Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997
gur í lífi
*•
Dagur í lífi Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarráði og fjölskyldu sem undirbýr fermingu 2. í páskum:
Sagan endurtekur sig með mjólkurskortinn
„Þennan dag eins og alla aðra
virka daga fara allir á heimilinu á
sína vinnustaði. Bömin í skólann
og foreldrarnir til sinna verka.
Verkefni mín hjá Umferðarráði
eru margvísleg og dagamir geta
því orðiö hver öörum ólíkir. Að
þessu sinni var ég ekki í útsend-
ingum í útvarpi Umferðarráðs en
það er hluti af mínu starfi.
Að undanfömu hafa hlutimir að
talsveröu leyti snúist um stóran
dag hjá Sigríði dóttur okkar, sem
er annar í páskum, en þá verður
hún fermd í Áskirkju. Þar er ekki
í kot vísað hjá sóknarprestinum
Árna Bergi Sigurbjörnssyni og
hans samstarfsfólki.
Skortur á nauðsynjum
Sagan viröist endurtaka sig því
að verkfallsástand og skortur á
margvíslegum nauðsynjum þegar
veisla af þessu tagi er annars veg-
ar var einnig á fermingardegi mín-
um fyrir þó nokkuð mörgum
árum. Segja má að þá hafi tilveran
snúist um hvort hægt væri að fá
rjóma. Hann er nefnilega aldrei
nauðsynlegri en þegar hann fæst
ekki. Þá var líka verkfall í Reykja-
vík og er haft í minnum í fjölskyld-
unni þegar móðursystir mín ágæt
kom meö ijómann vestan af Snæ-
fellsnesi. Það var hins vegar ekki
heiglum hent því að mikið snjóaði
í marsmánuði árið 1968 og tók það
hana hátt í tvo sólarhringa að
komast frá Hellissandi til Reykja-
víkur. En það tókst.
Njósnarar úr vinahópi
Miklar áætlanir hafa verið í
gangi um hvemig hægt sé að nálg-
ast rjóma og um allan bæ eru
njósnarar úr vinahópi okkar að
huga að því hvort hann sé ein-
hvers staðar á boðstólum. Ein sam-
verður að vera í lagi þegar mikið
stendur til og stundum heldur
maður þegar málin eru hugsuð í
þaula að athyglin hljóti fyrst og
fremst að beinast að manni sjálf-
um. Slíka alúð leggur fólk í að vera
fint og flott. Hárgreiðslumeistari á
heimsmælikvarða er í fjölskyld-
unni og fórum við til hans eftir að
rjóminn komst í höfn og erum
klippt samkvæmt nýjustu línum.
Oft vill það vera þannig að fólk
álítur að börn nútímans fermist
fyrst og fremst af hagsýnisástæð-
um. Nýleg könnun bendir til ann-
ars og hef ég ríka ástæðu til að
ætla að of oft sé því ranglega hald-
ið fram. Mestu máli skiptir auðvit-
að að börnin fái tækifæri til að
vega og meta hvort þau vilja ferm-
ast og til þess þurfa þau að hafa
fengið að kynnast þeim grundvelli
sem kristin trú er reist á. Fyrir
Sigríði var ákvörðunin enginn
vandi. Eftir að hafa sótt bama-
messur og tekið virkan þátt í fé-
lagsstarfi í kirkjunni lá beint við
að fermast. Og ekki sakar að mikil
alúð er lögð í allan undirbúning og
að sérhvert fermingarbarn fékk
gefins bókina einu sönnu, Biblí-
una, frá Safnaðarfélagi Áskirkju
um það leyti sem fermingarundir-
búningurinn hófst.
Stór dagur
Fermingardagurinn er stór dag-
ur í lífi hvers manns og því er mik-
il áhersla lögð á að gera hann
ánægjulegan, enda er þetta eins
konar fjölskylduhátíð. Líklega fylg-
ir því viss léttir þegar þetta verður
yfirstaðið en þó jafnframt söknuð-
ur að vita að þessum þætti í fól-
skyldulífi okkar er lokið því að
Sigríður er yngsta bamið á heimil-
inu. En við huggum okkur við að
eitthvað annað hlýtur að koma í
staöinn."
Fjölskyldan t önnum f eldhúsinu á Kleppsveginum viö undirbúning fermingar Sigríöar annan í páskum. Siguröur
Helgason og Anna Stefánsdóttir meö tilvonandi fermingarbarn á milli sín. DV-mynd S
starfskona frúarinnar hringdi um
kvöldmatarleytið og sagði að í
verslun einni í Kópavogi væri til
rjómi og var þá ekki til setunnar
boðið heldur ekið af stað og viti
menn; það er til rjómi og við fór-
um aftur heim, alsæl. Ekki eru
famar neinar óþarfar ferðir á bíln-
um til að bensínið á tanknum dugi
sem lengst. En maður veltir fyrir
sér hvað valdi því að menn þurfi
að fara í verkfall til að fá 70 þús-
und í mánaðarlaun. í raun og veru
geta slík laun ekki talist vera nein
ofrausn.
Verið er að leggja línur um
fermingardaginn. Strax í haust var
fenginn salur til veisluhalda og
frúin ber hita og þunga af gerð
veislufanga og nýtur þar vel þeg-
innar aðstoðar margra vinkvenna
sem eru boðnar og búnar að
hjálpa. Fermingarkjóllinn var
keyptur á útsölu í janúar, enda er
rík áhersla lögð á hagsýni vegna
fermingarinnar.
Hugað að útlitinu
Svo þarf að huga að útlitinu. Það
Finnur þú fimm breytingar? 404
svt?
Ég hef miklar áhyggjur af heilbrigöl konunnar minnar, læknir! Þaö er
nánast ómögulegt aö losna viö hana.
Nafn:.
Heimili:
Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu
og aðra getraun reyndust vera:
Stefania Ásgeirsdóttir
Túngötu 18
101 Reykjavík
Halldóra Ólafsdóttir
Yrsufelli 11
109 Reykjavík
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfh sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP-vasadiskó með útvarpi, aö
verðmæti kr. 3.950, frá Bræðmnum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verömæti kr.
1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall
Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu
Kay Carpenter.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 404
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík