Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Fréttir Klæðning hf. I einkanauðasamningum vegna 500 milljóna skuldahala: Miklir erfiðleikar og lán- ardrottnum boðin 30% - erfiðleikarnir vegna vandræða annarra, segir Gunnar Birgisson framkvæmdastjóri Klæðning hf., verktakafyrirtæki Gunnars Birgissonar á nú í miklum rekstrarerfiðleikum og í samtali við DV segir Gunnar að verið sé að vinna að fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækisins og ljúka samningum um skuldbreytingar við lánardrottna og endurfjármögnun. Þegar því verði lokið komist fyrir- tækið á gott ról, en verkefnastaða þess sé þokkaleg. Klæðning hf. er nú með tvö stór- verk á vegum opinberra aðila, ann- ars vegar snjóflóðavamargarðana á Flateyri og hins vegar Gilsfjarðar- brúna. Samkvæmt upplýsingum Rík- iskaupa var kostnaðaráætlun fyrir varnargarðana upp á 372,7 miUjónir króna, en tilboð Klæðningar í verkið var upp á tæpar 240 milljónir. Greitt Klæðning hf. á f fjárhagslegum erfiðlelkum og hefur leitað frjálsra nauða- samninga. Fyrirtækið er með stórverkefni á sinni könnu á borð við fram- kvæmdir við Gilsfjarðarbrú og snjóflóðagarða ofan við Flateyri þaðan sem myndin er. DV-mynd BG er í samræmi við framvindu verks- ins og er það á áætlun og búið að framkvæma 26% þess og greiða fyrir þær um 62 milljónir til Klæðningar. Framkvæmdir liggja nú niöri en eiga samkvæmt verkáætlun að hefjast á ný í maí í vor og vera lokið um miðj- an september nk. í samtali við DV segir Gunnar Birg- isson að Klæðning hafi orðið illa úti vegna gifúrlegs taps á viðskiptakröf- um undanfarin ár, eða frá 1989 og fram undir þetta. Vandamálin hrönn- uðust upp vegna þess að skuldunautar Klæðningar áttu ýmist í erfiðleikum eða urðu gjaldþrota í stórum stíl. Því til viðbótar hafi verðlag verið mjög lágt á verktakamarkaðnum. Gunnar vildi ekki nefna neinar töl- ur í þessu sambandi en heimildir DV herma að skuldir Klæðningar hf. nemi um hálfum milljarði og hafi Gunnar beðið lánardrottna fyrirtækisins um lengdan gjaldfrest og niðurfellingu á 70% skulda. Hjá sýslumanninum í Hafharfirði, lögsagnarumdæmi Klæðningar hf„ hefúr hvorki verið lögð fram gjaldþrotabeiðni né frum- varp til nauðasamninga. í sambandi við Gilsljarðarbrúna kom að sögn Gunnars upp vanda- mál í sambandi við grjótnám, en í gijótnámum hafi reynst mun minna grjót til framkvæmdarinnar en gert var ráð fyrir í útboðsgögnum Vega- gerðarinnar. Gunnar segir að ekki sé búið að leysa úr þessum vanda, en málið sé í ákveðnum farvegi og ekki annars að vænta en farsæl lausn finnist. -SÁ Samningaviðræöur standa yfir f Karphúsinu milli verkalýöshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Staöan er geysilega viökvæm og þaö er taliö skýrast í dag eöa á morgun hvort aöilar ná saman um nýjan samning eöa verkföll skella á. Hér má sjá helstu forkólfa verkalýöshreyfingarinnar slaka á eftir átökin undanfarn- ar vikur. DV-mynd ÞÖK Fiskveiðistjórnunarkerfið og skýrsla OECD: Hagkvæmni í sjávarút- vegi og betri lífskjör - fólk sér ekki samhengið - segir sjávarútvegsráðherra „Við stöndum frammi fyrir þeirri þversögn að meirihlutinn vill auk- inn kaupmátt, en meirihlutinn er líka mest á móti þeim þáttum í starfsumhverfi íslensks atvinnulífs sem allra mestan þátt hafa átt í því að auka þennan sama kaupmátt," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra á ráðstefnu sem sjáv- arútvegsráðuneytið hélt í gær um fiskveiðistjómun og skýrslu OECD um það efni. Sjávarútvegsráðherra sagði það deginum ljósara að eitthvaö hefði brugðist í upplýsingamiðluninni, stjórnvöld, hagsmunaaðilar og jafn- vel fjölmiölar, því fólk virtist al- mennt ekki sjá neitt samhengi milli aukinnar hagkvæmni í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar og bættra lífskjara. Þetta sæist glöggt af niður- stöðum skoðanakannana um fram- sal aflaheimilda. í skýrslunni er greint frá þeim fiskveiðistjómunaraðferðum sem beitt er í aðildarríkjum OECD og finnski hagfræðingurinn Per A. Mickwitz hagfræðingur, sem vann að gerð hennar, lýsti hvemig að verki hefði verið staðið, markmið- um og niðurstöðum. Enn fremur lýsti Alastair McFarlane, aðstoðar- forstjóri fiskiðnaðarráðs Nýja Sjá- lands, reynslu Nýsjálendinga af fiskveiðum með framseljanlegum aflakvótum, sem er svipað fiskveiði- stjómunarkerfi og það íslenska. Um fiskveiðistjórmmarkerfið sem íslendingar búa við er niðurstaðan sú að það, þ.e. kerfi sem byggir á kvótum á skip, sé það hagstæðasta af þeim veiðistjómunarkerfum sem Þú getur svaraó þessari spurningu meö því aö hrlngja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1; Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á ríkið að gefa eftir meirihluta sinn í járabiendiverksmiðjunni? Per A. Mickwitz hagfræöingur fjallar um skýrslu OECD. DV-mynd ÞÖK skoðuð voru. Það sé virk aðgerð til þess að hafa stjórn á nýtingu stofna og það útrými kapphlaupi við veið- ar og þar með hliðaráhrifum slíks kapphlaups. Þá auki það hagræð- ingu og hagnað og dragi úr stærð fiskveiöiflotans. Stuttar fréttir VR kaupir hlut í SH Lífeyrissjóður VR hefur keypt 6,7% hlut Noröurtanga hf. í SH fyrir 475 milljónir kr. Það sam- svarar því að SH sé sjö milljarða virði. Viðskiptablaðið segir frá. Einkasala ÁTVR ólögleg Einkasala ÁTVR á áfengi brýt- ur í bága við lög Evrópusam- bandsins samkvæmt áliti lög- fræðilegra ráðgjafa Evrópudóm- stólsins. Viðskiptablaðið segir frá. 18 miiyónir fyrir aó sækja Æsu Framkvæmdastjóri Djúp- mynda ehf. hefur óskað eftir 18 milljóna króna styrk við aö sækja skelbátinn Æsu sem ligg- ur á botni Amarfjarðar og koma honum í slipp á ísafirði. Alþýðu- blaðið segir frá. Sr. Gunnar í framboði Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í kjós hefúr lýst því yfir að hann gefi kost á sér í bisk- upskjöri. Sjónvarpið sagði frá. Vissi ekki um fjármálin Pétur Heifstein fékk ekki vit- neskju um einstök framlög eða fjárhæðir þeirra í kosningasjóð forsetaframboðs hans. Hann óskaði ekki sjálfúr eftir endur- greiðslu á VSK heldur forsvars- menn framboðsins, segir í yfir- lýsingu forsvarsmannanna. Kæru vlsað frá Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru þeirra sem töldu að með öðrum vinnuaðferðum almanna- varnanefndar og oddvita í Súða- vík í tengslum við hættuástand hefði mátt koma í veg fyrir hluta þess manntjóns sem varð í snjó- flóðunum. Stöð 2 sagði frá. -SÁ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráöherra sagði hagkvæmni í fisk- veiðum íslendinga hafa aukist veru- lega á undanfórnum árum, eða um meira en 60% frá því að framsal afla- heimilda var leyft með lögum árið 1990 og fram til ársins 1993. Hann sagði að út frá þeim mælikvarða hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi skapi mestan fjárhagslegan ávinning í bráð og lengd, þá virðist mega ráða að íslendingar búi við skipulag sem standist ýtrustu kröfur í alþjóðlegum samanburði. „Það verður ekki bent á að nokkur önnur þjóð hafi þróað betra skipulag fiskveiða með tilliti til fiskvemdar og efnahagslegs ár- angurs,“ sagði ráðherrann. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.