyrstu en síðan vest-
ur.
Veðrið í dag
í dag verður norðaustan gola eða
kaldi og víða snjókoma á Vestfjörö-
um fram eftir morgni. Annars vax-
andi suðvestan átt. Undir hádegi
jSöJE
2°
verður suðvestlæg átt um allt land,
stinningskaldi eða allhvasst með
hvössum éljum sunnan og vestan tO
en hægari og léttskýjað um landið
norðaustanvert. Veður fer hægt
kólnandi og síðdegis verður komið
vægt frost víðast hvar.
Á höfuðborgarsvæðinu fer veður
kólnandi og síðdegis verður komið
vægt frost.
Sólarlag í Reykjavík: 16.30
Sólarupprás á morgun: 10.44
Veðrið kl. 6 í morgun
Síðdegisflóð í Reykjavlk: 14.40
Árdegisflóð á morgun: 03.20
Veörió kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjað 1
Akurnes léttskýjað -1
Bergstaðir skýjað 1
Bolungarvík léttskýjað -2
Egilsstaðir skýjað 1
Keflavíkurflugv. skúr á síð. kls. 1
Kirkjubkl. slydduél 1
Raufarhöfn alskýjað 0
Reykjavík slydduél 2
Stórhöfði úrkoma í grennd 3
Helsinki léttskýjaö -17
Kaupmannah. slydda 0
Ósló snjókoma -3
Stokkhólmur skýjað -2
Þórshöfn léttskýjaó 6
Amsterdam rign. á síð. kls. 9
Barcelona þokumóöa 8
Chicago skýjað 6
Frankfurt rigning 6
Glasgow haglél á síó. kls. 3
Hamborg rigning 6
London skýjað 10
Lúxemborg rigning 6
Malaga léttskýjað 7
Mallorca skýjaó 3
Miami
Paris rigning 10
Róm heiöskírt 0
New York skýjað 2
Orlando léttskýjað 12
Nuuk alskýjaó -17
Vín alskýjaö -2
Winnipeg heiöskírt -8
Pétur Ottesen, forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar Álver, já takk:
Öruggt að fjölgun verður
með tilkomu álvers
DV, Akranesi:
„Ástæða þess að við hófum und-
irskriftasöfnunina var fyrst og
fremst sú að okkur þótti rétt að
báðir hópamir fengju að tjá sig,
sama hvort menn væru með eða á
móti álveri, og til að fá það fram
sem viö töldum að væri rétt; að
mikill meirihluti íbúa hérna í
kring vildi fá álver Columbia á
Grundartanga," sagði Pétur
Ottesen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi, formaður
sorpnefndar sveitarfélaga á Vest-
urlandi og einn af forsvarsmönn-
Maður dagsins
um undirskriftasöfnunarinnar Ál-
ver, já takk, sem hefur staðið yfir
að undanförnu á Akranesi og í
Borgarnesi. Pétur á ekki langt að
sækja áhugann fyrir pólitíkinni
því að afi hans, Pétur Ottesen, sat
á Alþingi íslendinga fyrir Borg-
firðinga lengur en nokkur annar
þingmaður hefur setið þar.
„Nú þegar hafa um 2.000 manns
Pétur Ottesen.
skrifað undir og við búumst við
því að um þrjú þúsund manns
muni styðja þannig það að álver
verði reist á Grundartanga. Siðar í
vikunni munum við afhenda iðn-
aðarráðherra undirskriftirnar.
Við viljum að sjálfsögðu gera
mjög strangar kröfur um mengun
þannig að þetta verði okkur til
hagsbóta. Ef þetta er mengandi
fyrirtæki þá er atvinnuávinning-
urinn vissulega sá sami en við
megum ekki fóma öllu fyrir at-
vinnuna, við verðum að halda
landinu í eins góðu standi og hægt
er. Vestlendingum hefur fækkað
mjög á undanförnum árum og með
tilkomu álvers ætti sú þróun að
verða stöðvuð. Best væri að henni
yrði snúið við og það er næstum
því öruggt að fólksfjölgun verður í
fyrsta skipti í langan tíma ef þetta
álver kemur. Akumesingum hefur
fækkað mikið á undanfómum
árum.
Málflutningur álversandstæð-
inga hefur verið misjafn eins og
þeir eru margir. En mér sýnist að
flestir þeirra sem em að mæla á
móti álveri geri það á málefnaleg-
um grundvelli og ég hef í rauninni
ekkert við það að athuga."
Áhugamál Péturs eru fyrst og
fremst knattspyrna og pólitík
Pétur er giftur Þóm Jónsdóttur
og eiga þau tvær dætur, Bryndísi,
sem er 8 ára, og Emilíu sem er 10
ára. -DVÓ
Tvær af konunum fjórum, sem rifja
upp liöna tfö.
Ástandið
Leikfélag eldri borgara, Snúð-
ur og Snælda, hefur hafið sýn-
ingar á leikritinu Ástandið eftir
Bryndísi Olgeirsdóttur og Sig-
rúnu Valbergsdóttur og er næsta
sýning í dag í Risinu.
Leikritið segir frá fjórum kon-
um sem hverfa til baka til her-
námsáranna og segja hver
annarri ýmislegt sem þá gerðist
og þær hafa aldrei sagt nokkmm
manni. Þær urðu á sínum tíma
allar ástfangnar af hermönnum
sem hingað komu og það mótaði
allt þeirra lífshlaup. í leikritinu
koma ýmsir við sögu sem settu
svip sinn á borgarbraginn á
stríðsárunum, svo sem hermenn,
sjoppueigendur, ástandsnefndar-
menn, betri borgarar og bílstjór-
ar.
Leikhús
Það eru tíu leikarar Snúðs og
Snældu sem koma fram í þessu
leikriti. Að auki em nokkrir úr
hópnum sem sjá um ýmislegt á
bak við tjöldin. Auk leikaranna
tekur þátt í sýningunni Magnús
Randmp sem leikur á harmon-
iku á sýningunni.
Bridge
Hjördis Eyþórsdóttir og eigin-
maður hennar, Curtis Cheek, eru
meðal gesta á Bridgehátíð Flugleiða
en Hjördís er nú búsett í Bandaríkj-
unum og hefur spilamennsku að at-
vinnu. Hjördís er vel þekkt í
bridgeheiminum vestra og eftirsótt-
ur spilafélagi. Einhver frægasti spil-
ari heims, Bandaríkjamaðurinn
Bob Hamman, bað Hjördísi nýverið
að verða spilafélagi sinn á heims-
meistaramótinu í parakeppni sem
fram undan er á árinu. Að sjálf-
sögðu tók Hjördis því boði og gam-
an verður að fylgjast með árangri
þeirra. Hjördis og Curtis stóðu sig
ágætlega í tvímenningskeppni Flug-
leiða sem lauk í gær, enduðu þar í
11. sæti af 132 keppendum. Hér er
spil úr 6. umferð mótsins. Sagnir
gengu þannig, norður gjafari og NS
á hættu:
* Á98
•» Á62
♦ D986
4 KD7
* 105
V KG7
♦ K103
4 Á10964
♦ K32
* D1053
ÁG52
4 G3
Norður Austur Suður Vestur
Hjördís Ragnar Curtis Páll V.
1 grand pass 2 4 dobl
2 ♦ pass 3 4 pass
3 grönd p/h
Páll Valdimarsson doblaði Stay-
man-spurningu suðurs til að benda
á útspil og Ragnar Magnússon spil-
aði út lauftvisti í upphafi. Hjördís
drap fyrsta slaginn á drottningu og
svínaði tíguldrottningunni. Páll
drap á kóng og spilaði lágu laufi
sem Hjördís átti á gosann í blind-
um. Hjördís tók nú slagina þrjá í
tígli, Ragnar henti tveimur spöðum
og Páll hjarta. Hjördís var komin
með góða mynd af spilunum, tók
ÁK í spaða og spilaði sig út á laufi.
Páll gat tekið þrjá slagi á lauf, en
varð síðan að spila frá KG í hjarta.
ísak Öm Sigurðsson