Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Page 20
20 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 U"V" ilk Friðrik Karlsson, gítarleikari ársins á íslandi, að gera góða hluti í London: - sem vildi hann frekar en Gary Moore til að spila á gítar í Evitu Friörik Karlsson gítarleikari skaust til landsins frá London á dögunum til að taka við íslensku tónlistarverðlaununum 1997 sem besti gítarleikari síðasta árs. Þetta var i fyrsta sinn sem Friðrik náði þessum verðlaunum. Hann sló á létta strengi við afhendingu þeirra og sagði að Madonnu og Gar- reras hefði þurft til að eftir hon- um yrði tek- ið! Friðrik leikur sem kunnugt er undir á git- ar í stór- myndinni Evitu Mezzoforte. Svo fékk hann Evitu- verkefnið og bauð mér að koma og sjá um gítarleikinn í myndinni. Ég sló að sjálfsögðu til,“ segir Friðrik sem er aðalgítarleikari myndarinn- ar nema hvað Gary Moore leikur með honum í upphafslaginu. myndarinnar vildu fá ein- hvem frægari en Friðrik til að spila með honum upphafslagið og hóað var í Gary Moore, sem lék m.a. með hljómsveitinni Thin Lizzy, en hefur verið frægastur fyrir sólóferil sinn með gítar- isti og söngvari. „Síðan þegar verið var að hljóðblanda myndina vildi Madonna, sem fékk að vinna í blöndun- inni, frekar íota mitt Endirinn var sá að okkur var blandað saman. Þetta var Eftir 20 ár í tónlist er Friörik Karlsson gítarleikari líklega á hátindi ferilsins, a.m.k. ekki langt frá honum. Úr nægum verkefnum er aö moöa í London og hefur hann án efa skip- aö sér í hóp bestu sólógítarleikara heims. Aö mörgu leyti getur hann þakkaö Madonnu sem gaf honum meiri tækifæri í myndinni um Evitu en til stóö. DV-mynd GVA með Madonnu, Carreras og félög- um og í lok síðasta árs kom hann fram i sjónvarpsþætti með heimstenórnum José Carreras. Friðrik leikur um þessar mundir á gítar í söngleiknum Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber í Lyceum-leikhúsinu í London. Sýningar eru átta á sex kvöldum vikunnar og byrjuðu í nóvember sl. Uppfærslan kom í kjölfar hljómplötu sem kom út í London sl. sumar og leikur Friðrik einnig á plötunni. Söngleikurinn er sýndur á sama stað og þegar hann sló fyrst í gegn. Webber vildi hann áfram „Ég var í hópi fjögurra tónlistar- manna í Evitu-myndinni sem vor- um fengnir í þetta verkefni líka að beiöni Webbers. Framleiðandi tón- listar er sá sami i myndinni og söngleiknum. Hann sér um öll verk- efni Webbers,“ segir Friðrik. En hvemig kom það til upphaf- lega að Friðrik komst að í Evitu- myndinni, sem nú á að fara að sýna innan skamms í Laugarásbíói? „Ég kynntist öðmm þeim fram- leiðanda sem ég er að vinna fyrir í London við gerð einnar plötu Viö afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna 1997 í síðustu viku sté Friðrik í pontu og gerði grín aö þvi aö þaö heföi þurft Madonnu og Carreras tii aö hann fengi verðlaun sem besti gítarleikarinn á íslandi. DV-mynd ÞÖK ágætis auglýsing fyrir mig,“ segir Friðrik en í myndinni er hann kall- aður Frizzy Karlsson. Það var Madonna sem vildi kalla hann Frizzy. Friðrik er í hópi sex annarra tónlistarmanna sem nefndir eru á nafn í svokölluðum kreditlista í lok myndarinnar. Ráðrík Madonna Friðrik hitti Madonnu og Antonio Banderas nokkrum sinnum við gerð Evitu. Aðspurður um stór- stjömurnar segir Frið- rik að Madonna vilji mikið láta á sér bera og sé óneitanlega ráðrík. En það geti komið sér vel seinna meir að vera í náðinni hjá henni. Um Banderas hefur hann ekkert nema gott að segja. Þar fari ósköp venjulegur náungi en um leið nokkuð ákveð- inn. En aftur að söngleikn- um Superstar. Friðrik er 1. gítarleikari i honum en hefur tvo staðgengla þannig að hann þurfi ekki að vera á öllum sýningum. Aðsókn hefur verið mjög góð, og í febrúar hefur verið fullt hús á nærri því öllum sýningum. Samkeppnin um áhorfendur er hörð því í London era hátt í 60 söngleik- ir í gangi i einu. Friðrik telur þó lík- legt að Superstar geti gengið í ein- hver ár til viðbótar. Hóað í Gulla Briem Hann hefur notað sín sambönd til að koma félögunum að. Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, lék undir á tveimur lögum á plöt- unni með söngleiknum og kemm- til með að leysa af í nokkrum sýning- um í London á næstunni. Meðfram spilamennskunni í söngleiknum hefur Friðrik verið að leika inn á plötur hjá hinum og þessum og komið fram í sjónvarpi. Hann er einkum að vinna hjá tveimur framleiðendum að þeim verkefnum sem þar falla til. Meðal þeirra platna sem Friðrik lék á var með Robson & Jerome sem var næstsöluhæsta platan í London fyr- ir síðustu jól. Búið er að bóka Frið- rik á aðra plötu með þeim félögum á þessu ári. Kvikmynd um Supreme í bígerð Friðrik vinnur að fleiri verkefnum. Svo gæti farið að hann verði aðalgítarleik- ari í stórmynd um sögu hljómsveitarinnar Supreme sem stendur til að gera á þessu ári. Þá er hann um þessar mundir að undirbúa útgáfu hug- leiðsluplötu, bæði hér á íslandi og í London. Þar leikur Friðrik frumsamda og slak- andi tónlist í anda ný- aldar. Upptökur standa yfir. Hann seg- ir mikinn áhuga vera á tónlist af þessu tagi ytra. Spor gefur plöt- una út á íslandi og Friðrik er með tilboð frá nokkrum erlend- um plötufyrirtækjum. Hann segir vinnuna í London vera skemmti- lega en um leið mjög Gott sé að hafa fasta vinnu sem gítarleikari. Það sé að vissulega hægt á íslandi en á allt annan hátt. Umhverfið sé verndaðra þar. „Standcirdinn er hár héma og maður þarf auðvitað að herða sig. Ég er búinn að vera héma í ár og tel mig vera betri gítarleikara en þegar ég fór út. Samkeppnin er hörð og nóg til að spilurum. Ef þú stendur þig ekki nógu vel þá em hundrað aðrir sem vilja komast að. Þetta hef- ur verið holl lífsreynsla og mjög lærdómsrík.“ Mezzoforte í 20 ár Friðrik gerir ráð fyrir að vera í London á meðan verkefni endast. Hann komi til með að enda ferilinn á íslandi en hvenær það gerist sé aldrei að vita. Hann er búinn að spila á gítar frá 7 ára aldri og fyrir alvöru frá því hann var 16 ára. Hljómsveitin hans gamla, góða, Mezzoforte, er enn að og fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður ýmislegt gert. Meðal annars er unnið að gerð sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á Stöð 2 ein- hvem tímann á árinu. „Við erum alls ekkert hættir. Þetta er eilífðar- verkefni.“ -bjb krefjandi. ( i ( ( ( ( < i i ( 'i ( ( i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.