Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
Spurningin
Feröu í fermingarveislu í ár?
Birgir Stéfánsson sjómaöur: Já,
ég fer í eina.
Þorsteinn Kjartansson, atvinnu-
laus: Nei, ekki þetta árið.
Margrét Bjömsdóttir húsmóðir:
Nei.
Birgir Engilbertsson múrari: Já,
eina.
Baldur Hreinsson trésmiður: Já,
ég fer í eina fermingarveislu í ár.
Páll Pálsson trésmiður: Nei.
Lesendur
Allt hækkar: skattar,
skuldir og vextir
Skuldir heimila
- hlutfall skulda og ráöstöfunartekna -
'90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
Nauðungaruppboð
700 íbúöir - á íbhúsn. einstaklinga aö kröfu Húsnæöisstofnunar -
600
500
Kaupmáttur dagvinnulauna
F5T»I
Er mjög farinn aö efast um kannanir sem ganga þvert á staö
reyndir úr daglegu lífi og afkomu aimennings, segir m.a.
bréfinu.
Sveinbjörn Sigurðss.
skrifar:
Það er verið að upp-
lýsa okkur um að kaup-
máttur launa hafi auk-
ist á einhverju nýliðnu
árabili, og vitnað m.a. í
rannsóknir Kjararann-
sóknamefhdar. Mestur
hafi kaupmátturinn
aukist hjá skrifstofu-
fólki, og það meira að
segja mest hjá konum,
hvemig sem það á nú
að hafa gerst. Ég er
mjög farinn að efast um
svona kannananir sem
ganga í berhögg við
staðreyndir úr daglegu
lífi og afkomu almenn-
ings. Staðreyndin er sú,
að skattar hafa aukist
ár frá ári, vextir hafa
ekki lækkað að neinu
marki og hafa verið
mjög óstöðugir síðustu
ár.
Skuldir heimila og
einstaklinga hafa
hækkað gífúrlega á síð-
ustu tveimur ámnum
eða svo og hlutur sjúk-
linga í lyíja- og sjúkra-
kostnaði hækkað hægt
en örugglega. Um síð-
ustu áramót hækkaði
t.d. svokallað stofngjald lyíja og
munar talsverðu fyrir sjúklinga
sem nota lyf að staðaldri. Samfara
þessu eru bætur hvers konar og líf-
eyrir aldraðra og öryrkja að lækka.
Á síðustu sex árum hækkuðu
skuldir heimila og einstaklinga um
hvorki meira né minna en 110 millj-
arða króna! Nauðungaruppboðum
og gjaldþrotum fer líka fjölgandi,
vom t.d. 414 árið 1993 en orðin 871
árið 1995. Hvað segir þetta okkur?
Einfaldlega það, að hér
er allt í farvegi hækk-
unar: skattar, skuldir
og vextir, en launin
hafa staðið í stað.
Allir finna fyrir þessu,
jafnvel þeir sem hafa
laun sem talin era í
hærri kantinum; þetta
frá 250 til 350, 400 þús-
und kr. og þar yfir á
mánuði. Þessir aðilar
era gjaman þeir sem
halda uppi eyðslunni og
em þar með í mestri
hættu að verða fyrr
gjaldþrota. Dæmi eru
sögð um þekkta einstak-
linga í þjóðfélaginu í
fyrmefhdum launastig-
um, sem eru ýmist á
barmi gjaldþrots eða
nánast á sokkaleistun-
um sökum ofeyðslu eða
óvarkámi og vanþekk-
ingu á því að lifa sam-
kvæmt efnum og ástæð-
um.
Þetta er þjóðfélagið sem
blasir við okkur á tíma-
bili kjarasamninga og
úrræðaleysis ráða-
manna til að sætta þjóð-
félagið við það hlut-
skipti að ekki sé meira
til skiptanna en aflað
hefur verið. Að ógleymdum sífellt
hækkandi erlendum lánum sem
enginn veit hvenær verða greidd
eða hvort þau verða nokkru sinni
greidd.
Leið til lausnar í samningamálunum
- rauö strik, afturvirkur samningur og eingreiösla
Sigurþór skrifar:
Það er ekki einleikið hvernig for-
ystumenn VR og Rafiðnaðarsam-
bandsins gátu leikiö af sér í samn-
ingum fyrir umbjóðendur sína.
Maður hallast að þvt að þeir séu
báðir beintengdir við forystumenn
ríkisstjómarinnar eins og Sigmund
lýsir því í skopmynd sinni í Morg-
unblaðinu sl. helgi.
Besta leiðin til lausnar í yfir-
standandi kjaraviðræðum var auð-
vitað sú að ríkisstjórnin nýtti sér
það tækiifæri sem hún fær aldrei
aftur: að afnema tekjuskattinn að
fullu og láta svo aðilum vinnumark-
aðarins eftir að beijast um afgang-
inn. Þá heföu vinnuveitendur ekki
átt annars úrkosti en semja um 90
eða 100 þús. kr. lægstu laun. Leiðin
til lausnar nú er að samþykkja
rauðu strikin sem vamagla fyrir
launþega, að samningar gildi frá
síðustu áramótum og nokkur ein-
greiðsla komi til við undirritun
samnings. Á fyrstu þáttunum tveim-
ur á að standa föstum fótum. Ein-
greiðslunnar er ekki hægt að krefj-
ast, en hún gæti verið drengskapar-
boð af háifu vinnuveitenda til að
bæta launþegum upp að nokkm það
tap sem þeir hafa orðið fyrir í
tveimur þjóðarsáttum sem engir
aðrir en atvinnurekendur nutu góðs
af.
Hættir Kattholt starfsemi?
þjónusta
allan
Jón Sigurðsson skrifar:
Ég og fjölskylda mín höfum verið
viðskiptavinir við Kattholt, hús
Kattavinafélags íslands, gegnum tíð-
ina og átt aldeilis prýðileg sam-
skipti við þennan indæla samastað
hinna ferfættu vina okkar. Við höf-
um ávallt haft kött á heimilinu frá
því að við hjónin stofnuðum heim-
ili. Sennilega vani sem okkur hjón-
unum báðum entist frá uppeldisár-
unum. Við höfum átt marga ketti
gegnum árin og ekkert það komið
upp sem raskað hefur ró heimilis
eða nágranna.
Stöku sinnum hefur þurft að end-
urnýja heimilisköttinn því viö höf-
um ávallt fress, sem okkur þykir
hentugra. Viö höfum leitað til Katt-
í sfma
5000
kl. 14 og 16
Margir myndu harma ef Kattholt hætti starfsemi sem er oröin gróin og þekkt
f borginni. - Á heimili kattanna, Kattholti.
holts þegar við höfum þurft að yfir-
gefa heimilið um stundarsakir eink-
um nú síðari árin og þar hefur kisa
okkar verið geymd í góðu yfirlæti.
Kattholt hefur því verið heimsótt
nokkuð oft á undanförnum árum.
Nú þykir okkur hins vegar
bregða til hins verra, því við höfum
hlerað að svo kunni að fara að Katt-
holt hætti starfsemi sinni. Ég vildi
fá eitthvað meira að vita um þetta
og því hringdi ég í Kattholt til að fá
frekari upplýsingar. Þar var mér
sagt aö þetta væri ekki alls kostar
rétt, reksturinn væri sífellt þungur
en ekki væri neitt afráðið um hvort
loka þyrfti starfseminni, það væri
undir ýmsu komið.
Ég veit að margir myndu harma
það ef Kattholt hyrfi því þessi starf-
semi er orðin gróin og þekkt í borg-
inni. Fróðlegt væri að fá meira að
heyra um málið, og treysti ég DV til
að kanna þetta frekar, þótt ekki sé
nema vegna hinna mörgu sem eiga
viðskipti við þetta rómaða aðsetur
okkar ferfættu vina í meðlæti
þeirra og mótlæti.
H>V
Þrir ættliðir á sjó
Magnús Guðjónsson hringdi:
í Morgunblaðinu í síðustu
viku birtist frétt ásamt mynd af
mönnum, föður syni og barna-
bami, sem höfðu verið á vélar-
vana bát við Vestmannaeyjar.
Mér finnst þetta ekki vera nema
til að fordæma. Viija íslending-
ar ekki læra neitt? Eru þessir
menn að storka örlögunum, eða
eru þeir bara svona heimskir
eins og allir aörir sem eru að
taka með sér syni sína eða
barnaböm á flskifleytumar?
Hefðu mennirnir farist hefði
samúðin ekki mælst mikil með
ættingjunum sem gerðu ekkert
til að stöðva ósómann.
Til þín og strax í
veskið!
Ambjöm skrifar:
Henni ætlar ekki að linna vit-
leysunni í þessu þjóffélagi okkar.
Nú skal sent heim til okkar allra,
18 ára og eldri, umslag í pósti og í
því kort sem „þú skalt setja strax í
veskið" eins og segir í auglýsing-
unni. Það kort á maður svo að
sýna reglulega hjá „völdum" fyrir-
tækjum. Allt er þetta umstang til
að gera viðkomandi korthafa kleift
að fara í fri. Vilt þú fljúga frítt?
segir í bæklingi sem kynnti dýrð-
ina. Fargjöldin auðvitað upp úr
öllu valdi, þannig aö þetta er allt
ein samfeUd della og dónaskapur
um leið. - Nú hafa „traust og fram-
sækin fyrirtæki" gengið einum of
langt gagnvart almenningi sem
hefur heldur enga peninga í vit-
leysuna.
Blóð og innyfli
fyrir valinu
Sveindis hringdi:
Ég er hissa á að Sjónvarpið og
ráðamenn þar skuli vera farið að
láta fámennan hóp innhringjenda
velja laugardagsmyndimar. Sl.
laugardagskvöld var þama um að
ræða eina mestu ofbeldismynd
sem sögur fara af í íslensku sjón-
varpi. Ég horföi reyndar ekki
nema á svo sem fyrstu 15 mínút-
umar og gafst svo upp. Þetta var
bara blóð og innytli sem flutu um
aUan skerminn. Hvað er svona
mikið að í stjómun Ríkisútvarps-
ins að það hyUist tíl aö sýna okk-
ur heimasiijandi svona laugar-
dagsmyndir? Nóg er tíl af góðum
kvikmyndum. Vogiö ykkur ekki
að bjóða okkur svona framvegis.
Ritf Bjerregaard
enn á ferðinni
Siguijón Jónsson hringdi:
Þar sem mikið hefur verið rætt
og ritað um dagpeninga ráðherra,
þingmanna og opinberra embætt-
ismanna á ferðalögum erlendis
riflaðist upp fyrir mér vegna frétt-
ar um hingaðkomu Ritt Bjer-
regaard, umhverfisstjóra ESB,
þegar kona þessi var danskur ráð-
herra á feröalagi í París fyrir ein-
hveijum árum og var látin víkja
úr ráðherraembætti fyrir að leigja
lúxusíbúð og aka um í leigubUum
á kostnað danskra borgara. Nú er
þessi sama Ritt á ferð hér á landi
tU að forvitnast um stefhu íslend-
inga 1 umhverfismálum og setja
okkur fyrir í þeim málum. Eigum
við að taka mark á þessum fyrr-
verandi danska brottvUoia ráð-
herra sem nú er kominn í feitt í
Brússel?
Verkalýðsleiðtog-
ar og VSÍ
Ómar hringdi:
Það er óhugnanlegt hversu sam-
mála þeir em, verkalýðs-
leiðtogamir og forystumenn VSÍ,
um að halda lífeyrissjóðamálun-
um í spennitreyju. Fróðlegt var að
hlýða á þá Sigmund Gunnlaugs-
son og Agúst Einarsson í útvarps-
umræðum sl. sunnudag. Sigmund-
ur sagöi sannleikann um þetta
samspU; sagði þeim liða bara vel á
meðan ekkert breyttist.