Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 33
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 wenning® Steina Vasulka, Menningarverðlaunahafi DV í myndlist: orðin Islendingur á ný Heldur tengslum við Is- land Steina hefur reynt aö halda tengslunum við ísland en hún hef- ur búið í Bandaríkjunum til fjölda ára, fyrst í New York og síðan í Buffaló og Santa Fe i New Mexíkó. Steina les íslenskar bækur til þess að halda við málinu en hún er ekki sátt við að tala ís- lenskuna með hreim. Einnig reynir hún að millilenda reglulega á íslandi þegar hún er á leið til Evrópu. Fiðlunám í Tákkóslóvakíu „Mér þykir mjög gaman að hafa fengið þessi verðlaun, sérstaklega þar sem ég er orðin svo mikill útlendingur. Verðlaunin gera það að verkum að mér flnnst ég orðin íslendingur á ný,“ segir Steina Va- sulka sem hlaut Menning- arverðlaun DV í myndlist fyrir sýningu sina á víd- eóverkum á Kjarvals- stöðrnn. Á síðastliðnum áratugum hefur mynd- bandið eða vídeólistin öðlast viðurkenningu sem listrænn miðill til jafns við aðrar listgrein- ar. „Ég bjóst alls ekki við þessu og til mín hefur komið mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt til þess að óska mér til hamingju og ég hef kynnst fleiri listamönnum á íslandi,“ segir Steina. þá minni og minni tíma á íslandi. Hún fór síðan í fiðlunám til Tékkóslóvakíu þar sem hún eyddi þremur árum en hún hóf feril sinn sem fiðluleikari. Að þeim árum loknum ákvað hún að tónlistin yrði ekki hennar ævistarf. Hún var eitt ár heima á íslandi áður en hún fór til Bandaríkj- anna. Steina hefur aldrei verið í myndlistamámi. Steina fór fyrst að ast árið 1957 þegar hún var sautján ára gömul og eyddi „Ég fór kollhnís á sínum tíma ofan í þetta vídeó. Ég var þá aö bíöa eftir aö eitthvaö nýtt geröist í lífi mínu,“ segir Steina. DV-mynd Brynjar Gauti Kollhnís ofan í vídeó „Ég var búin að afgreiða tónlist- ina. Það er gaman að spila en það er svo leiðinlegt að reyna að vinna sér inn peninga með tónlist. Ég fór kollhnís á sínum tíma ofan í þetta vídeó. Ég var þá að bíða eftir að eitthvað nýtt gerðist í lífl mínu. Þá var þegar byrjað að kynna vídeóið, fólk var farið að vera með léttar vélar og fór með þær út á götu,“segir Steina. Viðast hvar var ekki hugsað um videólistina sem list og hún fékk ekki viðurkenningu innan hinna listgreinanna en Steinu og eigin- manni hennar, Woody Vasulka, fannst þetta vera list frá fyrsta degi. Þau hafa rutt heiminum með persónulegum efnis- tökum og leiftrandi sköpunargleði. Þau unnu saman að listsköpun sinni i þrjú ár samfleytt en síðan fóru þau hvort í sína áttina í verk- um sinum. Áhugi þeirra fór í ólíkar áttir en þau héldu samt sem áður áfram að hjálpa hvort öðru á sýn- ingum. Gerði ég þetta? „Tæknilega er vídeólist mjög erf- ið en það er afskaplega „prívat“ að gera svona listaverk þannig að ég er hissa á því að okkur hafi tekist að vinna saman í þrjú ár. Þetta gengur út á að ná sambandi við sjálfan sig, tala við sjálfan sig. Þegar vel tekst til þá get ég hugsað „Gerði ég þetta?" Við vorum ekkert að reyna að fá vídeólistina viðurkennda sem list- grein. Okkur var alveg sama um það því ég hef aldrei verið neitt hrif- in af galleríum," segir Steina. Hjónin sýndu viða í New York í margs konar sölum og það hentaði þeim ágætlega að þurfa ekki að vera bundin af listagalleríum. New York var eini staðurinn þar sem hægt var að fá styrki til þess að stunda þessa listgrein. Steina segir að það gangi auð- vitað jafnilla að lifa á þessari list og annarri og þau hafl þurft að starfa að ýmsu öðru til þess að eiga í sig og á, til dæmis auglýs- ingum. Frá New York fluttu þau til Buffalo þar sem var mjög snjó- þungt en þau kenndu þar við há- skólann. „Þegar maður gat ekki lengur horgað í stöðumæla þar sem þeir voru horfnir í snjó ákváðum við að flytja til sólríkari staðar," segir Steina. Fyrir valinu varð Santa Fe í New Mexíkó þar sem þau búa ennþá og stunda sína listsköpun. -em Margét Harðardóttir og Steve Christer fengu Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist: Mikilvægast að vera sjálfur sáttur við verk sitt „Við hugsuðum líklega fyrst um það hvaða fisk við fengjum að borða," segja þau Margrét Harö- ardóttir og Steve Christer sem fengu Menningarverðlaun DV í bygging- arlist og eru í forsvari fyrir alla þá er unnu að því að hanna og byggja Hæstaréttarhúsið. Að sögn dómnefndar er þar um að ræða vandaða og agaða bygg- ingu þar sem helst i hendur útlit sem styður við umhverfið, gott innra skipulag og efnismeðferð. Hnitmiðað samspil smárra sem stórra hluta hússins leiðir til heil- steyptrar hönnunar. Þetta er í annað sinn sem Steve og Margrét hljóta Menningarverðlaun DV en þau hrepptu þau einnig fyrir hönnun sína á Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þau unnu einnig í bæði skipt- in í samkeppni sem haldin var annars vegar um bestu hönnun á ráðhúsi og hins vegar hæstaréttar- húsi. Góðar byggingar til- nefndar ' „Að þessu sinni voru mjög góðar byggingar tilnefndar. Við erum auð- vitað ánægð með verðlaunin því þau eru góð og gild viöurkenning. Ekki veitir af að beina athyglinni að þvf sem vel er gert í umhverfi okk- ar því það hefur bein áhrif á mann- lífið,“ segir Steve. Steve og Margrét höfðu ekki ímyndað sér fyrirffam hvaða bygg- Margrét Haröardóttir og Steve Christer fengu Menningarverölaun DV fyrir byggingar- list. DV-mynd BG ing yrði fyrir valinu þvi af- staðan sé svo háð þeirri dómnefnd sem starfar hverju sinni. Þau segja það alltaf hvetjandi að fá viður- kenningu en það hafi líklega ekki áhrif á flæði verkefna til þeirra. „Við fáum yfir- leitt ekki verkefni nema í gegnum samkeppni. Þetta er svo hörð barátta um hvem brauðbita og aðrar starfs- stéttir eru komnar langt inn á svið arkitekta. Arkitektar eiga erfitt uppdráttar og era vannýtt afl í þjóðfélagi okk- ar. Við fjárfestum í mennt- un þeirra en kunnum svo ekki að nýta þá,“ segir Mar- grét. „Það er auðvitað mikil- vægast að vera sjálfur sáttur við verk sitt en gott að fá staöfestingu frá öðrum,“ seg- ir Steve. Þau benda á að þau ein eigi ekki heiðurinn skilinnn heldur sé í raun og veru ver- ið að veita öllum sem unnu að byggingunni viðurkenn- ingu. Það skipti máli að hver og einn sem vinnur að hús- inu skili sínu verki á full- kominn hátt. Bygging er verk margra manna Bygging er ekki eins og málverk eða skáldsaga, unnin af einum manni, heldur liggja í henni verk margra manna. Við arkitektamir vinnum með verk- fræðingum í samræmi við forsögu verkkaupans. byggingarnefndin, dómararnir og aðrir sem eiga að starfa í húsinu fylgjast með þróun verksins þar til það er afhent verktakanum. Ármannsfell sá um framkvæmdina ásamt fjölda und- irverktaka og eiga þeir allir heið- ur skilinn. Að sögn þeirra Mar- grétar og Steve áttu þau ekki þátt í að velja lóðina fyrir Hæstaréttar- húsið en það olli þó nokkrum deil- um á sínum tíma. Þau segjast sátt við staðsetninguna og að það hafi fljótt komið í ljós að húsið væri af ákjósanlegri stærð fyrir lóðina enda hefðu þau ekki skilað inn samkeppnistillögu nema svo hefði verið. Þau segja að það hæfi vel að framkvæmdavaldið og dómsvaldið séu hvort sínum megin götunnar. Hvort um sig sjálfstætt en samt í mikilli nálægð. „Lóðin var ekkert augnayndi og hafði einhvem veginn dagað uppi sem bílastæði. Þarna er vindasamt og arkitektar Safnahúss og Þjóð- leikhúss höfðu t.d. á sínum tíma gert ráð fyrir byggingum á reitn- um. Hlutverk nýja hússins var að hnýta þessar ólíku byggingar á svæðinu saman svo þær styddu hver aðra og mynduðu góða heild. Vonandi hefur það tekist,“ segir Margrét. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.