Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 58
70 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Jón Thor Gíslason Jón Thor Gíslason myndlistar- maður, Svöluhrauni 12, Hafnarfirði, verður fertugur á morgun. Hann býr og starfar sem stendur í bænum Cuxhaven í Þýskalandi. Starfsferill Jón Thor er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Á yngri árum átti tón- listin hug hans allan og myndaði hann m.a. dúettinn Fjörefni ásamt Páli Pálssyni rithöfundi. Frá því 1977 stundaði Jón Thor nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist úr málaradeild 1982. Að loknu því námi stundaði Jón Thor myndlistina og tónlistina jöfn- um höndum, hélt einkasýningar í Reykjavík og Hafnarfirði og söng með ýmsum hljómsveitum. Af þeim er helst að nefna sveitirnar Bogart og DADA. Jón Thor fór í framhaldsnám til Þýskalands 1989 og nam þar við Listaakademíuna í Stuttgart. Hann lauk námi þaðan, svonefndu „Auíbaustudium", vor- ið 1992. Síðan þá hefur Jón Thor starfað sem sjálfstæður myndlistar- maður í Þýskalandi og á Islandi. Hann hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis. Jón Thor Gíslason. Fjölskylda Systkini Jóns Thors eru Mart- einn Hafsteinn, f. 12.1. 1952, verka- maður; Dagbjört, f. 2.7. 1963, versl- unarstjóri; Elín Björk, f. 22.6. 1966, verslunarmaður; Jónína Sesselja, f. 20.10. 1969, verslunarstjóri. Foreldrar Jóns Thors eru Gísli Hvanndal Jónsson, f. 3.12. 1929, leigubifreiðarstjóri í Hafnarfirði, og Jóna Kristlaug Einarsdóttir, f. 13.4. 1935, forstöðukona gæsluvelli. Foreldrar Gísla Hvanndals voru Jón Þór- arinsson, verkstjóri og fiskimatsmaður í Hafn- arfirði, og Jónína Sess- elja Jónsdóttir, húsfrú i Hafnarfirði. Móðurbróðir Gisla var Ólafur J. Hvanndal, hrautryðjandi í prent- mótasmíði hér á landi. Systir Jón- ínu Sesselju var m.a. Sigríður, hús- frú að Gerði í Innri-Akraneshreppi, amma Jóns Böðvarssonar mennta- skólakennara og Ármanns Arnar Ármannssonar, framkvæmdarstjóra Ármannsfells. Foreldrar Jónínu Sesselju voru Jón Ólafsson hóndi og Sesselja Þórð- ardóttir, b. að Ytri-Galtarvík í Skil- mannahreppi. Foreldrar Sesselju voru þau Þórður Steinþórsson og Halldóra Böðvarsdóttir, b. á. Hof- stöðum í Hálsasveit. Hún var því al- systir Bjarna á Reykhólum, föður Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tón- skálds. Bræður Ragnheiðar voru meðal annarra, Þórður, faðir Reginu leikkonu og afi Péturs Friðriks myndlistarmanns, Böðvar prestur á Hrafnseyri, faðir Bjarna Böðvars- sonar hljómsveitarstjóra, og Hannes Stephensen, afi Björns Thoroddsens hljómlistarmanns. Móðir Jónu Kristlaugar er Daghjört Sigvalda- dóttir, b. að Hombrekku í Ólafsfirði. Systur Dagbjartar vom m.a. Ólína, móðir Jóns Árnasonar, bónda og hljómlistarmanns á Syðri-Á í Ólafs- firði, og Inga Viðars, kennara í Reykjavík, og Helga, móðir Ólafs Þórðarsonar í Ríó. Faðir Jónu var Einar Einarsson, sjómaður á Ólafs- firði. Jóhann Jónasson Jóhann Jónasson, fyrrverandi forstjóri Grænmetisverslunar land- búnaðarins, Sveinskoti, Álftanesi, verður áttatíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Jóhann er fæddur í Öxney. Hann dvaldi í foreldrahúsum til átján ára aldurs en fór þá til náms í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Að því loknu tók hann stúdentspróf frá MA 1936. Jóhann varð cand. phil frá HÍ1937, lauk kennaraprófi sama ár og var búfræðikandídat frá Sem í Noregi tveimur ámm síðar. Jóhann var ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Kjalarnesþings 1940-46, ræktunarráðunautur Reykjavíkur 1943-46, bústjóri á rík- isbúinu á Bessastöðum 1946-56 og forstjóri Grænmetisverslunar land- búnaðarins 1956-82. Jóhann var formaður rotaryklúbhs Hafnarijarðar, stofn- aði rotaryklúbb Garða- og Bessa- staðahrepps og var formaður hans um skeið. Hann sat í ýmsum nefnd- um. Fjölskylda Jóhann kvæntist 28.11. 1942 Margréti Sigurðardóttur, f. 1916, húsmóður. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, bóndi í Gvendareyjum, og Magnúsína Guð- rún Bjömsdóttir húsmóðir. Börn Jóhanns og Margrétar: Elín, f. 1943, kennari í Kópavogi, maki Jón Höskuldsson, þau eiga þrjú börn, Jóhann, Kristin Guð- mund og Margréti; Snorri, f. 1944, lögregluþjónn, búsettur í Bessa- staðahreppi en hann á tvö börn, Sigríði Margréti og Andrés; Sig- hvatur, f. 1946, bílstjóri í Reykjavík, maki Sigríður Tryggvadóttir, þau eiga tvo syni, Þórarin og Þórð, Sig- hvatur átti áður Ingvar Örn; Sturla, f. 1949, bílstjóri í Hafnarfirði, maki Sólborg Pétursdóttir, þau eiga þrjú hörn, Magnús, Maríu og Snorra; Jónas, f. 1951, verktaki í Kópavogi, maki Dóra Steinunn Jóhannesdótt- UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir, á eftirfarandi eignum; Álfaskeið 76, 0403, Hafnarfirði, þingl. eig. Brandur Karlsson, gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf., útibú 526, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Álfholt 24, 0301, Hafnarfirði, þingl. eig. Unnur Þórðardóttir og Valdimar Erlings- son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Húsasmiðjan hf., þriðju- daginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Háholt 10, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Svala Guðlaugsdóttir og Ari Hjörleifsson, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Hjallabraut 11, 0202, Hafnarfirði, þingl. eig. Ingibjörg Ágústa Magnúsdóttir, gerð- arbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og Lífeyrissjóður starfsm. rfkisins, þriðju- daginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Hjallahraun 10, Hafnarfirði, þingl. eig. Ólafur Ólafsson, gerðarbeiðandi Sigríður Jakobsdóttir, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00._______________________ Hraunbrún 41, Hafnarfirði, þingl. eig. Anna Sólveig Óskarsdóttir, gerðarbeið- endur Kaupþing hf. og Lífeyrissjóður raf- iðnaðarmanna, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00.__________________ Hverfisgata 22, 0001, Hafnarfirði, þingl. eig. Ámi Ómarsson og Borghildur Þóris- dóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Kaplahraun 16, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Vélsmiðja Orms/Víglundar sf., Rvk, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudag- inn 4. mars 1997 kl. 14.00. Lambhagi 10, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Guðjón Þorbjömsson, gerðarbeið- endur íslandsbanki hf., höfuðst. 500, og íslandsbanki hf., þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Lindarberg 12, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Gréta Kjartansdóttir og Óli Sævar Ólafsson, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofn- un ríkisins, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14,00, Ljósaberg 44, Hafnarfirði, þingl. eig. Auður Traustadóttir, gerðarbeiðandi Hús- næðisstofnun ríkisins, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Stapahraun 3, 0103, Hafharfirði, þingl. eig. Sæmundur Eiðsson, gerðarbeiðandi Sóley Benna Guðmundsdóttir, þriðjudag- inn 4. mars 1997 kl. 14.00. Súlunes 10, Garðabæ, þingl. eig. Anna Halla Emilsdóttir og Tryggvi G. Svein- bjömsson, gerðarbeiðandi Húsnæðis- stofnun ríkisins, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Vesturtún 13, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Scandic hús ehf., gerðarbeiðendur Bessastaðahreppur, Húsnæðisstofnun rík- isins og Vatnsvirkinn hf., þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00. Þrastarlundur 1, 0101, Garðabæ, þingl. eig. Tryggvi Eyvindsson, gerðarbeiðandi Aco hf., þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 14.00.________________________________ SÝSLUMAÐURINN f HAFNARFIRÐI ir, þau eiga þrjú börn, Jóhann, Sigvalda og Kötlu Guðrúnu; Sig- rún, f. 1952, kennari, búsett í Bessastaða- hreppi, maki Eðvald Einar Gíslason, þau eiga ljögur börn, Andreu, Katrínu Rósu, Fannar og Eyrúnu. Systkini Jóhanns: Sigurlaug, f. 1913, kennari og listmálari í Reykjavík; Guðrún, f. 1914, húsmóðir í Stykkishólmi; Leifur, f. 1915, d. 1959, sjómaður í Mosfellssveit; Kristín, f. 1916, fyrrv. verslunar- kona í Reykjavík; María, f. 1917, d. 1969, húsfreyja á Bjarna- stöðum í Bessastaða- hreppi; Sjöfh, f. 1919, d. 1990, húsmóðir á Sel- fjarnarnesi; Lilja, f. 1923, d. 1971, húsmóðir í Garðabæ; Hildur, f. 1924, búsett í Ástraliu; Sigríð- ur, f. 1921, d. 1928; Katrín, f. 1926, d. 1978, húsmóðir í Stykkis- hólmi; óskírð stúlka, f. 1928, d. 1928. Foreldrar Jóhanns voru Jónas Jóhannsson, f. 1881, d. 1970, bóndi í Öxney, og k.h., Elin Guðmundsdótt- ir, f. 1887, d. 1928, húsfreyja Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. Jóhann Jónasson. fréttir Mjög saxast á DV. Akureyri:____________________________ Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel að undanfömu og loðnu verið land- að daglega á fjölmörgum stöðum um allt land. Sem dæmi um veiðina má nefna að 19. febrúar hafði verið landað um 750 þúsund tonnum á vertíðinni, en samkvæmt upplýsing- um frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva í gærmorgun höfðu borist á land 871 þúsund tonn eða um 120 þúsund tonn á 10 dögum. Erlend skip hafa landað alls 62 þúsund þús- und tonnum á vertíðinni því til við- bótar. loðnukvótann Enn eru eftir um þrjár vikur af veiðitímanum miðað við reynslu undanfarinna ára, og með sama áframhaldi eru góðar líkur á að það takist að veiða þann kvóta sem gef- inn hefur verið út, en hann nemur 1.277 þúsund tonnum. Ef landanir íslenskra og erlendra skipa á vertíðinni eru teknar saman hefur mestu verið landað á Eskifirði eða rúmlega 51 þúsund tonnum. Til Neskaupstaðar hafa borist 50 þús- und tonn, til Seyðisfjarðar 49 þús- und tonn, til Fáskrúðsfjarðar ríflega 35 þúsund tonn og til Vestmanna- eyja rúmlega 34 þúsund tonn. -gk Þeir Bjarnþór Gunnarsson og Jón Harðarson voru í óöa önn að splæsa snurvoðartóg á bryggjunni í Hafnarfirði þegar DV átti leið hjá. Þeir félagar hafa róiö á Mími ÍS frá Ólafsvík og létu vel af aflabrögöunum undanfarið þrátt fyrir rysjótta tíö. DV-mynd S Til hamingju með afmælið l.mars 85 ára Árni Stefánsson, Tjamarlundi 13H, Akureyri. Fanney Daníelsdóttir, Túngötu 4, Húsavík. 75 ára Ingibjörg Júlíusdóttir, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi. 70 ára Sigríður Sigurðardóttir, Hliðarvegi 17, Isafirði. Jóhannes Martin Ólafsson, Einarsnesi 74, Reykjavík. 60 ára Steina Hlín Aðalsteins- dóttir skólastarfs- maður, Æsufelli 2, Reykjavík. Maður henn- ar er Jón Val- geir Eyjólfs- son bílstjóri. Þau taka á móti gestum í Raf- veituheimilinu í Elliðaárdal í kvöld frá kl. 18.00. Ævar Þorsteinsson, Enni, Engihlíðarhreppi. Hanna Gyða Kristjánsdótt- ir, Nönnufelli 3, Reykjavík. Garðar Sigurðsson, Ásgarði 77, Reykjavík. Erling Pálsson, Flögusíðu 5, Akureyri. 50 ára Guðný Helga Kristjáns- dóttir, Garðarsbraut 13, Húsavik. Hún er að heiman. Bjami H. Þórarinsson, Hlunnavogi 9, Reykjavík. Jón Pálsson, Urðarstíg 10, Reykjavik. Sigríður Emilsdóttir, Suðurhólum 4, Reykjavík. Edda Jóhannsdóttir, Túnhvammi 7, Hafnarfírði. Rósa Sigríður Kjartansdótt- ir, Espigerði 2, Reykjavík. Olga Braguina, Lynghálsi 10, Reykjavík. Heiðar Woodrow Jones, Dalatanga, Mjóafjarðarhreppi. Jónína Lára Einarsdóttir, Brávallagötu 10, Reykjavík. 40 ára Ingólfur Helgason, Grænuhlíð 7, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í sal FÍH, Rauðagerði 27, í dag, milli kl. 17.00 og 19.00. Alfons Sigurður Kristins- son, Espigerði 10, Reykjavík. Stefanía Birgisdóttir, Dísarlandi 10, Bolungarvík. Ellert Aðalgeir Hauksson, Birkihrauni 8, Skútustaða- hreppi. Hartmann Ásgrímur Hall- dórsson, Tumabrekku 2, Hofshreppi. Herdís Ólafsdóttir, Hólmgarði 50, Reykjavík. Haukur Öm Jóhannesson, Hæðargötu 9, Njarðvík. Ari Leó Sigurðsson, Hólmgarði 2 A, Keflavík. Ásgrímur Guðmundsson, Ásgarði 147, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.