Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Side 5
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 5 Sandkorn Fréttir Ó, Ólöf Jens í Kaldalóni skrifaði kostuleg- an greinarstúf í Mogga á dögunum sem bar hina frumlegu fyrirsögn „Ólöf Rún Skúladóttir fyrrverandi P-»——r———■* sjónvarpsþulur". t <£^01 ' Greinin er upp- full af þvílíku ~í lofi um Ólöfu aö minningargrein- ar komast flest- ar ekki í hálf- kvisti við, en grein Jens byrj- ar þannig: „Það var eins og eitt stórkostiegasta skýfall heföi komið úr heið- skírum himni þegar þaö allt í einu fréttist að þú yrðir ekki lengur í fréttunum á sjónvarpsskjánum. Þar með væri þetta elskulega andlit, bliði, hreini og himinljómandi svipur þinn, látlaus og einlægur horfmn...“ Engir skraut- koppar Jens upplýsir síðan að hann hafi litiö vitaö um fjölskylduhagi Ólafar Rúnar þar til hann sá myndir af henni ásamt börnum hennar og eig- inmanni. Reynd- ar segist Jens tæplega hafa trúað að nokkr- um manni gæti áskotnast svona einlæg og elsku- leg kona. Síðan kom smávegis meira um ööl- skylduáa og hestamennsku frúarinnar áður en til frekari tið- inda dró: „Er ekki nóg með það, en aðdáunarveröast í öllu þínu elsku- lega útliti hefur svo alltaf verið að þú sjaldan eða aldrei hefir hengt neina skrautkoppa neöan í eyrna- sneplana heldur haft þá í þeim guð- lega friði sem fagurlegastir blika i sinni réttu og fegurstu sköpun." A-flokkarnir Tilburðir forsvarsmanna A-flokk- anna vegna hugsanlegrar samvinnu eða sameiningar gerast sífellt bros- legri. Aðallega hafa þessir tilburðir verið á þann hátt að einhver foringjanna læt- ur i ljósi vonir og væntingar um samvinnu eða sameiningu, en síðan kemur annar foringi og gerir lítið úr orðum hins. Svona hefur þetta gengið fram og aftur, og það nýjasta var er Margrét Fri- mannsdóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins, sagði Sighvat Björgvinsson, formann Alþýöuflokksins, hafa verið í „fjöbniðlaleik" norður á Ákweyri er hann var að ræða um sameigin- legt framboð A-flokkanna viö kosn- ingamar 1998. Þannig gengur þaö, ef einhver hinna svokölluðu „foringja“ tjáir sig um málið rjúka hinir upp og reyna að gera málið tortryggilegt um leið og þeir lýsa áhuga sinum á sam- einingu eða samvinnu. Trúverðugt? Hrokinn Á heimasíðu KA á Intemetinu hefur mátt lesa um óánægju KA- manna með að aðeins tveir leik- menn félagsins skuli hafa verið valdir i lands- liðshópinn fyrir HM. Þar segir einnig að þegar Sigurður Gunn- arsson, þjálfari Hauka, hafl valið úrvalslið til að leika gegn landslið- inu hafi nú fyrst tekið steininn úr en í því liði var enginn KA-maður. „Þetta er enn eitt dæmið um hroka sunnanmanna í garð KA-manna sem áfram eru greinilega mun iægra metnir hjá þessum sjálfskipuðu handboltasér- fræðingum á Reykjavíkursvæðinu þrátt fyrir að hafa verið eitt besta lið íslands um árabil. Þeir ættu aö muna að eftir hrakfarir og aum- ingjaskap landsliðsins í síðustu HM- keppni var það stemningin i kring- um KA sem aftur náði að rifa þessa stórkostlegu íþrótt upp úr öskustónni og það kæmi mér ekki á óvart þó það yrði hlutskipti KA á nýjan leik,“ segir á heimasíðu KA. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Skunk Anansie í Höllinni: Frábærar undirtektir Andrúmsloftið í Laugardalshöll- inni var rafmagnað sl. laugardags- kvöld þegar breska rokkhljómsveit- in Skunk Anansie steig á stokk og spilaði fyrir tæplega 6000 öskrandi aðdáendur. Áheyrendur voru greinilega vel með á nótunum, döns- uðu og sungu með en mest var stemningin þegar sveitin tók lög sem hafa náð gífurlegum vinsæld- um hér á landi, lög á borð við Weak, Brazen og Hedonism. Hitinn var mikill í Höllinni, svit- inn rann af hverjum manni og þurfti að sinna nokkrum einstak- lingum sem urðu hita og þrengslum að bráð rétt við sviðið. Ekki kom þó til neinna alvarlegra meiðsla. Skin, Tónleikagestir voru vel meö á nótunum og skemmtu sér vel. Gæslumenn voru ánægöir með framkomu gestanna. DV-myndir Hari söngkona sveitarinnar, hafði tölu- verðar áhyggjur af þrengslunum, spurði áhorfendur hvort allt væri í lagi og gaf ungri stúlku vatnsflösku sína en að sögn meðlima sveitarinn- ar er Laugardalshöllin með stærstu tónleikastöðum sem hún hefur kom- ið fram í. Hljómsveitin var á sviði í einn og hálfan klukkutíma við gríðarlega góðar undirtektir enda fóru hljóm- sveitarmeðlimir á kostum. Má segja að langt sé orðið síðan íslendingar urðu vitni að jafn líflegri sviðsfram- komu. Að sögn starfsmanna í öryggis- gæslu og dyravörslu fór allt vel fram, leit fór fram á tónleikagestum og var töluvert magn af áfengi gert upptækt, þó ekki meira en vant er á tónleikum hér á landi að sögn starfsmanna. Sögðust gæslumenn ánægðir með framkomu tónleika- gesta sem flestir hverjir voru á aldr- inum 14 til 18 ára. Nánar veröur sagt frá tónleikun- um í DV á morgun, þriðjudag. -ggá Reiðvegardeilan: Lætur sýslu- maður opna veginn? DV, Aknreyri: „Við höfum heimildir fyrir því að Vegagerðin hafi farið fram á það að vegurinn verði opnaður, enda er vegurinn í umsjá Vegagerðarinnar og við höfum þeirra orð fyrir því að okkur séu heimil afnot af veginum," segir Sigfús Ólafur Helgason, for- maður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, vegna deilunnar um reiðveginn á milli Akureyrar og Hrafnagils. Sigfús Ólafur Helgason, formaöur Léttis, viö giröingu bóndans á Ytra- giii sem lokar reiðveginum milli Ak- ureyrar og Hrafnagils. „Hér fer eng- inn um nema meö tilfæringum," segir Sigfús. DV-mynd gk Eins og DV skýrði frá fyrir helgi lokaði bóndinn á Ytragili reiðvegin- um með girðingum við landareign sína og hestamenn hafa ákveðið að lögsækja bóndann. Svo gæti farið að sýslumaðurinn á Akureyri beitti sér i málinu. Björn Jósef Arnviðarson sýslu- maður sagði að formleg beiðni hefði ekki borist embætti hans um að opna veginn. Vegagerðin hefði haft samband símleiðis við embættið vegna þessa máls, en fyrr en form- leg beiðni bærist myndi hann ekki aðhafast neitt í málinu. -gk ^rAFMÆUSTILBOD anua LCX-300 afmælistilboð kr. VK) EIGUMAFMÆU, ÞIÐ FAIÐ PAKKANN I Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Super T-bassi Fullkomin fjarstýring Gengur fyrir 220 og 12v FM-MB og LB útvarp m. 32 stöðva minni Auto reverse segulband Fullkominn 1-bit D/A geislaspilari Segulvarðir hátalarar I tilefnl 25 ára afmælis Radíóbæjar bjóðum við nú 25 stlc af þessum k glæsilegu hljómtækjum með 1 10.000 kr. afislætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.