Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 24
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 - dóttirin er okkur allt, segir Haukur sem kominn er á fimmtugasta og sjöunda aldursár Þegar ekiö er inn í Stokkseyri má fljótlega sjá hús á hægri hönd við sjávarkambinn sem við fyrstu sýn viröist vera snyrtilegt iðnaöarhús- næði. En svo er ekki alveg heldur er þar komið listmunagallerí í eigu Hauks Dórs Sturlusonar, listmálara og leirlistamanns, og Þóru Hreins- dóttur graflklistamanns. í fyrra keyptu þau húsiö sem áður hýsti Hitaveitu Stokkseyrar og innrétt- uðu einnig íbúð þar sem voru skrif- stofur hitaveitunnar og gamla verk- stæðisaðstaöan er orðin að huggu- legu listmunagalleríi og vinnuaö- stöðu. DV leit inn hjá þeim skötu- hjúum í vikunni en á hverjum sunnudegi eru þau með opið hús fyrir gesti og gangandi. í galleríinu eru margar mjög góöar myndir og leirlistaverk sem þau hafa unniö og aldrei að vita nema farið sé að stytt- ast í sýningu þó að hún hafi ekki verið ráðgerð enn. Haukur og Þóra búa ekki ein á Stokkseyri. Um húsið skríður á gólf- um og trítlar í göngugrind hún Salka litla, átta mánaða dóttir þeirra. Haukur kynntist Þóru fljót- lega eftir að hann missti eiginkonu sína í rúm 30 ár, Ástrúnu Jónsdótt- ur, úr krabbameini árið 1994. Sam- band þeirra Hauks og Þóru mun ekki hafa verið vel séð af mörgum þeirra nánustu ættingjum, m.a. vegna þess hversu stutt var liðið frá fráfalli Ástrúnar. Haukur segir þetta vitanlega erfitt mál innan fjöl- skyldunnar sem hann vilji sem minnst ræða. Mestu skipti aö þau Þóra séu hamingjusöm og eigi sam- an yndislega dóttur sem sé þeim allt. Fyrir á Þóra tvær dætur, 16 og 19 ára, og Haukur á tvær dætur á þrítugsaldri, Tinnu og Tönju, sem hann og Ástrún ættleiddu kornung- ar frá Kóreu. Rétt að byrja í listinni Haukur er fæddur í Reykjavík árið 1940 og á því ekki langt eftir í 60 árin. Hann hefúr getiö sér gott orö sem einn okkar fremstu lista- manna, var t.d. einn þeirra sem stofnuðu Gallerí-Súm á símun tíma og hefur haldiö tugi einka- og sam- sýninga hérlendis sem erlendis. Þá hannaði hann eitt sinn verölauna- gripi fyrir Menningarverðlaun DV. Haukur er hógvær maöur og tel- ur sig eiga nóg eftir í listinni, hann sé rétt aö byrja. Þegar hann er Hamingjusöm fjölskylda á Stokkseyri Ir sér ekkl í svip Hauks Dórs. spurður hver hafi veriö hátindur ferilsins segir Haukur hann enn Hin átta mánaða Salka í fangi móður sinnar, Þóru Hreinsdóttur, og stoltið leyn- DV-myndir GVA o.fl. Kjördætur Hauks, Tanja og Tinna, eru komnar á þrítugsaldurinn og eru bú- settar f Danmörku f dag. Haukur heldur nánu sambandi við þær. eiga eftir að koma. Vonandi lifi hann langt í 100 árin og geti á þeim tíma náð einhverjum árangri! „Ég er svo seinþroska, maður,“ segir Haukur og glottir. Fyrir utan „elítuna" Kunnugir segja að Haukur sé nokkurs konar utangarðsmaður í myndlistinni, hann hafi aldrei haft áhuga á að koma sér í mjúkinn hjá „menningar-elítunni" og liðið illa í kokkteilboðum, ef hann hefur þá sótt þau. Hann sé miklu frekar brautryðjandi - ráðist í verkefni og sigrist á þeim en gefi sér kannski ekki tíma til að njóta sigurvímunn- ar. Aðspurður segist Haukur geta verið sammála þessu aö mörgu leyti. Hann hafi ekki eytt tíma í að rækta nauðsynleg sambönd í lista- heiminum. Hann hafi haft meiri áhuga á að þróa sína listsköpun og tekiö þann tíma í það sem þurfti. Dómar um sýningar hans hafi yfir- leitt veriö mjög jákvæðir og gagn- rýnendur tekiö honum opnum örm- um oftast nær. Haukur Dór hefúr málað myndir alveg frá bamæsku en ætlaði sér upphaflega ekki aö veröa listamaö- ur. Átján ára gamall fór hann að læra jámsmíði og lauk þvi námi. En undir lok jámsmíöanámsins var myndlistin farin aö toga í hann. Hann byijaði á því að nema mynd- list í kvöldskóla í Reykjavík og siö- an fór hann í tveggja ára nám í myndiist í Skotlandi. Þaö var þar sem Haukur kynntist leimum. Þaö- an fór hann til Kaupmannahafnar og læröi mynd- og leirlist í tvö ár í Listaakademíunni. Stofnaði Kúnígúnd Útskrifaður kom hann heim til ís- lands 1966. Fljótlega eftir það stofn- uðu þau Ástrún listmunagalleríið Kúnígund ásamt hjónmium Guö- rúnu Magnúsdóttur, Dúnu, og Jens Kristleifssyni grafíker. Næstu árin var Haukur fyrirferð- armikill í leirlist og gat sér gott orð fyrir verk sín. Eftir um tíu ára far- sælan rekstur seldu þau sinn hlut í Kúnígúnd og snem sér að öörum verkefnum. Gerðu þau sér lítið fyr- ir og reistu sér íbúðarhús og leir- verkstæði við sjávarsíðuna á Álfta- nesi. I endurhæfingu til Bandaríkjanna Á Álftanesi vom þau til ársins 1981 en þá var ákveðið að söðla um og flytja búferlum til Bandaríkj- anna. Haukur segir tilganginn með þeirri ferö hafa verið að reyna að umbylta sér sem listamanni eða, eins og hann orðar það: „Ég fór í endurhæfingarskóla fyrir staönaða leirkerasmiði." Hann er ánægður með Bandaríkjadvölina, hún hafi verið sem vítamínsprauta og gefið honum nýjar víddir í listinni. Á þessum tíma hafi áhuginn á leirlist verið farinn að dofna og hugurinn leitað til málverksins. Enda lítur hann svo á í dag að leirlistin hafi meira verið hans lifibrauð á meðan málverkin hafi lengi vel veriö nokk- urs konar áhugamál eða hliöar- grein. í Bandaríkjunum voru þau Ástrún í tvö ár. Þau vildu ekki fara til íslands heldur lá leiðin til Dan- merkur. Undir stráþaki í Dan- mörku Þau settust að í smábæ á Sjálandi sumarið 1983, nánar tiltekiö í Frederiksværk, um 70 kílómetra norðvestur af Kaupmannahöfn. Þau festu kaup á 200 ára gömlum bónda- bæ með stráþaki, sem var líkt og klipptur út úr ævintýri H.C. Ander- sens, og settu þar á stofii listmuna- verslun og veitingahús, auk þess sem Haukur vann að listsköpun sinni. Þama var Haukur tekinn til við málverkiö á fullu á meðan Ástrún var á kafi í veitingarekstrin- um. Hann kom jafnan til íslands á sumrin, málaði þar og hélt sýning- ar. í nokkur ár var hann m.a. með vinnuaðstöðu í Álafosshúsinu Haukur Dór og Þóra hafa komiö sér upp huggulegu listmunagallerfi ó Stokkseyri og hér vinnur hann viö eitt málverkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.