Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasföa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plótugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óþolandi ofbeldi Hrina grimmilegra ofbeldisverka hefur gengiö yfir landið síðustu vikur og mánuði. Þrír menn hafa látið líf- ið vegna ofbeldis á hálfu ári. Margir aðrir búa við alvar- legt heilsutjón, oft eftir tilefnislausar líkamsárásir. Samkvæmt yfirliti sem DV birti fyrir helgina hefur tólf sinnum verið ráðist grimmdarlegar á fólk frá því í lok desember. Árásirnar eru ekki bundnar við höfuðborgina heldur hafa þær átt sér stað víða um land. Upptalningin gefur ógnvænlega mynd af samfélagi þar sem árásargirni er almennt og vaxandi vandamál: Ungur piltur barinn harkalega í höfuðið með hornaboltakylfu. Karlmanni banað með haglabyssu við Krýsuvíkurveg. Karlmaður veginn með byssusting í Sandgerði. Karl- manni veittur slæmur áverki með dúkahníf í KefLavík. Sextán ára piltur særður alvarlega með hnífi á Raufar- höfn. Karlmaður stunginn tvívegis með eldhúshníf í Nes- kaupstað. Harkalega ráðist á unga konu í Kópavogi. Karl- maður ræðst með lyftara á lögreglumenn og almenna veg- farendur á Eskifirði. Karlmaður í Stykkishólmi stingur móður sína með flökunarhnífi og ógnar síðan lögreglu- mönnum. Tveir ræningjar margberja karlmann í höfuð- borginni og hirða af honum nokkrar milljónir króna. Ráð- ist er á vegfaranda í Reykjavík með hellusteini og hann stórslasaður á höfði. Hópur manna ræðst á gest á skemmtistað og banar honum með spörkum og barsmíð. Er nema von að margir spyrji hvað sé eiginlega að gerast í íslensku þjóðfélagi? Skýringanna á þessu mikla ofbeldi er gjaman leitað í stóraukinni notkun hættulegra vímuefiia. Ofneysla am- fetamíns og margra annarra vímugjafa hefur mjög slæm áhrif á neytandann sem verður árásargjam og missir meira og minna stjórn á sjálfúm sér. Þá kostar slík of- neysla mikla fjármuni sem gjarnan er aflað með ránum, innbrotum og öðrum afbrotum. Fram hefur komið að árásarmennimir em í langflestum tilvikum undir áhrif- um áfengis eða annarra vímuefna þegar þeir fremja glæpi sína. Þetta er út af fyrir sig nokkur skýring. En það er ekki og má aldrei verða gild afsökun fyrir ofbeldi að árás- armaðurinn hafi verið fullur eða mglaður af fikniefiium. Þrátt fyrir hryllileg árásarmál í miðborg Reykjavíkur að undanfomu telur lögreglan sig hafa náð nokkrum ár- angri með aðgerðum sínum þar. Því til sönnunar er bent á að líkamsmeiðingum hafi þrátt fyrir allt fækkað síðustu árin í miðbænum. Árið 1994 vom líkamsárásimar 265, en í fyrra „aðeins“ 152. Það er auðvitað veruleg fækkun mála, en betur má ef duga skal. Óhjákvæmilegt er að draga af þessu þá niðurstöðu að þær aðgerðir sem hið opinbera hefur gripið til í því skyni að vemda almenna borgara hafi ekki enn skilað tilætluð- um árangri. Almenningur hlýtur að krefjast þess eftir síð- ustu ógnaratburði að dregið verði úr ofbeldi í þjóðfélag- inu með öllum tiltækum ráðum. Árangursríkasta leiðin er vafalaust að hreinsa götumar af ofbeldismönnum, koma þeim sem ítrekað verða uppvísir að líkamsárásum undir lás og slá og halda þeim þar á meðan þeir em hættulegir umhverfi sínu. Mikil áhersla hefur að undanfómu verið lögð á að tryggja réttindi sakamanna. Það telst til mannréttinda. En stjómvöld verða að sama skapi að huga að rétti fóm- arlambanna. Margir hafa beðið lífstíðartjón á heilsu sinni á meðan glæpamönnunum er sleppt lausum eftir nokkra mánuði eða í hæsta lagi nokkur ár. Og aldrei má gleyma þeim rétti sérhvers heiðarlegs borgara í siðuðu þjóðfélagi að verða ekki fómarlamb ofbeldis á almannafæri. Elías Snæland Jónsson „Það langar öllum í þetta tæki,“ sagði Rainbow-sölumað- urinn inni á stofugólfi hjá mér, með Laxness og fornsögurnar í bakgrunni. „Öllum,“ itrekaði hann, án þess að leiða hugann að því hvort orðalagið hefði áhrif á trúverðugleik hans og söluhorf- ur. Hann var bara að tala ís- lensku eins og hún var honum og flestum öðrum íslendingum tömust. Hvað á þá að segja um eftirfar- andi orðalag, viðhaft i prent- smiðju: „Snúðu þér bara beint til Örns“? Hvar á að draga mörkin milli eðlilegrar málþróunar og úrkynjunar? Hvorum megin fellur til dæm- is ábending stúlkunnar á Stöð 2 um að fara í gegnum „hurðina þarna“ inn á fréttastofuna, svo að ekki sé minnst á skilnings- leysið í svip hennar þegar ég veigraði mér við því? Eða það framtak fréttamanns á Ríkis- sjónvarpinu að spyrja hverja konuna af annarri hvort hún hefði „orðið var við“ breytingu (og engin þeirra virtist fyrtast við kynskiptinguna)? Eitt er vanþekking, annað breytt málkennd almennings. íslenska sem útlenska Það er ríkisstyrkt athæfi að fordæma þá sem „misstíga sig“ á vegum orðanna. íslensku orð- anna sem þó ættu ekki að bregða fyrir okkur fæti. Sumir eru meira að segja svo óheppnir að lögreglan stöðvar þá, tekur af þeim skýrslu og dregur þá jafn- vel fyrir rétt. Þegar menn eru sakfelldir fyr- ir það sem þeim er í blóð borið hlýtur hjónaband löggjafar og líf- ernis að vera í uppnámi. Þegar „Fáir hafa náð jafngóðu valdi á málfarshrokanum og Þórbergur heitinn Þórðarson." - Skáldið á gangi í Reykjavík. Uppskafning(ar) sjálfir orðanna verðir þurfa að leggja sig í líma við að fara að lögum - það er þeim ekki eiginlegt - þá er eitthvað brogað viö lögin, ekki málið. Þá er áherslan á formið svo mikil á kostnað tjáningar- innar að móður- málið verður að út- lensku, tillærðu máli. Það ríkir ákveð- in rétttrúnaðar- stefna í íslenskri málpólitík. Sumir málfarsráðunautar virðast hafa tileink- að sér hæpna af- stöðu til annarra málnotenda. „Mörgum væri hollt að kynna sér þessa einföldu reglu,“ segir Ámi Böðvarsson í bók- inni íslenskt mál- far eins og hann sé að tala um mataræði eða heilbrigt líferni. „Ýmis er fornafn sem ætti ekki að valda vanda,“ segir hann á öðrum stað. Sá sem hefur djúpfrysta ís- lensku á valdi sínu gengur sumsé á guðs vegum, hinir eru syndarar, eiginlega óferjandi lýður, rétt eins og það sé eitt- hvert náttúmlögmál að allir eigi að tala nákvæmlega eins á ís- landi og það mann fram af manni. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Uppskafningur- inn Þórbergur Fáir hafa náð jafn- góðu valdi á málfars- „Sá sem hefur djúpfrysta ís- lensku á valdi sínu gengur sumsé á guös vegum, hinir eru syndarar, eiginlega óferjandi lýður, rótt eins og þaö sé eitthvert náttúrulögmál að allir eigi að tala nákvæmlega eins á íslandi... “ hrokanum og Þórbergur heitinn Þórðarson í ritgerðinni „Einum kennt - öðrum bent“. Þar ræðir hann málfarsleg smekksatriði á svo fádæma smekklausan hátt að rýrir trúverðugleik ábend- inga hans. Aðferðin stórspillir meðalinu. Þórbergur tekur fyrir eitt ritverk, Hornstrendingabók, og neglir höfund þess á krossinn, ekki með þremur eða fjórum nöglum heldur dugar ekkert minna en heil pakkning af fír- tommu. Höfundi er brigslað um „þær þrjár meginmeinsemdir í rithætti vorum, sem hér hafa hlotið nafnið uppskafning, lág- kúra og ruglandi.“ Heföi ekki verið hægur vandi að sækja dæmin í hin og þessi rit frekar en að einskorða sig nánast alfarið við eitt úr því að ábendingarnar áttu að verða „lít- ill vasaspegill, er fleiri höfundar ... ættu að geta séð í sín eigin sjúkleikamerki"? Hefði það ekki aukið vægi ábendinganna og gert Þórberg að meiri manni? Sú árátta að krossfesta sjúk- linga leiðir ekki til góðs fremur en útrýmingarherferð nasista forðum. Hún gerir íslendinga að fómarlömbum. Rúnar Helgi Vignisson Skoðanir annarra Framtíð einræktunar „Hugmyndir okkar um gott fólk em óaðskiljanleg- ar frá hugmyndum um margvíslegan persónuþroska sem virðist velta að verulegu leyti á þáttum öðrum en efnafræöilegum. ... Með einræktun mannsins væri stigið afdrifaríkt skref í þá átt að umbreyta náttúrlegum gangi lífsins i tæknilegt framleiðslu- ferli sem á að lúta áformum og útreikningum manna.... Þess vegna finnst mér fátt verra í þessari umræðu en þegar sagt er: Nú er þetta hægt og þá verður það gert; þetta er einfaldlega framtíðin. Við eigum ekki að láta framtíðina ráðast af blindri tæknihyggju, heldur móta hana af viti og varkámi." Vilhjálmur Áraason í Lesbók Mbl. 17. maí. Launauppbygging hins opinbera „Ráðningarsamningar bæjarstjóra era komnir upp á borðið. ... Fjölmiðla bíður það verkefni að skýra þjóðinni frá því hvemig launauppbygging hins opinbera raunveralega er. Launþegahreyfingin hefúr líka fengið gagnlegt tæki til að byggja á og sið- væðingarskref er stigið í stjómsýslu. Himinhálaun- aðir bæjar- og sveitarstjórar í litlum sveitarfélögum hafa hins vegar misst samningsstöðu þegar fyrir liggur hvað kollegar þeirra í stóra bæjaifélögunum fá í laun.“ Birgir Guðmundsson í Degi-Tímanum 17. maí. Háskólinn í sjálfheldu „Getur það verið, að háskólamenntun sé ekki nægilega eftirsóknarverð vegna þess að hún sé ekki nægilega góð og veiti þeim, sem afla hennar, ekki nægilegt forskot á vinnumarkaðnum? ... Alþingi hef- ur ekki verið tilbúið til að veita meira fjármagni til Háskóla íslands úr vösum skattgreiðenda en Alþingi hefur heldur ekki verið tilbúiö til að veita skólanum eða einstökum deildum hans heimild til að taka upp skólagjöld, sem myndu gera kleift að laöa að hina hæfustu kennara með betri launum. Háskólinn er þess vegna í algerri sjálfheldu. Úr Reykjavlkurbréfi Mbl. 18. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.