Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 27 I>V Fréttir íbúar vlð Leirubakka ósáttir við framkvæmdir í hverfinu: Ekkert samráð haft við íbúana - fór í grenndarkynningu á sínum tíma, segir byggingarfulltrúi íbúar við Leirubakka í Reykjavík eru ósáttir við framkvæmdir sem hafnar eru í verslunarhúsnæði við götxma en þar er verið að byggja ofan á gamalt hús. Fyrir nokkrum árum sendi embætti byggingafull- trúa frá sér lýsingu á framkvæmd- um til íbúa og farið var fram á að ef þeir ætluðu sér að gera athugasemd- ir yrði það að gerast strax næsta dag. Heimildarmaður DV úr hverf- inu segir að ekki hafi náðst að hóa fólki saman á fund með þetta litlum fyrirvara en einstaka menn hafi mótmælt, t.d. vegna þess að bíla- stæði væru þegar of fá og ekki myndu fleiri byggingar bæta ástandið. Sá sem sótti um byggingarleyfið fór á hausinn og ekkert varð úr framkvæmdum fyrsta árið og þá datt leyfið úr gildi. Að sögn íbúa við Leirubakka lá fyrir loforð frá bygg- ingarfulltrúa um að ef ekkert yrði af framkvæmdum fyrsta árið myndi ekkert verða gert nema að höfðu samráði við íbúa. Nú eru hins veg- ar hafnar framkvæmdir, fimm árum síðar, án þess að rætt hafi ver- ið við fólk í hverfinu og kvarta íbú- ar, sem DV hefur rætt við, yfir því að ekki náist í neinn hjá byggingar- fulltrúa til þess að ræða málin og fá skýringar á því af hverju ekki hafi verið staðið við gefið loforð. „Mér er ekki kunnugt um þetta loforð en byggingarnefnd taldi ekki ástæðu til þess að fara með þessa hluti í grenndarkynningu nú þar sem það var gert á sínum tíma. Menn töldu öll sjónarmið hafa kom- ið fram,“ segir Magnús Sædal, bygg- ingarfulltrúi í Reykjavík. Hann seg- ir að reynt hafi verið að koma til móts við óskir íbúa á staðnum með því að takmarka byggingartímann, þar til búið yrði að gera það fokhelt, við átján mánuði að hámarki. -sv Lán veitt til Vestfirsks skelfisks hf.: Ðjörgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem Slysavarnafélagið á en félagiö mun kaupa fimm björgunarskip til landsins. DV-mynd S Heppinn áskrifandí DV hlýtur vinning á miðvil FLUGLEIDIR Á sunnudaginn var haldin keppnin Tískan 1997 á Hótel Islandi. Keppt var í öllu því sem tengist tísku, jafnt föröun sem skartgripum og hárgreiöslu. Hér má sjá einn af þátttakendum í fantasíuföröun undirbúa módel sitt en í keppn- inni mátti sjá mikinn fjölda litríkra einstaklinga enda takmarkaðist keppnin af engu ööru en hugmyndafluginu. DV-mynd Pjetur Mikill hugur í mönnum hér - segir Guölaugur Pálsson framkvæmdastjóri „Fyrirtækið hefur fest kaup á skipi í Bandaríkjunum sem er um 350 tonn. Það verður endanlega gengið frá greiðslum í mars en skip- ið kostar um 90 milljónir króna. Gerðar verða breytingar á skipinu ytra sem áætlað er að muni kosta um 15 milljónir og stefnt er að því að skipið komi til landsins í maí. Við erum mjög ánægðir með að þetta náðist í gegn og það er mikill hugur í mönnum hér að koma vinnslunni aftur af stað. Við gerum ráð fyrir að hefja vinnslu hér aftur af fullum krafti i júni ef allt gengur að óskum,“ segir Guðlaugur Páls- son, framkvæmdastjóri Vestfirsks skelfisks hf. á Flateyri. Stjórn Fiskveiðasjóðs hefur sam- þykkt lán til fyrirtækisins til kaupa á nýju skipi til kúfiskveiða. Áður hafði stjóm Byggðastofnunar sam- þykkt fyrirgreiðslu til fyrirtækisins. Nýja skipið mun koma í stað Æsu sem fórst sem kunnugt er í Arnar- firði sl. sumar. Að sögn Guðlaugs er nýja skipið meira en helmingi stærra og mun betur búið en Æsa var. Nýja skipið er t.d. helmingi stærra en kúfiskskipið sem HÞ á Þórshöfn á. Sem kunnugt er komu upp mikil veikindi hjá starfsfólki Vestfirsks skelfisks í fyrra þar sem hættulegar gufur mynduðust í vinnslusal þar sem kúfiskurinn var unninn. Sama er nú upp á teningnum hjá HÞ á Þórshöfn og þar hefur öll vinnsla legið niðri í tvær vikur þar sem úr- bætur standa yfir. „Við gerðum miklar úrbætur á vinnslusal okkar í fyrrasumar og náðum að einangra sjóðarann þann- ig að gufurnar bámst ekki út í and- rúmsloftið," segir Guðlaugur. -RR Slysavarnafélagiö: Mun kaupa fimm björgunarskip Slysvamafélag íslands mun kaupa og reka fimm björgunarskip sem staðsett verða í kringum landið. Slysavarnafélagið tilkynnti á blaða- mannafundi á fimmtudag að það hyggðist íjármagna kaupin með landshappdrætti sínu. Skipin eru væntanleg til landsins í vor en þau voru keypt af björgunar- sveitum í Þýskalandi og Hollandi en þannig fást þau mun ódýrari. Skipin eru um 30 ára gömul og þau minni kosta um 2,5 milljónir króna en þau stærri 5,5 til 6 milljónir. Rekstrar- kostnaður þeirra er áætlaður 2,5-5 milljónir króna á ári á hvert skip. Fyrir á Slysavarnafélagið 5 björg- unarskip sem eru í Grindavík, Pat- reksfirði, ísafirði, Höfh og Neskap- stað. Nýju skipin fara til ísafjarðar, Rifshafnar, Siglufjarðar, Húsavíkur og eitt á Austurland. -RR SmácRiglýsingar St. Petersburg beach, Florida Olar ottí DV og Flugleiða?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.