Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Neytendur Vort daglega brauð hækkar „Eg hélt aö menn væru að gera samninga sem ekki ættu að leiða til hækkana. Því finnst mér útskýring brauðframleiðenda um launahækk- anir ekki standast," segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, um 10% hækkanir á brauðum. Jóhannes segir að Neytendasam- tökin og verkalýðsfélögin hafi rætt saman um sameiginlegt verðlagseft- irlit í kjölfar kjarasamninga. Enn hafi ekki unnist tími til að fullmóta það samstarf vegna samningavið- ræðnanna. Aðföng og laun hækka Myllan og Samsölubrauð riðu á vaðið með hækkanir en aðrir eru að sigla í kjölfarið. „Það vekur athygli að þessi tvö fyrirtæki, Samsölubrauð og Myllan, koma samtímis með sömu hækkan- ir,“ segir Jóhannes. Georg Hauksson, sölustjóri Sam- sölubrauða, segir að verðhækkunin sé tilkomin vegna samverkandi þátta, aðallega vegna hækkunar á aðfóngum erlendis. „Samkeppnin hefur verið mjög grimm síðustu tvö ár og ekki geng- ið að hagræða samkvæmt því. Raunverulegt verð til neytenda var of lágt. Vö höfum fengið tilkynningu um hækkun á plasti og frakt, auk þess sem heimsmarkaösverð á hveiti hefur hækkað. Kauphækkan- ir í samningi Iðju og VR koma mjög illa við okkur og þýða á ári um 30 milljóna króna kostnaðarauka," seg- ir Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar. Hækkun í bígerö hjá KEA Hjá Brauðgerð KEA fengust þær upplýsingar að hækkun á brauð- verði væri í skoðun en ekki komin til framkvæmda. „Við erum að fara yfir kostnaðar- liði hjá okkur og ljóst að hækkanir eru á döfinni. Þær eru aðallega vegna hækkunar á hráefni en launahækkanir koma þar inn í líka. Launaliðurinn vegur mjög þungt í framleiðslu á brauðum. Ég býst ekki við að hækkunin verði 10% flöt hækkun heldur mismunandi eftir brauðgerðum," segir Jörundur Traustason, brauðgerðarstjóri hjá KEA. -jáhj Nýlegar veröhækkanir á brauðum eru um 10%. Myllan og Samsölubrauð riðu á vaðiö en aðrir fylgja í kjölfarið. P Fkrtt virtar KU MH Utm lUpftrtuiiMtMÍanltS HMMM 09 ckift ftulki SNlOarirtani {u. 9sQ9 frá barafanun akofiil oq aeiag mwftm á skciðararsandi AKSTUR íf tcc' LANcreBC'ABirnciC' rn.Á GuC'I.iunci Tvnrincobyni) L.E tC' saciM Þuf-il G Ci I Im RCTTm MMLTIC ll VCIDLUOAL HÖTCLO liÖrC'A.CRCKKU) t3 ISTINC (ATH . VCfJC' MIC'ABT VIC' TVQ I HenBenci) M ORGUN I ImTUR AöGANGUR OG KAFFI i FERC'mMmNNmFJOSINU. Allt þetta fyrir Aðeins lcr. TRYBGie TKKUR 5ÆT I 5TRAX Aliax upplysingar ogpantanir hjá f Íj E\Tavegi 1 800 Selfossi Sani 482 3444 Fax 482 3443 Ingi Þór Jóhannsson, verslunarstjóri í varahlutadeild Heklu, vigtar brettin á Pajero. DV-mynd Pjetur. Gæðin kosta meira - segir Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu „Verð og gæði fylgjast oftast aö. Það er ekki nóg aö vísa bara á verð- ið þegar tveir varahlutir eru bornir saman,“ segir Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu vegna verðkönnunar sem DV birti síðastliðinn þriðjudag á varahlutum í Pajero-jeppa. Borið var saman verð hjá Heklu annars vegar og Fjöðrinni hins vegar og var niður- staðan sú að varahlutir í Heklu voru mun dýrari. Meðal annars var verð á hægra frambretti mun hærra hjá Heklu. Verðið er 23.959 en ranglega var sagt að það kostaði 30.668 kr. en það verð gaf Hekla upp. Finnbogi serir að Hekla selji að- eins varahluú frá' framleiðanda í Japan en varahlutirnir sem Fjöðrin selur eru frá Tævan. Hann bendir á að eftirlíkingin sé í öllum tilfellum lakari en varan frá framleiðanda. Þykkara stál Finnbogi og Ingi Þór Jóhannsson, verslunarstjóri í varahlutadeild Heklu, vigtuðu meðal annars bretti í vitna viðurvist og kom í ijós að eftir- líkingin er 600 g léttari. „Stálið er betra og þykkara í þeim brettum sem við seljum. Þykkt stáls- ins er mikið öryggisatriði en einnig endist það betur og ryðgar síöur. Einnig er grunnurinn betri en bíla- málarar hafa fullyrt að það þurfi að vinna eftirlíkinguna alveg ofan í járn fyrir málun,“ segir Ingi Þór og bend- ir á að frágangur eftirlíkingarinnar sé mun verri en á þeim brettum sem Hekla selur. Hann segir að eftirlík- ingarnar séu ekki nægilega vel unn- ar og oft muni töluverðu á stærð. Það geri viðgerðarmönnum erfitt fyrir og því taki vinnan fleiri daga sem auð- vitað eykur kostnaö bíleigandans. Viðgerðarmenn Heklu settu bretti frá Fjöðrinni á bíl hjá sér og kom í ljós að það passaði mjög illa. Munur á Ijósum Einnig var borið saman verð á hægra framljósi og segir Ingi að Ijós- ið sem Fjöðrin selji hafi ekki E-merk- ingu en slík merking er ákveðinn gæðastaðall. „Það þarf ekki annað en að bera þessi tvö ljós saman til að sjá aö frumgerðin frá framleiðanda er mun betri og sama er að segja um alla varahluti. Frumgerðin er betri,“ seg- ir Ingi Þór Jóhannsson. -jáhj Verðkönnun á lyíjum: Samkeppnin hefur skilað verðlækkun Samkeppnin á lyfjamarkaðnum hefur skilað verðlækkun á lyfjum, samkvæmt könnun Samkeppnis- stofnunar á lyfjaverði. Könnunin var gerö 17. mars í 30 lyfjaverslun- um á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var verð á 32 algengum lyfjum, bæði lyfjum sem eru seld í lausasölu og lyfjum sem seld eru samkvæmt lyf- seðli. Könnunin var tvískipt, það er verð til almennra sjúklinga annars vegar og elli- og örorkulífeyrisþega hins vegar. Verðmismunur var lægstur 35% á Hýdramíl til almenns sjúklings en hæstur var verðmunurinn 354% á Ventoline, innúðalyfi til elli- og örorkulífeyrisþega. Algengur verð- munur er 50-80%. Breiðholtsapótek og Apótekið Smiðjuvegi 2 voru oft- ast með lægsta verðið. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.