Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 2
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 t 2 ’jfréttjr _____________________ ** * ~ —— Kj araviöræöurnar: Misjafnar skoðanir um stöðu mála í gær - Halldór Björnsson segir ósamið um 24 sérsamninga Dagsbrúnar „Ég tel aö sú mikla samstaða sem hefur verið á fjölmennum fé- lagsfundum verkalýðsfélaganna að undanfórnu hafi sýnt vinnuveit- endum að það er alvara á ferðum. Verkfóll eru á næsta leiti verði ekki samið. Mönnum finnst líka sem viðmót þeirra hafi breyst. Þessi helgi, sem nú fer í hönd, get- ur ráðið miklu um hvort samning- ar takast áður en verkfallshrinan skellur á. Skelli verkfóll á verður mun erfiöara að ná samningum en nú er,“ sagði Guðmundur Þ. Jóns- son, formaður Iðju, í samtali við DV í gær. Það var nokkuð misjafh tónn í samningamönnum verkalýðs- hreyfmgarinnar í gær. Sumir sögðu að það væri komin hreyfing á málin. Hinir fjölsóttu fundir Iðju á miðvikudag, Dagsbrúnar á fimmtudag og kosning rafiðnaðar- manna hjá Reykjavíkurborg, þar sem allir fundarmenn samþykktu verkfall 9. mars, hefðu sýnt vinnu- veitendum að alvara er á ferðum, verkfóll gætu verið að skella á. Aðrir samningamenn segja að enn sé himinn og haf á milli deilu- aðila. Einn viðmælandi DV sagði að ekki minna en 10 þúsund krón- ur á mánuði bæri á milli hvað varðar mánaðarlaun hinna lægst launuðu. Hann sagði líka að það væri tómt mál að tala um að 70 þúsund króna markinu yrði ekki náð fyrr en í lok samningstíma- bilsins eins og atvinnurekendur bjóða nú. Undir þetta tekur Halldór Bjömsson í Dagsbrún. Hann segir að 70 þúsund króna markið verði að koma miklu fyrr, helst strax. Hann segir líka að áður en hægt verði að fara út í viðræður um launaliðinn verði að ganga frá 24 sérsamningum Dagsbrúnar og Framsóknar. „Ég er því ekki jafnbjartsýnn og margir aðrir um að skriður sé að koma á málin. Sérsamningar okk- ar hafa enn ekki verið ræddir og það verður ekki hrist fram úr erminni að ljúka þeim,“ sagði Halldór Björnsson. Það er því ljóst að mat manna var ekki alveg það sama um stöð- ima í kjaraviðræðunum síðdegis í gær. -S.dór Stuttar fréttir SH opnar í Moskvu Sölumiöstöð hraðfrystihú- sanna hyggst opna söluskrifstofu í Moskvu. Gert er ráð fyrir þvi að hún taki til starfa í sumarbyijun. Forstöðumaður hennar verður Páll Gíslason verkffæðingur en auk hans verða ráðnir rúss- neskumælandi starfsmenn. Marel hraðvaxta Rekstrartekjur Marels í fyrra urðu 1.873 milijónir króna og höfðu þá vaxið um 67,6% frá ár- inu áður. Veltuukning fyrirtæk- isins fór langt fram úr áætlunum stjórnenda þess en hagnaður varð hins vegar undir áætlun vegna minni framlegöar af vöru- sölu og stofnunar dótturfyrir- tækja í Danmörku og Bandaríkj- unum. Hugvit verðlaunað Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hefúr hlotið nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs og útflutnings- ráðs fyrir viðbótarhugbúnað fyr- ir Lotus Notes. Búnaðurinn er einskonar mála- og samskipta- brunnur fyrir notendur tölvuneta og er m.a. í notkun í stjómarráði íslands og hjá rikisskattstjóra. Bíóhöllin 15 ára Fimmtán ár eru síðan Sambíó- in opnuðu Bíóhöllina í Mjódd í Reykjavík. í dag, laugardag verð- ur haldið upp á afmælið með því að miðaverð verður það sama og fyrir 15 árum, 250 krónur á allar sýningar bíósins. Auglýsingabann Samkeppnisstofnun hefur bannað auglýsingar Bifreiða og landbúnaðarvéla um greiðslukjör á bílum. Ástæða bannsins er að endanlegt heildarverð kemur ekki fram. Landsbróf græða Landsbréf högnuðust um 61,5 milljónir á síðasta ári eftir skatta. Verðbréfasala Landsbréfa nam 130 milljörðum króna og jókst um 60% milli ára. -SÁ Haildór Ásgrímsson utanríkisráöherra og Lars Emil Johansen, formaöur græniensku landsstjórnarinnar, undrrituöu i gær yfirlýsingu þess efnis aö ísland og Grænland heföu stabfest samning milli landanna um loðnuveibar innan ís- lenskrar og grænlenskrar lögsögu. Átta þúsund tonn koma í hlut hvorrar þjóöar. DV-mynd BGS Formaður grænlensku landstjórnarinnar: Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar leggur áherslu á aukin viðskipti milli íslands og Grænlands, bæði í verslun með hráefni, matvörur og í ferðamennsku. Lars Emil Johansen sagði á fundi með fréttamönnum í gær að milli Grænlendinga og íslendinga ríkti gagnkvæmt traust þó að enn væri óleystur ágreiningur um fisk- veiðar og fiskveiðiheimildir í lög- sögum hvorrar þjóðar um sig og um hvar mörk lögsagna landanna lægju og vísaði í því efni til Kol- beinseyjardeilunnar. Hann sagði að Grænlendingar stefndu að fullu sjálfstæði þjóðar- innar og að Danir stæðu ekki í vegi fyrir þeirri viðleitni. Þótt Grænlendingar væru vissulega reiðir fyrri stjórnvöldum Dana fyrir ýmis atvik í samskiptum þjóðanna, svo sem nauðungar- flutninga frá Thulesvæðinu fyrir nokkrum áratugum, þá hefði það í sjáifu sér ekki áhrif á samskiptin nú og nauðungarflutningarnir væru ekki hvati að sambandsslit- um nú. Formaður RSÍ: Vinna þarf hratt ef kom- ast á hjá verkföllum „Maður skynjar aðeins breytt viðhorf hjá atvinnurekendum síð- ustu daga en þeir hafa staðið þver- ir fyrir til þessa. Framkoma þeirra og viðhorf hefur breyst. Þeir virö- ast nú hafa áttað sig á alvöru máls- ins og að þeir eru búnir að missa öll spil af hendinni. Samt sem áður liggur það fyrir að það þarf að vinna mjög hratt alla næstu viku ef menn ætla að sleppa við verk- fóll. Auðvitað vonast allir til þess að ekki komi til verkfalla, enda eru þau neyðarúrræði, en svo get- ur farið að ekki verði hjá því kom- ist að beita þeim,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í samtali við DV í gær. Kosið hefúr verið um verkfall 9. mars næstkomandi hjá félögum Rafiðnaðarsambandsins sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Verk- fall var samþykkt með 100 prósent greiddra atkvæða. Verkfall hjá þessum hópi bitnar að sjálfsögðu á Rafmagnsveitu Reykjavíkm: þar sem vinna á milli 60 og 70 rafiðn- aðarmenn og Borgarspítalanum þar sem vinna 10 til 15, að sögn Guðmundar. „Næsta skref hjá okkur er Reykjavíkurhöfn. Þar starfa marg- ir rafiðnaðarmenn hjá Eimskip og Samskip og sjá um aila frysti- gámana. Þar verðum við í samfloti með Dagsbrún. Svo er það Raf- magnsveita ríkisins. Þar hófst kosning um verkfail á fimmtudag. Starfsmennimir eru dreifðir um allt land og því fer fram póstkosn- ing sem tekur nokkra daga. Síðan koma einhver einkafyrirtæki og þar á eftir kemur að ríkinu. Þar kemur RÚV inn, Landsspítalinn, Þjóðleikhúsið og ýmis fleiri ríkis- fyrirtæki. Og síðan heldur þetta áifram ef öll skriðan fer af staö,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. -S.dór Efld viðskipti milli Grænlands og íslands Þú getur svaraB þessari spurningu meö því að hringja í síma 9041000. 39,90 kr. mínútan Jí l Nol \2‘ Býstu við verkföllum? j rödd FOLKSINS 904 1600 Áætlun Dagsbrúnar og Framsóknar: Skriða verkfalla eftir 9. mars Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn hafa gert aðgerðaáætlun ef til verkfalla kemur. Þegar hefur verið samþykkt að fara í verkfall í Mjólkusamsölunni 9. mars næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Næstkomandi þriðjudag verður at- kvæðagreiðsla um verkfall hjá starfs- mönnum Eimskips og Samskips við Reykjavíkurhöfn og fyrirtækisins Löndunar. Verkfall verður svo boðað fyrir klukkan 17.00 næstkomandi miðvikudag hjá þessum fyrirtækjum. Fundir verða haldnir hjá starfs- mönnum ohufélaganna 3. mars og frá þeim degi og til 6. mars mun at- kvæðagreiðsla um verkfall standa yfir. Verkfall hjá olíufélögunum verð- ur svo boðað fyrir klukkan 17.00 föstudaginn 7. mars. Fundur með bensínafgreiðslu- mönnum var haldinn í gær en kosn- ingu um verkfallsboðun á að vera lokið fyrir 6. mars. Verkfall verður tilkynnt fyrir klukkan 17.00 þann dag. Loks verður kosið um allsherjar- verkfall 10. til 13. mars og það síðan boðað fýrir klukkan 17.00 föstudag- inn 10. mars frá og með 23. mars. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.