Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 15 Stórviðri óskast Alveg er ótrúlegt hvað norðan- garrinn getur haft góð áhrif á menn, komi hann svona dag og dag. Þá á ég ekki við stórátök á borð við snjóflóð eða tuttugu og þriggja bíla árekstur heldur stutt- an hvell, kuldabola sem bítur dag- part eða svo og hrærir upp í mönnum. Á dögunum var lægðin að lóna yfír landinu og olli hvassviðri og stormi með snjókomu og skafrenn- ingi. Útvarpið grátbað menn um að halda sig heima við en ýmissa hluta vegna þurftu samt margir að vera á ferli. Skyldu menn nú ætla að skap útiverumannanna hefði verið ekstra þungt og ygglibráin mikil. En það var öðru nær. „Víst brosum við upp í sólina, en hjálpsemiskvótinn er tengdur norðangarra og hamförum.' eitthvað út af beri. Stundum er sagt að íslendingar standi öðrum þjóðum betur saman bjáti eitthvað á. Þurfi að sýna sam- hug í verki sé þessi fámenna þjóð sem einn maður. En það er með ólíkindum hvað sama þjóð getur verið hryssingsleg þegar vel gengur. Það er með ólíkindum að við skulum ekki geta verið svolítið elsku- leg hvert við annað í rigningu, sudda eða sólskini. Víst brosum við upp í sólina en hjálpsemiskvótinn er tengdur norðangarra eða hamförum. Kjallarinn Kristín Steinsdóttir rithöfundur „Pabbi kemur að sækja mig“ Eins og hendi væri veifað voru menn búnir að pakka stressinu niður og voru nú ekkert nema elskulegheitin hver við annan. Strætóbílstjóramir dokuðu við og brostu til fannbarinna farþega sem gaufuðust inn í vagnana hálf- blindaðir af kófinu, gangaverðir skólanna, gæðin uppmáluð, klöpp- uðu „litlu skinnunum" og reim- uðu þúsund kuldaskó án þess svo mikið sem gretta sig út í annað. Bráðókunnugt fólk hélt dyrum verslana opnum hvað fyrir öðru eins og ekkert væri sjálfsagðara. Bömum og gamalmennum var hjálpað yfir götur. „Pabbi kemur að sækja mig!“ æpti lítill snáði þegar hann kom inn í skólastofuna og nokkrar raddir tóku undir: „Hann kemur alltaf þegar er brjálað veður!“ Hvílíkur ham- ingjudagur... í sundlaugunum lónuðu fimm þý- skir ferðamenn og upplifðu sinn stóra dag. (Sennilega skildu þeir ekki útvarpið sem bað þá um að halda sig heima!) Þeir vom hér um bil einu gestimir og ekki nóg með að þeir fengju víðáttubrjálæði heldur fengu þeir staðfestingu á því að eigin kynstofn væri öðrum hraust- ari og betur til þess fallinn að takast á við stórviðri og þar með var ferðin til íslands margbúin að borga sig. Upphrópanir á borð við: „Það er meiri blessuð blíðan! Helvíti er hann hvass og kaldur! Ekta þorri, svona á hann að vera!“ ... endur- ómuðu um allt. Og allt var þetta sagt með bros á vör. Það var engu líkara en átökin við veðurhaminn leystu úr læðingi gleði, hlýju og elskulegheit sem búa með þjóðinni en er dags daglega pakkaö niður á kistubotn og ekki tekið fram nema Þjóð í bóndabeygju? Hvemig stendur á þessu? Gæti það verið af því að íslend- ingar lokuðust svo kirfilega inni i sjálfum sér í mörg hundruð ára einangrun að þeir vöndust hrein- lega af því að sýna svipbrigði? Sé þetta tilfellið ættum við að geta fengið lækningu í formi einhvers kon- ar meðferðar þar sem okkur yrði náð úr bóndabeygjunni hvort sem það yrði nú gert með naglbít eða ekki. En þetta skýrir ekki gleðina sem fylg- ir kuldabola ... Skyldi hún stafa af eðlislægum þumbara- skap íslendingsins sem lætur ekki undan neinu minna en norðanáhlaupi? Ég hallast frekar að því að svo sé. Slíkt áhlaup er þó skamm- góður vermir því ekki var hvellur- inn fyrr genginn yfir og stytt upp en þeir sömu menn sem vom barmafullir cif manngæsku í kóf- inu i gær ætluðu af göflunum að ganga út af snjómokstri í dag. Gamla ygglibrúnin var komin á sinn stað. . Kristín Steinsdóttir „Bráðókunnugt fólk hélt dyrum verslana opnum hvað fyrir öðru eins og það væri bara ekkert sjálfsagðara og það hefði hrein- lega beðið eftir því allt sitt líf að fá að gera þetta.u Aðförin að Vestfirðingum Þorskveiðar fyrir Vestfjörðum em sérstakt áhugamál fiskiráðu- neytisins. Það er nú orðið augljóst að þetta ráðuneyti rær að því öll- um árum að leggja byggðir þar í rúst, og má segja að það sé langt komið að ná þeim markmiðum sínum. Kálfur Morgunblaðsins „Úr verinu“ birtir 12/2 reglugerð fiskiráðuneytisins með uppdrætti um friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíðinni 1997 sem staðfest- ir þetta viðhorf ráðuneytisins. Þar eru bannaðar allar þorskveiðar innan 3 sjómílna frá fjörumarki frá Horni austur um Norðurland og Austurland að Stokksnesi, en þaðan um Suður- og Vesturland að Skor, norðan Breiðafjarðar eru síðan ákveðin stærri bannsvæði. Það eru aðeins Vestfirðimir, frá Skorarfjalli norður um að Homi, þar sem engar tak- markanir eru á þorskveiðum allt árið um kring. Þar mega menn veiða með hvers konar veiðarfærum allt upp í fjörusteina. Eineltiö við byggðir á Vest- fjöröum Það er kunnara en frá þurfi að segja að flestar byggðir á Vest- flörðum standa nú mjög höllum fæti eftir að kvótakerfinu hefur verið beitt gegn þeim í 13 ár. Tog- skipum og vinnsluskipum hefur verið beitt á mið Vestfirðinga all- an þennan tíma, sem hefur skilað útgerðum þeirra miklum árangri. Ekkert hefur verið hugsað um að þetta hefur bitnað á atvinnu íbú- anna og byggðum þar. Baráttunni um yfirráðin yfir auðlindunum í hafinu hefur verið stjómað af LÍÚ sem ekki hefur þurft að vanda til meðalanna en jafnan haft frjálsar hendur af hálfu fiskiráðuneytis- ins. Síðustu upplýsingar em að 22 útgerðir „eiga“ nú réttinn til veiða á helmingi botnfiskaflans, sem allt er veitt með togskipum, óhag- kvæmustu veiðiaðferðinni. Tog- veiðar á þorski eru sjöfalt dýrari en línuveiðar. Þessu til viðbótar hefur fiski- ráðuneytið komið því í kring að Þróunarstofnun sjávarútvegsins vinnur nú að því að kaupa upp þorskkvóta af smábátum og jafn- framt að úrelda góð línuskip sem seld em til útlanda til að koma í veg fyrir að þau verði aftur tekin í notkun við þorskveiðar á landgrunninu. Þetta kemur sér vel fyrir LÍÚ, sem getur þannig komist yfir kvótana og haldið áfram að styrkja stöðu sína við uppkaup á auðlindinni. Þetta má segja að sé langtíma- markmið LÍÚ, en geta verður þó þess, að það stendur aðeins svo lengi sem Alþingi ákveður að viðhalda þessu núverandi sið- spillta kvótakerfi. Banabiti allra byggöa á Vest- fjörðum Sameining 6 eða 7 sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum á sl. ári und- ir heitinu ísafjarðarbær, var til- raun þeirra til að sameina styrk sinn til að mæta þessum ágangi stjómsýslunnar á tilverurétt þeirra. Bolvíkingar og Súðviking- ar stóðu þó utan og vildu áfram reyna á eigin mátt og megin. Samt hefur togaranum Bessa, sem var aðaluppistaðan í fiskvinnslu í Súðavík, verið breytt í vinnslu- skip og ekki séð hveijar afleiðing- ar þetta hefur á búsetu í Súðavík. Sama má reyndar segja um sam- einingu þorskkvótanna á Þing- eyri, Flateyri og Suðureyri í eitt félag með búsetu á ísafirði, en þetta greiðir götu þess að kvótar þessa félags, um 11.000 þorsktonn, fari í vinnsluskip, sem myndi verða rothögg á þessar byggðir allar á einu bretti. Kvótakerfið er augljóslega að verða banabiti allra byggða á Vestfjörð- um. Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á hinni nýju' bæjar- stjórn ísafjarðar- bæjar. Samt verður þess ekki vart að hún hafi gert nein- ar ráðstafanir til að mæta þessarri aug- ljósu hættu, sem steðjar að öllum þessum byggðum. Sama má reyndar segja um þing- menn Vestfjarðakjördæmis. Þeir reyndu þó að krafla í bakkann á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust, en voru þar eftirminnilega bornir atkvæðum og máttu hverfa þaðan sneyptir burt. Úrræðið fyrir Vestfirði hlýtur að felast í sameig- inlegu átaki bæjarstjómanna allra þar og þingmanna kjördæmisins um breytingu á fiskistefnunni fyr- ir Vestfirði. Það er beðið eftir því að þessi úrræði sjái dagsins ljós. - Að hika er sama og að tapa. Önundur Ásgeirsson „Úrræðið fyrir Vestfírði hlýtur að felast í sameiginlegu átaki bæjar- stjórnarmanna allra þar og þing- manna kjördæmisins um breytingu á fískistefnu fyrir Vestfirði. “ Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Líknarbelgir í bílum Góður öryggis- búnaður Margrót Sæmunds- dóttlr hjá Umferö- arráðl. „Loftpúðar eru tvímælalaust mjög góður öryggisbúnaður. Vitað er að loftpúðar hafa bjarg- að 1500 manns frá bráðum bana í umferöar- slysum í Bandaríkjun- um frá 1986 til 1996. Segja má að með loft- púða í bílnum og með beltin spennt hafi fullorðinn maður veitt sér hámarks- öryggi. Flest slys sem orðið hafa þegar fólk hefur slasast eða dáið þrátt fyr- ir að loftpúði hafi verið til stað- ar í bílnum urðu vegna þess að bílbelti var ekki notað. Vert er að hafa í huga að loftpúðar eru hannaðir fyrir manneskju sem er a.m.k. 152 sm á hæð. Þar af leiðandi henta þeir ekki litlum bömum eða smávöxnu fólki. í rannsóknarstofum er verið að hanna loftpúða sem er þeim eig- inleika gæddur að nema þyngd þess og stærð sem situr í far- þegasæti. Þessi gerð af loftpúða er framtíðarlausn. Þar til þessi búnaður er kominn á markað er best að böm sitji í aftursæti í bílum sem búnir eru loftpúð- um.“ Hættulegir börnum „Líknarbelgir hafa reynst mjög góðir fyrir fullorðna öku- menn og farþega í bílum og hafa bjargað fiölda mannslífa. En það er nauðsynlegt að minna á að á sama tíma hafa komið upp um 30 tilfelli þar sem börn hafa slasast alvar- lega af völd- um líknar- belgja eða öllu heldur örygg- ispúða. Aðal- vandamálið er að þessir púð- ar skuli hafa farið á mark- að án þess að menn skoðuðu þennan þátt nógu vel. Þegar öryggispúðamir vom settir í bíla í Bandaríkjun- um á sínum tíma vom þeir próf- aðir á tilraunadúkkum og geng- ið út frá því að 80 kg karlmaður sæti óspenntur í bílnum. Kraft- urinn í púðunum er svo mikill í bandarískum bílum og þeir svo stórir að lítil börn slösuðust, jafnvel þó að þau sneru í öfuga átt við akstursstefnu og sætu í stól. Það er sem betur fer verið að vinna að nauðsynlegum end- urbótum sem felast í að koma skynjara fyrir í sætunum sem nemur hvort þar situr fullorð- inn eða barn. Öryggispúðar era framtíðaröryggistæki en þessi galli er því miður staðreynd. Ör- yggispúðar era reyndar minni í evrópskum bílum en burtséð frá því verð ég að ítreka þá ábend- ingu að fólk láti börnin sitja i aftursætinu.“ -hlh Herdís Storgaard, barnaslysavarna- fulltrúi hjá SVFÍ. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.