Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Síða 4
4 MIÐVHOJDAGUR 21. MAÍ 1997 Fréttír____________________________________________DV Kynningarmál R-listans í borginni Margt hefur misfarist -segir Ingibjörg Sólrún borgarstjóri Ingibjörg Sólrún segir aö kynningarmálunum hafi ekki veriö nægur gaumur gefinn. Ástæöan gæti veriö sú aö menn hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir í hvaöa upplýsingasamfélagi þeir lifa. „Þegar ég horfi til baka finnst mér eins og allt hafi snúist um borg- arstjórann. Ingibjörg Sólrún er snjail stjómmálamaöur og óum- deildur leiötogi og þess vegna er hún að mínu mati aö eyða of miklu af tíma sínum í smáu málin, mál sem embættis- og aðstoöarmenn geta séö um. Allir sterkir foringjar eiga að spara sig fyrir stóru málin,“ segir Jón Hákon Magnússon hjá Kynningu og markaði og bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjam- amesi, aðspurður um kynningar- mál Reykjavíkurlistans. Mál manna er að listinn hafi ekki komiö nógu markvissum skilaboð- um til borgarbúa um það hvað hann hafi verið að gera og því hafi fjöld- inn allur ekki hugmynd um hvað hafi gerst í borginni í stjómartíö hans. Á næsta ári fara fram kosn- ingar til borgarsfjómar í Reykjavík og þá þurfa borgarbúar að velja sér nýja fulltrúa, aftur Reykjavíkurlist- aim eða gefa Sjálfstæöisflokknum færi á að sanna sig. Þurfa sérfræöinga Reynsla blaðamanna DV er sú að oftar en ekki er vísað á Ingibjörgu Sólrúnu eöa Kristínu Ámadóttur, aðstoðarmann borgarstjóra, vegna ýmissa mála. Vegna anna kemur æði oft fyrir að skilaboðum sé ekki svaraö samdægurs. Kristín sagði við DV í gær að alltaf væri reynt að sinna fjölmiðlum. Jón Hákon segist í raun lítið hafa velt málefnum Reykjavíkurlistans fyrir sér og þess vegna treysti hann sér ekki til að kveða upp úr um hvort kynningarmálin hafi bmgð- ist. Hitt efist hann ekki um að stjómmálaflokkar þurfi sérfræðinga í kynningarmálum til þess að koma áríðandi máium á framfæri. „Vera má aö Ingibjörg Sólrún viiji sjálf sjá um fjölmiðlana en að mínu mati á hún að spara sig fyrir stóm málin. Fólk þreytist á sama fólkinu í fjölmiðlum. Davíö Oddsson er gott dæmi um hvernig foringi sparar sig fyrir stóru málin. Hann sýnir mikla kænsku í tímasetning- um og vali á verkefnum sem hann tjáir sig um. Áríöandi mál geta týnst ef öll mál era á einni og sömu hendinni," segir Jón Hákon Magn- ússon. Upplýsingaskylda „Ég er almennt sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og þá gildir einu hvaða stjórnmála- flokkur er við völd og hvort talað er um sveitarstjómar- eða landsmála- pólitík. Kynningarmálin verða því miður oft afgangsstærð I fjárhagsá- ætlunum vegna þess hversu litlu menn hafa úr að spila,“ segir Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri At- hygli. Valþór segir viðhorf stjómmála- manna oft þau að engin ástæða sé til þess að vera að blanda fólkinu sjálfu í málin. Þau séu í svo góðum farvegi. „Ég legg mesta áherslu á að menn geri sér ríka grein fyrir skyldu sinni gagnvart þegnunum. Þeir sem trúað er fyrir rekstri borgar eða lands í íjögur ár í senn eiga að sinna upplýsingaskyldunni miklu betur en þeir gera nú,“ segir Hlöðver. Borgin kynni betur „Ég er alveg sammála því að margt hafi misfarist í kynningar- málum hjá Reykjavíkurborg. Ég tel að þetta sé ekki spuming um kynn- ingarmál R-listans heldur borgar- innar. Mér finnst að borgin eigi að kynna betur hvað hún er að gera fyrir borgarbúa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við DV. Hún segir að þessum þætti hafi ekki verið nægur gaumur gefinn í stjómkerfi borgarinnar og menn kannski ekki áttað sig á því í hvaða upplýsingasamfélagi þeir lifa. Aðspurð hvort hún sé að vasast í of mörgum og smáum málum segir Ingibjörg að það kunni að vera en Valþór Hlöðversson, framkvæmda- stjóri Athyglis, segir aö stjórnmála- mönnum beri að upplýsa kjósendur um stöðu mála. Jón Hákon Magnússon hjá Kynn- ingu og markaði segir borgarstjór- ann of mikiö aö vasast í smáu málunum. erfitt sé við að eiga. Hún hafi reynt að vísa málum frá sér til annarra borgarfulltrúa og embættismanna þegar það eigi við. Fjölmiðlar hafi yfirleitt ekki tekið því vel. „Fjölmiðlar og fólkið í borginni vilja hafa greiðan aðgang að mér þótt oft séu málin þess eðlis að aðr- ir séu betur til þess fallnir að ann- ast þau. Því er alls ekki svo farið að ég vilji sjá um öll mál,“ segir Ingi- björg Sólrún. -sv Kosningar eru á næsta ári og þá ræðst það hvort Reykjavíkurlistinn hefur upplýst borgarbúa nægilega um hvað hann hefur gert fyrir þá. Dagfari Vegna fjölda áskorana Nú líður senn að því aö vararík- issaksóknari kveöi upp sinn úr- skurð um hvort taka beri upp að nýju málarekstur í svokölluðum Geirfinns- og Guðmundarmálum. Þjóðin fylgdist með því máli á sín- um tíma af stakri forvitni og spenningi og nú hefur Ríkisútvarp- ið nýlega birt heimildarmyndir um þessi mannshvörf og þá sakborn- inga sem þar voru leiddir fyrir dóm og dæmdir í margra ára fang- elsi. Þjóðin fylgdist aftur með því af forvitni og spenningi þegar þess- ir þættir voru sýndir og til viðbót- ar fylltist þjóöin samúð og hlut- tekningu með hinum dæmdu. Þegar ríkissaksóknari hefur leg- ið nógu lengi yfir dómsskjölum og heimildum um mannvonsku lög- gæslumanna og meintu sakleysi refsifanganna mun hann leggja fram tillögu sína sem meðal annars getur verið fólgin í því að Hæsti- réttur ákveði að endurupptaka málin í heild sinni. í því sambandi er þess svo getiö í fjölmiðlum að ýmsir sakborning- anna og hinna meintu vitorðs- manna í Geirfinns- og Guðmundar- málum hugleiði þessa dagana hvort ekki beri að taka upp þeirra mál ef vera skyldi að dómstólar landsins og löggæslumenn kæmust að þeirri niðurstöðu að þeir hafi alls ekki átt þátt í þeim manns- hvörfum sem þeir viðurkenndu á sínum tíma að hafa átt þátt í. Ef Hæstiréttur verður svo vin- samlegur gagnvart hinum dæmdu mönnum, sem viðurkenndu sekt sína fyrir tuttugu áram, er mikið fjör framundan fyrir fjölmiðla, lög- fræðinga og svo auðvitað fyrir hina meintu manndrápara og vit- orðsmenn þeirra því allt verður þetta gamla og mjög svo spennandi mál rifjað upp að nýju. Þá munu menn sem sagt fara ofan í saumana á því hvort það sem sagt var í vitnaleiðslum á sínum tíma hafi kannske alls ekki verið sagt eða meint öðru vísi en það var sagt og að sakborningamir hafi alls ekki verið þar sem þeir voru og sögðust vera eða gert það sem þeir sögðust hafa gert. Dómstólamir og réttarkerfið í heild sinni endurtekur sem sagt réttarhöldin yfir hinum dæmdu frá því fyrir tuttugu áram og nú verða væntanlega lögreglumenn og rétt- argæslumenn og rannsóknarmenn og fangaverðir yfirheyrðir til við- bótar því allt bendir til að fulltrúar réttvísinnar hafi verið hálfu verri í framkomu sinni og gerðum heldur en sakborningarnir sjálfir, ef marka má þá síðamefndu. Gott ef þeim verður ekki stungið inn, til að gera bragarbót á þeirri yfirsjón kerfisins og dómstólanna að dæma vitlausa menn. Hæstirétt- ur hefur sem sagt tækifæri til að dæma þá sem kröfðust dóms yfir sakborningunum og sakborning- amir nái þannig fram hefndum og réttlæti með því að aðrir menn dúsi í fangageymslum fyrir að hafa komið vitlausum mönnum í fanga- geymslur. Fer þá auövitað líka að verða spuming um það hvort ekki beri að dæma hæstaréttardómara fyrir að hafa kveðið ranga dóma á sín- um tíma! Það eru spennandi tímar framundan, enda er það viður- kennd staðreynd í sjónvarpsbrans- anum að heppilegt sé að endurtaka sýningar á vinsælum sápuóperum á tíu til tuttugu ára fresti, einkum þeim sem era sífelldar, klassískar, eins og það heitir á fagmálinu. Geirfinns- og Guðmundarmálin era tvímælalaust í þeim hópi, ekki síst þegar endalokin geta orðið mismunandi eftir því hversu mörg ár era liðin frá síðustu sýningu. Eða eins og segir í auglýsingun- um: endurtekið vegna fjölda áskor- ana. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.