Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 63
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 75 Milos Forman: Lærði af Chaplin og Keaton Milos Forman er einn af fáum leikstjórum sem hefur tekist aö sam- eina haö hesta i Milos Forman, amerískur Tékki. kvikmyndagerð og þeirri banda- rísku. Hann hefur tvisvar fengið óskarsverðlaun sem besti leikstjóri og er tilnefndur í ár. Milos Forman er Tékki en telur sig nú vera alþjóð- legan borgara. Forman er yngstur þriggja bræðra sem ólust upp rétt fyrir utan Prag. Þegar hann var níu ára gamall voru foreldrar hans handteknir af nasist- um og dóu þeir í fangabúðum Þjóð- veija. Forman fékk fljótt áhuga á leikhúsi en mest áhrif á framtíðará- form hans höfðu snillingarnir Charlie Chaplin og Harold Lloyd og vestrar Johns Fords. Eftir að hafa numið við háskólann í Prag hóf Forman að skrifa kvikmyndahandrit og gerði nokkrar stuttmyndir. Fyrsta kvikmynd hans i fullri lengd var Svarti Pétur og byggði hann mynd sína á eigin ævi. Kvikmynd þessi fór víða og vakti athygli á kvikmyndahátíðum á borð við Cann- es og New York. Þetta var árið 1963. í kjölfarið fylgdu tvær myndir sem gerðu hann heimsfrægan, Loves of a Blonde (1965) og Fireman’s Ball (1967). Var í París þegar innrásin var gerð Árið 1968 var Milos Forman í París þegar sovéskir skrið- » drekar gerðu innrás í Prag og stöðvuðu þá hreyfingu sem var far- in að blómstra undir stjórn Dubceks. Forman sneri aftur til heimalands síns en fór fljótlega til New York þar sem hann gerði sína fyrstu kvikmynd í Banda- ríkjunum, Taking Off. Mynd þessi var framlag Bandaríkj- anna á kvikmyndahá- tíðinni í Prag árið 1971 þar sem hún var valin besta kvikmyndin af dómnefhdinni. Næst gerði Forman í samvinnu við aðra heimildarmynd um Ólympíuleikana í Múnchen og var það hans verk að gera tug- þrautinni skil. Árið 1973 hitti Michael Douglas Milos Forman að máli, en þá var Douglas að hefja feril sem kvikmyndaframleiðandi, og spurði hvort hann væri ekki til í að leik- stýra kvikmynd eftir skáldsögu Kens Kesey, One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Forman leist vel á og má segja að á því herrans ári 1975 hafi One Flew Over the Cuckoo’s Nest unnið til allra verðlauna sem myndin keppti um, meðal annars fékk hún fimm óskarsverðlaun. Milos Forman fylgdi þessum sigri sínum með kvikmyndagerð af söng- leiknum fræga Hárinu (1979) og fékk síðan James Cagney til að leika í Ragtime (1981) en Cagney hafði ekki leikið í kvikmynd í fjölda ára. Átta árum eftir að Milos Forman leik- stýrði Cuckoo’s Nest fór hann til Tékkóslóvakíu og gerði þar Ama- deus og fékk sú kvikmynd átta ósk- arsverðlaun. Forman var síðan nokkuð seinheppinn með Valmont, næstu kvikmynd sína, en hún kom í kjölfarið á Dangerous Liasons, en þær voru báðar byggöar á sömu sögu. Vakti Valmont litla athygli. Milos Forman gerðist amerískur ríkisborgari árið 1975 og hefur skrif- að sjálfsævisögu sína sem nefnist Turnaround: A Memoir. -HK Stuttmynda- dagar 1997 Stuttmyndadagar verða nú haldn- ir í 6. sinn af Kvikmyndafélagi ís- lands í samvinnu við Reykjavíkur- borg og að þessu sinni verður sú ný- breytni að myndimar verða sýndar (forsýndar) á Stöð 2 I apríl (2.-9. apr- íl fyrir 19 20). Úrslitakvöld með bestu myndunum verður svo haldið í kvikmyndahúsi í Reykjavík þann 11. apríl. Glæsileg peningaverðlaun eru í boði fyrir sigurvegarana (1.-3. sæti) auk ýmissa annarra aukaverðlauna. Auk þess munu verðlaunamyndim- ar keppa fyrir íslands hönd á alþjóð- legri stuttmyndahátíð í vor. Þess má geta að hámarkslengd mynda á erlendum stuttmyndhátíðum er yfirleitt 15 min„ og em þátttakend- ur í Stuttmyndadögum beðnir um að halda sig innan þeirrar lengdar - þó ekki séu sett bein lengdartak- mörk. Úrslitakvöldið verður með glæsi- legasta móti. Vonir standa til að er- lend verðlaunastuttmynd verði sýnd þar auk þess sem góðir gestir verða viðstaddir og ýmislegt fróð- legt verður á boðstólum. Áhorfend- ur og dómnefnd hafa jafnt vægi við val á myndunum og gefst sjónvarps- áhorfendum tækifæri til að taka þátt í að velja þær myndir sem kom- ast í úrslit í gegnum síma. Málið gegn Larry Flynt: Að græða peninga og skemmta sér Stjörnubíó hóf sýningar í gær á hinni umtöluðu kvikmynd Málið gegn Larry Flynt (The People vs. Larry Flynt). Mynd þessi er þegar farin að salla að sér verðlaunum. Stutt er síð- an hún fékk tvenn Golden Globe-verð- laun í Hollywood og um síðustu helgi fékk hún sjálfan Gullbjöminn á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Þá má geta þess að hún er tilnefnd til tveggja ósk- arsverðlauna, Milos Forman er til- nefhdur sem besti leikstjóri og Woody Harrelson er tilnefndur sem besti leik- ari í aðalhlutverki, en auk Harrelsons leika stór hlutverk í myndinni þau Courtney Love og Edward Norton. Málið gegn Larry Flynt er byggð á skrautlegri ævi milljónamæringsins Larry Fiynt, sem þekktastur er fyrir að vera útgefandi karlatímaritsins Hustler. Hann komst í heimsfréttirn- ar þegar reynt var að drepa hann en síðan hefur hann verið bimdinn við hjólastól. Þá má geta þess að málaferli gegn honum, sem titill myndarinnar vitnar til, vöktu mikla athygli og þá aðallega Flynt með framkomu sinni. Málaferlin byrjuðu þegar Larry Flynt var handtekinn fyrir „sóða- skrif ‘ í tímaritum sínum eins og það var orðað. Og það er einmitt í réttar- salnum sem Larry Flynt gerir sér grein fyrir því að hann getur í gegn- um réttarhöldin náð athygli þjóðarinnar á því óréttlæti sem hann tel ur sig beitt- an. Hann stefnir því yfirvöldum á móti þar sem þau séu að reyna að mál- og tjáning- arfrelsi hans. Réttar- höld og réttarhöld á ofan taka nú við og eftir því sem þau lengjast er hann Rokksöngkonan Courtney Love hefur fengiö hrós fyrir leik sinn í hlutverki eiginkonu Flynts. ákveðnari i að halda þeim til streitu og nota milljónir sínar til að verja rétt sinn. Það er svo meðan á einu réttar- haldinu stendur að hann lamast fyrir neðan mitti þegar hann er skotinn. Hin umdeilda rokksöngkona Court- ney Love vinnur mikinn leiksigur í Málinu gegn Larry Flynt. Leikur hún eiginkonu Flynts, Althea Leasure. Það er óhætt að segja að fáar söngkonur hafa vakið jafn mikla athygli fyrir taumlaust líferni og hneykslun á al- mannafæri. Hún var aðeins þrettán ára þegar hún ákvað að verða rokk- stjarna. Hún lagðist um leið í ferðalög og var næstu árin á stanslausri ferð um heiminn. Hún fékk smáhlutverk í Sid and Nancy og má segja að hún hafi eftir það tekið upp lifnaðarhætti sem sýndir voru í myndinni. Árið 1989 stofnaði hún hljómsveitina Hole og vakti fyrsta plata hennar, Pretty on the Inside, mikla athygli og hrifust gagnrýnendur af hljómsveitinni. Næsta plata hljómsveitarinnar, Live through This, sat lengi í efstu Sætum vinsældalista um heim allan. -HK 'lf, Æm- Hhl Æmm |||ggS BájsBk ▼ JHH| I Í«iglÉy ÆHk Æftsðma .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.