Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 3 DV Fréttir Borgarbyggð: 108 milljónir í nýju sundlaugina DV, Vesturlandi: Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyr- ir 1997 var samþykkt á fundi bæjar- stjómar nýlega. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði 309 milljónir króna, sem er tals- verð aukning frá fyrra ári, en áætlun síðasta árs gerði ráð fyrir 216 milljóna króna tekjum. Aðalástæðan fyrir auknum tekjum era breyttar reglur í sambandi við yf- irtöku grunnskólans að sögn Eiríks Ólafssonar bæjarritara. Stærsti útgjaldaliðurinn er rekstur grunnskólanna. Til Grunnskólans i Borgamesi fara 79 milljónn-. Vegna þátttöku í Varmalandsskóla 21 milij- ón, 14 milljónir til rekstm-s leikskól- ans í Klettaborg og 12,5 milljónir til reksturs íþróttamiðstöðvarinnar og eru þetta stærstu einstöku hðimir. Heildargjöld Borgarbyggðar fyrir utan fjármagnsliði era áætluð 262 milljónnr og með fjármagnsliðum eru þau 280 milljónir. Til ffamkvæmda eru áætlaðar 118 milljónir króna. Þar af fara 108 milljónir í nýja sundlaug- arbyggingu í Borgamesi. Bæjarsjóður mun í ár taka 53 milljónir að láni og greidd verða niðm lán fyrir 22,5 millj- ónir. „Ársuppgjör bæjarsjóðs Borgar- byggðar liggur ekki fjrir á þessari strrndu og því er ekki hægt að segja um hve skuldir bæjarsjóðs voru um ára- mót,“ sagði Eirikur bæjarritari. -DVÓ 5,7% hagvöxtur Hagvöxtur var 5,7% árið 1996 sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri Þjóð- hagsstofnunar á helstu þjóðhags- stærðum. Þetta er svipaður vöxtur og gert var ráð fyrir í spám og meiri en verið hefur í íslensku efnahagslífi siðan 1987. í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að þjóðarútgjöld hafi í fyrra aukist um 7,4% en þau skýrist af 23,5% aukn- ingu fjárfestinga og 6,5% aukningu einkaneyslu. Samneyslan jókst hins vegar mun minna, eða um 2,5%. Út- flutningur á vöru og þjónustu varð tæpum 10% meiri árið 1996 en árið á undan, en aukningin varð að stærst- um hluta í sjávarútvegi, áliðnaði og þjónustugreinum. Samdráttur varð hins vegar í útflutningi á almennum iðnvarningi eftir mikinn vöxt áranna þar á undan. -SÁ Laun íslenskra sjómanna: Get alveg horft í augu fw- manns Sjómannasambandsíns - segir Þorsteinn Már Baldvinsson DV, Akureyri: „Ég held að ég geti alveg horft í augun á Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómannasambandsins, og sagt að við, íslenskir útgerðar- menn, stöndum okkur bara nokk- uö vel. Við greiðum góö laun og ef við miðum við aðrar stéttir hafa sjómenn mjög góð laun,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja hf. á Ak- ureyri, á ráðstefnu Stafnbúa, fé- lags sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, um fisk- veiðistjórnun, arðsemi og byggða- stefnu sem haldin var á Akureyri. Bjami Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, sagði á fundinum að I landinu væri frjálst fískverð en bæði sjómenn og útgerðarmenn gætu sagt að þeir ættu að hafa hærri laun. „Og kannski geta allir launþegar íslands sagt að þeir eigi að hafa hærri laun. Ég vil benda á að á árunum 1990- 1995 hækkuðu laun sjómanna um 4,6% umfram almenna launavísitölu. Ef lög yrðu sett um að allan fisk ætti að selja á markaði samkvæmt hæstu tilboðum veit enginn hvað kynni að gerast. Útgerðarmenn og sjómenn yrðu auðvitað mjög ánægðir ef verðið ryki upp en síð- an jafnsvekktir þegar það félli nið- ur úr öllu valdi. Ég held að það viðurkenni allir að þessi setning, allan fisk á markað, stenst ekki í framkvæmd í okkar breytilegu veiðiflóru,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason. -gk IHa m fcmsfN STOFNAÐ 1907 • GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN Bönnum þeim að sækja um hjá Flugfélagi íslands - segir formaður Flugvirkjafélags íslands Kodak Advantix 41 OOix Grunnnámskeið í Ijósmyndun fýlgir öllum seldum myndavélum hjá Hans Petersen í mars og apríl. „Menn era vitaskuld ósáttir við vinnubrögð af þessu tagi. Hins veg- ar eru þetta vinnubrögð sem við könnumst vel við hjá Flugleiðum. Þær geta haldið sín hefðbundnu brosnámskeið en þegar kemur að því að fjalla um mál starfsfólksins þá tekst þeim alltaf að klúðra því,“ segir Jakob Schweitz Þorsteinsson, formaður Flugvirkjafélags íslands, vegna uppsagna sjö flugvirkja í Reykjavík sem boðinn hefur verið flutningur til Keflavíkur. Flugvirkjafélag íslands fundaði með félagsmönnum í fyrrakvöld og þar var samþykkt áskorun til stjómarmanna Flugleiða og Flugfé- lags íslands um að félögin ræddu við starfsmennina. Að því loknu var ákveðið að meina öllum flugvirkj- um að sækja um stöður hjá Flugfé- lagi Islands sem auglýstar voru lausar fyrir skömmu. „Meginástæðan er sú að félagið hefur ekki gert neinn kjarasamning og því vita menn ekkert upp á hvað þeir myndu ráða sig. Okkur finnst algert lágmark að félagið ræði við okkur um það hvað það ætlast fyrir. Við getum svo sem lesið það út úr þessu að þeir ætli sér að ráða þá aft- ur hjá nýstofnuðu fyrirtæki á lakari kjörum. Þeim verður að sjálfsögðu ekki kápan úr því klæðinu,“ segir Jakob. Hann segir þungt í mönnum vegna þessa. Flestir hafi mennimir unnið í 15-20 ár í Reykjavík og því sé það mikil röskun fyrir þá að flytja sig til Keflavíkur. Svona er staðan í augnablikinu og nú bíðum við bara eftir viðbrögð- um frá þeim,“ segir Jakob S. Þor- steinsson. DV tókst ekki að ná í Pál Hall- dórsson, nýráðinn framkvæmda- stjóra Flugfélags íslands, vegna málsins í gær. -sv GERIR ÞAÐ SEM SU GAMLA GAT EKKI ama MeðAPS myndavélinni er hægt að velja um 3 myndastærðir með einum takka, allt eftir því hvernig þú lítur á málið. Þegar til lengdar er litið verður gaman að taka mynd af þeirri stuttu þegar það hefur tognað enn meira úr henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.