Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Qupperneq 15
MIÐVTKUDAGUR 21. MAÍ 1997 15 Bresk áhætta þýskt öryggi Síðustu mánuði hafa bresk trygg- ingafélög boðið söfn- unarlíftryggingar hérlendis þar sem lofað er himinháum vöxtum og ríkis- ábyrgð á innstæðu tryggingakaupans. Sumum miðlara bresku tryggingafé- laganna hefur orðið talsvert ágengt með því að ausa gegndar- lausu lofi yfir sína vöru en lasta vöru keppinautanna, s.s. Allianz, eins al- stærsta og traustasta tryggingafélags heims. Kjallarinn Atli Eðvaldsson framkvæmdastjóri Alli- anz á íslandi A kostnað öryggis Nokkur hópur fólks hefur sann- færst um ágæti bresku trygging- anna án þess að kanna málið til hlítar. Því er vert að benda þeim á sem hyggja á slíkan sparnað að „Nafnvextir hafa verið háir á breskum fjármálamarkaði síð■ ustu áratugi en að teknu tilliti til verðbólgu og gengislækkunar breska pundsins hafa raunvextir þar verið mun lægri en í Þýska■ landi.u hafa eftirtalin atriði í huga áður en ákvörðun er tekin um kaup á breskri tryggingu: Breskar tryggingar eru ávaxtað- ar í hlutabréfasjóðum sem þýðir að sveiflur í ávöxtun eru veruleg- ar og áhættan sömuleiðis. Megináhersla er lögð á há- marksávöxtun á kostnað öryggis. Lofað er sérlega háum vöxtum í lok samningstíma sem þýðir lægri tryggingabætur við andlát á fyrri hluta samnings- tímans. Opinbert eftirlit með öryggi við- skiptavinarins er takmarkað og óíullnægjandi miðað við önnur Evrópulönd. Síðustu áratugi hefur gengi breska pundsins stöðugt sigið gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Til dæmis kost- aði eitt sterlingspund 11,18 þýsk mörk árið 1965 en aðeins 2,76 í maí 1997. Síðustu áratugi hefur verðbólga í Bretlandi verið allt að 25%. Hátt vaxtastig í Bret- landi skýrist að mestu leyti af þessari - stað- reynd. Núverandi að- stæður í Bret- landi eru að ein- hverju leyti öðru- vísi en alls ekki heppilegri. Þegar greiddur hefur verið kostn- aður við líftrygg- inguna, umsýslugjald og aðrar þóknanir þá er það sem eftir stend- ur sett í ávöxtun í hlutabréfasjóð- um. Útborgunin fer síðan eftir stöðu sjóðanna á útborgunardegi og getur þá allt eins verið að sparn- aðurinn hafi rýrnað í pundum talið og því fáist lægri tala út en greidd Gengissig breska pundsins gagnvart þýska markinu 1965: 1£= 11,18 DM 1996: 1£ = 2,63 DM Verögildi sterlingspunds í þýskum mörkum 1965 1975 1985 1995 SSSá Samanburður á verðbólgustigi DM/£ 30 Þýskaland - Bretland Bretland« > Þýskaland ■ -5 1970 1978 1986 1994 _______________ES3 Gengi punds og marks; samanburður á veröbólgu í Bretlandi og Þýskalandi. var inn. Slíkt hættuspil með lífeyr- issparnað er ekki ráðlegt. Nafnvextir hafa verið háir á breskum fjármálamarkaöi síðustu áratugi en að teknu tilliti til verð- bólgu og gengislækkunar breska pundsins hafa raunvextir þar verið mun lægri en í Þýskalandi. Vafa- samt er að leggja háa nafnvexti að jöfnu við háa raunvexti því oftar en ekki er því þveröfugt farið. Að auki er opinbert eftirlit með trygg- ingafélögum í Bretlandi ekki eins strangt og í öðrum löndum EB. Beint út í verðlagið Síðustu misseri hafa vextir skuldabréfa verið að meðaltali u.þ.b. 2% hærri í Bretlandi en Þýskalandi. Timaritið Economist spáir 3,2% verðbólgu í Bretlandi á þessu ári en aðeins 1,8% í Þýska- landi. Economist spáir einnig 4,5% hækkun launa í Bretlandi en 1,3% í Þýskalandi. Reynslan sýnir að launhækkanir í Bretlandi fara oft- ast beint út í verðlagið og því má búast við hærri verðbólgu en spá- in segir til um. Flest aðildarríki EB munu taka upp sameiginlega mynt, Evró, hinn 1. janúar 1999. Ef og þegar Bretland gerist aðili að myntbandalaginu munu vextir í Bretlandi að sjálf- sögðu aðlagast vöxtum í öðrum EB- ríkjum. Þá mun allur samanburður ólíkra trygginga verða auðveldari og kostir söfnunarlíftrygginga þeirra sem Allianz og fleiri þýzk tryggingafélög bjóða verða augljós- ir. Það blasir nefnilega við að ef raunvextir í Bretlandi væru jafn- háir og sölumenn bresku trygg- ingafélaganna halda fram þá myndi erlent fjármagn streyma þangað í stríðum straumum. Stað- reyndin er sú að svo er ekki. Atli Eðvaldsson Lestur og framfarir Framfarir í nútímaþjóðfélagi byggjast í sívaxandi mæli á upp- lýsingum og færni til að með- höndla þær. Meginundirstaðan er lestrarkunnátta. Lestraráhugi og greiður aðgangur að upplýsingum eru einnig lykilþættir. Sá mögu- leiki að geta sparað sér með lestri stórfellda fyrirhöfn, tíma og kostnað með því að nýta skráða reynslu annars fólks, sem safnað hefur verið með ærinni fyrirhöfn öldum saman, ber af flestum öðr- um möguleikum til að afla reynslu og þekkingar. Fyrirtæki og stofnanir, sem taka skipulega á því að afla sér nýrrar þekkingar án afláts og nýta hana til sívirkra breytinga og framfara, skara oftast fram úr. Þau eru fljót að aðlaga sig í sí- breytilegu umhverfi og tileinka sér nýja tækni. Þau sýna því oft- ast mestan hagnað og árangur. Lestur og breytingar Fólkið, sem sýnir sjálfstætt frumkvæði og fylgist stöðugt með, er sama fólkið sem á upptök að framfórum ellegar tekur þeim opnum örmum og af viðeigandi gagnrýni. Víðtækur lestur, sem nýtist til sivirkrar þekkingaröfl- unar, er því ein meginforsendan fyrir því að eyða ótta við breyt- ingar. Ólesið, reynslulítið og fá- frótt fólk, sem hræðist hið óþekkta, það sem það hefur til dæmis ekki lesið um, tefur fram- farir. Þetta á ekki siður við um langskólagengið fólk en aðra. Sá sem stígur út fyrir bás eig- in þekkingar er þegar kominn á hálan ís. Engu skiptir þótt „bás- inn sé mjög stór“, þ.e. þekk- ingin mikil. Um leið og komið er eitt skref út fyr- ir hann þá kem- ur upp hræðsla við breytingar. Ákvarðanir verða löturhæg- ar og hikandi. Þessu ástandi fylgir gjaman rík tilhneiging til að hæðast að þeim sem hafa meiri þekkingu, þeim lesnu. Sá fáfróði reynir oft að upphefja sjálfan sig með því að gera lítið úr þýðingu þess sem hann ekki kann. Lestur og símenntun Fyrirsjáanlegt er að stóraukin símenntun verður að koma til á kom- andi árum til að við- halda og efla sam- keppnishæfni þjóð- arinnar. Hér á landi njóta um 20-25.000 manns endurmennt- unar af einhverju tagi ár hvert. Heild- arfjöldi vinnandi fólks er á hinn bóg- inn um það bil 140.000 manns. Af þessu má sjá að ein- ungis 1/5-1/7 af starfandi fólki nýtur einhverrar endur- menntunar árlega. Eðlilegt keppimark miðað við þær hröðu breytingar sem eru í atvinnulífi er að allt fólk á vinnumarkaði njóti símenntunar jafnt og þétt. Nýverið gerði ég lauslega skoð- anakönnun meðal nokkurra ein- staklinga á því hve miklum tíma væri eðlilegt að hver vinnandi maður eyddi vikulega í starfstengda símenntun. Svörin voru á bilinu 1-6 klukkustundir. Flestir töldu 1-2 klukkustundir mjög eðlilega ástundun sem nán- ast allir ættu að geta ráðið við. Miðað við þessar forsendur og sé ráð fyrir því gert að meðaltals- lengd námskeiða séu 10-20 klukkustundir þá kemur á dag- inn að 10-30 falda þyrfti umfang núver- andi endurmenntun- ar til að ná lægri kantinum á þessum tölum fyrir allt vinn- andi fólk. Hér er eins og gefúr að skilja um mjög grófgert mat að ræða sem útfæra þarf betur. Að auki spannar það einung- is hinn formlega hluta þekkingaröfl- unarinnar. Það sem mestu skiptir kemur á hinn bóginn greinilega fram. Umfang símenntun- ar má auka mjög verulega án þess að nokkrum manni sé ofgert. Og full ástæða er til að ætla að ærin ástæða sé til að gera stóraukin átök á þessu sviði til að viðhalda og auka samkeppnishæfni þjóð- arinnar. Þetta er eins og flestir sem til þekkja illgerlegt með hefðbundnum aðferðum vegna kostnaðar. Eini möguleikinn í stöðunni er að byggja í stóraukn- um mæli á námsgögnum og hlut- fallslega miklu sjálfsnámi. Öflug lestrarkunnátta og lestrarvilji er sá homsteinn sem nýskipan í sí- menntun verður öðru fremur að byggja á. Jón Erlendsson „Óiesið, reynslulítið og fáfrótt fólk, sem hræðist hið óþekkta, það sem það hefur til dæmis ekki lesið um, tefur framfarir. Þetta á ekki síður við um langskólagengið fólkt en aðra.u Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upp- lýsingaþjónustu Háskól- ans Með og á móti Hækkun sjálfræðisaldurs Guöný Guöbjörns- dóttir þingmaöur. Breyttar þjóð- félagsaðstæður í Barnasáttmála Sameinuðuð Þjóðanna segir að börn séu allt fólk í heiminum sem er yngra en 18 ára og er markmið hans að vernda mannréttindi bama með því að leggja ábyrgð á herðar foreldra og sam- félagsins. Hvort sem litið er til Norðurlanda, Evrópu eða Bandaríkjanna er sjálfræðisald- ur 18 ár. Hér hefur sjálfræðis- aldur miðast við 16 ár allt frá 1281. Síðan hafa þjóðfélagsaðstæður breyst mikið. Með auknumkröfum um menntun og færni og ýiðvar- andi atvinnuleysi eru ungmenni háðari foreldrum sínum og búa 80-90% þeirra í foreidrahúsum. Forsjárskylda foreldra er fram- lengd til 18 ára sem auðveldar for- eldrum að fylgjast með skólagöngu og útiveru og til að hindra að með- ferð vegna fikniefhaneyslu eða geð- sjúkdóma sé rofm af börnunum sjálfum. Þétta skyldar einhig sam- félagið til að virða það að þessi ald- urshópur er börn sem þarf viðeig- andi þjónustu. Rökin eru því breyttar þjóðfélagsaðstæður, þörf fyrir menntun ungmenna, sam- ræming við erlenda löggjöf og við alþjóðlega sáttmála, barnaverndar- sjónarmið og til að auðvelda með- ferð ungmenna. Ef fjölskylduað- stæður eru slæmar getur ung- menni losnað að heinian skv. barnaverndarlögum. Sýnir vantraust Þessum tímabilum hefur verið skipt á Islandi í ósjálfræðistímabil, sjáifræðistímabil og lögræðistima- bil. í dag er lagt til að ósjálfræðis- aldurinn verði hækkaður. Ekkert hefur komið fram af rökum i þeim efnum sem hald er í önnur en þau að menn segja að það verði að samræma lög- gjöf gagnvart sumum Evrópu- ríkjum með þessu og að vegna lengri skóla- göngu séu börn lengur á heimilum sínum. Við höfum hins vegar í stjórnarskránni ákvæði um að geti menn ekki séð fyrir sér og sínum er ætlast til að samfélagið sjái fyr- ir þeim og þar var þetta gamla ákvæði „enda séu þeir þá öðrum háðir.“ Við höfum verið að slaka á þessu í allri lagasetningu. Það er t.d. ekki litið svo á að fatlaðir séu með einhverjar sérstakar skyldur í samfélaginu þó þeir búi við fótlun og þurfi af þeirri ástæðu á f]ár- magni að halda. Sá sem er ungur er vissnlega viss byrði á samfélag- inu en hann á eftir að bera uppi þetta sama samfélag síðar. Hann er aðeins að taka út af reikningi sem hann á eftir að leggja inn á. Og mín skoðun er sú að grundvallar- atriðið í öllu uppeldi sé að sýna ungu fólki traust. Því hefur verið sýnt traust á íslandi og það hafa mjög fáir brugðist því trausti. Lög- brot hjá ungu fólki eru ekki al- gengari en hjá fullorðnu fólki þannig að réttindaskerðing hjá þeim á ekki við nein rök að styðj- ast út frá því að unglingar hafi ekki staðið sig. Ég tel að ísland í dag eigi betur menntaða og hæfari æsku til að takast á við vandamál sinnar samtíðar en við höfum nokkurn tíma átt áður. Þess vegna fmnst mér með ólíkindum sú for- ræðishyggja að telja að það eigi að svipta þennan hóp þeim rétti sem hann hafði, að verða sjálfráða 16 ára. Mér frnnst mjög alvarlegt til- tæki að hækka ósjálfræðisaldur- inn. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.