Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Page 28
48 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 J ' ~r , j - i _ .___ _ Verðmunur á hótelum í Þýskalandi: Storlækkað verð í austurhlutanum Ferðamenn sem koma til austur- hluta Þýskalands og gista á góðum hótelum þar geta lifað eins og kóng- ar og borgað aðeins hluta af þeirri upphæð sem þeir myndu borga fyrir sömu þjónustu í vesturhluta lands- ins eða öðrum löndum V-Evrópu. Síðan að Berlínarmúrinn „féll“ árið 1989 hafa margar stórar hótel- keðjur staðið fyrir byggingu hótela í austurhlutanum. Skattaívilnanir og spádómar um uppgang í austur- hluta landsins hafa dregið að fjár- magn og framkvæmdir. Mikil vönt- un var á góðum hótelum í þessum hluta landsins. „Það höfðu engin mannsæmandi hótel verið byggð í austurhluta Þýskalands í næstum þvi fjóra ára- tugi, eða frá lokum siðari heims- styrjaldarinnar," segir Konrad de Vries, einn forstjóra Holiday Inn hótelkeðjunnar. Holi- day Inn hefur byggt eða er með í byggingu ein 11 ný hótel í þeim hluta landsins sem áður tilheyrði A- Þýskalandi. „Öll hótelin í land- inu voru starfrækt og í eigu Interhotel, sam- steypu í eigu ríkisins. Interhótelin voru ekki af sama gæðaflokki og ferðamenn eiga að venjast á góðum hótel- um í vesturhluta Evr- ópu. Algjör nauðsyn var því að bæta úr því ástandi sem fyrst,“ segir de Vries. Úthverfi og kjarnar Eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands létu margar hót- elkeðjurnar byggja nýju hótelin í út- jaðri stórborganna. Ástæða þess var óvissa um eignarhlut lands á svæð- um í miðju borganna. En þegar búið var að koma þeim málum á hreint var stefnunni breytt og farið að byggja hótelin í þeim miðjum. Nýju hótelin spretta upp eins og gorkúlur í austurhlutanum, sérstak- lega svokölluð „business-hótel“ sem bjóða góða alhliða þjónustu fyrir viðskiptamenn sína. í borgunum Dresden, Magdeburg, Chemnitz, Cottbus, Erfurt, Weimar og Leipzig eru risinn fjöldi glæsihótela á örfá- um árum. Ekkert hefur verið sparað til að gera þau sem best úr garði og her- bergin eru öll með nútímaþarfir í huga, fax-vélar, tvær símalínur, sjónvarp, kapalstöðvar, geislaspil- ara og annað það sem fylgir bestu hótelum nú. Hótelstjóramir eða hótelhaldar- amir í þessum nýju hótelum em oft Austurríkismenn, Hollendingar eða annarra þjóða úr Evrópu. Ibúar úr austurhluta landsins vilja ekki fá stjórnendur frá V-Þýskalandi, segja slæma reynslu af þeim. V-Þjóðverjar em ekki vinsælir í austurhlutanum í þessum geira atvinnulífsins. Umfram eftirspurn Nýbyggingar hótelanna hafa ver- ið umfram eftirspurn ferðamanna eftir hótelplássi og nýting hótelher- bergja dottið niður um tugi prósenta. Stærstu tölurnar era frá Leipzig, þar sem herbergjanýt- ing var áður 80%, en hefur nú dottið niður í 38% á sið- ustu 5 árum. Ferða- menn græða á öllu saman því að hótel- haldararnir bjóða sífellt lægra verð með alls konar gylliboðum til að bæta nýtinguna. Fyrir 5 árum máttu gestir á fyrsta flokks hót- eli (Merkur Hotel) búast við að þurfa að greiða 12.500 krónur fyrir eina nótt í úrvals tveggja manna her- bergi en nú, fimm árum síðar, fást þau á tæpar 9.000 krónur. Ef tekið er gott herbergi á hinu þriggja stjömu Ramada Gami hóteli fæst það nú á um 5000 krónur. Svipaða sögu má segja um Dresden, Chemnitz, Weim- ar og flestar aðrar stórborgir aust- urhlutans. Ferðamönnum sem hyggja á dvöl í austurhluta Þýskalands er hins vegar ráðlagt að kunna hrafl í þýskri tungu. Ekki er langt síðan A- Þýskaland losnaði undan áhrifa- valdi Sovétmanna og það tekur tíma að fá starfsfólkið til að tileinka sér enskuna. Algengara er að starfsfólk hótelanna geti talað rússnesku en ensku. List- og menningarvið- burðir Á hverju ári er mikið um að vera í austurhluta Þýskalands á menn- ingar- og listasviðinu. Þann 3. apríl verður haldin 100 ára afmælishátíð Johannesar Brahms í Leipzig, 26.-28. september verður 125 ára af- mælishátíð sporvagna í Dresden, 4. mánuði stendur yfir Wagner-Schu- bert-Stravinski tónlistarhátíð í Berl- ín. Djassistar hafa örugglega áhuga á dixieland-hátíðinni í Dresden daga 8.-11. maí. í júlímánuði verður sérstök „tec- hno og rave-hátíð“ haldin i Berlin og kvikmyndahátíð í Dresden 4. júlí til 17. ágúst. Djassinn dunar einnig í Leipzig í septembermánuði og dag- ana 16.-26. október verður evrópsk Feröamenn til Berlínar hafa ef- laust gaman af því aö skoöa Charlottenborgarkastala sem byggöur var á 17. öld. Síöan járntjaldið féll og Þýskaland sameinaðist áriö 1989 hafa mörg nýtísku hótel verið byggö í austurhluta landsins. nóvember 150 ára afmælishátið tón- skáldsins Mendelssohns, 9. septemb- er og fram í janúar 1998 verður hald- in sagnfræðileg sýning í Berlín um þróun menningar og lista í báðum hlutum Þýskalands. Allt árið 1997 verður rokk- og Sha- kespeare-hátíð í Berlín og í þessum hátíð grínista og dramatískra sviðs- leikara. Hér er aðeins fátt eitt tínt til af því sem ferðamenn geta barið augum í austurhluta Þýskalands í ár - og gist í leiðinni á úrvalshótel- um fyrir lítið verð. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS Heppinn áskrifandi til Flórída: Ég á ekki til eitt einasta orð DV, Akureyri: „Vann ég ferð til Flórída? Eg á ekki til eitt einasta orð,“ sagði Auð- ur Antonsdóttir, flskverkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, þegar henni vora færð þau tíðindi að hún hefði dottið í „Sólar-pott“ DV og ATAK BÍLALEIGA 554 6040 Flugleiða og hlotið að launum ferð fyrir tvo til St. Petersburg Beach í Flórída og uppihald í viku. Auður hefur um langt árabil ver- ið áskrifandi að DV og þetta er ekki í fyrsta skipti sem áskrift hennar skilar henni vinningi aukalega. „Ég vann grill í áskriftargetraun í fyrra, hvað ætli það verði næst?“ spurði Auður. „Ég hef farið til útlanda áður, bæði til Benídorm og Kanaríeyja og það er alveg yndislegt að fá svona vinning, ég er nú svo hissa að ég veit varla hvað ég á að segja. Það getur vel verið að ég reyni að fara i sumar, og hugsanlega býð ég dóttur minni meö mér,“ sagði Auður sem hefur starfað við fiskvinnslu hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa í 23 ár. Auöur Antonsdóttir, heppinn áskrifandi DV, sem er á leiöinni til Flórída. DV-mynd, gk Hætta á ferð Bent hefur verið á það í dag- blöðum í Þýskalandi að hættu- ástand hafi myndast víða á flug- umferðarsvæðum þýskra flug- valla. Hættuástandið hefur myndast vegna síaukinnar um- ferðar smærri flugvéla sem trufla flugumferð stórra far- þegaþotna. Flugmenn minni flugvéla eru gjamir á aö virða ekki almennar reglur um flug- hæð við flugvellina. Bent hefur verið á að flugmenn á stórum þotum hafi litla möguleika á að afstýra árekstri vegna þess hve stórar vélamar eru. Opnar á ný Yosemite-þjóðgarðurinn frægi í Bandaríkjunum hefur verið opnaður ferðamönnum á ný en undanfama mánuði hefur hann verið lokaður vegna flóða- skemmda á vegum og mann- virkjum. Stár sekt Yfirvöld í Bandarikjunum hafa sektað flugfélagið Alaska Airlines um 50 milljónir króna fyrir að hafa ekki staðið nægi- lega vel að viðgerð á lendingar- búnaði Boeing 737 200 þotu fé- lagsins og fyi-ir að hafa sett hana í notkun án þess að hún fullnægi öryggiskröfum. Banda- ríkjamenn eru þekktir fyrir mjög strangt eftirlit i flugmál- um. Miami Vice Miami-borg á Flórída komst i fréttirnar á árunum 1992-93 þegar sagt var frá síendurtekn- um ofbeldisárásum misindis- manna á ferðamenn sem kost- aði margan ferðamanninn lífið. Lögreglan tók til hendinni og tókst að uppræta þetta vanda- mál aö mestu leyti á sínum tíma. Nýverið hefur þó farið að bera á ofbeldisárásum á ferða- menn á ný, aðallega í námunda við flugvöll borgarinnar. Lög- reglan segist gera sitt besta til að handsama ofbeldismennina. Grænland í sviðsljósi Grænland hefur verið tölu- vert í sviðsljósi fjölmiðla vegna þess að kvikmyndin „Miss Smilla’s Feeling for Snow“, sem að mestu gerist á Grænlandi, hefur verið tekin til sýninga víða um lönd. Þetta er sannköll- uð stórmynd með frægum leik- urum í aðalhlutverki, Gabriel Byme og Juliu Ormond. Kvik- myndin var frumsýnd fyrir stuttu og er nú til sýninga í ein- um 25 löndum. Ferðamálayfir- völd í Grænlandi ætla að fylgja þessu vel eftir og hafa prentað auglýsingabæklinga um Græn- land sem dreift er ókeypis til kvikmyndagesta. ék, Þín vmliiii Arnarbakka 4-6, Reykjavík • Vesturbergi 76, Reykjavík • Hagamel 39, Reykjavík • Mjóddinni, Reykjavík • Seljabraut 54, Reykjavík • Suöurveri, Reykjavík • Grímsbæ, Reykjavík • Hringbraut 92, Keflavík • Miöbæ 3, Akranesi • Grundargötu 35, Grundarfiröi • Ólafsbraut 55, Ólafsvík • Skeiöi 1, ísafiröi • Silfurgötu 1, ísafiröi • ísaflaröarvegi 2, Hnífsdal • Vitastíg 1, Bolungarvík • Lækjargötu 2, Siglufiröi • Aöalgötu 16, Ólafsfiröi • Mýrarveg, Akureyri • Nesjum, Hornafiröi • Breiöumörk 21, Hverageröi • Tryggvagötu 40, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.