Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 40
52 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 1 *"\7' skák Kasparov sýndi yfirburði sína í Linares: Öruggt efsta sæti þrátt fyrir óvænt tap - deildakeppnin og fjöltefli Ivans Sokolovs í Faxafeni um helgina Garrí Kasparov tryggði sér sigur- inn á stórmótinu í Linares með glæsilegum endaspretti; hann vann þrjár síðustu skákirnar og þar á meðal helsta keppinautinn, Vla- dimir Kramnik, í hreinni úrslita- skák í siðustu umferð. Kasparov hefur því enn tekist að slá ungu arf- tökum sínum við en á Linares-mót- inu var valinn maður í hverju rúmi Skoðum lokastöðuna: 1. Garrí Kasparov (Rússlandi) 8,5 v. af l\ mögulegum. 2. Vladimir Kramnik (Rússlandi) 7,5 v. 3. - 4. iMichael Adams (Englandi) og Veselín Topalov (Búlgaríu) 6,5 v. 5. Judit Polgar 6 v. 6. Viswanathan Anand 5,5 v. 7. - 8. Boris Gelfand og Vassily Ivantsjúk 5 v. 9. - 10. Alexei Dreev (Rússlandi) og Predrag Nikolic (Bosníu) 4,5 v. 11.-12. Jeroen Piket (Hollandi) og Alexei Sírov (Spáni) 3,5 v. Kasparov vann alla þá sem siðar höfnuðu í einu af sex efstu sætun- um en miður gekk honum með slak- ari helming mótsins. Hann vann Nikolic og Sírov, skákum hans við Gelfand, Dreev og Piket lauk með jafntefli, en í fjórðu síðustu umferð tapaði Kasparov óvænt fyrir Vassily Ivantsjúk, sem þá vermdi neðsta sætið með 2 vinninga úr 7 skákum. Eftir skákina beit Kasparov hins vegar í skjaldarrendur og vann þær skákir sem hann átti eftir. Ivantsjúk reis einnig úr öskustónni og náði 3 vinningum úr 4 síðustu umferðun- um. Skemmtileg var skák Ivantsjúks við Piket í næstsíðustu umferð. Ivantsjúk, sem hafði engu að tapa lengur, auk þess sem sigurinn móti Kasparov hafði gefið honum aukna von, beitti gamalreyndri skákbyrj- un - kóngsbragði. Þessi byrjun þyk- ir áhættusöm og er núorðið býsna sjaldgæf á stórmótum. Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Jeroen Piket Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Bc4 c6 4. Rc3 d5!? Algengari leikmáti er 4. - Rf6 en leikur Hollendingsins er allrar at- hygli verður. Hugmyndin kemur í Umsjón Jón LÁrnason ljós í 6. leik. 5. exd5 Dh4+ 6. Kfl f3! 7. d3 fxg2+ 8. Kxg2 Rf6 9. De2+ Kd8 Hvíti kóngurinn er heldur skjóllítill en nú er sá svarti ekkert betur settur. Hins vegar gekk ekki 9. - Be7 vegna 10. d6. 10. De5! Df2+!? Hvítur hótaði 11. Bf4 og svarið við 10. - Rbd7 hefði orðið 11. Df4 með góðu tafli. Svartur kýs því að þvinga fram drottningakaup með örlítilli leikfléttu. 11. Kxf2 Rg4+ 12. Kg2 Rxe5 13. Bf4 Rg6? Ógæfu svarts í framhaldinu má rekja til þessa leiks. Betra er 13. - Rxc4 14. dxc4 Bb4 og nú kann svart- ur að vera nálægt því að jafna taflið. 14. Bg3 f6 15. Rf3 Bb4 16. Rd4 Bd7 17. Re6+ Bxe6 18. dxe6 Eftir mistök svarts í 13. leik hafa línur skýrst. Eins og svo oft áður í kóngsbragði á hvítur augljósa yfir- burði í endataflinu, þökk sé bisku- paparinu og óþægilegum frelsingj- anum á e6. 18. - Re7 19. Hhfl Rc8 20. Re4 Ke7 21. Bh4 HfB Hótunin var 22. Rxf6! o.s.frv. 22. c3 Bd6 23. Khl! Hugmyndin með dularfullum kóngsleiknum kemur í ljós i 30. leik. 23. - b5 24. Bb3 Ra6 25. a4! Rc7 26. axb5 cxb5 27. d4 a5 28. Hf3 a4 29. Ba2 Ha6 30. Hgl Re8 31. Hf5 a3 32. Hxb5 g5 33. Hb7+ Rc7 34. Rxd6 Hxd6 Eða 34. - Kxd6 24. Bg3+ og vinnur. 35. Hxc7+ Kd8 36. Hf7 - og svartur gafst upp. Tvö helgarmót Aukin samkeppni hefur færst í skáklífið á höfuðborgarsvæðinu. Um síðustu helgi fóru fram tvö helg- arskákmót i Reykjavík, annað á vegum Taflfélags Reykjavíkur og hitt á vegum Taflfélagsins Hellis. Mótin voru með áþekku sniði, tefld- ar atskákir, 7 umferðir. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari sigraði glæsilega á móti Hellis, sem haldið var í félagsheim- ilinu í Mjódd. Hannes vann allar skákir sínar, hlaut 7 v. Bragi og Björn Þorfínnssynir deildu 2. sæt- inu bróðurlega, fengu 5 v. og 4,5 vinninga fengu Gunnar Bjömsson og Ólafur Kristjánsson. Þátttakend- ur voru tuttugu. Mót Taflfélags Reykjavíkur var heldur fjölmennara, þar tefldu 32 keppendur. Sigurvegari varð for- maður félagsins, Þröstur Þórhalls- son stórmeistari. Hann fékk 6 v. af 7 mögulegum. í 2.-A. sæti urðu Tómas Bjömsson, Einar Hjalti Jensson og Rúnar Sigurpálsson með 5,5 v. Þessi skemmtilega skák var tefld í Faxafeni, þar sem ein efnilegasta skákkona okkar leikur listir sínar. Hvítt: Harpa Ingólfsdóttir Svart: Matthías Kormáksson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. f3 Bg7 7. Be3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Bxd4 Be6 11. g4 Da5 12. a3 Hfc8 13. h4 Hab8 14. De3 b5 15. h5 b4 16. Rbl Db4 17. Hd2 a5 18. hxg6 hxg6 19. Hdh2 Hc7 20. Ba6 Bb3 21. c3 Hc6 22. g5 Rh5 23. Bxg7 Kxg7 24. f4 Hxa6 25. f5 bxc3 26. Rxb3 Hc8 27. Kd2 Dc6 28. Dd4+ e5 29. fxe6+ frhl. Kf8 30. Hxh5 gxh5 31. Dh8+ Ke7 32. Df6+ Ke8 33. Dxf7+ Kd8 34. Hxh5 De8 35. Hh8 og svartur gafst upp. Fjöltefli Ivans Sokolovs Skákhelgin á höfuðborgarsvæð- inu verður hlaðin viðburðum. Seinni hluti deildakeppni Skáksam- bands íslands fer fram í Faxafeni. -í 1. deild er keppnin afar tvísýn, því að einungis hálfur vinningur skilur að efstu sveitirnar tvær. Reykjavík- urfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir bítast um sigur- inn. TR hafði hlotið 25 vinninga úr 32 skákum, Taflfélagið Hellir 24,5 v. í þriðja sæti kom Skákfélag Hafnar- fjarðar með 15,5 v., Taflfélag Garða- bæjar hafði 14,5 v., Skákfélag Akur- eyrar 14 v., b-sveit TR hafði 13,5, Taflfélag Kópavogs 12,5 og sveit Skáksambands Vestfjarða hafði hlotið 8,5 v. Fimmta umferð var tefld í gær- kvöldi og þá áttust við sveitir TR og Hellis. Tvær síðustu umferðirnar fara fram í dag, laugardag. Sú fyrri hefst kl. 10 árdegis, og lokaumferðin hefst kl. 17. Þá er stórmeistarinn snjalli frá Bosníu, Ivan Sokolov, í heimsókn hér á landi um helgina í boði Skák- skóla íslands og Taflfélags Reykja- víkur. Hann verður gestakennari við Skákskóla íslands, þar sem margir efnilegustu skákmenn lands- ins munu njóta tilsagnar hans og að auki teflir hann almennt fjöltefli í Faxafeni 12 á sunnudagskvöld kl. 20. Sokolov teflir við 30 manns og munu þeir fyrstu sem skrá sig fá að taka þátt. Öðrum er velkomið að fylgjast með meistaranum að tafli. Mikill fengur er að komu Sokolov og langt er síðan erlendur stór- meistari af þessum styrk hefur teflt fjöltefli hér á landi. Bridgehátíð 1997 bridge Eins og kunnugt er af fréttum rættist spá þáttarins að Ólympíu- meistarar Frakka myndu vinna sveitakeppnina, enda tvímælalaust með bestu sveitina. Þótt þeir ynnu hins vegar alla sina leiki nema einn var sigurinn ekki eins afgerandi og búast mátti við því fyrir síðustu umferðina áttu þrjár sveitir mögu- leika á sigri. Reyndar töpuðu Ólympíumeistaramir síðasta leikn- um gegn sveit Hjördísar Eyþórsdótt- ur, 10-20, en hinar sveitirnar, sem áttu möguleika, töpuðu einnig stórt og því fór sem fór. Lokastaðan í sveitakeppninni var sem hér segir: Frakkland 198 VÍB 187 Hjördís 186 Landsbréf 185 Roche 181 Sveit Marks Feldmans varð í sjö- unda sæti og sveit Indónesa náði sér aldrei á strik og endaði í 23. sæti með 163 stig. Sveit Roche var langefst í mótinu framan af og mætti Ólympíumeist- urunum í sjöundu umferð. Þar var hart barist en leiknum lauk með stórsigri Frakkanna. Við skulum skoða eitt spil frá leiknum. I lokaða salnum sátu n-s Cronier og Szwarc en a-v Hrólfur og Oddur Hjaltasynir. Hrólfur hóf sagnir á sterku laufi: 4 862 •* D9873 ♦ K2 * 653 * ÁK K642 * ÁG64 * K87 4 DG109743 *Á ♦ D3 * DG4 A/N-S Austur Suður Vestur Noröur 14 14 dobl pass 1G 24 34* 34 3G pass * tígullitur pass pass Szwarc spilaði náttúrlega út spaðadrottningu og þetta þunna geim virtist dauðadæmt. En eitt- hvað varð að gera og Hrólfur spilaði tígulás og meiri tígli. Tígul-legan var góðar fréttir en samt voru ekki nema átta slagir í augsýn. Hrólfur tók nú tígulslagina, norð- ur kastaði tveimur hjörtum og ein- um spaða, Hrólfur mátti missa eitt Ólympíumeistarar Frakka. hjarta og Szwarc hikaði aðeins en kastaði síðan tveimur spöðum og einu laufi. Hrólfur var ekki með stöðuna á hreinu. Hann spilaði nú laufási og þegar drottningin kom frá Szwarc svínaði hann laufatíu næst. Szwarc átti afganginn af slögunum, tveir niður og 100 til n-s. í opna salnum, á sýningartöfl- unni, sátu n-s Haukur Ingason og Jón Þorvarðarson en a-v Levy og Mari. Aftur varð lokasamningurinn 3 grönd, en í þetta sinn var Ólymp- íumeistarinn Mari við stjórnvölinn. Jón spilaði út spaðadrottningu og fyrstu slagimir voru eins og i lok- aða salnum. Þegar Levy tók síðan tígulslagina, auglýsti Jón erfiðleika sína með að hugsa sig út í horn. Að lokum losaði hann sig við þrjá spaða og Levy spil- aði þá hjartagosa og lét hann róa yfir. Hann kostaði ásinn og þá var spilið ömggt. Umsjón Stefán Guðjohnsen Reyndar hefði Levy áreiðanlega unnið spilið, þótt hann hefði getið vitlaust í hjartað, því Jón hlaut að eiga litlu hjónin í laufi. Það vom því 11 impar til Frakka sem unnu leikinn stórt. Aöalfundur íslenskra sjávarafuröa hf. veröur haldinn föstudaginn 4. apríl 1997 f Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 9.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Tillaga þess efnis aö hið enska heiti félagsins „celand Seafood International plc” veröi fellt inn f samþykktir félagsins (1 gr.). 3. Tillaga þess efnis aö íslenskum sjávarafuröum hf. veröi heimilaö aö eignast eigin hluta aö nafnveröi allt aö 90 milljónir króna, sbr. 2. og 3. mgr. 55 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. íslenskar sjávarafuröir hf. ♦ 5 4» G105 + 109875 * Á1092
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.